Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991 Sigurbjörg Páls- dóttir — Minning Sjá bls. 15. í heyið og fá að fara á hestbak. Ég fékk líka fyrsta hjólið mitt hjá Dillu. Það var því ekki undarlegt þó ég kysi helst að fá að flytja á loftið hjá henni, sem mér fannst algjör svíta. Eg naut þess að fá að passa Þorberg litla og vera í návist Dillu. Það var alltaf svo notalegt hjá henni og maður fann sig svo velkomna. Hún hafði sérstakt lag á því að láta manni líða vel. Þegar maður býr í útlöndum hvarflar hugurinn oft heim og hef ég oft hugsað til þeirra systra Tobbu og Dillu. Þær eiga svo sterk ítök í mér. Þegar ég hef verið heima á íslandi hefur Dilla ávallt heilsað uppá mig. Alltaf svo hlý og elsku- leg. Nú síðast kom hún svo fín og bara rétt skaust inn til að kyssa mig bless áður en hún fór á fund. • Það er erfitt að trúa því að hún Dilla sé dáin en ég veit að það verð- ur vel tekið á móti henni hinum megin. Blessuð sé minning hennar. Bryndís Guðmundsdóttir, Árósum. Að kvöldi hins 28. janúar síðast- liðins yfirgaf Sigurbjörg Pálsdóttir þennan heim. Eftir baráttu við erf- ið veikindi fékk ástkær frænka okk- ar hvíld. Sorgin er mikil við fráfall hennar en við bræðurnir erum viss- ir um að frænku okkar hafi á sinni ævi tekist það sem hlýtur að vera eitt af hlutverkum Iífs okkar mann- anna, að auðsýna og útbreiða kær- leika og manngæsku. í Dillu frænku áttu systursynir hennar svo sannarlega hauk í horni. Frá fyrstu árunum og fram á full- orðinsaldur var það Dilla frænka sem sé um litlu ungana í hvert skipti sem systir hennar þurfti að bregða sér af bæ. Hvort sem um var að ræða lengri eða styttri ferð- ir dvöldumst við bræðurnir í góðu yfirlæti á Sunnubraut 18 undir handleiðslu Dillu frænku. Fylgdist frænka okkar með vegferð okkar í gegnum lífið og skólagöngu sem værum við hennar eigin synir. Var það jafnvel á þann veg að foreldrar okkar töluðu stundum í gríni um að Dilla ofdekraði frændur sína. Þessi umhyggja fyrir ungu fólki var þó ekki bundin skyldmennum einum saman, því börnin á Sunnubrautinni voru aufúsugestir hjá þeim Þorbergi og Dillu. Dilla frænka var gjafmild kona hvort sem um var að ræða veraldleg gæði eða manngæsku. Þótt Dilla sé farin þá mun hún lifa í minningu allra þeirra sem hana þekktu og elskuðu. Minninga- brot þau sem Dilla kallar fram í hugann, hvort sem um er að ræða minningar um skemmtilegt ferðlag til útlanda saman eða hversdags- lega heimsókn á Suðurgötu 5, ein- kennast af lífsgleði og léttlyndi. Það er því með þungan trega í hjarta sem við bræðurnir kveðjum frænku okkar hinstu kveðju. Við vottum þeim sem henni stóðu næst, systur hennar, börnum, barnabörn- um og Þorbergi einlægar og djúpar samúðarkveðjur. Eysteinn og Jón Páll Eyjólfssynir Sigurbjörg Pálsdóttir er dáin fyr- ir aldur fram. Sú staðreynd er sár- ari en ella fyrir það að Dilla var sérlega lífsglöð kona sem naut þess að vera til. Hlátur hennar speglaði gléði og jákvætt hugarfar í hvívetna. Hann var svo áberandi og innilegur að fólk hreifst með. Það var ljóst að Dilla var ekki heil heilsu og líklegt að hún léti ekki allt uppi um vanlíðan og veik- indi. Hún hafði gengist undir erfiða læknisaðgerð og því var ástæða til að vona að hennar myndi njóta lengi við. Sigurbjörg og eiginmaður henn- ar, Þorbergur, föðurbróðir minn, hafa verið vinafólk foreldra minna svo lengi sem éj man. Samgangur var þeirra á milli. Fyrstu æviár mín bjuggum við í sama húsi, Þorbergur og Dilla á efstu hæðinni en við á þeirri í miðið. Undirritaður mun á unga aldri hafa farið sínar fyrstu heimsóknir á efri hæðina til að leið- beina Dillu í matseld og við önnur heimilisstörf, óafvitandi að slíkt var með öllu óþarft, enda var hún orð- lögð fyrir færni í matseld og bjó glæsilegt heimili. Samskiptin við Dillu byijuðu