Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991
Sala veiðileyfa:
Byggðaskattur
eftir Vilhjálm
Egilsson
I þeim umræðum sem fram hafa
farið um kvótakerfi sjávarútvegsins
að undanförnu m.a. á síðum Morg-
unblaðsins hefur komið fram rík
tilhneiging til þess að bera þann
ófullkomna veruleika sem við lifum
og hrærumst í með núverandi
kvótakerfi við hugmynd um það
ástand sem sala veiðileyfa hefði í
för með sér.
í þessum samanburði er grá-
myglulegur hversdagsleiki núver-
andi kvótakerfis að sjálfsögðu held-
ur rýr í samanburði við hið full-
komna þjóðfélag sem á að renha
upp þegar sala veiðileyfa hefur ver-
ið tekin upp.
Hér verður hins vegar reynt að
gera tilraun til raunhæfari saman-
burðar á þessum tveimur kostum
við stjórn fiskveiða. Annars vegar
skulum við bera saman hugmynd-
irnar að baki beggja kosta og hins
vegar skulum við bera saman veru-
leikann sem þeir hafa báðir í för
með sér.
Hugmyndirnar
Bæði núverandi kvótakerfi og
sala veiðileyfa eru aðferðir til að
skilgreina eignarrétt á fiskimiðum
okkar. Astæðan fyrir því að siíks
er þörf er sú að það er ekki nóg
af fiski í sjónum miðað við veiði-
getu flotans. Eignarrétturinn er
undirstaða markaðshagkerfís og
nauðsynlegt tæki til þess að ná fram
hagkvæmni í viðskiptum. Þetta
sjáum við t.d. með því að bera hag-
kerfi Austur-Evrópuríkja saman við
okkar. Ennfremur sjáum við að
eignarréttur á ekki við eða er mjög
ófullkominn á þeim sviðum sem
enginn skortur er. T.d. er ekki eign-
arréttur skilgreindur á loftinu sem
við öndum að okkur enda nóg af
því og ekki var þörf á eignarrétti
á fiskimiðum meðan flotinn var
minni.
Ymsar hugmyndir hafa komið
fram um sóknarstýringu í stað
kvótakerfis með aflamarki en þær
hugmyndir ganga fyrst og fremst
út á annars konar fyrirkomulag
eignarréttar á fiskimiðunum. Enn-
fremur greinir menn á um hversu
víðtækar takmarkanir á að setja á
viðskipti með veiðiheimildirnar en
almennt gildir að takmarkanir á
þessu sviði viðskipta draga úr hag-
kvæmni.
Hugmyndalega séð snúast meg-
indeilurnar um kvótamálin nú um
það hver eigi upphaflega að eignast
veiðiréttindin. Hér er fyrst og
fremst deilt um réttlæti. Um leið
og eignarrétturinn er skilgreindur
verða aflaheimildirnar að verðmæti.
Sá eða þeir sem upphaflega eignast
þær munu hugsanlega hagnast
verulega.
Oft heyrist sá misskilningur að
núverandi úthlutun á aflaheimild-
unum þýði eignatilfærslu til út-
gerðaraðila. Það er ekki rétt vegna
þess að um er að ræða eignamynd-
un en ekki eignatilfærslu. Kvótinn
verður að verðmæti vegna þess að
menn eru að kaupa hver annan út
og sækja veiðina með færri skipum
en áður. Verðmætin myndast vegna
sparnaðar í kostnaði við útgerðina.
Því er ekki neitt' frá neinum tekið
þótt kvótinn verði að verðmæti.
Enginn er verr settur en áður og
því ekki um tilfærslu að ræða.
Enginn getur heldur gert sér
verðmæti úr úthlutuðum kvóta
nema með.því að selja hann. Sá sem
nýtir áfram sinn eigin kvóta er því
ekki ríkari en hann var áður og
hvort hann hagnast eða tapar á
sínum rekstri fer eftir því hvernig
hann gerir út. En sá sem selur
kvóta og hagnast þannig er að
spara fyrir útgerðina í heild með
því að hætta sjálfur að eyða fé og
fyrirhöfn í að sækja fiskinn. Þessi
sparnaður er kaupandanum líka
verðmæti og þess vegna eru menn
tilbúnir að kaupa.
