Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
FOSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1991
ÍÞRÚntR
-FOLK
■ LOGI Ólafsson, þjálfari 1.
deildarliðs Víkings í knattspyrnu,
fer síðar í mánuðinum í herbúðir
sænska félagsins IFK Gautaborg
til að fylgjast með þjálfun þess. Svo
skemmtilega vill til að félagið tekur
á þeim tlma þátt í 8-liða æfinga-
móti í Hollandi, og verður Logi þar
með Svíunum.
■ TVEIR útlendingar verða í liði
Víkings í sumar. Fyrir er Júgóslav-
4^nn Janni Zilnik, sem var með lið-
inu í fyrra, en hinn verður annað
hvort Sovétmaður eða Júgóslavi.
Fyrrum þjálfari Víkinga, Júrí
Sedov, skoðar menn fyrir þá í Sov-
étríkjunum og Zilnik hefur boðist
til að taka með sér landa sinn, 26
ára sem lék í 1. deild á Möltu í fyrra.
■ VÍKINGAR fara í æfinga- og
keppnisferð til Hannover í Þýska-
landi 14. til 21. apríl í vor. Þar
æfir liðið og tekur þátt í 3 eða 4
æfíngaleikjum.
■ RAFN Hjaltalín, stjórnarmað-
ur í KSI, verður eftirlitsmaður á
vegum Knattspyrnusambands Evr-
ópu (UEFA) á leik Skotlands og
- rfrlands, leikmanna 18 ára og
yngri, 19. mars.
■ GUNNAR Gunnarsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, og félag-
ar í Ystad, töpuðu fyrir Red-
bergslid í úrslitakeppninni um
sænska meistaratitilinn í handbolta
í fyrrakvöld, 15:16. Gunnar gerði
tvö mörk í leiknum.
■ BJÖRN Olgeirsson hefur verið
ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Völs-
ungs á Húsavík í knattspyrnu.
'|JI BIRGIR Skúlason, varnaijaxl
úr FH, hefur ákveðið að fara aftur
í herbúðir Völsungs fyrir næsta
sumar. Hann hefur verið með FH
í tvö ár, áður var hann eitt ár með
Þór og þar áður Völsungi.
■ FH-INGAR taka þátt í Evrópu-
keppni félagsliða í Víðavangshlaupi
um helgina, í Marinagne í Frakk-
landi. Það eru Jóhann Ingibergs-
son, Knútur Hreinsson, Þor-
steinn Jónsson, Gunnar Guð-
mundsson og Gísli Ásgeirsson.
Hópurinn átti að fara utan í morg-
un. Fararstjóri er hin kunna hlaupa-
kona Rakel Gylfadóttir.
HANDKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐIÐ
Hanna Katrín og
Erla verða með
Fjóraraf reyndustu stúlkunum á meðal
þeirra 20 sem taka þátt í undirbúningnum
HANNA Katrín Friðriksen, Val,
og Erla Rafnsdóttir, Stjörnunni,
létu til leiðast og gáfu kost á
sér í kvennalandsliðið í hand-
knattleik, sem tekur þátt í C-
heimsmeistarakeppninni á ít-
alíu í lok mars. Áður höfðu
Guðríður Guðjónsdótir, Fram,
og Erna Lúðvíksdóttir, sem
leikur með svissneska liðinu
ZMC Amacitia, gengið til liðs
við hópinn.
Stúlkurnar hættu með landslið-
inu eftir C-keppnina í Frakk-
landi 1988, en vilja leggja sitt af
mörkum til að íslenska liðið komist
áfram.
„Staðan var allt önnur, þegar
ljóst var að fimm lið úr C-keppn-
inni kæmust áfram,“ sagði Hanna
Katrín við Morgunblaðið. „Þetta er
gullið tækifæri og keppnin leggst
vel í mig.“ Hún sagðist hafa hætt
með landsliðinu vegna áhugaleysis.
