Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 9
MÓRGÚNBLÁÍÐIÐ FÖSTUDÁGUR 8. FÉBRÚAR 11)91 9 Ífiéfft, SKÓLAFÉLAG IÐNSKÓLANS í REYKJAVÍK \£nL/ V/SKÓLAVÖRÐUHOLT -101 REYKJAVÍK • SÍMI 28044 FYRRVERANDI FORMENN SKQLAFÉLAGS IDNSKÓLANS í REYKJAVÍK Stjórn skólafélagsins óskar eftir að fá nöfn fyrrum formanna SIR allt frá stofnun félagsins vegna útgáfu skólablaðs. Vinsamlega hafið samband fyrir 14. febrúar í síma 24959 (Stefán), 73702 (Bjarki) eða 28044. K- Dags. 8.2. 1991 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4200 0000 8391 4507 4500 0005 3774 4543 3700 0000 2678 4929 541 675 316 4548 9000 0021 2540 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND K 14.00 18.00 OO LAUQARDAOA 10.00 OPIO VIRKA DAQA KL. 9.00 MMC L-300 Minibus 4x4, árg. 1988, vél- arst. 2000,5 gíra, 5 dyra, blár, ekinn 60.000. Verð kr. 1.290.000,- MMC Colt GLXi, árg. 1990, vélarst. 1500 5 gíra, 3|a dyra, silfugrór, ekinn 9.000. Verð kr. 895.000,- MMC Galant hlaðb. GLSi, árg. 1990, vélarst. 2000, 5 gíra, 5 dyra, dökkgrænn, ekinn 7.000. Verð kr. 1.350.000,- MMC Pajero turbo diesel Intercooler, órg. 1990, vélarst. 2500, 5 gíra, 5 dyra, blár, ekinn 25.000. Verð kr. 2.450.000,- MMC Pajero turbo diesel Intercooler, árg. MMC L-300 Minibus 4x4, árg. 1988, turbo 1990, vélarst. 2500, 5 gíra, 3jo dyra, blár, diesel, 5 gíra, 5 dyra, hvítur, ekinn 50.000. ekinn 17.000. Verð kr. 1.500.000,- Verð kr. 1.830.000,- AATH! Þriggja ára ábyrgðar- skirleini tyrir Mitsubishi bilreiðir gildir Irá fyrsta skráningardegi Húsnædismálastjóm leitar til ríkisstjómarinnar um aðstoð: Óvíst um greiðslu 1.000 millj. til 800 lántakenda eftir helgi Fjárþröng í húsnæðismálum í síðustu viku birtust tvær fréttir í Morg- unblaðinu um fjárþröngina í hinu opin- bera húsnæðiskerfi. Annars vegar var skýrt frá því, að óvíst væri um greiðslu 1.000 milljóna króna til 800 lántakenda nú í þessari viku. Hins vegar sagði Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra, að fóik með lánsloforð fengi greitt. Þá var birt athugasemd frá Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra sem sagði að fjárþröng Byggingarsjóðs ríkisins væri ekki sitt vandamál. Er staldrað við þetta í Staksteinum í dag. Deyfilyfið vantar Ymsir minnast líklega átakanna sem urðu á flokksþingi Alþýðu- flokksins, sem haldið var í Hafnarfirði fyrir fáein- um mánuðum. Þar kom til harðra átaka milli Jóns Baldvins Hannibals- sonar flokksformanns og Jóhönnu Sigurðardóttur varaformamis vegna Jjess að Jóhanna krafðist opinberra framlaga til húsnæðiskerfisins. Lauk deilunni með samning- um, sem Ólafur Ragnar Grímsson sagði að myndu kosta skattgreið- endur einn til tvo millj- arða. I forsíðufrétt sem birtist í Þjóðviljanum 17. nóvember 1990 segir meðal annars: „Ólafur Ragnar sagð- ist styðja félagsmálaráð- herra í þvi að breyta húsnæðiskerfinu, en að dæla peningum úr ríkis- sjóði í gamla kerfið myndi einungis virka sem deyfilyf þannig að ráðamenn myndu leggj- ast aftur á koddaim og sofna án þess að breyta nokkru ef þessi mála- miðlunarleið Alþýðu- flokksformannsins yrði að veruleika." Þeir sem fara með stjórn Byggingarsjóðs ríkisins telja, að vanda hans megi ekki síst rekja til þess hve mikið hefur verið dregið úr framlög- um ríkissjóðs til sjóðsins. A árinu 1987 nam það 1.000 milljónum króna, 1988 1.125 milljónum króna, 1989 550 miHjón- um króna en árið 1990 var það aðeins 44 milljón- ir króna. A fjárlögum 1991 er ekki gert ráð fyrir neinu framlagi úr ríkissjóði til Byggingar- sjóðs rikisins, þrátt fyrir samkomulagið á flokks- þingi Alþýðuflokksins. Iinian Húsnæðisstofn- unar telja memi að ríkið hafi með þessum sam- drætti í fjárframlögum brotið gegn lögum um stofnunina frá 1986 en í greinargerð með frum- varpinu kom fram að framlag