því snemma og voru alltaf ánægjuleg og gefandi. Best þótti mér gæska hennar skína þeg- ar börn voru annars vegar. Hrifning hennar af börnum var augljós enda lét hún hana óspart í ljós og kom þannig mörgu góðu til leiðar. Enda þótt samneyti mitt við Dillu hafi verið lítið um langt skeið fannst mér framkoma hennar ekkert hafa breyst í þau skipti 8610 ég hitti hana. Dilla og Þorbergur reyndust mér vel á erfíðu skeiði í lífinu, buðu mér í ferðir út í sveit þegar ég átti erf- itt með að komast á eigin vegum. Hugsunin um þessa umhyggju, skemmtilegar heimsóknir á heimili þeirra á yngri árum, ævintýraferðir vestur í Aðalvík með þeim, er mér ofarlega í huga. Eftir vitneskjuna um að Dilla sé dáin sest að tilfinn- ing um sérstaklega skemmtilega og hláturmilda konu sem hreif aðra með viðhorfum sínum og fram- komu. Ég og öll fjölskylda mín sendum alnöfnunum Þorbergi eldra og yngra, Þórunni, Friðrik og Jóni Páli og bamabörnum Sigurbjargar samúðarkveðjur við fráfall hennar. Við erum þakklát fyrir að hafa notið návistar hennar. Guðjón Bjarnason t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓNSDÓTTIR, Frambæjarhúsi, Eyrarbakka, sem lést 30. janúar sl., verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 13.30. Gunnar Sigurjónsson, Rósa Hermannsdóttir, Jón Sigurjónsson, Kristin Elfasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁIM FJELDSTED bóndi, Ferjukoti, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00. Bílferð verður frá BSÍ kl. 11.00. Þórdís Fjeldsted, Sigurður Fjeldsted, Þorkell Fjeldsted, Heba M. Fjeldsted, Guðrún Fjeldsted, Þorsteinn Guðlaugsson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GARÐAR PÉTUR MAGNÚSSON, frá Akurgerði, Háholti 28, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 8. febrú- ar, kl. 14.00. Ágústa Garðarsdóttir, Árni Ingi Garðarsson, Edda Garðarsdóttir, Ásdis Garðarsdóttir, Hafdís Garðarsdóttir, Hörður Garðarsson, og barnabörn. Henry Stefánsson, Ása Garðarsdóttir, Arne Lystrup, Björn Guðmundsson, Rúnar Ásgeirsson, Þóranna Kjartansdóttir Ég ætla að minnast með nokkr- um orðum elsku Dillu ömmu minnar. Ég trúi varla ennþá að hún sé dáin, það er svo stutt síðan hún var að hlæja heima í eldhúsi við að gefa mér og Benna frænda mínum að borða. Við komum alltaf til ömmu í hádeginu því hún átti heima í næsta húsi við skólann. Alltaf var gott að koma til hennar og ég gat alltaf komið með vini mína með mér. Amma hefur alltaf passað mig hálfan daginn frá því ég var eins árs, hún vildi allt fyrir mig gera og var alltaf svo góð við mig og Helgu systur mína. Þegar ég var sex ára fór ég með henni, Þobba afa og Þorbergi til Ítalíu og var þar í þtjár vikur, það var mjög gaman. Fyrir þrem árum þegar ég var tíu ára eignaðist ég iitla systur, ég var hjá ömmu og afa meðan mamma var á sjúkrahúsinu, þegar pabbi hringdi um morguninn til að segja okkur að ég væri búin að eign- ast litla systur var amma svo glöð að hún dreif sig með mig niður á spítala til að sjá Helgu litlu systur mína. Á leiðinni mætti hún tveimur konum sem hún þekkti og það fyrsta sem hún sagði við þær var að hún væri búin að fá aðra ömmu- stelpu. Svona var amma, alltaf brosandi og ánægð. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem koma upp í hugann og ég trúi varla að núna sé hún farin frá okkur. Mér þykir svo vænt um hana ömmu mína og mun aldrei gleyma henni, hún verður alltaf elsku besta amma mín. Sigurbjörg Fleirí greinar um Sigurbjörgu Pálsdóttur bíða birtingar og verða birtar í blaðinu næstu daga. Olafur Jóhannes- son - Minning Fæddur 26. febrúar 1900 Dáinn 31. janúar 1991 í dag kveðjum við Ólaf Jóhannes- son í hinsta sinn. Þó við værum ekki tengd honum blóðböndum er hann í hugum okkar systkinanna afi okkar. Fregnin um fráfall Ólafs afa fyllti hjartað