Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991
23
Pálmi Jónsson
„Skattar til ríkisins
hafa á þessum árum
hækkað um 16% á með-
an rekstrarútgj öld
heimilanna hafa dregist
saman um 12%. Á þessu
sama árabili hafa ráð-
stöfunartekjur launa-
fólks lækkað um meira
en 15%“
116
• ríkissjóðs
;strarútgjöld heimilanna
-88
989
1990
1991
mkr. í fjárlögum ’91. Með slíkum
breytingum á uppsetningu fjárlaga
er verið að rugla samanburð við
fyrri ár, væntanlega til þess að villa
um fyrir þeim sem lesa niðurstöðu-
tölur ijárlaganna. Hækkun skatta
á milli ára 1987-’91 er því meiri
en sýnt er hér að framan. í fjárlög-
um þessa árs er gert ráð fyrir að
„sértekjur" verði yfir 4,6. milljarðar
kr._
Á meðfylgjandi yfirliti, mynd II.,
sést hlutfallsleg þróun á skatt-
heimtu ríkissjóðs annars vegar og
rekstrarútgjalda heimilanna hins
vegar 1987-’91, miðað við fast
verðlag 1987.
Skattar til ríkisins hafa á þessum
árum hækkað um 16% .á meðan
rekstrarútgjöld heimilanna hafa
dregist saman um 12%. Á þessu
sama árabili hafa ráðstöfunartekjur
launafólks lækkað um meira en
15%. Samanburðurinn kemurvænt-
anlega engum á óvart. Eftir því sem
rikissjóður heimtar til sín stærri
hluta af ráðstöfunarfé þjóðarinnar
er minna eftir fyrir aðra. Þeim mun
méira er þrengt að heimilunum,
atvinnufyrirtækjunum og öðrum
þeim sem ekki eru á ríkisjötunni.
Þetta verður vitaskuld ennþá sárara
á þeim tímum þegar samdráttur og
kyrrstaða er í efnahagslífinu.
Á þessum árum hafa beinir skatt-
ar á einstaklinga og fyrirtæki
hækkað um hvorki meira né minna
en 85%. Svo virðist sem þar komi
fram sérstakt eftirlæti ríkisstjórn-
arinnar í skattheimtunni, enda eru
þeir nú vandfundnir sem treysta sér
til að leggja fé í nýtt atvinnufyrir-
tæki. Á hinn bóginn hafa óbeinir
skattar hækkað um 5%
Sú stefna ríkisstjórnarinnar sem
að framan er lýst og fram kemur
í því að hækka skatta til ríkisins
ár frá ári langt umfram tekjumynd-
uní þjóðfélaginu, er þjóðinni hættu-
leg. Hún heftir framtakssemi og
verðmætasköpun og leiðir til viðvar-
andi stöðvunar í lífskjörum fólksins.
Með slíku framhaldi verðum við
Islendingar dæmdir til að sitja eftir
í kapphlaupi flestra þjóða um fram-
farir og aukna hagsæld. Ríkisstjórn
sem þannig starfar og lýsir því yfir
a hún hyggist halda áfram á sömu
braut þarf sannarlega að fá
hvíldina.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Norðurlandskjördæmi vestra ogn
sæti í fjárveitinganefnd Alþingis.
Björn Bjarnason
„Hviki íslenska stjórnin
núna hefur Litháum
verið unnið ógagn en
ekki gagn með afskipt-
um Jóns Baldvins
Hannibalssonar.“
sig af því, oftar en einu sinni, að
hafa staðið uppi í hárinu á breskum
og bandarískum valdamönnum í
umræðum innan NATO um afvopn-
un á höfunum. Innan Atlantshafs-
bandalagsins telja menn slíka af-
vopnun einkum þjóna sovéskum
hagsmunum enda hafa sovéskir
erindrekar rætt hana af mestum
þunga.
Ef svo ólíklega færi, að Sovét-
stjórnin sliti stjórnmálasambandi
við íslensku ríkisstjórnina, eftir að
við hefðum tekið upp stjórnmála-
samband við Litháen, kæmi enn
betur í ljós, hve mikla hjálparhönd
við værum að rétta Litháum. Ein-
mitt um það snýst þetta mál: hvað
við getum gert áhrifamest til að
stuðla að fullu sjálfstæði Litháa,
Letta og Eistlendinga. Við höfum
aldrei sætt okkur við ólögmáita inn-
limun þessara ríkja í Sovétríkin.
Við höfum viljað sýna þjóðunum
sem í þeim búa mesta stuðning sem
við megnum. Nú gerum við það
best með því að taka upp stjórn-
málasamband við Litháen.