Þeim, sem vilja sölu veiðileyfa,
finnst óréttlátt að einstakir aðilar
geti hagnast svona á því að spara
fyrir aðra. Þeir telja að eignarrétt-
urinn eigi að vera skilgreindur með
þeim hætti að ríkissjóður eigi rétt-
indin og selji heimildir til að nýta
þau. Með sölu veiðileyfa verður fisk-
urinn að sjálfsögðu sóttur með færri
skipum en ella og þessi heildar-
sparnaður í útgerðarkostnaði
myndar verðmætin.
Ennfremur verður að hafa í huga
að útgerðarmynstrið, þ.e. hverjir
gera út og hvaðan, verður mjög
svipað þegar frá líður hvort heldur
veiðileyfi eru seld af ríkinu eða
hvort núverandi kvótakerfi heldur
áfram. Hagkvæmari útgerðirnar
halda velli en hinar líða undir lok.
En hvort er réttlátara að ríkið
eigi réttindin fremur en að réttind-
unum sé skipað eins og í núverandi
kvótakerfi? Mat á því fer fyrst og
fremst eftir lífsskoðun fólks. Sjálf-
um fínnst mér ýmislegt athugavert
við að útgerðaraðili eigi allt í einu
að fara að greiða gjald fyrir rétt-
indi sem hann hefur alltaf haft. Það
er nefnilega eignatilfærsla frá sjáv-
arútveginum til ríkisins. Mér fínnst
heldur ekki neitt athugavert við að
menn hagnist á því að spara fyrir
aðra. En hér er ég eingöngu að
leggja mat á grunnhugmyndina
sem slíka og alls ekki á þær aðferð-
ir sem notaðar hafa verið til þess
að koma henni í framkvæmd.
Veruleikinn
Berum nú saman veruleikann í
núverandi kvótakerfi og veruleik-
ann í sölu veiðileyfa. Lítum fyrst á
kvótakerfið.
Mikil átök hafa verið við að koma
kerfínu í núverandi horf en fyrstu
lögin um það voru samþykkt á ár-
inu 1983. Sóknarmarkið var fyrst
aflagt um sl. áramót og kerfið var
til skamms tíma mjög hvetjandi til
aukinnar trilluútgerðar. Menn
höfðu ótrúlegt hugmyndaflug til
þess að koma ár sinni fyrir borð
innan kerfisins og flotinn í heild
stækkaði á þessum árum.
Enginn þarf að láta sér detta í
hug að menn séu hættir að hugsa
á þessu sviði. Þannig munu eflaust
koma fram ýmsar glufur og leiðir
til þess að fara í kringum hlutina.
Einhveijir munu reyna að svindla á
kerfinu. Þetta er veruleikinn.
Við höfum líka tekið eftir því að
viðskipti með skip eru mikil og verð
á þeim er feiknarlega hátt. Þumal-
puttaregla segir að verð á fiskiskipi
miðist við 150-160 krónur fyrir
þorskígildið og því til viðbótar allt
að 2/s af vátryggingarverði skipsins
eftir ástandi þess. Það er ekki á
færi hvers sem er að reikna hag-
kvæmni í útgerð sem greiðir svo
hátt verð fyrir skip og ljóst að
margir gera lága ávöxtunarkröfu á
eigið fé sitt dg eru tilbúnir að niður-
greiða kaupin með öðrum þáttum
rekstrarins. Margir spenna bogann
of hátt við skipakaup. Við tökum
líka eftir því að á þeim skipum sem
seld eru hvíla oft miklar skuldir sem
yfirteknar eru við kaupin þótt dæmi
um hið gagnstæða þekkist líka og
menn fái drjúgan skilding í vasann
við að hverfa úr útgerð. Sum skip
eru reyndar svo skuldsett að þau
eru óseljanleg því svo hátt verð er
sett á þau.
Við munum líka sjá sum byggð-
arlög lenda í verulegum erfiðleikum
vegna þess að fyrirtæki þeirra geta
ekki haldið skipunum. En skipin
hverfa ekki vegna kvótans heldur
vegna skuldanna sem á þeim hvíla.
