Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991 Fyrstu 7 árin eru erfiðust sagði amma. Með morgimkaffínu Ég vona að þú sért auðmjúkur maður. Því okkur vantar sam- viskusaman frímerkjasleikj- ara? Stórbætt fréttaþjónusta Til Velvakanda. Ég vil þakka ríkissjónvarpinu fyrir þá stóbættu fréttaþjónustu sem tilkoma útsendingana frá SKY eru. Það er mikill munur að geta fyigst með á þennan hátt um leið og atburðirnir gerast. Okkur varðar vissulega um hvað er að gerast í heiminum því það sem gerist fyrir botni Persaflóa getur haft áhrif hér fyrr en varir. Þessar útsendingar eru því mikilvæg viðbót við fréttir Sjónvarpsins sem alla jafna eru ítar- legar og vel unnar. Sumir virðast hafa áhyggjur af því að þessar útsendingar setji ís- lenskt mál í hættu. Ég tel að svo sé ekki. Samskipti okkar við hinn enskumælandi heim hafa verið afar mikil á undanfömum áratugum en þess sér hvergi stað að ensk orð hafi náð fótfestu í íslensku máli, til þess eru þessi tvö tungumál lík- lega of ólík. Sjálfsagt er að hafa vaðið fyrir neðan sig en það er of langt gengið að ætla að reisa hér eins konar Kínamúr gagnvart sjón- varpsútsendingum annarra þjóða. Hvernig væri að taka upp beinar útsendingar frá fleiri þjóðum svo enskan verði ekki of einráð? Gæti það ekki stuðlað að meiri málakunn- áttu og víðsýni? Anægður áhorfandi Vilja bæta skaðann Vegna lesendabréfs sem birtist í Velvakanda þriðjudaginn 5. fe- brúar vil ég koma eftirfarndi á framfæri: Þegar viðkomandi pip- arkökuhús brotnaði var búið að dæma í keppninni, þannig að þetta óhapp hafði ekki áhrif á niðurstöð- una. Reyndar brotnuðu tvö pipar- kökuhús þegar sýningarborð gaf sig og fóru þau svo illa að ekki þótti fært að hirða hluta af þeim upp af gólfinu til að skila eigend- unum. Mér þykir ákaflega leitt ef þjón- ustufólk hefur ekki gefið sér tíma til að sinna bréfritara eins og vera bar. Bökunarplöturnar er hér enn í geymslu og má vitja þeirra hve- nær sem er. Eftir umrætt atvik hafði ég sjálfur samband við þær fjölskyld- ur sem komið höfðu með pipar- kökuhúsin og bauð þeim sárabæt- ur; þjónustu, gistingu eða mat sem við höfum uppá að bjóða, en sjálf- sagt hef ég ekki talað við bréfrit- ara. Ég vil taka fram að þetta til- boð stendur að sjálfsögðu enn. Wilhelm Wessman hótelsljóri, Holiday inn Öryggisleysi heyrnalausra Til Velvakanda. Nú þegar óveðrið hefur geisað yfir landsmenn um helgina, langar mig til að segja eina sögu, sem ætti ef til vill að vekja tjölmiðla, þ.e.a.s. útvarpið og sjónvarpið, til umhugsunar, einnig ætti þetta að ná til Almannavarna ríkisins. Bréfritari er heyrnarlaus ein- staklingur sem býr einn, fjölskylda býr öll úti á landi. Á sunnudags- morgun vaknaði ég og tók eftir að óveðrið var mjög slæmt, ég fylltist mikilli öryggisleysistilfinningu og kveikti á sjónvarpinu í von um að einhver tilkynning væri á skjánum eins og myndi eflaust vera í út- varpi, svo reyndist ekki vera, þrátt fyrir að hafa kveikt mörgum sinn- um á sjónvarpinu, þangað til raf- magnið fór af. Undirrituð vonaði að það stæði stutt yfir og fór því til nágranna síns til að spyijast frétta en þar sem ég er ekki málkunnug nágranna mínum fékkst ekki mikið úr þeirri ferð. Ég gat bara ekki verið þarna ein í íbúðinni þannig að ég fór til vinafólks míns til að afla mér frétta, og var þá sagt að Almannavarnir hefðu komið tilkynningu í útvarpið um að allir ættu að halda sig innan dyra. Ekki náði þessi tilkynning til mín eða annarra heyrnarlausra sem ekki geta nýtt sér útvarpið sem upplýsingamiðil og reyna þá að treysta á nágranna eða aðra sem heyra. En það er erfitt fyrir fólk að ímynda sér þvílíka öryggisleysis- tilfinningu