Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991
Þingsályktunartillaga:
Gerð verði áætl-
un um reiðvegi
ALÞINGI samþykkti í gær þingsályktun um „að fela samgönguráð-
herra að skipa nefnd með þátttöku samtaka hestamanna og sveitar-
félaga til að kanna ástand reiðvega og gera reiðvegaáætlun".
Þingsályktunartillagan um gerð
reiðvegaáætlunar var flutt í sam-
einuðu þingi af Guðmundi G. Þór-
arinssyni (F-Rv) og sjö öðrum á
um framsóknarmönnum. Tillagan
var nokkuð ítarleg og kvað m.a.
framkvæmdaatriði og setti tíma-
mörk. Samhliða þing'sályktunartil-
lögunni voru lögð fram í neðri
deild tvö frumvörp, um breytingu
á vegalögum og um breytingu á
lögum um fjáröflun til vegagerð-
Morgunblaðið/Sverrir
Ríkið á ekki að selja tóbak
JSegir Ingi Björn Albertsson
INGI Björn Albertsson (S-Vl)
segir óviðeigandi að ríkið annist
sölu á svo skaðlegri vöru sem
tóbak sé ótvírætt talið. Þingmað-
urinn hafði í gær í sameinuðu
þingi framsögu fyrir tillögu til
þingsályktunar um afnám einka-
sölu ríkisins á tóbaksvörum.
Friðrik Sophusson (S-Rv) er með-
flutningsmaður með Inga Birni.
tóbaksneyslu. Hann taldi slíkan ugg
ástæðulausan. Tóbaksneysla myndi
ekki aukast en hins vegar myndu
neytendur hafa úr fleiri tegundum
að velja.
Einkasala ríkisins á tóbaki mun
hafa hafist á þriðja áratugnum en
miðað við núverandi aðstæður væri
eðlilegra og einfaldara fyrir ríkið
að ná þessum tekjum af tóbakssölu
með beinni skattlagningu á inn-
flutning þess og framleiðslu (nokk-
uð magn af neftóbaki mun vera
unnið hér á landi). Auk þess væri
það óviðeigandi í ljósi þess hve skað-
semi tóbaksneyslu væri talið ótví-
rætt, að ríkið væri að stunda versl-
un með þennan varning sem væri
seldur í verslunum og söluturnum
á ótal götuhornum.
í ræðu flutningsmanns kom fram
að fyrir sjö árum hefði lagafrum-
varp svipaðs eðlis og þessi þings-
ályktunartillaga verið nærri því að
komast í gegnum þingið; var sam-
þykkt í fyrri deild en hefði strandað
í þeirri seinni. Ingi Björn vonaði að
sú saga endirtæki sig ekki; hann
fyndi fyrir stuðningi manna við
þetta málefni. Framsögumaður
lagði að éndingu til að málinu yrði
vísað til allsheijarnefndar. At-
kvæðagreiðslu var frestað.
ar, nánar tiltekið um sérstakt hóf-
ijaðragjald.
Þingsályktunartillögunni var
vísað til allsheijarnefndar. Alls-
heijarnefnd taldi ekki ástæðu til
að tengja þingsályktunartillöguna
við lagafrumvörpin tvö sem eru í
umijöllun samgöngunefndar og
ijárhags- og viðskiptanefndar
neðri deildar. En allsheijarnefnd
taldi vert að kanna ástand reið-
vega hérlendis og að gerð verði
áætlun um uppbyggingu reiðvega.
Það verði síðan samgönguráðherra
eða þingmanna að meta hvort rétt
sé að flytja lagafrumvörp sem
kvæðu á um framkvæmd slíkrar
áætlunar. Allsheijarnefnd felldi
því úr þingsályktunartillögunni
nokkur atriði. Svo breytt var til-
lagan samþykkt sem ályktun Al-
þingis með 32 samhljóða atkvæð-
um.