Kvótinn hækkar verðið á þeim og
með sölu er e.t.v. hægt að bjarga
einhveiju. Ef kvótinn er ekki til
staðar á skipi er það lítils virði og
sala slíks skips bjargar engum frá
gjaldþroti. Kvótakerfið hækkar hins
vegar kostnaðinn fyrir nýja aðila
að komast inn í sjávarútveginn og
Vilhjálmur Egilsson
„Oft heyrist sá mis-
skilningrir að núver-
andi úthlutun á afla-
heimildunum þýði
eignatilfærslu til út-
gerðaraðila. Það er
ekki rétt vegna þess að
um er að ræða eigna-
myndun en ekki eigna-
tilfærslu.“
ennfremur kostnaðinn við að endur-
reisa útgerð sem farið hefur á haus-
inn. Þess ber þó að geta að fiski-
skip hafa lengi verið á yfirverði.
Við munum líka sjá áfram til-
hneigingu til þess að aðstoða
byggðarlög í erfíðleikum við að
komast yfír kvóta. Fyrirgreiðslu-
pólitík Iýkur ekki með núverandi
kvótakerfí og hún • leiðir til hærra
verðs á kvóta og skipum.
En hver verður svo veruleikinn
við sölu veiðileyfa? Þá munu fjár-
munir renna til ríkisins frá öllum
sjávarútvegsplássum landsins,
hvort sem þau standa vel eða illa.
Þess vegna verður gjaldið fyrir
veiðileyfín kallað byggðaskattur.
Fyrirtæki sem hingað til hafa verið
í þokkalegum rekstri og staðið und-
ir byggð á sínu svæði munu lenda
í erfíðleikum og byggðin með.
Einhveijar'útgerðir munu fara á
hausinn þótt þær ætli einungis að
fiska það sama og þær hafa alltaf
gert og einhveijar byggðir lenda í
hættu af þeim ástæðum.
Ég spyr. Dettur einhveijum í hug
sem eitthvað þekkir til íslenskra
stjórnmála norðan Kollafjarðar,
austan Rauðavatns eða sunnan
Straumsvíkur í hug að einhver
byggðarlög verði látin leggjast í
eyði vegna þess að þau eigi ekki
fyrir byggðaskattinum?
Pólitík Stefáns Valgeirssonar
verður að fijálshyggju miðað við
það ástand sem skapast ef byggðir
fara að hverfa vegna þessa byggða-
skatts.
Upp verða teknir nýir sjóðir sem
að sjálfsögðu fá dijúgan part af
tekjum ríkisins af sölu veiðileyfa.
Hlutverk þessara sjóða verður að
aðstoða þá staði þar sem útgerðirn-
ar ekki geta greitt fyrir veiðileyfin.
Þannig munu í raun sumir greiða
veiðileyfin en aðrir ekki. Og að sjálf-
sögðu mun þeim alltaf fjölga sem
ekki geta greitt fyrir veiðileyfin því
að stöndugri fyrirtækin fara smám
saman í hóp þeirra lakari. Þannig
snýst sala veiðileyfa upp í fullkomna
andhverfu sína.
Lokaorð
Þegar við reynum að gera hug-
myndir að veruleika þurfum við
ekki bara að hugsa um hugmynd-
imar sem slíkar og bera eina hug-
mynd saman við aðra. Við þurfum
líka að bera saman veruleikann sem
ein hugmynd skapar við þann veru-
leika sem önnur hugmynd leiðir af
sér.
Núverandi kvótakerfi á eftir að
reyna mjög á stjómmálakerfi okkar
og mörg mál eiga eftir að koma
upp þar sem fyrirgreiðsla til fyrir-
tækja og byggðarlaga á eftir að
reynast umdeild. Það verður e.t.v.
ekki alltaf rétt að þeir útgerðaraðil-
ar lifi sem standi sig best í rekstri
en hinir þurfi að loka.