sem upplýsingaleysið veldur. Sérstaklega var mér hugsað til annarra heyrnarlausra, þ.e. gam- als fólks og svo fólks með lítil börn, það hefur örugglega staðið í sömu sporum og ég sjálf, hvað öryggis- leysi varðar. Mig langar með þessu bréfi að beina þeim tilmælum á góðan hátt til Almannavarna ríkis- ins og svo þeirra fjölmiðla sem miðla tilkynningum Almannavarna ríkis- ins til almennings að birta allar til- kynningar sínar á skjá sjónvarps- ins, allavega á meðan rafmagnið er enn á, með sömu orðum og eru sögð á öldum Ijósvakans. Þannig mætti minnka það öryggisleysi sem heyrnarlausir búa við þegar svona hættuástand skapast eins og nú gerði um helgina. Slíkt ætti að hafa verið búið að sjá fyrir áður að heyrn- arlausir búa einnig á þessu landi og landið er mjög óveðrasamt. Því skal gera ráð fyrir að tilkynning Almannavarna ríkisins eigi að ná til allra landsmanna. S. Yíkveiji skrifar Gífurlegt tjón landsmanna í veð- urhamnum, sem gengið hefur yfir landið, vekur ýmsar spurning- ar. Víkverji telur að ekki hafi verið nægilega brýnt fyrir fólki, að við- lagatrygging, sem allir fasteigna- eigendur greiða í, nái ekki til fok- tjóna. Margir kunna að hafa litið á viðlagatrygginguna sem almenna náttúruhamfaratryggingu og vissu- lega eru slík ofsaveður náttúruham- farir. Hins vegar er það auðvitað skýlda hvers og eins húseiganda að ganga úr skugga um, hvort tryggingar á eignum hans séu full- nægjandi og í því verða menn að velja og hafna, hvort þeir vilja firra sig tjóni eða taka áhættuna sjálfir. Ríkisvaldið hefur ákveðið að taka áhættuna sjálft. Það tryggir ekki eigur sínar. Menn segja að áhættan sé ekki mikil, því að slíkt veður, sem nú hefur orðið, komi aðeins á 10 ára fresti. Samt eru ekki nema nokkrar vikur frá því er stórtjón varð á síma- og rafmagnsstaurum á Norðurlandi og nú endurtekur sagan sig. Tjónið skiptir milijörðum króna. Þá er og minnisstæður ný- legur stórbruni í Landsímahúsinu í Reykjavík, þar sem allur sá dýri tækjabúnaður sem þar er til húsa var ótryggður. Og þótt ríkisfyrir- tækin losni við miklar iðgjalda- greiðslur af tryggingum, standa þau ávallt jafnblönk uppi þegar að tjónum kemur og forsætisráðherra kemur fram í fjölmiðlum og segir án þess að blikna framan við al- þjóð, að hækka verði gjaldskrár fyrirtækjanna til þess að unnt sé að lagfæra skemmdirnar. xxx Nú, þegar fólk hefur orðið fyrir tjóni, Roma upp raddir um að ríkisvaldið eigi að aðstoða fólk við að greiða tjón þeirra sem ótryggðir eru. Það er kannski ekki skrítið að þessar raddir komi upp, þegar ríkisvaldið gengur á undan með það fordæmi, sem áður er minnst á. En hvað þýðir þessi krafa? Hún þýðir í raun að hinir forsjálu, sem keypt hafa sér tryggingar, eigi að greiða tjónið fyrir skussana, sem ekki hafa tryggt, eða þá, sem kosið hafa að taka áhættuna sjálfir. Ríkisvaldið er ekki tryggingafé- lag, þótt það hafi á undanfömum árum ákveðið að taka eigin áhættu af tjónum. í raun er ríkið aðeins eitt af skussunum í þessu efni. Það er og eðli trygginga, að þeim mun fleiri sem tryggja, þeim mun meiri tekjur fá tryggingafélögin og þeim mun hæfari verða þau til að taka þeim skakkaföllum, sem þau verða fyrir. XXX Lítil vinkona Víkveija var að horfa á barnatímann í sjón- varpinu, þegar útsending féll niður vegna óveðursins og rafmagnsbil- ana. Hún fór þá að horfa út um gluggann á óveðrið, sem geisaði fyrir utan. Hún lýsti því sem fyrir augu bar og var mikið niðri fyrir: „Ég sá mann, sem fjúkti upp í loft og datt á bossann í drullupoll. Svo sá ég öskutunnu, sem ætlaði að fara inn um glugga, en hitti ekki og fór í vegg.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.