sorg og tómlgika, en nú hefur hann feng- ið hvíld og frið. Á kveðjustundu streyma minningarnar fram í hug- ann, minningar frá bernskuárunum þegar afí vann hjá Geysi. Oft lá leið okkar systkinanna þangað í fylgd Gunnars föður okkar, þar var margt spennandi að sjá, sem litla fingur langaði til að snerta á, en virðingin sem við bárum fyrir Ólafí afa sagði okkur að það mætti ekki. Einnig minnumst við allra stund- anna hjá Ólafi afa og Þorbjörgu ömmu á Hverfisgötunni og síðar í Bólstaðarhlíðinni, þær voru ófáar næturnar sem við gistum hjá afa og ömmu og nutum þess besta sem þau höfðu upp á að bjóða. Þessir tímar voru fullir af gleði og ánægju. Ólafur afi var ekki mikið fyrir að bera tilfinningar sínar utan á sér, en innst inni vissum við að honum var annt um okkur og framtíð okkar, og kom það vel fram í þeirri athygli sem hann veitti öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, alltaf fylgdist hann með skólagöngu okkar og hvatti okkur til að gera betur, og seinna þegar við fórum að stofna heimili og sjá fyrir okkur sjálf hélt hann þessu áfram og hafði þá oft sínar skoðanir á hlutunum sem féllu ekki alltaf í góðan jarðveg hjá okkur og urðum við oft örg út í afa, en því hafði hann gaman af og reyndi stundum að espa okkur upp, sem honum tókst oft nokkuð vel og skemmti sér svo konunglega yfir öllu saman. Við vitum að í þessari athygli og athugasemdum hans var falinn sá kærleikur og sú umhyggja sem afi bar til okkar. Ólafur afi var á margan hátt sérstakur maður og við þökkum Guði fyrir að hafa feng- ið að eiga hann að í öll þessi ár, því að með skoðunum sínum hefur hann kennt okkur margt um lífíð og þá baráttu sem fylgir því, og við mættum öll taka okkur til fýrir- myndar þá nægjusemi sem hann reyndi að kenna okkur. Við biðjum góðan Guð að vera með Þorbjörgu ömmu og foreldrum okkar á þessum sorgartíma, einnig biðjum við Guð að vera með skyld- fólki Ólafs og sefa sorg okkar allra, en tíminn græðir sárin og þá eigum við allar minningarnar um Ólaf afa og allar stundirnar sem við áttum með honum. Guð geymi afa okkar. Þorbjörg, Jóhanna, Sigurður og Ólafur Gunnarsbörn Minning: Guðlaugur Guð- mundsson vélstjóri Fæddur 6. ágúst 1913 Dáinn 29. janúar 1991 í dag er til moldar borinn móður- bróðir okkar, Guðlaugur Guð- mundsson vélstjóri. Hann fæddist á Amarstapa í Tálknafírði og var næstyngstur 10 barna hjónanna Guðrúnar Oddsdóttur Hallgríms- sonar prests í Gufudal í Gufudals- hreppi, og Guðmundar Sturlusonar Ólafssonar bónda á Bakka í Tálkna- fírði. Laugi frændi, eins og við köll- uðum hann, fluttist með foreldrum sínum tveggja ára að Suðureyri við Súgandafjörð, þar sem hann ólst upp í foreldrahúsum. Hann fór 14 ára til sjós á bát frá Súgandafirði en var síðar á Samvinnubátum frá ísafirði. Laugi var á togurum öll stríðs- árin og sigldi þá oft til Englands. Eftir stríð var hann á togurum og bátum en síðar á verslunarskipum. 1973 hætti hann sjómennsku og síðustu árin var hann vaktmaður um borð í togurum Granda hf. Laugi kvæntist Margréti Dag- bjartsdóttur 21. júní 1952, og eign- uðust þau einn son, Einar. Eins og við minnumst Lauga frænda, þá var hann tengiliður milli hinna mörgu fjölskyldna í sínum stóra systkinahópi. Okkur er það ofarlega í minni nú á kveðjustund, hversu vel hann sinnti foreldmm okkar í elli þeirra, með tíðum heim- sóknum og hlýju viðmóti. Eftir and- lát föður okkar fundum við systkin- in enn betur hlýju hans og elskuleg- heit, sérstaklega í garð móður okk- ar. Að leiðaríokum viljum við þakka Lauga frænda fyrir öll okkar kynni og hlýhug í okkar garð og fjöl- skyldna okkar á liðnum ámm. Við biðjum honum guðsblessunar á nýjum leiðum. Hvíli hann í friði. Jóna Sveinsdóttir Jón G. Sveinsson Unnur Svéinsdöttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.