Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991
13
Beðið eftir dómi
Athugasemd frá menntamálaráðherra
Það kemur mér á óvart og sárn-
ar það raunar satt að segja að Erl-
ingur Sigurðarson og Njörður P.
Njarðvík skuli sameinast um að
bera mig alvarlegum sökum í Morg-
unblaðinu miðvikud. 6. febrúar, og
gengur Erlingur Sigurðarson þar
reyndar feti framar. En enginn veit
sína ævina fyrr en öll er.
Ekki mun ég elta ólar við stað-
lausa stafi né heldur það þegar
fullyrt er að ég vilji að engu hafa
forsendur þjóðmenningar á íslandi.
Þykir mér vissulega enginn sómi
að því að vera í skrifum þeirra fé-
laga minna flokkaður í hópi þeirra
VL-manna forðum. Þeir skilja það
kannski sem kunna að muna eftir
því að enginn hefur fleiri hæstarétt-
ardóma á hryggnum fyrir meiðyrði
um það lið en undirritaður. Sömu-
leiðis þykir fulllangt gengið að
bregða þeim mönnum um verkleysi
sem hafa í stjórn landsins knúið það
fram að framlög til íslenskrar
menningar eru hærra hlutfall nú
af ríkisútgjöldum en nokkru sinni
fyrr. Og ég fullyrði: Engin ein að-
gerð í þágu íslenskrar menningar
mun hafa meiri áhrif til lengri tíma
en niðurfelling virðisaukaskatts af
bókum og annarri menningarstarf-
semi. En samt, samt.
Nei. Mig brestur geð til þess að
Svavar Gestsson
sitja þegjandi í fúkyrðaflauminum
miðjum, en finn um leið að mér er
tregt um tungu að hræra þegar
mér eru borin á brýn svik við þjóð-
menningu okkar. Sá maður á bágt
með að veija sig sem er borin slíkum
sökum. En þessum ósanngjörnu
ummælum verður svarað í verki og
hefur þegar verið svarað í verki.
Meðal annars með því — eins og
hefur legið fyrir lengi — að ný
reglugerð um þýðingar og íslensku
í útvarps- og sjónvarpsstöðvum
mun senn sjá dagsins ljós. Það hef
ég löngu ákveðið og marg oft til-
kynnt opinberlega en þeir Erlingur
kjósa að vita ekki um í greinum
sínum. í reglugerðarnefndinni sitja
fulltrúar ráðuneyta tveggja, sam-
göngu- og mennta, íslenskrar mál-
nefndar, útvarpsréttarnefndar og
útvarpsstöðva.
Veit ég víst að þetta „svar“ verð-
ur talið til marks um óheyrilega
viðkvæmni stjórnmálamanns. En
ég á mér það eitt til málsbóta að
íslensk menning stendur mér hjarta
nær en allt annað sem ég hef sýsl-
að við sem stjórnmálamaður. Heið-
ur hennar vil ég veija mót trylltri
öld sem þeir magna nú á mig sem
síst skyldi. Þessi athugasemd er
skrifuð til þess að minna á að hér
er verið að vinna að nýrri reglugerð
og það væri gott að fá að ljúka því
verki áður en landsdómurinn verður
kallaður saman í fyrsta sinn.
í grimmum heimi er gott að sjá
líka ljósar hliðar: Kosturinn er sá
þrátt fyrir allt að nú geysast menn
fram á ritvöllinn og skrifa í þágu
íslenskrar menningar. Gott væri
svo, eftir syndafallið, að fá nokkrar
greinar um tillögur til úrbóta. Þær
hef ég fáar séð enn.
í vinsemd þrátt fyrir allt.
Svavar Gestsson,
menntamálaráðherra.
Sr. Yngrvi Þórir Árnason
Séra Yngvi
Þ. Arnason
frá Prests-
bakka látinn
SÉRA Yngvi Þórir Árnason frá
Prestsbakka, Reynigrund 39 í
Kópavogi, lést á Landspítalanum
4. febrúar s.l. 74 ára að aldri.
Hann kvæntist Jóhönnu G.
Helgadóttur 10. nóvember 1945
og lifir hún mann sinn. Þau áttu
10 börn.
Yngvi Þórir Ámason fæddist í
Reykjavík 17. september 1916.
Foreldrar hans vora Bjarni ívarsson
bóndi og sjómaður í Litla-Seli í
Reykjavík og kona hans, Ragnheið-
ur Magnúsdóttir Blöndal prests í
Vallanesi. Kjörforeldrar Yngva Þór-
is voru Ámi Gíslason verslunarmað-
ur í Reykjavík og eiginkona hans,
Sigurbjörg Sigurðardóttir.
Yngvi Þórir varð stúdent í
Reykjavík árið 1938 og útskrifaðist
sem guðfræðingur frá Háskóla ís-
lands árið 1944. Hann var við fram-
haldsnám í samstæðilegri guðfræði
og kirkjusögu við Kaupmannahafn-
arháskóla árin 1952-1953. Yngvi
Þórir var settur til prédikunarstarfs
í Sandfellsprestakalli sumarið 1942
en settur sóknarprestur í Árnes-
prestakalli 18. júní 1944. Honum
var veitt Árnes 16. nóvember 1944
frá fardögum 1945 og Prestsbakki
í Hrútafirði í júní 1948. Yngvi Þór-
ir var einnig prófdómari við Reykja-
skóla í Hrútafirði áram saman.
IIÝTT SÍMANÚMER
a i IP,'Ý5'NGADE'IDAR_
«nn
fttergpsitMafrifr
- þegar þú kaupir bíl!
JOFUR
Nýbýlavegi 2, sími 42600
Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá kl. 13—17.
Jöfurkynnir
Jeep Cherokee 1991
Sýnum laugardag og alla næstu viku árgerð 1991 af Cherokee jeppum. Láttu sjá þig.