„Það voru mikil vonbrigði eftir leik-
ina í Frakklandi og í kjölfarið var
samstarfið erfitt við þjálfarann. En
þetta var góður hópur og það er
ánægjulegt að hann skuli vera kom-
inn að mestu saman á ný.“
Erla sagðist hafa hætt fyrst og
fremst vegna hnémeiðsla, en nýjar
spelkur hefðu reynst mjög vel í
vetur og því hefði hún ákveðið að
slá til. „Starfsins vegna gef ég
reyndar kost á mér með fyrirvara,
en ég á von á að hægt verði að
hliðra til. Takmarkið hjá okkur er
að reyna að lyfta kvennahandbolt-
anum á hærri stall og það yrði
ánægjulegt ef þátttaka okkar, sem
erum eldri og reyndari, yrði til þess
að landsliðið færi upp í B-flokk. Þá
hefði landsliðsþjálfari tvö ár til að
byggja upp nýtt lið. Það eru marg-
ar ungar stúlkur mjög efnilegar,
en þær þurfa tíma.“
Hanna Katrín og Erla léku fyrst
með landsliðinu fyrir 10 árum og
afskrifuðu ekki áframhaldandi þátt-
töku með landsliðinu eftir keppnina,
en þær eru báðar 26 ára.
Gústaf Björnsson hefur valið 20
stúlkur til að taka þátt í undirbún-
ingi liðsins fyrir keppnina, en end-
anlegur 15 manna hópur verður
valinn um næstu mánaðarmót. Eft-
Hanna Katrín Friðriksen.
irtaldar stúlkur eru í landsliðshópn-
um:
Guðríður Guðjónsdóttir, Ósk
Víðisdóttir og Kolbrún Jóhannsdótt-
ir, Fram; Erla Rafnsdóttir, Guðný
Gunnsteinsdóttir og Herdís Sigur-
bergsdóttir, Stjörnunni; Inga Lára
Þórisdóttir, Andrea Atladóttir,
Halla Helgadóttir, Heiða Erlings-
dóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Svava
Sigurðardóttir, Víkingi; Kristín Pét-
ursdóttir, Rut Baldursdóttir og
Björg Gilsdóttir, FH; Hulda Bjarna-
dóttir og Auður Hermannsdóttir,
Selfossi; Hanna Katrín Friðriksen,
Val, Halla Geirsdóttir, Noregi, og
Erna Lúðvíksdóttir, Sviss.
SKIÐI / HM I NORRÆNUM GREINUM
30 km ganga með hefðbundinni aðferð:
Svan endurheimti titilinn
Svíinn Gunde Svan sýndi hvers
hann er megnugur, þegar hann
sigraði í 30 km göngu með hefð-
bundinni aðferð á Heimsmeistara-
keppninni í norrænum greinum á
Ítalíu í gær. Svan var 4,9 sekúndum
á undan Sovétmanninum Vladímír
Smírnov, sem hafði titli að verja.
Svan, sem er 29 ára og sigraði
í 30 km göngu á HM 1985 og fékk
gull í tveimur greinum á Ólympíu-
leikunum í Calgary 1988, gat ekki
tekið þátt í HM í Lahti vegna veik-
inda og var óvíst um þátttöku hans
fram á síðustu stundu að þessu
sinni. „Ég æfði ekki mikið í síðasta
mánuði vegna veikinda,“ sagði
Svan, „en ég er mjög ánægður með
að vera nógu vel á mig kominn til
að keppa hér. Ég vissi í raun ekki
hvernig ástandið hjá mér var, en á
miðri leið fann ég að ég hafði nægj-
anlegan kraft.“
Smírnov byijaði síðastur, en
hafði forystu lengst af. „Það var
ekkert að hjá mér. Eina vandamál-
ið er hvað Gunde Svan er góður.“
Gunde Svan.
SIGMUNDUR ERNIR
FRÉTTAMAÐUR
f>
...Rauttnef
sýmrinmimann
Sala rauða nefsins er fyrir lokaátak húsbyggingar
Samtaka endurhæföra mænuskaddaöra.
• SEM-hópurinn.
Ikvöld
Tveir leikir eru á dagskrá úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í kvöld og hefjast
báðir kl. 20.00. Stórleikur verður í Njarðvík, þar sem heimamenn taka á móti
Keflavíkingum og í Stykkishólmi mætast Snæfell og Þór. Tveir leikir verða einnig í
1. deild karla í handknattleik í kvöld. ÍBV og FH eigast við í Eyjum og í Laugar-
dalshöll KR og Valur. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. f 2. deild karla eru tveir leikir
á dagskrá, báðir í Digranesi; UBK og Armann hefja keppni kl. 20 og síðan HK og
Þór kl. 21.15.