Núverandi kvótkerfi hefur þó
mun meiri möguleika til þess að
leiða til hagkvæmrar útgerðar en
sala veiðileyfa. Þegar útgerð stenst
ekki samkeppni við aðra og léttir
af sér skuldum með sölu á kvóta
eða skipi eru einhveijar líkur á því
að reksturinn geti færst í átt til
aukinnar hagkvæmni. En þegar
útgerðin fer á hausinn vegna þess
að ekki em til peningar fyrir veiði-
leyfum er nokkuð pottþétt að góður
eða slæmur rekstur skiptir ekki
máli. Málin verða vegin og metin á
stjórnmálalegum forsendum en ekki
viðskiptalegum.
Núverandi kvótakerfi fær svo
sem enga ágætiseinkunn á veru-
leikaprófinu. En sala veiðileyfa
stenst það alls ekki.
Höfundur er hagfræðingur og
varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Norðurlandskjördæmi vestra.
FRIÐRIK SÓPHUSSON
ALÞINGISMAÐUR
...Ranttnef
gefurmöguleíka
Sala rauða nefsins er fyrir lokaátak húsbyggingar
Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra.
• SEM-hópurinn.
Umsögn vegna um-
sagnar um uml II
Til Morgunblaðsins.
Miðvikudaginn 23. janúar sl. var
á 13. síðu Morgunblaðsins umsögn
Inga Boga Bogasonar um bók Þor-
geirs Þorgeirssonar: uml II. Saman-
lagt 41 af 116 línum þessarar um-
sagnar fjalla um það sem Ingi Bogi
kallar slakan frágang bókarinnar.
Þar segir m.a. svo: „ ... engu er
líkara en bókin hafi verið illa — eða
ekki — prófarkalesin". Þetta er leið-
inlegt að sjá á prenti því einn besti
og nákvæmasti prófarkalesari lands-
ins, Þorsteinn Þorsteinsson, hafði
annast það verk fyrir okkur — enda
lítið, ef nokkuð, um prentvillur í bók-
inni. Hins vegar eru a.m.k. þijár
prentvillur, þar af ein mjög efnis-
brenglandi, í þeim stuttu tilvitnunum
sem IBB hefur í grein sinni. Þær
villur eru samvinnuverkefni hans og
prófarkalesara blaðsins því ekki eru
þær finnanlegar í texta bókarinnar
sjálfrar. Þá er föðurnafn bókarhöf-
undar brenglað í haus greinarinnar,
að því er virðist í leiðréttingarskyni.
Við afþökkum þessar leiðréttingar
og væntum þess að Ingi Bogi biðji
Þorstein prófarkalesara afsökunar á
ómaklegum ummælum. Þessar
ímynduðu prentvillur hafa síðan
líklega orðið til þess að Ingi Bogi
slær því nokkuð föstu að bókin sé
hraklega „undirgrundarleg" útlits.
Hann ræður vitaskuld smekk
sínum að einhveiju leyti.
Hitt má þó koma fram að útlit
leshúsbóka er ekki „undirgrundað“
heldur beinlínis „þaulgrundað" eftir
mikla yfirlegu. Að nokkru leyti aftur-
hvarf til prentsiða þeirra góðu tíma
meðan textinn var enn aðalatriði
bókaútgáfunnar. Klassískur einfald-
leiki semsé. En Bogi er ungur og
man kannski ekki aftur fyrir tíma
umbúðasamfélagsins og vill því hafa
bækur þannig að maður þekki þær
ekki frá venjulegum konfektkassa
fyrr en búið er að rífa plastið utan
af og opna þær.
En þannig viljum við einmitt ekki
háfa okkar bækur.
Þetta tvennt vildum við gjaman
mega leiðrétta því alúð hefur verið
lögð við útlit og frágang þessara
bóka. Því væri rangt að sitja þegj-
andi undir fullyrðingum um slakan
frágang.
Vissulega hefur IBB ekki gert
þetta í illum tilgangi, heldur í flaustri
og fljótræði. Okkur er sagt að Morg-
.unblaðið sé afar fjársterkt blað, einn-
ig að það vilji leggja einhvern metn-
að í umfjöllun sína um bókmenntirn-
ar. Væri þá ekki vegur að launa
gagnrýnendurna það vel að svona
fljótræði þyrfti ekki að henda þá?
Með vinsemd og virðingu,
bókaútgáfan leshús.