Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991
21
Milliríkjasamningur Rússlands og Litháens:
Ákvæði um lýðréttindi
rússneska minnihlutans
getur valdið erfiðleikum
EINS og fram hefur komið undanfarna daga er eitt af þeim skilyrð-
um sem ríkisstjórnin hefur sett fyrir því að taka upp stjórnmálasam-
band við Litháen að Rússland og Litháen geri með sér milliríkja-
samning. Morgunblaðið ræddi í gær við tvo blaðamenn óháðu so-
vésku fréttastofunnar Interfax um möguleikana á því að sá samn-
ingur verði að veruleika.
Blaðamennirnir segja að samn-
ingurinn sé nú nánast fullgerður
og tilbúinn til undirritunar. Hins
vegar hafi dagsetning fundar Borís
Jeltsíns, forseta Rússlands, og
Vytautas Landsbergis, forseta Lit-
háens, ekki verið ákveðin. Helst
hafi verið um það rætt að Lands-
bergis eigi í erfiðleikum með að
koma til fundar við Jeltsín. Morg-
unblaðið hefur rætt við aðila í Lit-
háen og þeir segja að samninginn
eigi að undirrita öðru hvoru megin
við þessa helgi. Hugsanlegt sé að
staðgengill Landsbergis fari til
Moskvu til fundar við Jeltsín.
Annar blaðamanna Interfax sem
skrifar sérstaklega um þing rúss-
neska lýðveldisins segist búast við
hörðum átökum um samninginn.
„Möguleikarnir eru margir. í
fyrsta lagi að rússneska þingið
hafni samningum í heild. I öðru
lagi að þingið æski eftir viðbótum
við samninginn um réttindi rússne-
skumælandi fólks í Litháen. Þetta
atriði gæti líka spilað inn í af-
greiðslu þingsins á samningum
þeim sem þegar hafa verið gerðir
við Eistland og Lettland. í samn-
ingi Eistlands og Rússlands er
ákvæði um að stofnuð verði nefnd
sem ræði þetta vandamál. Ólíklegt
er að kommúnistar og svokallaðir
hægri-miðjumenn sætti sig við svo
veikt ákvæði.“
Blaðamenn Interfax segja að
málefni Eystrasaltsríkjanna séu nú
efst á baugi- í Moskvu og þess
vegna hafi hlutur íslands í málinu
vakið mikla athygli. Til dæmis-
hafi fréttastofan tekið viðtal við
Ólaf Egilsson sendiherra íslands í
fyrradag í tilefni af mótmælum
sovéskra stjórnvalda. Hann hafi
m.a. verið beðinn að meta viðbrögð
þau sem sovéska utanríkisráðu-
neytið hafi sýnt við yfirlýsingu
íslensku ríkisstjórnarinnar frá 23.
janúar um að með heimsókn ut-
anríkisráðherra íslands til Litháens
hafi stjómmálasambandi verið
komið á í raun. „Með tilliti til mikil-
vægis málsins verður að líta svo á
að einhver viðbrögð hafi verið eðli-
leg,“ hefur f/iterfax-fréttastofan
m.a. eftir Ólafi Egilssyni. Einnig
hafði fréttastofan það eftir starfs-
mönnum utanríkisráðuneytis Lit-
háens á miðvikudag að ísland hefði
í raun (de facto) tekið upp stjórn-
málasamband við ríkið og þessi
væri ekki langt að bíða að það
yrði gert að lögum (de jure).
ísland og Liecthenstein verða
einu EFTA-ríkin eftir fá ár
- segir EB-þingmaður er telur nýjar stofnanir og stjórn-
kerfi vegna samstarfs bandalaganna óþörf
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Utanríkisnefnd Evrópuþingsins viil ekki að komið verði á fót
neinum sameiginlegum nefndum eða formlegum fundum með þing-
mönnum frá EFTA-ríkjunum vegna Evrópska efnahagssvæðisins
(EES). Tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að sendinefndir frá
báðum aðilum fjalli um samskipti EFTA við Evrópubandalagið
(EB) innan EES.
