Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
32. tbl. 79. árg.
FOSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
IRA gengst við misheppnuðu tilræði gegn stríðsráðuneyti forsætisráðherra Bretlands:
Sprengja sprakk aðeins
tólf metrum frá Major
Bifreið írskra hryðjuverka-
manna brennur fyrir utan Ban-
queting- House í miðborg Lund-
úna í gær eftir misheppnaða
sprengjuárás á bústað breska
forsætisráðherrans. Sprengja
sprakk skammt frá fundarsal
helstu ráðherra bresku stjórn-
arinnar en þá sakaði ekki.
Lundúnum. Reuter, Daily Telegraph.
LITLU munaði að liðsmönnum írska lýðveldishersins (IRA) tækist að
ráða John Major, forsætisráðherra Bretlands, og stríðsráðuneyti hans
af dögum í sprengjuárás á bústað hans í Downingstræti 10 í miðborg
Lundúna í gær. Þremur sprengjum var varpað að bústaðnum og ein
þeirra sprakk á lóð hans, aðeins 12 metrum frá fundarsal þar sem
'helstu ráðherrar bresku stjórnarinnar, þar á meðal Douglas Hurd
utanríkisráðherra og Tom King varnarmálaráðherra, ræddu kostnað-
inn af stríðinu fyrir botni Persaflóa. Ráðherrana sakaði ekki. IRA
lýsti tilræðinu á hendur sér og í yfirlýsingu samtakanna sagði að það
hefði verið í undirbúningi frá því John Major tók við forsætisráðherra-
émbættinu af Margaret Thatcher í nóvember. Major sagði síðar í
breska þinginu að stjórn sín myndi hvergi hvika frá þeirri staðföstu
stefnu sinni að veija lýðræðið og knéselja hryðjuverkaöflin.
Sprengjutilræðið átti sér stað
klukkan 10.09 að breskum og
íslenskum tíma. Sprengjununum var
skotið með sprengjuvörpum úr hvítri
sendibifreið sem skilin var eftir við
Whitehall, götu sem ýmsar opinberar
byggingar standa við, eða aðeins
200 metrum frá bústað breska for-
sætisráðherrans. Embættismaður
stjórnarinnar og tveir lögreglumenn
særðust lítillega í árásinni. Hinar
sprengjurnar tvær komu niður á
Embætti Rússlands-
forseta borið und-
ir þjóðaratkvæði
Moskvu. Reuter.
ÞING Rússlands, stærsta lýðveld-
is Sovétríkjanna, samþykkti í gær
að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
17. mars um hvort stofna ætti
embætti forseta lýðveldisins, sem
kjörinn yrði í almennum kosning-
um. Þetta er mikill sigur fyrir
Borís Jeltsín, sem er talinn örugg-
ur um sigur í slíkum kosningum.
Verði hann kjörinn forseti Rúss-
lands í kosningunum treystir
hann mjög stöðu sína í baráttunni
við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor-
seta.
Jeltsín er nú í raun forseti rússn-
eska þingsins, þótt visað hafi verið
til hans sem forseta lýðveldisins.
Hann var eitt sinn náinn samstarfs-
maður Gorbatsjovs en er nú talinn
hættulegasti andstæðingur hans.
Gorbatsjov var kjörinn forseti Sov-
étríkjanna á fulltrúaþingi landsins,
æðstu löggjafarstofnuninni, í maí
' og völd hans hafa einnig verið stór-
aukin. Andstæðingar hans úr röðum
umbótasinna segja að almenningi í
Sovétríkjunum hafi aldrei verið gef-
inn kostur á að ákveða hvort Gor-
batsjov eigi að gegna forsetaemb-
ættinu samhliða stöðu flokksleið-
toga.
Gorbatsjov hefur snúist á sveif
með harðlínumönnum að undan-
förnu til að reyna að binda enda á
stjómmála- og þjóðaólguna í
landinu. Margir Sovétmenn líta hins
vegar á Jeltsín - langvinsælasta
stjórnmálamanninn í Sovétríkjunum
- sem eina manninn er geti afstýrt
því að einræði komist á í landinu.
Óháða fréttastofan Interfax
skýrði frá því að rússnesku þing-
mennirnir hefðu einnig samþykkt
með miklum meirihluta atkvæða að
hefja rannsókn á hugsanlegum
njósnum öryggislögreglunnar KGB
á þinginu. Hlerunartæki höfðu fund-
ist í herbergi fyrir ofan skrifstofu
Jeltsíns í þinghúsinu. Þá hefur
Jeltsín haldið því fram nokkrum
sinnum að tilraunir hafi verið gerðar
til að ráða hann af dögum.
baklóð bústaðarins en sprungu ekki.
Hreingerningarkona varð vitni að
tilræðinu og sá mann hiaupa frá
bifreiðinni rétt áður en sprengingar
kváðu við sem þykir benda til að
sprengjuvörpurnar hafi verið tíma-
stilltar. Hún sagði að sprengjunum
hefði verið skotið upp um þak bif-
reiðarinnar.
