Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8., FEBRÚAR 1991 Skipbrot í ríkisfjármálum: SKATTBYRÐIN Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Apartheid ýtt til hliðar Frederik W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, hét því við setningu þings lands síns í síðustu viku að leggja fyrir það frumvörp til laga sem nema úr gildi undir- stöður aðskilnaðarstefnunnar, apartheid-stefnunnar, sem hefur dregið skil á milli hvítra og svartra. Þessi stefnumörkun for- setans hefur hlotið góðar undir- tektir um heim allan. Hafa tals- menn Evrópubandalagsins sagt, að viðskiptabanni á Suður-Afríku verði aflétt um leið og hinar boð- uðu aðgerðir hafi náð fram. George Bush Bandaríkjaforseti hefur fagnað boðskap de Klerks en Bandaríkjastjóm setur skilyrði um frelsi pólitískra fanga áður en viðskiptabanni sé aflétt. Suður-Afríka hefur verið eins og holdsveikisjúklingur í samfélagi þjóðanna vegna aðskilnaðarstefn- unnar. Ályktað hefur verið gegn stjómskipulagi landsins á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hvatningu þeirra hefur verið gripið til alþjóðlegs viðskiptabanns á suður-afrískar vörar og stjómvöld, þar á meðal hér á landi, hafa lagst gegn ferðalögum til Suður-Afríku. Með þessu hafa menn viljað þrýsta á ríkisstjóm landsins og knýja hana til að breyta um stefnu. Á sínum tíma var sömu aðferðum beitt gegn minnihlutastjóm hvítra manna í Rhodesiu. Ian Smith sem var í forystu þeirra lét orð falla á þann veg að viðskiptabannið hefði alls ekki haft neikvæð áhrif á efna- hagsstjómina. Það hefði hvatt til aðhalds og útsjónarsemi og kennt mönnum að reka fyrirtæki sín við erfiðar aðstæður. Sama skoðun hefur verið uppi meðal ráðamanna í Suður-Afríku. Haldleysi við- skiptabanns til að knýja fram pólitískar lausnir eða breytingar hefur hvað eftir annað komið í ljós - nú síðast í Irak. Fyrir réttu ári steig de Klerk fyrstu skrefín til sátta við blökku- menn, þegar hann aflétti banni á Afríska þjóðarráðinu, baráttusam- tökum blökkumanna, og tilkynnti að hann myndi gefa leiðtoga þess Nelson Mandela frelsi. Þessi fyrir- heit stóð hann við og Mandela hefur ferðast um heiminn þveran og endilangan til að kynna málstað blökkumanna og njóta_heiðurs fyr- ir þrautseigju sína. Ástæðulaust er að ætla annað en de Klerk standi við loforð sín við þingsetn- inguna að þessu sinni og stefna hans njóti meirihluta á þingi. Fá- mennur hópur þingmanna yfirgaf fundinn til að mótmæla ræðu de Klerks en meirihlutinn sat eftir og vottaði forsetanum þannig traust sitt. Forystumenn blökkumanna taka boðuðum breytingum með þeim fyrirvara, að forsetinn hafí ekki sagst ætla að afnema lögin um innra öryggi, sem heimila meðal annars að menn séu fang- elsaðir um óákveðinn tíma án dóms. Einnig hefur Afríska þjóð- arráðið sett fram kröfur um að 3.000 pólitískum föngum verði sleppt og rúmlega 12.000 póli- tískir útlagar fái að snúa aftur heim. Það era tímamót á heimsmæli- kvarða, að suður-afríska aðskiln- aðarstefnan skuli vera að renna sitt skeið. Hér á landi eins og annars staðar hafa margir barist af meiri hörku gegn henni en al- ræðiskerfínu í kommúnistalöndun- um. Hér hefur flokkur tengdur verkalýðshreyfingunni varið al- ræðiskerfíð og verkalýðsforingjar hafa verið gestir alræðisstjórna á sama tíma og þeir leggjast gegn viðskiptum og öðrum samskiptum við Suður-Afríku. Hróplegur tvískinnungur af þessu tagi ætti nú að heyra sögunni til, hins veg- ar er nauðsynlegt að líta á hann í réttu ljósi, þegar alræði kommún- ismans í nafni verkalýðs og alþýðu er að hverfa og aðskilnaðarstefna í þágu hvíts minnihluta er að líða undir lok. Hran alræðis kommúnisma og sósíalisma hefur haft áhrif í mörg- um Afríkulöndum. Þar sáetta menn sig verr en áður við að lúta ein- flokksstjórnum. Spá margir því að allt eigi eftir að fara úr böndunum í Afríku, áður en þar skapast eðli- legt jafnvægi. Atburðir eins og þeir sem gerðust í Líberíu fyrir nokkram mánuðum, þegar