Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991
15
hún hafði ekki heilsu tl að taka
þátt í, kom hún og hellti upp á
könnuna „til að gera eitthvað“.
Þannig var hún, vildi vera með og
láta gott af sér leiða.
Aðgerðin fyrrnefnda tókst vel og
hún var ótrúlega fljót að ná sér á
strik aftur. Þar kom ákveðni henn-
ar, létt lund og jákvætt viðhorf sér
vel. Þeir voru ófáir kílómetrarnir
sem hún lagði að baki við að endur-
heimta þrótt sinn og heilsu.
Dilla var ung heimasæta þegar
gjörvulegur vestfirskur piltur gerð-
ist málaranemi hjá föður hennar.
Það átti síðan fyrir þeim að liggja
að ganga saman æviveginn. Þau
Þorbergur bytjuðu smátt eins og
flestir á þeim tíma, en hjónin voru
samhent og heimili þeirra við
Sunnubrautina er sérstaklega fal-
legt og menningarlegt. Bæði voru
þau miklir fagurkerar og nutu þess
að hafa fallega listmuni í kring um
sig og lesa góðar bækur. Þau ferð-
uðust líka mikið, innanlands og utan
og oft til fjariægra, framandi staða.
Dilla var mikil fjölskyldumann-
eskja og rækti vel sína ijölskyldu.
Börnin hennar og barnabörnin áttu
stórt rúm í huga hennar og hjarta.
Heimili hennar og Þorbergs stóð
þeim ávallt opið — í þess orðs fyllstu
merkingu. Samband hennar og Þor-
bjargar, einkasystur hennar, var
líka einstaklega náið. Svo samfynd-
ar voru þær að í huga okkar kom
varla nafn annarrar án þess að
nafn hinnar fylgdi með.
Við eigum allar eftir að sakna
Dillu úr klúbbnum okkar, sæti
hennar verður vandfyllt. Um leið
og við þökkum mikilhæfri konu
samfylgdina viljum við votta Þor-
bergi, börnunum, bamabörnunum,
Tobbu og öllum öðrum ástvinum
hennar okkar dýpstu samúð.
Lát huggast, þú ástvinur hryggur!
Nú hætti þinn grátur að streyma!
Því dauðinn er leið sú er liggur
til lífsins og ódáinsheima.
(Þýð. Jón Helgason)
Lionessuklúbbur Keflavíkur
Hún Dilla mágkona er dáin. Það
kom eins og reiðarslag. Okkur
fannst hún alltaf svo kát og hress,
þrátt fyrir hjartasjúkdóm, sem hún
gekk með og hafði gengist undir
aðgerð við, fyrir fjórum árum. Hún
mun hafa verið meira veik en okkur
grunaði, því hún kvartaði aldrei og
gekk að sínu eins og vanalega.
Hún hét Sigurbjörg Pálsdóttir,
dóttir hjónanna Ingileifar Ingi-
mundardóttur og Jóns Páls Frið-
mundssonar, málarameistara hér í
Keflavík, og ólst upp á Suðurgötu
5, ásamt yngri systur sinni, Þor-
björgu, og voru þær alltaf mjög
samrýndar.
Hún lauk prófi frá Verslunar-
skóla íslands, en giftist yngsta
bróður okkar, Þorbergi Friðriks-
syni, 16. maí 1948. Þau eignuðust
3 böm, Jón Pál, Friðrik og Þór-
unni. Þau stofnuðu fyrst heimili á
Túngötu 17 og voru foreldrar okkar
í sama húsi og fluttust með þeim,
er þau byggðu hús sitt á Sunnu-
braut 18 og voru þau í þeirra skjóli
á neðri hæðinni á meðan þau lifðu.
Síðustu árin voru þau orðin las-
burða og við höldum að á engan
sé hallað þó sagt sé að Dilla var
vakin og sofin í að reynast þeim
sem best. Enda sögðu þau að hún
væri þeim sem besta dóttir. Hér
skulu henni færðar þakkir fyrir það.
Dilla var mikil félagsvera. Hún
var í stjórn Kvenfélags Keflavíkur
um árabil. Einnig í Systrafélagi
Keflavíkurkirkju, Lionessuklúbbi
Keflavíkur, Málfreyjum og síðast
en ekki síst Skátafélaginu Heið-
arbúum og starfaði þar mikið. Eftir
að Þorbergur varð framkvæmda-
stjóri Málaraverktaka Suðumesja
og þau fóm að ferðast mikið innan-
lands og utan var oft erilsamt og
gestkvæmt á. heimili þeirra, en allt-
af stóð Dilla fyrir sínu. Það geta
margir gestir þeirra borið vitni um.
Bamabömin, sem eru 5, áttu
alltaf athvarf hjá þeim og sonarson
sinn, Þorberg, ólu þau upp frá því
hann var á fyrsta ári og hefur hann
mikils að sakna, eins og öll fjöl-
skyldan. Jóhann bróðir okkar og
Guðríður kona hans fóru oft með
þeim í utanlandsferðir og vilja nú
þakka henni fyrir allar ánægju-
stundirnar frá þeim ferðum. Oft var
farið í Aðalvík, þar sem við systkin-
in ólumst upp, því þar eigum við
sumarbústað og tengdist Ðilla þeim
átthögum okkar mjög sterkum
böndum og eins öllum ættingjum
Þorbergs, sem þótti öllum mjög
vænt um hana eins og hún væri
ein af okkur.
Við systkinin og makar okkar
þökkum henni allar ánægjustund-
irnar fyrr og síðar og sendum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur til
Þorbergs bróður okkar, barna
þeirra og fjölskyldna og til systur
hennar, Þorbjargar, og fjölskyldu.
Að síðustu biðjum við henni bless-
unar á Guðs vegum.
F.h. tengdasystkina og maka,
Dóra og Mumma
Hún Dilla er dáin.
Hún sem var svo hress í afmæl-
inu hennar mömmu í nóvember.
En maður veit aldrei hvenær kallið
kemur.
Dilla var ein sú yndislegasta og
besta manneskja sem ég hef kynnst
um ævina. Við systúrnar eigum svo
margar góðar minningar frá sam-
verustundum foreldra okkar og
Dillu og Þobba. Við vorum alltaf
velkomnar og fengum oft að vera
hjá þeim. Dilla var einstök að því
leyti að hún skildi svo vel þarfir og
langanir barna og fórum við ekki
varhluta af því. Við fengum að fara
með þeim. á skíði og þó við ættum
ekki skíðaútbúnað þá var það ekk-
ert vandamál. Það voru bara fundin
handa okkur skíði.
Stundum var Dilla búin að fylla
bílinn af krökkum áður en Þobbi
vissi af og smyija nesti handa öllum
mannskapnum. Okkur fannst líka
æðislegt að fá að koma með út á
Hafurbjarnastaði, sveifla okkur í
köðlunum og láta okkur síðan detta
Sjá nánar bls. 30.
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
...Rauttnef
erstyrkur
Sala rauöa nefsins er fyrir lokaátak: húsbyggingar
Samtaka endurhæföra mænuskaddaöra.
• SEM-hópurinn.
Alh. Mikligarður vestur íbæ
h'í-top
Gæ8i,be.r.ver6 sunn^um.^l
Garðabæ.
JXL
KAUPSTADUR
/ MJÓDD
AIIKUG4RDUR
ALLAR BÚÐIR
---------------------I-----------------------------------