ríkissjóðs, miðað við gefnar forsendur, skyldi ekki vera lægra en 1.000 milljónir króna. Miðað við verðlag fjiir- laga árið 1991 væri þessi fjárhæð orðin 2,3 til 2,4 milljarðar. Þá er sú skoð- un einnig sett fram, að þeir aðilar sem stóðu að samkomulagi við ríkis- valdið um húsnæðiskerf- ið 1986, Vinnuveitenda- samband íslands og Al- þýðusamband Islands telji, að ríkissjóður eigi að standa undir vaxta- halla Byggingarsjóðs ríkisins, sem verði 800 til 1.000 milljónir á árinu 1991. Meðal annars á þessum forsendum hafa forráða- mcim Húsnæðisstofnun- ar ríkisins talið, að ríkis- sjóður, sem lýtur stjóm Olafs Ragnars Grímsson- ar fjármálaráðherra, eigi að tryggja að viðunandi lausn fáist á fjiirhags- vanda Byggingarsjóðs ríkisins. Ekki mitt mál Um þetta stóra fjár- hagsdæmi allt, þar sem hundruð manna eiga mikið í húfi, hefur verið rætt á fundum fulltrúa félagsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Þeg- ar Morgunblaðið birtir siðan frétt um það í síðustu viku, að Qármála- ráðherra sé ekki tilbúinn til að viðurkenna að það vanti fjármuni í Bygging- arsjóð ríkisins stekkur Olafur Ragnar Grímsson upp á nef sér og sendir Morgunblaðinu athuga- semd þar sem segir með- al annars að það sé „orð- ið ansi þreytandi að þeir sem bera ábyrgð á hús- næðismálum eru sifellt að kenna öðrum um þeg- ar þeim tekst ekki að framkvæma þau verk sem þeim hafa verið fal- in“. Þessi umrnæli um getuleysi forráðamanna húsnæðismála rökstyður Ólafur Ragnar ineð því að Húsnæðisstofnun rikisins og fulltrúai' fé- lagsmálaráðuneytisins hafi ekki tekist að gera það sem hann kallar „skynsamlega" samninga við lífeyrissjóðina um reglubundin kaup á skuldabréfum Bygging- arsjóðs rikisins. Telur Ólafur Ragnar allan vanda Byggingarsjóðs stafa af þessu. Ráðherrann lætur þess ekki getið, að Byggingar- sjóðurinn er nú svo illa staddur að hami getur ekki innt af hendi endur- greiðslur til lifeyrissjóða og rikisábyrgðarsjóðs. Er líklegt að við þær aðstæður séu lífeyrissjóð- ir ákafir i að kaupa frek- ari skuldabréf af sjóðn- um? Fjármálaráðherra lætur þess ekki heldur getið, að húsbréfakerfið hefur orðið til þess að þrengja möguleika Byggingarsjóðs á sölu skuldabréfa til lífeyris- sjóðanna. Sjóðirnir geta nú fullnægt samnings- bundnum skuldabréfa- kaupum við Húsnæðis- stofnun ríkisins með því að kaupa húsbréf fyrir 18% af ráðstöfunarfé sinu i ár, en þetta hlut; fall var 10% í fyrra. í lögunum frá 1986 er gert ráð fyrir að lífeyrissjóð- imir kaupi skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu. Stofnunin fékk 45% af ráðstöfunarfé sjóð- anna 1990 og fær 37°/o 1991. Ólafur Ragnar Grims- son minnist ekki á þessar staðreyndir, þegar hami segir, að það sé ekki sitt mál lieldur allra annarra að Byggingarsjóður rikisms berst í bökkum. Er sá málflutningur ráð- herrans í samræmi við annað sem frá honum kemur, því að honum er ljúfast að visa öllum vandamálum til annai'ra. Það er alvarlegt mál þeg- ar fjármálaráðherra lands virðist sérhæfa sig í málflutningi sem miðar að því að telja mönnum trú um að samningar sem gerðir hafa verið við ríkissjóð séu einskis virði. Þegar þamiig er komið er vegið að undirstöðum eðlilegra viðskiptahátta. Vandræði Húsnæðis- stofnunar rikisins stafa af sundurlyndi innan ríkisstjómarinnar og ráðaleysi Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmála- ráðherra. Augljóst er að hinar sögulegu sættir sem áttu að hafa tekist á milli heimar og Jóns Baldvins á flokksþinginu i Hafnarfirði i nóvember sl. eru lítils virði. Stjóm húsnæðismálanna á veg- um rikisins er í algjömm ólestri. SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI FOSTUDAGUR TIL FJAR KAFFISTELL í DA6 Á KOSTNAÐARVERÐI BYGGT&BtJIÐ I KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.