grimmileg borgarastyijöld var háð, Séu aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal. Þrátt fyrir aðskilnaðarstefnuna í Suður- Afríku hafa blökkumenn sótt þangað, þar hefur ríkt stöðugleiki og laun hafa verið hærri en ann- ars staðar í Afríku. F. W. de Klerk hefur haldið þannig á málum við afnám að- skilnaðarstefnunnar, að hann reynir að hafa stjórn á þróuninni, ef þannig má að orði komast. Hann hefur í fyrsta áfanga leitast við að ávinna.sér traust hjá Mand- ela og öðram leiðtoga blökku- manna. I öðram áfanga ræðst hann gegn lagagranninum sjálfum án þess að leggja niður öryggis- kerfíð, sem reyndist nauðsynlegt til að framfylgja hinum óréttlátu lögum. í þriðja áfanga hlýtur hann að sjá til þess að allir verði jafnir fyrir iögunum og hafi sömu að- stöðu til pólitískra áhrifa. Alls ekki er útilokað að allt fari í bál og brand í Suður-Afríku eins og í mörgum öðram löndum sem feta sig frá ofstjórn til lýðræðis. Hitt kann einnig að gerast að breyting- amar gerist með friðsamlegum hætti og Suður-Afríka verði for- ystuþjóð er stuðli að stöðugleika í allri Afríku. eftir Pálma Jónsson Ríkisstjórnin hefur í samræmi við yfirlýsta stefnu sína staðið fyrir stórfelldum skattahækkunum. Yfir- lýsingar leiðtoganna, Steingríms Hermannssonar og Ólafs Ragnars um nauðsyn nýrra skattahækkana á komandi árum til að standa und- ir útþenslu ríkiskerfisins sanna, að þeir ætla sér að halda áfram á sömu braut. Enginn ágreiningur virðist vera um þessa stefnu í stjórnarlið- inu. Skattbyrðin hefur verið að þyngjast og hún á að halda áfram að þyngjast. ímyndaðir hagsmunir sívaxandi ríkisumsvifa stjórna ferð- inni. Hvergi kemur fram að taka þurfi tillit til annarra þátta efna- hagslífsins, svo sem tekjumyndunar í þjóðfélaginu, afkomu atvinnuveg- anna eða greiðslugetu skattborgar- anna. Þrátt fyrir erfíðleika atvinnu- lífsins, þrátt fyrir gjaldþrotin og þrátt fyrir minnkandi kaupmátt launafólks og meira atvinnuleysi en fyrr, skal á hvetju ári borga meira til ríkisins en árið á undan. . Þessi stefna er með ólíkindum. Miðað við þann samdrátt sem orðið hefur í efnahagslífinu á undanförn- um árum er slík stefna dæmd til að mistakast. Ríkisstjórnin sjálf hefur sannað þá staðhæfingu mína. Þrátt fyrir að skattar til ríkisins eigi á þessu ári samkvæmt fjárlög- um og á föstu verðlagi þessa árs að vera 16 milljörðum kr. hærri en þeir voru 1987, stendur ríkisstjóm- in fjær því nú en í upphafi að ná því sem kallað er jafnvægi í rekstri ríkissjóðs. 16 milljarða, eða um 240 þús. kr. á hveija fjögurra manna fjölskyldu, ætlar ríkisstjórnin að sækja í vasa skattborgaranna á þessu ári umfram það sem gert var 1987. Þessi aukna skattbyrði á sinn stóra þátt í því að magna samdrátt- inn í atvinnulífinu, draga úr verð- mætasköpuninni, ijölga gjaldþrot- um heimila og fyrirtækja og auka atvinnuleysi. Heildartekjur heimila og fyrirtækja minnka og þar með sá stofn sem skattheimtan er grundvölluð á. Afleiðingarnar kalla eftirBjörn Bjarnason Þjóðir verða að haga framtaki sínu á alþjóðavettvangi eftir stærð og getu. Þannig hefur aldrei komið til álita að íslendingar tækju beinan þátt í hernaðaraðgerðum í Persa- flóastríðinu eins og til dæmis ná- grannar okkar í Noregi og Dan- mörku. Vegna aðstöðu okkar hljót- um við að vilja að 5. grein Atlants- hafssáttmálans, stofnskrár Atlants- hafsbandalagsins (NATO), sé túlk- uð á þann veg, að ríki geti ekki verið með nein undanbrögð við skil- greingu á setningunni um að árás á einn sé árás á alla. Þetta hefur verið undirstaða varnarsamstarfs- ins innan Atlantshafsbandalagsins og á jafnt við nú og þegar talin var hætta á, að átök við sovéska herinn kynnu að hefjast með stuttum fyrir- vara. Ástæða er til að nefna þetta um leið og vakið er máls á furðulegum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar gagnvart Litháum. Þar kynnast menn því, hvað gerist þegar tekið er til við pólitíska loftfimleika við úrlausn mála sem þola í raun enga