Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 36
36
i'-’-'l A i i .[>i :i i y. A Uí íaj.i 'í l ’rO'l <4u|/ :)>](.]/:
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991
spurt og svarað
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS
SKATTAMAL
MORGUNBLAÐIÐ aðstoðar að venju lesendur sína við gerð skatt-
framtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra
um það efni.
Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli
klukkan 11 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttar-
ins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spurningarnar
niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Spurningarnar
sem borist hafa og svör við þeim birtast hér á síðunni.
Aukatekjur ellilífeyrisþega
Árni Jónsson spyr:
1) Ég seldi sumarbústað í árs-
lok, sem ég keypti árið 1981,
kemur nokkur söluhagnaður á
það?
2) Fæst ekki einhver skatt-
afrádráttur þegar maður kaupir
hlutabréf?
3) Ef ellilífeyrisþegi hefur
aukatekjur af ýmsum matsstörf-
um, húsamati og jarðamati meðal
annars, eru þær þá skattskyldar
og hvar á að setja þær á skýrsl-
una ef svo er?
Svar:
1) Upplýsingar vantar um
stofnverð og söluverð til að hægt
sé að svara hvort um sé að ræða
söluhagnað. En ef söluhagnaður
reiknast telst hann til tekna á
söluári. í þessu tilviki getur selj-
andi valið um tvær aðferðir við
ákvörðun söluhagnaðar, en þær
eru eftirfarandi:
a. Söluhagnaðurinn telst mis-
munur söluverðs (að frádregnum
beinum söiukostnaði) og fram-
reiknaðs stofnverðs.
b. Seljandi getur talið til tekna
helming söluverðs þegar frá heild-
arsöluverði hefur verið dreginn
beinn söiukostnaður.
2) Einstaklingar, sem kaupa
hlutabréf í hlutafélögum sem
ríkisskattstjóri hefur veitt stað-
festingu á að uppfylli ákveðin
skilyrði, geta dregið kaupverð
hlutabréfanna frá skattskyldum
tekjum sínum að svo miklu leyti
sem um er að ræða aukningu á
fjárfestingu í atvinnurekstri.
Hámarksfrádráttur samkv. fram-
tali 1991 er kr. 125.925 hjá ein-
staklingi og kr. 251.850 hjá hjón-
um. Útfylla þarf eyðublað RSK
3.10 „Greínargerð um frádrátt
vegna fjárfestingar manna í at-
vinnurekstri" og láta fylgja fram-
tali. Frádráttur færist í reit 83 í
lið 8.2 á framtali.
3) Um er að ræða skattskyldar
tekjur, en hvar þær færast á
skattskýrslu fer eftir því hvort
viðkomandi er launþegi eða verk-
taki. Launatekjur færast í 7.1 á
framtali en ef um verktakagreiðsl-
ur er að ræða þarf að gera grein
fyrir þeim á rekstraryfirliti og
færa reiknuð laun á framtali í
reit 7.5.
Eru leigutekjur áætlaðar?
V.B. spyr:
Ég á húsnæði sem nákominn
ættingi býr í án þess að greiða
leigu. Eru einhveijar leigutekjur
áætlaðar á mig og er leigan, sem
ekki er greidd, talin til hlunninda
Fæst skattalækkun vegna menntunarkostnaðar unglinga eldri en 16 ára?
hjá þeim sem býr í íbúðinni? Þarf
leigjandinn þá að greiða hærri
skatt fyrir bragðið?
Svar:
Láti eigandi íbúðarhúsnæðis
öðrum í té endurgjaldslaus afnot
íbúðar eða nái heildartekjur ekki
fjárhæð sem svarar til 2,7% af
fasteignamati íbúðarinnar ber að
reikna honum sem lágmarksleigu-
tekjur 2,7% af fasteignamati mið-
að við eitt ár. Frá þannig reiknuð-
um tekjum má síðan draga beinan
kostnað eins og t.d. fasteignagjöld
og viðhaldskostnað.
í tilvikum eins og því sem fram
kemur hjá fyrirspyijanda er leigan
ekki færð sem tekjur hjá þeim sem
afnotin hefur af íbúðinni.
Réttur til vaxtabóta
af eigin húsnæði
Jón V. Guðjónsson spyr:
Er það óhjákvæmilegt skilyrði
að væntanlegur vaxtabótaþegi,
skv. ákvæði 69. gr. laga nr.
75/1981, sbr. 1. gr. laga nr.
79/1989, hafi skráð lögheimili á
þeirri eign sem um ræðir? Með
hveijum hætti þurfa afnotin að
vera svo ákvæðinu sé fullnægt,
sbr. orðalag í 1. og 5. mgr. og
hvernig má færa sönnur á þau?