Sérstaklega styrkt gler var í
gluggum fundarsalar stríðsráðu-
neytisins og komu sprungur í rúð-
urnar við sprenginguna. Háttsettur
embættismaður, sem viðstaddur var
fundinn, sagði að skyndilega hefði
gífurlega mikill hvellur kveðið við
og ískaldur loftstraumur leikið um
salinn. Major hefði verið snar í snún-
ingum,_ staðið upp og sagt: „Herrar
mínir. Egtel ráðlegt að halda fundin-
um áfram í öðru herbergi."
Á meðal fundarmanna var John
Wakeham orkumálaráðherra, en
hann særðist er hryðjuverkamenn
IRA sýndu Margaret Thatcher, þá-
verandi forsætisráðherra, banatil-
ræði á flokksþingi íhaldsflokksins í
Brighton 1984.
í tilkynningu sem IRA sendi frá
sér sagði að svo lengi sem Norður-
írar þyrftu að lifa undir stjórn Breta
yrði þreska stríðsráðuneytið að koma
saman í byrgjum. Samtökin neituðu
því að tilræðið hefði verið unnið fyr-
ir Saddam Hussein íraksforseta fyr-
ir milligöngu Líbýumanna, sem veitt
hafa IRA vopn og íjárhagsaðstoð.
Reuter
Irakar segjast bíða 1 ofvæni eftir landbardögum við bandamenn um Kúveit:
Frakklandsforseti segir innrás
óhjákvæmilega í mánuðinum
Bandaríkjastjórn endurskoðar aðstoð sína við Jórdani
Nikosíu, París, Washingfton, Riyadh. Reuter.
BANDARÍKJAMENN og bandamenn þeirra í stríðinu fyrir botni
Persaflóa hertu enn loftárásir á íraska hermenn i gær er auknar
líkur virtust á því að landher fjölþjóðahersins réðist inn í Kúveit.
Francois Mitterrand, forseti Frakklands, sagði að innrás væri
óhjákvæmileg og hún yrði gerð í síðasta lagi fyrir lok mánaðar-
ins, jafnvel á næstu dögum. írakar sögðust bíða í ofvæni eftir
Iandorrustunum. Bandarískir embættismenn sögðu í gærkvöldi að
Bandaríkjastjórn væri að endurskoða hernaðar- og efnahagsaðstoð
sína við Jórdani vegna ræðu, sem Hussein Jórdaníukonungur
flutti, þar sem hann virtist Iýsa yfir stuðningi við íraka í stríðinu.
Talsmaður Bandaríkjahers
sagði flugvélar fjölþjóðahersins
hafa farið í 52.000 ferðir í stríðinu,
þai' af 600 gegn framvarðarlínu
Iraka í Kúveit á síðasta sólar-
hring. Harðar loftárásir voru einn-
ig gerðar á miðborg Bagdad en
enginn bilbugur virtist þó á írösk-
um stjórnvöldum. „írakar bíða í
ofvæni eftir úrslitaorrustunni
gegn öllum hersveitum heiðingj-
anna,“ sagði í yfirlýsingu sem les-
in var í útvarpinu í Bagdad.
Mitterrand sagði í sjónvarpsvið-
tali að innrás í Kúveit væri óhjá-
kvæmileg. „Landorrusturnar hefj-
ast á næstu dögum, ef til vill litlu
síðar. Þær verða að minnsta kosti
í mánuðinum," sagði hann.
írakar hvöttu enn stuðnings-
menn sína úr röðum araba og
múslima til að hefna stríðsaðgerða
bandamanna með árásuni á Vest-
urlöndum og sögðu að engir arab-
Francois Mitterrand
ar gætu verið hlutlausir í stríðinu.
Á sama tíma bárust fregnir af því
að Bandaríkjamaður hefði verið
myrtur í Tyrklandi, en hann starf-
aði á bandarískum herflugvelli í
suðurhluta landsins sem notaður
hefur verið til loftárása á írak.
Talið er að vinstrimenn og heittrú-
aðir múslimar hafi gert 72 árásir
víða um heim til að hefna aðgerða
fjölþjóðahersins. Fjórir hafa beðið
bana í árásunum.
Jatnes Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna; lagði til í gær að
stofnaður yrði banki sem fengi það
hlutverk að fjármagna endurupp-
byggingu í Miðausturlöndum eftir
stríðið. Hann tók skýrt fram að
fjármagnið ætti einkum að koma
frá arabaríkjum. Hann bætti við
að Bandaríkjamenn stefndu ekki
að því að koma Saddam Hussein
Iraksforseta frá völdurn en sagði
afar ólíklegt að Bandaríkjamenn
kæmu írökum til hjálpar að
stríðinu loknu ef hann yrði áfram
við völd.
Sjá fréttir á bls. 18 og 20.