í máli þingmanna kom fram
ótti við að EES gæti spillt mögu-
leikum þingsins á að auka áhrif
sín og völd á ráðstefnunum sem
standa yfir um breytingar á stofn-
sáttmálum EB. Þeirri hugmynd
var varpað fram að setja ætti sól-
arlagsákvæði, þ. e. ákvæði um
takmarkaðan gildistíma, inn í
samninginn um EES þar sem allt
benti til þess að öll EFTA-ríkin
yrðii innan fárra ára aðilar að EB
að íslandi og Liechtenstein undan-
teknum. Það virtist ástæðulaust
að halda úti flóknu og mannfreku
stjórnkerfi vegna samskipta við
þau, að sögn eins þingmannanna.
í ályktun utanríkismálanefnd-
arinnar sem afgreidd var á fundi
í Brussel í gær er því beint til fram-
kvæmdastjórnarinnar að í samn-
ingnum um EES verði gert ráð
fyrir samstarfi sendinefnda frá
Evrópuþinginu og þjóðþingum
EFTA-ríkjanna. Nefndin felldi til-
lögur um sameiginlega þingfundi
tvisvar á ári sem hefðu raunveru-
leg áhrif á stjórn EES og sömuleið-
is tillögu um sameiginlega nefnd
sem fundaði misserislega og hefði
umboð til að gera tillögur um
stjórn efnahagssvæðisins. í álykt-
uninni sem verður rædd á Evrópu-
þinginu 20. febrúar er lýst yfir
stuðningi við samningaviðræðum-
ar. Lögð er áhersla á að samning-
urinn um EES megi ekki á neinn
máta draga úr völdum og áhrifum
Evrópuþingsins og enn síður
minnka líkur-þess á enn frekari
áhrifum. Bent er á að ef fram-
kvæmdastjórnin standi ekki við
gefin fyrirheit um náið samráð við
þingið á lokastigum samningavið-
ræðnanna auki það ekki líkurnar
á greiðri afgreiðslu samningsins
þegar hann kemur til umfjöllunar
á þinginu. ítrekuð er sú afstaða
þingmanna að ekkert það sam-
komulag megi gera um sameigin-
lega mótun og töku ákvarðana
sem bindi hendur þingsins eða
dragi úr áhrifum þess.
Fulltrúi framkvæmdastjómar-
innar á fundi nefndarinnar full-
vissaði þingmenn um að samning-
arnir væru engan veginn komnir
á lokastig, enn væru ótal atriði
óafgreidd. Jacques Delors, forseti
framkvæmdastjórnarinnar, myndi
gera þingheimi grein fyrir stöðu
samninganna þegar þeir væru
komnir á lokastig eins og lofað
hefði verið.
Reuter
Ossetíumenn veita viðnám
Liðsmenn heimavarnarsveitar Ossetíumanna standa við götuvígi
fyrir utan Tskhinvali, höfuðstað Ossetíu-héraðs í Georgíu, til að
koma í veg fyrir að lögregla Georgíu komist inn í borgina. Um
þijátíu manns hafa beðið bana í bardögum að undanförnu milli
Georgíumanna og Ossetíumanna. Margir sovéskir fréttaskýrendur
telja að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta stafi enn meiri hætta af
ástandinu í Georgíu en af því sem er að gerast í Eystrasaltslöndun-
um.
HAMBORGARI
frönskum og sósu
m/osti, frönskum og sósu
m/bacon, frönskum og sósu
2.faidur ^Vfrönskum og sósu
199t
345--
37§t
4251
Heill
Griilkíuklíngur
HVfrönskum 599jl
\. Grittkjuhnugur
allsber AÐEINS 299*-
B’ONUS
BORGARl