íslensk stjórnvöld geta því miður
ekki beitt neinum ráðum til að koma
á friði við Persaflóa. Þar erum við
ekki í stöðu til að hafa áhrif. Við
höfum hins vegar tækifæri til al-
þjóðlegra áhrifa í þágu Litháa,
Letta og Eistlendinga. Miðað við
framvindu samskipta okkar við Lit-
háa yrði fráhvarf ríkisstjórnar ís-
lands nú frá stjórnmálasambandi
við Litháen eins og högg á útrétta
hönd manns í nauð. Eftir mótmæli
Sovétstjórnarinnar við sendiherra
íslands teldu ráðamenn í Moskvu
sig hafa brotið íslensk stjórnvöld á
bak aftur: það yrði fögnuður í
Kreml um leið og skuggi félli yfir
andlit þeirra sem berjast fyrir frelsi
og sjálfstæði þjóðar sinnar í þing-
húsinu í Vilnius.
Höfundur er aðstoðarritstjóri
Morgunblnðsins.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES- BRAGADÓTTIR
Sambandið:
Stjómin geti ákveðið
að stjórnarformaður
gegni starfi forstjóra
SÍÐAR í þessum mánuði kemur sljórn Sambands íslenskra
samvinnufélaga saman og fjallar um tillögur nefndar á vegum
stjórnarinnar um framtíðarskipulag SIS sem eignarhaldsfyr-
irtækis. Það sem mesta athygli vekur er svohljóðandi tillaga:
„Sljórn Sambandsins getur ákveðið að formaður gegni starfi
forstjóra." Hér er, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins,
farið bil beggja, því uppi voru hugmyndir um að forstjóra-
starfið yrði einfaldlega lagt niður. I tillögum nefndarinnar
er jafnframt lagt til að fækkað verði í stjórninni úr níu í
fimm og að aðalfundarfulltrúum Sambandsins verði fækkað
úr 120 í um 60. Gert er ráð fyrir að þessar nýju tillögur
taki gildi 1992, hljóti þær á annað borð samþykki, bæði stjórn-
ar og aðalfundar Sambandsins.
Svona breytingar hafa raunar
legið í loftinu, allt frá því að
aðalfundur Sambandsins sam-
þykkti í júní í fyrra þær skipu-
lagsbreytingar sem gerðar hafa
verið á Sambandinu og hafa
smám saman verið að koma til
framkvæmda frá ■ síðastliðnu
hausti til síðustu áramóta. Guð-
jón B. Ólafsson forstjóri hefur frá
þeim tíma ekki viljað tjá sig um
framtíð sína hjá Sambandinu og
vill ekki enn. Sigurður Markús-
son hefur frá sama tíma verið
starfandi stjórnarformaður og nú
segja Sambandsmenn að þar sem
skipulagsbreytingamar séu nán-
ast afgreiddar undir hans for-
ystu, sé einfaldlega ekki verksvið
fyrir þá báða lengur. Sigurður
er óumdeildur — ótrúlega óum-
deildur — og því talið að Guðjón
verði að víkja.
Raunar mun samstarf þeirra
Guðjóns og Sigurðar hafa verið
með miklum ágætum, frá því að
skipulagsbreytingamar voru
samþykktar í júní í fyrra, allt þar
til fyrir skömmu. Innan Sam-
bandsins er talið, að Guðjón hafi
haldið velli eins lengi og raun ber
vitni, vegna þess að Sigurður
hafi stutt hann með ráðum og
dáð. Guðjón eigi stjórnarsetu sína
í hlutafélögum Sambandsins Sig-
urði meira og minna að þakka,
en Sigurður hafi einfaldlega ekki
haft bolmagn til þess að tryggja
Guðjóni stjómarfonnennskuna í
íslenskum sjávarafurðum hf. sem
Guðjón sóttist eftir, en það hafi
verið fyrir stuðning Sigurðar sem
Guðjón varð varaformaður
stjómarinnar.
Allt of kostnaðarsöm
yfirbygging
í nefndarstarfinu kom fram
að hlutverk Sambandsins sem
eignarhaldsfélags yrði ekki yfir-
gripsmeira en svo að félagið
kæmist af með sjö starfsmenn
eða svo. Því væri tilefnislaust
með öllu að hafa þar stjórnar-
formann á fullum launum og for-
stjóra á fullum launum. Nefndin
taldi, að slíkt fyrirkomulag gæti
ekki verið eigendum Sambands-
ins, kaupfélögunum, þóknanlegt
til frambúðar. Slík yfirbygging á
ekki umfangsmeiri starfsemi sé
allt of kostnaðarsöm og erfitt að
réttlæta hana.
Búist við því að
breytingarnar verði
samþykktar
Tillögur nefndarinnar eru nú
þegar í höndum níu manna
stjórnar Sambandsins, þriggja
manna varastjórnar og tveggja
fulitrúa starfsmanna í stjórn og
er ljóst af samtölum mínum við
stjórnarmenn, að. fastlega er
búist við, að tillögurnar verði
samþykktar i stjórninni. Þær
verða í kjölfar þess sendar út til
kaupfélaganna, þar sem aðal-
fundarfulltrúar Sambandsins
þurfa að kynna sér þær, gera
athugasemdir og taka afstöðu til
þeirra fyrir aðalfundinn í vor.
