Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 27
MöktíÚNBLAÐI© ! í 8. FEBRÚAR 1991 ------ 2T-5- Morgunblaðið/Rúnar Þór Foreldrar leika við börnin ífrímínútum Það er mikið fjör í frímínútunum á fimmtudögum hjá krökkunum í 1.-4. bekk í Glerárskóla, en foreldrafé- lagið í skólanum ákvað í haust að heimsækja börnin í skólann á þessum tíma og leika við þau í margs konar leikjum. Tilefni þessa voru m.a. miklar umræð- ur um hreyfingarleysi skólabarna og einnig þótti tilva- lið að kenna börnunum þá leiki sem vinsælir voru fyrir tuttugu, þtjátíu árum þegar foreldrarnir voru börn. Hafa heimsóknir foreldranna í sTcólann mælst vel fyrir hjá börnunum og er þeim tekið fagnandi. Vínartónleikar Kanuner- hljómsveitar Akureyrar Vínartónleikar Kammer- hljómsveitar Akureyrar sem féllu niður vegna óveðurs um síðustu helgi verða haldnir í íþróttaskemmunni á morgun, laugardag, og hefjast kl. 17. Páll Pampichler Pálsson stjórnar hljómsveitinni, sem skipuð er 50 hljóðfæraleikurum. Páll er lands- þekktur sem stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitaj- íslands og Karlakórs Reykjavíkur auk þess að hafa verið afkastamikið og eftirsótt tónskáld, segir í frétt frá Kammerhljómsveit- inni. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Signý Sæmundsdótir, sópran, og Óskar Pétursson, tenór. Signý stundaði söngnám í Reykjavík og síðar í Vínarborg um nokkurra ára skeið. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperum og á tónleikum bæði hér heima og er- lendis. Óskar er búsettur á Akur- eyri og hefur hann sungið einsöng með kórum bæði á Norðurlandi og í Reykjavík, m.a. hefur hann sung- ið inn á hljómplötu með Skagfírsku söngsveitinni. Signý Sæmunds- Óskar Pétursson dóttir Á tónleikunum verða fluttir fjör- ugir vínardansar auk léttra og sígildra laga úr óperettum þeirra Lehár, Strauss og Stolz. Hljómsveitin hélt sína fyrstu vínartónleika á síðasta ári og hlutu þeir góðar undirtektir áheyrenda sem leiddi til þess að gera á slíka tónleika að árvissum viðburði í tón- listarlífinu á Akureyri. Sjallinn: Söngvakeppn- Tregur afli frá áramótum; Míui ekki eftír annarri eins ótíð in á breiðtjaldi SJALLINN sýnir á laugardags- kvöld dagskrá frá því þegar framlag Islendinga í Söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva verður valið. - segir Gunnar Aðalbjörnsson frystihússtjóri á Dalvík „ÞAÐ liggur við að maður óski eftir norðanáttinni,“ sagði Gunnar Aðalbjörnsson frystihússtjóri í Frystihúsi KEA á Dalvík, en afar treg veiði hefur verið síðustu mánuði og telja sumir að langvar- andi sunnanátt og hlýindum sé um að kenna. Tekið hefur verið á móti mun minni afla í frystihúsum á Akureyri, Dalvík og Olafsfirði í janúar á þessu ári miðað við sama mánuð á síðasta ári, en á Grenivík er annað upp á teningnum, þar hefur verið tekið á móti meiri afla, og er skýringin sú að vinnsla hófst ekki af krafti í húsinu fyrr en undir lok febrúar í fyrra. Einar Óskarsson hjá Útgerðar- félagi Akureyringa sagði að 860 tonn af fiski hefðu verið unnin í frystihúsinu í síðasta mánuði, en þar væru taldar með þijár landan- ir ísfisktogara frá 2. janúar, en aflinn var veiddur á milli jóla og nýárs. Sé hann ekki meðtalinn er heildaraflinn 730 tonn, en í janúar í fyrra var aflinn 960 tonn, eða 230 tonnum meiri. Einar sagði að þrátt fyrir tregan afla hefðu ekki fallið niður margir dagar í vinnslunni, en engin vinna var í frystihúsinu vikuna 6-12 jan- úar þar sem allir togarar voru úti og fyrsta löndun ekki fyrr en 14 janúar. Að öðru leyti hefði vinna haldist í húsinu en vissulega væri rólegra yfir. í þessari viku hafa 280 tonn borist að landi, Hrímbak- ur landaði í gær 83 tonnum, en Sólbakur gamli og Svalbakur lön- duðu í vikunni, 80 og 118 tonnum. Þegar afli er sæmilega góður er verið að vinna upp undir 400 tonn á viku hjá ÚA. Gunnar Aðalbjörnsson frysti- hússtjóri