Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991
Fyrirlestur um
Genfarsáttmálana
Genfarsattmálarmr og mannuðalög eru viðfangsefni fyrirlestra
sem haldinn verður á vegum Rauða kross íslands í Lögbergi, stofu
101, föstudaginn 8. febrúar kl. 14.00. Fyrirlesturinn er í tengslum
við „Sól úr sorta“, alheimsátak Rauða krossins til hjálpar stríðshrjáð-
um.
Fyrirlesari er Dr. Hans-Peter
Gasser, aðalráðgjafi stjórnarnefnd-
ar Alþjóðaráðs Rauða krossins um
lögfræðileg málefni. Dr. Gasser
hefur meira en tuttugu ára reynslu
af störfum fyrir Rauða krossinn
jafnt í höfuðstöðvunum í Genf sem
á átakasvæðum um allan heim.
í fyrirlestrinum verður sérstak-
lega fjallað um málefni barna og
(
óbreyttra borgara, sem sífellt verða
ver úti í stríði, málefni stríðsfanga
og helstu hindranir sem verða á
vegi Alþjóðaráðs Rauða krossins
þar sem styijaldir geysa.
I lok fyrirlestrarins mun Dr.
Gasser svara spumingum fundar-
manna og fjöimiðla. Fyrirlesturinn
fer fram á ensku.
Morgunblaðið/KGA
Frá vinstri: Hannes Koik, framkvæmdasljóri KFUM í Eistlandi, Göran Stenfelt, formaður nefndar nor-
rænu KFUM og KFUK-félaganna um samskipti við Eystrasaltsríkin, Gunta Kelle, formaður KFUM og
KFUK í Lettlandi, Gunnar Angeltveit frá KFUM og KFUK í Noregi og Ivar Muravskis frá Lettlandi.
Fulltrúar KFUM og KFUK frá Eistlandi og Lettlandi:
Starfsemi kristilegra félaga
endnrvakin eftir áratuga bann
KRISTILEGT félag ungra manna og kvenna er nú byrjað að festa
rætur í Sovétríkjunum líkt og fleiri fijáls æskulýðssamtök. Deildir
hafa verið stofnaðar í Eistlandi og Lettlandi, Leníngrad, Armeníu
og Georgíu. Um síðustu helgi var haldinn hér á landi norrænn sam-
ráðsfundur KFUM og KFUK-félaga. Gestir fundarins komu frá Eist-
landi og Lettlandi. Þar er nú verið að endurvekja starfsemi kristi-
legra æskulýðsfélaga eftir að hún hefur verið bönnuð áratugum
saman. í Litháen hefur slíkt starf hins vegar ekki hafist þótt slíkt sé
í undirbúningi, meðal annars vegna þess að engin hefð er fyrir starf-
semi KFUM og KFUK þar í landi. Morgunblaðið ræddi við nokkra
fulltrúa á samráðsfundinum af þessu tilefni.
Morgunblaðið/Emilía
Bragi Kristjónsson með frumút-
gáfur Þjóðsagna Jóns Arnasonar.
Bókavarðan:
Kápueintak
af frumútgáfu
Jjjóðsagna Jóns
Arnasonar
Á bókauppboði Bókavörðunnar,
Hafnarstræti 4, á laugardaginn
verður m.a. boðið upp kápuein-
tak af frumútgáfu á Þjóðsögum
Jóns Árnasonar, sem út komu í
heftum í Leipzig í Þýskalandi
árin 1862-1865.
í fréttatilkynningu frá Bókavörð-
unni segir, að m.a. verði seld á
uppboðinu hundruð bóka, tímarita,
handrita og gamalla stjómmála-
plakata. Af handritum eru nefnd
handrit eftir Jóhann Siguijónsson
skáld og brúðkaupskvæði frá Selt-
jarnarnesi frá árinu 1898. Meðal
bóka k uppboðinu verða „Fjárlög-
in“, íslenskt söngvasafn, gamlar
landshagsskýrslur, Kvæðið um
fangann eftir Oscar Wilde, tölusett
útg., Vídalínspostilla, Hólum 1798,
Almanökiri frá hendi Jóns forseta
Sigurðssonar, 1845-1872. Einnig
frumútgáfur eftir Þórberg Þórðar-
son, Halldór Laxness og Bólu-
Hjálmar og fræðibækur um íslensk
og norræn fræði. Þá verður boðin
upp bókaskrá Þorsteins sýslumanns
um bókasafn hans, se'm nú er í
Skálholtskirkjuturni.
Bækurnar verða til sýnis í Hafn-
arstræti 4 föstudag kl. 14-18 og
laugardag frá kl. 10-12.
Göran Stenfelt, formaður nefnd-
ar norrænu KFUM og KFUK-félag-
anna um samskipti við Eystrasalts-
ríkin, segir að það hafi ekki reynst
erfitt að hleypa af stokkunum
KFUM-starfi í Lettlandi og Eist-
landi. „Hefðin er fyrir hendi og
menningarlega séð stendur það fbú-
um landanna nærri að skipuleggja
æskulýðsstarf með þessum hætti.“
Ivar Muravskis segir að um miðj-
an september 1990 hafi KFUM og
KFUK verið endurreist formlega í
Lettlandi. Hann getur þess sérstak-
lega að Svíar hafi verið hjálplegir
við uppbyggingarstarfið, einkum
hvað varðar þjálfun æskulýðsleið-
toga. Muravskis segir að gildi nor-
ræna samstarfsins fyrir sig og
landa sína felist í því að leiða unga
fólkinu fyrir sjónir að það sé Evr-
ópubúar. „Við hugsum eins og Evr-
ópubúar, við viljum lýðræði og við
völdum ekki einræðið." Hann segir
að einnig vilji menn afla sér reynslu
og þekkingar og víkka sjóndeildar-
hringinn.