Nálægt þijátíu manns starfa
nú á aðalskrifstofu Sambandsins,
og eru þeir margir hveijir orðnir
uggandi um framtíð sína, enda
margir verkefnalitlir orðnir. Til
dæmis starfrækir Sambandið
heila auglýsingadeild, sem hluta-
félög Sambandsins skipta ekki
einu sinni við, og starfsmanna-
stjóri er enn starfandi, en þorri
starfsmannanna er nú í störfum
hjá hlutafélögunum sex og þar
með ekki lengur undir hans
stjórn.
Ljóst er, að þegar það skipulag
er endanlega komið á, sem tók
gildi á síðasta hluta ársins 1990,
þarf verulega að fækka starfs-
mönnum eignarhaldsfélagsins.
Rætt er um að í framtíðinni
muni ekki fleiri en sjö til tíu
starfa á aðalskrifstofu Sam-
bandsins. Ekki er þar með sagt
• að atvinnuleysi blasi við þeim
starfsmönnum sem munu hverfá
frá aðalskrifstofunni, því hjá
hlutafélögunum sem stofnuð
hafa verið upp úr deildum Sam-
bandsins að undanförnu starfar
talsvert á annað þúsund manns
og forsvarsmenn Sambandsins
horfa til þess, samkvæmt mínum
upplýsingum, að fækki eitthvað
verulega enn á aðalskrifstofunni,
þá sé möguleiki að finna þeim
starfsmönnum störf hjá hlutafé-
lögunum, enda hafa slíkar til-
færslur þegar átt ,sér stað í
nokkrum mæli.
Framkvæmdastjórn lögð
niður
Það stjórnunarlega fyrirkomu-
lag, sem var í gildi hjá Samband-
inu, áður en fyrirtækið var brotið
upp í sex hlutafélög, var þannig
að framkvæmdastjóm var skipuð
öllum framkvæmdastjórum mis-
munandi deilda Sambandsins og
forstjóra, sem var í forsæti, en
eftir skipulagsbreytingarnar er
engri framkvæmdastjórn fyrir að
fara lengur. Nú gerir skipulags-
nefndin tillögu sem hljóðar svo:
„Stjórn Sambandsins getur
ákveðið að formaður gegni starfi
forstjóra. Skal formaður þá hafa
samráð við varaformann stjórn-
ar, þar sem í samþykktum þess-
um er kveðið á um samráð for-
stjóra við stjórnarformann.“
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur aflað sér var
talsvert tekist á um þessa tillögu
í nefndinni, áður en endanlegt | <
orðalag var samþykkt. Þeir sem
í nefndinni sátu voru: Gunnar
Sveinsson, Jón Sigurðsson, Jó-
hannes Geir Sigutjónsson,_ Sig-
urður Kristjánsson og Ásgeir
Jóhannesson. Með nefndinni
störfuðu þeir Guðjón B. Ólafsson
forstjóri Sambandsins, Sigurður
Markússon stjórnarformaður
Sambandsins og Jón Þór Ólafs-
son fulltrúi forstjóra. Sigurður
Markússon mun hafa beitt sér
mjög til þess að samkomulag | «:
næðist um orðalag tillögunnar,
en ákveðnir nefndarmenn vildu
ganga mun lengra en hafa þetta
einungis í formi heimildarákvæð-
is og ákveða að forstjóraembætt-
ið yrði lagt niður, eða að ákveðið
yrði í eitt skipti fyrir öll að form-
aður skyldi gegna embætti for-
stjóra, og formennska og for-
stjórastarf yrðu sameinuð í eitt
starf.
Ekki náðist í Guðjón vegna
þessa máls í gær og Sigurður
Markússon varðist allra fregna.
Spurningin núna er ekki talin
hvort, heldur hvernig brottför
Guðjóns frá Sambandinu verður.
Það hefur stundum flogið fyrir
að Guðjón taki við forstjórastóli
Vilhjálms Jónssonar í Olíufélag-
inu, en samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er af og frá að
svo geti orðið. í fyrsta lagi hefur
Vilhjálmur ekkert látið uppi um
það hvenær hann hyggst láta af
störfum. í öðru lagi lítur hann
ekki á Guðjón sem arftaka sinn,
heldur miklu fremur Geir Magn-
ússon, fyrrverandi bankastjóra
Samvinnubankans, sem fór hall-
oka fyrir Halldóri Guðbjarnasyni
í slagnum um bankastjórastöðu
í Landsbankanum.
Fer Guðjón utan
á nýjan leik?
Líklegast mun Sambandið
bjóða Guðjóni eitthvert starf er-
lendis, en ekki liggur fyrir hvað
það muni verða, né hvort Guðjón
muni þekkjast boðið. Kappkostað
verður, eftir því sem næst verður
komist, að þessi stjórnunarlega
breyting gerist í friði og spekt,
en ekki eru allir bjartsýnir á að
það takist. Raunar er málið talið
svo brýnt, að ekki megi draga
fram til aðalfundar að ná niður-
stöðu í því. Raunar telja þeir, sem
unnið hafa í málinu að undanf-
örnu, að umfjöllun aðalfundar um
málið í heild geti orðið stórskað-
leg og því sé vænlegast að fá
botn í það fyrir aðalfund — vel
fyrir aðalfund.