BARNAÚTIGALLAR
KR.1.999
BARNARÚM
KR. 13.885
I
I
I
OPIÐ: MÁN. - FIM. 1300 - 1800,
FÖS. 1300 - 1900, LAU. 10°°- 1200
GA>ÍLA •
KRONANf
BOLHOLTI 6 •
BOLHOLTI 6, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 679860
Erla Rafnsdóttir.
FATLAÐIR
Svfþjóðar
ÆT
Amorgun og sunnudag
verða Opnu leikar fatlaðra
í Malmö í Svíþjóð og verða 26
íslenskir íþróttamenn frá ÍFR,
ÍFA, ÍFS og UMFN á meðal
þátttakanda.
í sundi keppa Rut Sverris-
dóttir, Ólafur Eiríksson, Birgir
Rúnar Gunnarsson, Baldur Sig-
urðsson, Halldór Guðbjörnsson,
Geir Sverrisson, Gunnar Þ.
Gunnarsson, Sigrún Pétursdótt-
ir, Sóley Axelsdóttir, Svanur
Ingvarsson, Þorsteinn Sölvason
og Karen Friðriksdóttir.
í borðtennis keppa Elsa Stef-
ánsdóttir, Örn Ómarsson, Jón
Heiðar Jónsson og Elvar Thorar-
ensen.
Jón Stefánsson, Sigurrós
Karlsdóttir, Stefán Thorarens-
en, Hjalti Eiðsson, Jóhann
Magnússon, Jón Þór Ólafsson
og Elma Finnbogadóttir keppa
í Boccia og Óskar Konráðsson,
Jón M. Árnason og Leifur Karls-
son í bogfimi.
URSLIT
I
I
I
SKÍÐI
Val di Fiemme, Ítalíu
HM í norrænum greinum
30 km ganga karla með hefðbundinni
aðferð:
Gunde Svan (Svíþjóð)..........1:16.12,4
Vladímír Smírnov (Sovétr.)....1:16.17,3
Vegard Ulvang (Noregi)........1:16.32,8
Terje Langli (Noregi).........1:16.40,8
Harri Kirvesniemi (Finnlandi).1:17.31,6
Alois Standlober (Austurriki).1:17.41,5
Sture Sivertsen (Noregi)......1:17.43,8
Míkhaíl Botvínov (Sovétríkjunum).l:18.07,6
Lubomír Butsjta (Tékkóslóvakíu).. 1:18.08,0
Christer Majback (Svíþjóð)....1:18.11,6
Stjörnuhlaup FH
Stjörnuhlaup FH fór fram um helgina
og tóku 20 keppendur þátt. Úrslit urðu
þessi:
Karlaflokkur:
Tobi Tanser, lR,..................15:15
Daníel Guðmundsson, KR,...........15:48
Kristján Skúli Asgeirsson, ÍR,....16:01
KnúturHreinsson, FH...............16:35
Gunnar B. Guðmundsson, FH.........16:39
Ólafur Guðmundsson, ÍR............16:41
Ingvar Garðarsson, HSK, 17:04
Sigurður Jónatansson, ÍR,.........18:45
Theódór Ásgeirsson, ÍR............21:59
35 ára og eldri:
SighvaturD. Guðmundsson, ÍR.......17:03
Jakob Bragi Hannesson, ÍR,........17:31
Halldór Matthíasson, UMFA.........17:47
Gisii Ásgeirsson, FH..............19:37
Drengjaflokkur:
Aron Haraldsson, UBK..............10:41
Bjarni Traustason, FH.............11:25
Gylfi Öm Gylfason, FH.............12:35
Piltaflokkur:
Orri Gíslason, FH..................4:50
Logi Tryggvason, FH................5:04
Telpnaflokkur:
Sigurbjörg Ólafsdóttir, FH.........5:04
Rakel Tryggvadóttir, FH,...........5:05