MMIMSI
Kynferðisafbrotamenn
verði undir eftirliti
Þingsályktunartillagan gerir ráð
•fyrir að Alþingi álykti að „fela fjár-
málaráðherra að undirbúa og leggja
fyrir næsta þing frumvarp til laga
um afnám einkasölu ríkisins á tób-
aksvörum og aðrar nauðsynlegar
lagabreytingar í því sambandi.
Frumvarpið heimili fijálsan inn-
flutning og dreifingu á tóbaksvör-
um án þess að dregið sé úr þeim
tekjum sem ríkissjóður hefur nú af
sölu tóbaksvara."
Ingi Björn Albertsson sagði að
lagt væri til að innflutningur og
heildsala á tóbaki yrði gefinn fijáls.
Jafnframt yrði gjaldtaka ríkisins
einfölduð, lagt yrði á eitt gjald, tób-
aksgjald, í stað þeirra gjalda og
skatta sem nú legðust á þessa vöru.
Nettótekjur af tóbakssölu árið
1989 námu 1,840 milljörðum króna.
Framsögumaður vísaði þeim úr-
tölum á bug að ríkið myndi tapa
tekjum ef það léti af þessari sölu-
mennsku. Þvert á móti; ríkið myndi
spara sér umstang og kostnað við
geymslu, dreifíngu, starfsmanna-
hald og fleira. Eðlilegt væri að þeir
tveir umboðsaðilar sem flyttu inn
yfir 90% af þessum varningi sæju
um þessa hlið málanna.
Ræðumaður greindi frá því að
sumir óttuðust að afnám þessarar
einkasölu myndi leiða til aukinnar
Fyrirspum Málfríð-
ar Signröardóttur
Málmfríður Sigurðardóttir
(SK-Ne) vill að haft sé eftirlit
með kynferðisafbrotamönnum.
— En „þeir fangar sem afplánað
hafa refsingu sína að fullu eru
aldrei undir eftirliti eftir að af-
plánun lýkur, enda engin heimild
til slíks,“ sagði dómsmálaráð-
herra í fyrirspurnartíma samein-
aðs þings í gær.
Málmfríður hafði lagi fyrir dóms-
málaráðherra eftirfarandi fyrir-
spurn: „1) Eru síbrotaménn og þeir
sem gerst hafa sekir um sérlega
alvarleg afbrot undir sérstöku eftir-
liti stjórnvalda þegar þeir hafa af-
plánað dóm? 2) Ef svo er, hvernig
er slíku eftirliti háttað og er þörfin
á eftirliti byggð á mati sérfræðinga
á því hveijar líkur séu til þess að
afbrotamaður bijóti ekki af sér á
Málmfríður Sigurðardóttir
ný? 3) Ef svo er ekki, eru þá ein-
hver áform um að taka upp slíkt
eftirlit byggt á sérfræðilegu mati?
Það kom skýrt fram í ræðu fyrir-
Óli Þ. Guðbjartsson
spyijanda að þeir síbrotamenn sem
hún hafði áhyggjur af væru þeir
sem fremja ofbeldis- og kynferðis-
afbrot: „Ein grófasta tegund of-
beldis. Þetta ofbeldi er þeim mun
svívirðilegra sem það bitnar ein-
göngu á þeim minna mega sín,
konum og börnum." Fyrirspyijandi
sagði einnig að það hlyti að vekja
ugg og kvíða foreldra og reyndar
allra að þeim mönnum sem hefðu
framið hvað hroðalegust brot gegn
börnum skuli hleypt óhindrað út í
þjóðfélagið þegar þeir hefðu afplán-
að dóm „sem oftast væri undárlega
stuttur". Ráðleysi þjóðfélagsins
gagnvart þessum mönnum virtist
algjört. Væru þeir geðveikir væri
enginn staður til að vista þá, væru
þeir sakhæfir afplánuðu þeir dóm
og síðan sleppt út í samfélagið.