bið. Jón Baldvin Hannibalsson ut- síðan á aukna félagslega aðstoð og opinber útgjöld. Á mynd I. birtist samanburður er sýnir heildartekjur ríkissjóðs, sem hlutfall af landsframleiðslu 1987-1991 samkvæmt áætlun 20. des. 1990. Á þessari mynd er miðað við að landsframleiðslan aukist á þessu ári frá 1990 um 28,4 milljarða, eins og spáð er í þjóðhagsáætlun. Vitað er að þessi áætlun stendur völtum fótum og er nú til endurskoðunar hjá Þjóðhagsstofnun og ríkisstjórn. T.d. er fyrirsjáanlegt að loðnuaflinn verður ekki 850 þús. tn. á þessu ári, eins og þar er byggt á og mik- il óvissa er um framkvæmdir í tengslum við nýtt álver. Þó að þess- ir óvissuþættir og aðrir raski ekki áætlunum um landsframleiðslu nema um 2% er skattahlutfallið komið í 28,5% í stað 28,1% á þessu ári. Áætlanir um hlutfallstöluna 1991 er því afar varfærin. Myndin sýni eigi að síður hve skattheimtan fer hraðvaxandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Til viðbótar er nauðsynlegt að geta þess að í vaxandi mæli hefur einstökum stofnunum ríkisins verið gert að afla tekna m.a. með því að selja þjónustu sína. Sumpart er hér um raunveralega skattheimtu að ræða. í fjárlögum kallast þetta „sér- tekjur“ og sjást þær ekki í tekjuyfir- liti ríkissjóðs heldur hverfa inn í rekstur hlutaðeigandi stofnana. Það lækkar að sama skapi heildartölur gjaldamegin. Á síðustu árum hafa tekjupóstar sem áður komu fram í tekjuyfirliti fjárlaga, verið teknir þaðan út og færðir sem „sértekj- ur“. Svo er um flugvallarskatt og tekjur vegna þjónustu á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og voru þessir tveir Iiðir áætlaðir 650 Mynd Ekki má hvika í stuðningi við Litháa anríkisráðherra sýndi hugrekki með því að halda til Eystrasaltslandanna á þeim tíma sem hann gerði það. Hins vegar hefur skort á pólitískt hugrekki ráðherrans og ríkisstjóm- arinnar við að vinna úr heimsókn- inni, ef þannig má að orði komast, og standa við fyriheitin, sem al- mennt var talið, að hann hefði gef- ið í Vilnius um að stofna til stjórn- málasambands milli íslands og Lit- háens. Hér er um ákvörðun að ræða, sem Litháar telja að hafi mikil áhrif fyrir sig. Eðlilegt er að menn séu ekki sammála um hana frekar en ýmislegt annað sem djarft þykir. Nauðsynlegt er að undirbúa málið eins vel og frekast er kostur, hitt skiptir þó mestu að hafa þrek til að stíga skrefið. Hviki íslenska stjórnin núna hefur Litháum verið unnið ógagn en ekki gagn með af- skiptum Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Fyrir og eftir för utanríkisráð- herra til Vilnius hefur ríkisstjórnin fundið hvert atriðið eftir annað sem hún telur mæla gegn því að hið örlagaríka skref sé stigið. Nú er talað um að að eiga samleið með rússneska lýðveldinu og jafnvel lát- ið í það skína, að það sé undir af- stöðu manna á þingi þess kömið, hvað íslenska ríkisstjómin geri. Ríkisstjórn íslands starfar auðvitað f umboði Alþingis en á ekki að stilla málum þannig upp, að þingmenn í Rússlandi ráði ákvörðunum hennar í mikilvægum pólitískum málum. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sem tók upp stjórnmála- samband við Yasser Arafat, leið- toga PLO og helsta stuðningsmann Saddams Husseins, í óþokk samráð- herra sinna og samheija víða um heim, telu'r nú að menn hafi kannski látið tilfinningamar leiða sig í gön- ur við mótun stefnunnar gagnvart Litháum. Hann hefur einnig áhyggjur af því, ef við styggjum stjómvöld í Moskvu. Sovétstjórnin vill auðvitað ekki að íslendingar stigi neitt skref, sem henni finnst óþægilegt fyrir sig, enda hefur Olafi Egilssyni, sendi- herra í Moskvu, verið lesinn pist- illinn. Við höfum kynnst því um árabil hve viðbrögð ýmissa íslenskra áhrifamanna við sjónar- miðum ráðamanna í Moskvu eru allt önnur en ef þeim mislíkar eitt- hvað, sem um stefnu íslenskra stjórnvalda er sagt í hópi banda- manna okkar. Þeir Steingrímur og Jón Baldvin hafa til dæmis stært Mynd 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.