Svar:
í 1. tl. D-liðar 69. gr. laga nr.
75/1981 um tekjuskatt og eignar-
skatt eru eigin not íbúðarhús-
næðis skilgreind á þann veg að
húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eig-
anda þess sjálfum. Um eigin not
af íbúðarhúsnæði getur verið að
ræða þó íbúðareigandi hafi af ein-
hveijum ástæðum lögheimili ekki
skráð á viðkomandi eign. Það at-
riði eitt kemur ekki í veg fyrir
rétt til vaxtabóta vegna lána sem
til var stofnað vegna kaupa eða
byggingar á umræddu íbúðarhús-
næði.
Frádráttur vegna
námskostnaðar barna
J.K.S. spyr:
Geta allir notið frádráttar
vegna námskostnaðar bama eldri
en lfrára ef tekjur þeira eru und-
ir 360 þúsundum? Hvað getur sá
frádráttur verið mikill og fer frá-
drátturinn eftir tekjum foreldra?
Svar:
Skattalækkun vegna menntun-
arkostnaðar barna eldri en 16 ára
er ekki háð tekjum foreldra.
Lækkun við álagningu 1991 kem-
ur ekki til álita hafi ráðstöfunarfé
nemandans náð kr. 360.000 á
árinu 1990. Með ráðstöfunarfé er
átt við allar tekjur, lántökur, bæt-
ur og styrki. Lækkun vegna barna
sem eiga rétt á láni hjá Lánasjóði
ísl. námsmanna kemur ekki til
greina. Lækkun á stofni til út-
reiknings tekjuskatts og útsvars
getur mest orðið kr. 120.000 hjá
foreldrum miðað við að nemand-
inn hafi ekkert ráðstöfunarfé haft.
Hámarkslækkun skerðist um 1
kr. á móti hveijum 3 kr. sem telj-
ast ráðstöfunarfé nemandans
sjálfs.
Dæmi: Nemandinn hefur ráð-
stöfunarfé kr. 210.000 á árinu
1990. Frá hámarkslækkun kr.
120.000 dragast kr. 70.000.
Lækkun á stofni til útreiknings
tekjuskatts og útsvars hjá foreld-
rum er kr. 50.000 eða kr. 25.000
hjá hvoru foreldri ef um hjón er
að ræða.
Umsókn þarf að fylgja skatt-
framtali á eyðublaði merkt RSK
3.06 „Umsókn B, skv. 4. til 66.
gr.“.
FJÖRÐURINN
Hljómsveitin
Gildran frá
Vestmannaeyjum
skemmtir í kvöld
Frábærtstuð.
Frítt inn
tilkl. 2100,
Snyrtilegur klæðnaður
NILLABAR
Óli blaðasali
halda uppi
stuði.
Opið frá kl.
18.00—03.00.
Gömlii og nýju
daesamír
í Ártúni í kvöld frá kl. 21.30 - 03.00.
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar
skemmtir ásamt söngkonunni
Hjördísi Geirs.
Gestur kvöldsins:
Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal.
Vegna fjölda áskorana verður opið þorrablót
endurtekið á morgun laugard. 9. febrúar.
Gestur kvöldsins: Hinn vinsæli
Þorvaldur Halldórsson.
Miðaverð aðeins kr. 2.300,-
Danssíuðið er íArtúni
V*rÍ7tsSnö VEITINGAHÚS
Vagnhö/öa 11, Reykjavík, sími 685090.
■■■■
mýtt
BIAÐAAFGRE'ÐS^
GAQÐTO
GARÐATORG11, GARÐABÆ • S. 657676
H
ILMAR
GÖMLU DANSARNIR
kl.10.30
★ Hljóms vei tin
Tíglar
*Miðasala opnar kl. 8.30. * Góð kvöldverðlaun. *
*Stuð og stemnlng á Gúttógleði. * _____________
S.G.T.
Templarahöllin
Eiriksgötu 5 - Simi 20010
Staður allra sem vilja
skemmta sér an áfengis.
I OjJ
ASI.AKi KIÖIi
leika o<ií svngja
fj rir dansi i kvold
MANNAK0RN
ásamt Ellen Kristjánsdóttur
Aukaleikari Rúnar Georgsson
í 6völct.
Aldrei betri
Snyrtilegur klæðnaður. Miðaverð kr. 700.
DANSBARINN
Grensásvegi 7, símar 688311 og 33311
Ath.: Matargestir á Mongolian Barbecue fá frítt inn.
Veislur, árshátíðir og aðrir hópar.
Hafið samband tímanlega.
DANSBARINN
Grensásvegi 7, símar 688311 og 33311
Opið frá kl. 18.00 ■ 03.00