Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 35
ffclk í fréttum SJOBERG 1900 COSPER Taktu þessu rólega, þú vinnur hana kannski á ný þegar við spilum póker aftur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1991 SAMSTAÐA Andstæðir pól- ar sameinast Morgunblaðið/Árni Helgason Vaskur gönguhópur sem tók þátt í gönguferð Lionshreyfingarinnar í Hólminum. STYKKISHOLMUR: Vinsælar gönguferðir Lions Stykkishólmi. Frá því í haust hefur Lions- klúbbur Stykkishólms boðið fólki í gönguferðir um Þórsnesið. Hefur alltaf verið farið á laugar- dögum. Viss svæði hafa verið skoðuð í hvert sinn með leiðsögu- mann í fararbroddi sem hefur kynnt sér sögu þess svæðis sem farið er um. Þá hafa þeir staðir sem nöfn bera verið merktir með fallegum merkjum. Þessar ferðir eru vinsælar og aðsókn að þeim vaxandi. Veður hafa ekki verið látin hamla ferðum en þrátt fyrir þetta umhleypingasama tíðarfar hefur oftast verið ágætt veður í þessum ferðum. Elsti ferðagarp- urinn er um áttrætt og yngsti 5 mánaða. í seinustu ferð voru yfir 40 þátttakendur. - Árni MARKAÐSHUSIÐ OPNAÐIDAG ★ Krumpugallar3.900 kr. ★ Gallabuxur 2.700. ★ Sloppar 1.990 kr. ★ Sængur2.400 kr. mummsmsm Snorrabraut 56 (2. hæð), 16131 Þeir berjast hlið við hlið. Nemendaleikhús á samlestri, í Borgarleikhúsi, í síðastliðinni viku. Hefilbekkir — 2*321 — 24322 Meðfylgjandi myndir undirstrika að samsetning fjölþjóðahers ins sem etur kappi við sveitir Sadd- ams Husseins þessa daganna er býsna athyglisverð. Því hefur iðu- lega verið fleygt í seinni tíð að í þessum heimshluta sé í vændum uppgjör milli kristinna manna og gyðinga annars vegar og múha- meðstrúarmanna hins vegar. Gegn Saddam betjast hins vegar sveitir kristinna við hlið múslima og þótt gyðingar séu ekki beinir þátttak- endur í stríðinu þá standa þeir fastir við hlið andstæðinga Iraka. Á myndunum eru trúarathafnir her- manna. Á annarri myndinni hefur verið slegið upp messu úti í eyði- mörkinni, altarið er samansett úr pappakössum. Á hinni myndinni eru-%. hermenn úr röðum múslima í trúar- stellingum sínum, höfuðin vísa til Mekka. NEMEND ALEIKHU S: ES Island í Borgarleikhúsi IBorgarleikhúsinu eru hafnar æf- ingar fjórða árs nema Leiklistar skóla íslands, Nemendaleikhúss, á útskriftarverkefni þeirra. Það er Kjartan Ragnarsson, sem að þessu sinni hefur verið fenginn til að skrifa verkið, en hefð hefur mynd- ast um það hjá Leiklistarskólanum að fá íslenskan höfund til að skrifa útskriftarverkið. Kjartan Ragnars- son er einnig leikstjóri sýningarinn- ar, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem uppfærsla á verkefni Nemend- aleikhúss er sett upp á aðalsviði Leikfélags Reykjavíkur eða Þjóð- leikhússins. Leikrit Kjartans heitir ES ísland, Grétar Reynisson hannar leikmynd og búninga og tónlist er í höndum Egils Ólafssonar. Egill er einnig gestaleikari í sýningunni, ásamt þeim Önnu S. Einarsdóttur og Guðnýjar Helgadóttur. Um þessar mundir er hópurinn að sýna „Leiksoppa", eftir banda- ríska leikskáldið Craig Lucas, í leik- stjóm Halldórs E. Laxness, í Nem- endaleikhúsinu, Lindarbæ. Að sögn Gunnars Helgasonar, talsmanns hópsins, ganga sýningar vonum framar; aðsókn er mjög góð og áhorfendur taka Leiksoppum með miklum ágætum. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.