í Frystihúsi KEA á Dalvík sagðist ekki muna eftir annarri eins ótíð og verið hefur síðustu mánuði, en allt frá því í september á síðasta ári hefðu aflabrögð verið léleg. Frystihúsið hefur fengið til vinnslunnar rétt tæp 300 tonn sem er um 60 tonnum minna en á síðasta ári. Vinna hófst 15. janúar bæði árin. Björgvin landaði í gær 105 tonnum og sagði Gunnar það vera mesta afla sem fengið hefði í einni veiðiferð í langan tíma. Björgúlfur landaði á mánudag um 40 tonnum eftir 8 daga. „Ég man ekki eftir svo langvarandi ótíð, maður fer að óska sér norðanáttar ef þetta breytist ekki,“ sagði Gunn- ar. Jóhann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar sagði að vinnsla hefði farið seint af stað hjá fyrirtækinu, eða 29. janúar, en það hefði m.a. verið vegna þess að verið var að gera skipin klár og einnig hefðu aflabrögð ekki gefíð tilefni til að byija fyrr. Hins vegar sagði Jó- hann að á þessu ári væri von á tryggari afla en var á síðasta ári, en eftir að Sæberg hf. tók við rekstri félagsins munu tveir togar- ar leggja upp afla hjá HÓ_, þ.e. Múlaberg, sem áður var Olafur Bekkur, og Sólberg. Engin rækju- vinnsla hefur verið hjá HÓ síðan í nóvember og sagði Jóhann að vinnslan yrði ekki gangsett fyrr en ástandið lagaðist á rækjumörk- uðum og þá eru öðru hvoru brædd bein í loðnubræðslunni. „Það er allt í hægagangi eins og er, en maður vonar að þetta lagist," sagði Jóhann. Þorsteinn Pétursson fram- kvæmdastjóri Kaldbaks á Grenivík kvað árið hafa byijað mun betur hjá félaginu en hið fyrra, en tekið hefur wjrið á móti um 150 tonnum af fiski hjá fyrirtækinu í janúar á móti 15 tonnum á síðasta ári. Vinnsla í frystihúsi Kaldbaks hófst ekki af krafti fyrr en í lok febrúar í fyrra, en nú var byijað að vinna þar 14. janúar. „Við höfum haft nóg fyrir okkur, trillurnar hafa ekki fengið mikið, en bæði Frosti og Sjöfn hafa fengið þokkalegan afla,“ sagði Þorsteinn. Þá mun kokkur hússins bregða á leik og bera fram þjóðarrétt Spánveija, „paellu“. Útsendingin hefst kl. 20.40 og verður hún sýnd á breiðtjaldi auk þess að hljóma í einhveiju besta hljóðkerfi sem völ er á. Að dagskránni lokinni leika þau Berglind Björk og Níels Ragn- arsson þar til dansleikur með Rokkbandinu hefst. Verð á sýningu með mat og dansleik á eftir er 1.700 krónur. Fóshvr - Fóstrur Fóstra óskast til starfa strax við kristilegan leikskóla, Hlíðaból, ó Akureyri. Allar upplýsingar gefa Anna eða Ásdís í síma 96-27411 fró kl. 9.00-15.00 alla virka daga. Akureyrarbær Málþing um menningu í safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00. Flutt verða inngangserindi um stöðu myndlistar, leiklistar, tónlistar, safna o.fl., og síðan verða fyrirspurnir og umræður. í fundarhléi verða kaffiveitingar og tónlistarflutningur. Kynntar verða teikningar af fyrirhugaðri nýbyggingu við Amtsbókasafn og nýgerð úttekt á húsnæði í Grófargili. Einn- ig verður kynnt úttekt Byggðastofnunar á dreifingu á fjár- magni úr ríkissjóði til menningarmála eftir landsvæðum. Málþingið er öllum opið og bæjarbúar hvattirtil að mæta og kynna sér málin og koma skoðunum sínum á framfæri. Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar. Gert við stólalyftuna Viðgerð hófst í gær á þeim skemmdum sem urðu í Hlíðarfjalli í kjölfar óveðursins á sunnudaginn. ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða sagði að tjónið næmi um 1,5 milljónum króna, en bæði urðu skemmdir á húsinu þegar rúður brotnuðu og einnig varð stólalyftan illa úti. Um 20 stólar skemindust þegar þeir féllu niður á jörðina. ívar taldi að allt yrði komið í samt lag um miðja næstu viku og sagði menn eftir atvik- um hressa þar efra eftir það sem á undan er gengið, snjóleysi og tjón af völdum óveðurs. Á myndinni eru þeir Hlynur, lvar og Kristinn þar sem þeir unnu að viðgerðum í Hlíðarfjalli í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.