Málmfríður benti á að nú væri þess
skammt að bíða að látnir yrðu laus-
ir úr fangelsi tveir menn sem fram-
ið hefðu alvarieg ofbeldis- og kyn-
ferðisafbrot. Málmfríði var spurn
hvort fangelsisvistin hefði bætt þá
og Jeitt af villu þeirra vega. -
Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála-
ráðherra greindi frá því að þegar
fanga væri veitt reynslulausn eða
dómþola veitt náðun af refsingu,
væri það almennt gert með þeim
skilyrðum að viðkomandi fremdi
ekki refsivert brot á skilorðstíma,
og sæti umsjón og eftirliti Fangels-
ismálastofnunar. Þeim sem sættu
eftirliti væri skylt að hafa samband
við Fangelsismálastofnun a.m.k.
einu sinni í mánuði og oftar ef
ástæða þætti til. Fangelsismála-
stofnun gengi eftir þvf að þessu
væri sinnt. Stofnunin fylgdist með
skjólstæðingum sínum í samstarfi
við félagsmálastofnanir og reyndi
með fyrirbyggjandi aðgerðum að
koma í veg fyrir að_ þeir fremdu
refsiverðan verknað. I svörum ráð-
herra kom fram að undanfarin ár
hefðu 67% þeirra sem veitt hefði
verið reynslulausn, staðist skilorð
hennar.
Hins vegar kom fram í svörum
ráðherra að þeir fangar sem afplán-
uðu refsingu sína að fullu væru
aldrei undir eftirliti eftir afplánun
lyki enda engin heimild til slíks.
Einnig kom síðar fram í svari ráð-
herra að eftirlit væri hluti af refsi-
vörslu hins opinbera og ef því væri
beitt gagnvart dómþola sem hefði
afplánað refsingu sína, væri í reynd
verið að beita viðkomandi strangari
viðurlögum en refsidómur kvæði á
um.
Vegamál:
Þingsályktunartillaga um
breikkun Suðurlandsvegar
FJÓRIR þingmenn Suðurlandskjördæmis leggja til að Alþingi álykti
að fela samgönguráðherra að hefja undirbúning að breikkun á Suður-
landsvegi í tvær akreinar hvora leið frá Selfossi til Reykjavíkur.
Kannað verði hvort hægt sé að vinna verkið í áföngum með það að
markmiði að tvöfalda akbrautina fyrst þar sem slysahætta sé mest.
"Enn fremur verði mörkuð sérstök fjármögnunarleið til að vinna
þetta verkefni.
Flutningsmenn, Guðni Ágústsson
(F-Sl), Jón Helgason (F-Sl), Árni
Johnsen (S-SI) og Eggert Haukdal
(S-Sl) segja í greinargerð að á
ákveðnum leiðum sé umferðarþung-
inn slíkur að ekki sé hægt að tala
'um hraðbrautir. Brýnustu verkefnin
sem blasi við á þessu sviði séu tvö-
földun Reykjanesbrautar og svo
Suðurlandsvegar frá Reykjavík
austur á Selfoss. Tvöföldun þessara
akbrauta er slíkt stórverkefni að
leita verður leiða til að fjármagna
þau sérstaklega, annaðhvort úr
stórverkasjóði eða með sérstakri
fjáröflun.
í greinargerðinni kemur 'einnig
fram að þessi þingsályktunartillaga
er ekki síst flutt -til að minna á
Suðurlandsveg og að um hann verði
ijallað í þeirri langtfmaáætlun í
vegagerð sem, nú sé unnið að. í
greinargerðinni kemur m.a. fram
að dagleg meðalumferð á veginum
hafi nær tvöfaldast 1975-89, úr
1.643 bílum í 2.870.
Þessi þingsályktunartilllaga var
á dagskrá 52. fundar sameinaðs
þings í gær en kom ekki til umræðu.