Hannes Koik, framkvæmdastjóri
KFUM í Eistlandi, segir að form-
lega hafi verið stofnað KFUM-félag
í Eistlandi í mars á síðasta ári. Sjálf-
ur fór hann til Bandaríkjanna
haustið 1989 til að kynna sér starf-
semi hreyfingarinnar. Nú eru 800
félagar i eistnesku samtökunum.
Þar á meðal er ein deild sérstaklega
fyrir Rússa. „Vandamálin eru mörg.
Við höfðum KFUM í Eistlandi fyrir
stríð. En fæstir muna svo langt
aftur í tírnann." Koik tekur undir
það sem áður hefur komið fram að
Eistlendingar telji sig eiga meira
sameiginlegt með Norðurlandabú-
um en Rússum, t.d. séu 80% Eist-
lendinga lúterskrar trúar.
Gunta Kelle, forsetl KFUM og
KFUK í Lettlandi, segir að félag-
arnir í Lettlandi séu um 700 talsins
en það sé erfitt að gefa nákvæma
tölu því ijöldinn vaxi svo ört. Hvað
starfið varði þá verði sumarbúðir
skipulagðar í fyrsta skipti nú í sum-
ar. Nú í vetur séu haldin tónlist-
arnámskeið og balletskóli er rekinn
að ógleymdum biblíustundunum.
Hús KFUM og KFUK var reist
f Rigu árið 1922 fyrir bandarískt
fé. Byggingin var gerð upptækt við
hernám Sovétmanna og starfsemin
bönnuð. En nú hafa samtökin feng-
ið leyfi til að hafa skrifstofu sína á
ný í þessu húsi. Á hveijum stað
reyna menn svo að finna leiðir til
að hýsa starfsemina. Sums staðar
fer starfið fram í kirkjuhúsnæði og
annars staðar er efnt til samkoma
á vinnustöðum eftir að hefðbundn-
um vinnutíma lýkur.
Kelle er spurð hvort KFUM keppi
við ungliðahreyfingu kommúnista
um hylli barna og unglinga. „Mun-
urinn er_ náttúrlega mikill á þessu
tvennu. I upphafi Ungliðahreyfing-
ar kommúnista var ungur drengur
gerður að hetju. Hann njósnaði um
foreldra sína og sagði frá því að
faðir sinn væri óvinur ríkisins. Fað-
irinn var tekinn af lífi en drengnum
hampað. Önnur börn voru hvött til
að feta í fótspor hans og fylgjast
með foreldrum sínum og nágrönn-
um. Þetta var grimmdarlegt en satt
engu að síður. En ég er barn þessa
tíma og stærstur hluti sovésks þjóð-
félags. Við vorum alin upp í þeirri
trú að óvinurinn væri ekki langt
undan. En þú þegar kommúnista-
flokkurinn er að hruni kominn yfir-
gefur ungt fólk eðlilega ungliða-
hreyfinguna og er hugmyndafræði-
lega ráðvillt. KFUM býður upp á
kristilegan valkost fyrir ungt fólk
sem svo er ástatt um.“
HEILSUDAGAR
10-70% AFSLÁTTUR
af þrek- og 2. Magobekkur
æfingatækjum
EXCLUSIVE
Veró kr. 6.400,
nú kr. 5.760.
J
1. Æfingastöó PRISMA,
bekkpressa, hnébeygja,
„butterfly", fótaæfingar,
armbeygjur og fleira.
Verðkr. 45.100,
nú kr. 33.250.
Varahluta- og
viógeróarþjónusta.
5. Skóbekkut.
Verðkr. 8.756,
„ . ..... ... núkr.5.900.
3. Þrekhjol, v-þysk. v „5f«w
Veró fró kr. 13.956. ^
Sendum í póstkröfu.
Greiðslukort-Greiðslukorta-
samningar. JE |jP®m
ÁRMÚLA 40-SÍMl 35320 MWWWJUWKI
kferslunin
Hágæöa ritvinnsluprentari
Hljóölaus
Gæöaletur
Mikiö rekstraröryggi
Mjög nettur
Tilbúinn fyrir Windows 3
Hewlett Packard hágseðaprentarar
EINSTAKT TILBOÐ
Hewlett Packard DeskJet 500 - kr. 63.000, með VSK
Góð greiðslukjör 58.590 stgr. m/VSK eða t.d.
munXlán
25% útborgun og 4.427,- á mánuði í 12 mánuði.
Gerðu verðsamanburð.
M ÖRTÖLVUTÆKNI H
TÖLVUKAUP HF ■ SKEIFUNNI 17 ■ SÍMI: 68 72 20
HÉRÍ.NÚ AUGLÝSINGASTOFA
[VIS PRENTARAR SEM AÐRIR LIKJA EFTIR