Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 'ÓHEM ÞORSTEINN EGGERTSSON HEFUR FARIÐ EiGIN LEIÐIR f LÍFISÍNU OG LISTSKÖPUN. NÚ HEFURVERIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ GEFA ÚT SKÁLDSÖGU EFTIR HANN í BRETLANDI Á BÍIIASKÓM eftir Svein Guðjónsson SEINT Á síðasta ári birtist grein í spænska tímaritinu Inf- ortursa um Snæfellsjökul eftir Thorsten Eggerts. Danska tímaritið Hennes Verden hefur falast eftir grein um ís- lenska hesta hjá þessum sama Thorsten Eggerts og gengið hefur verið frá samningi um útgáfu á skáldsögu eftir hann í London næsta haust, sem dreift verður víða um heim. Thorsten Eggerts er auðvitað Þorsteinn Eggertsson, mynd- listarmaður, textahöfundur, fyrrum söngvari, blaðamaður og rithöfundur. Að vísu hefur hann aldrei fengið gefna út bók eftir sig hér á landi þótt fyrsta tilraun hans til að fá bók eftir sig gefna út erlendis hafi hitt beint í mark. Þetta undirstrikar ef til vill að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Þorsteinn Eggertsson — Sjálfsmynd Nú eru liðin rúm 25 ár og 374 textar síðan Þorsteinn Eggerts- son sendi frá sér fyrsta dægurlaga-* textann á hljóm- plötu. Um hæfileika hans á því sviði þarf ekki að fjöl- yrða enda umsvif hans á þeim vett- vangi flestum kunn. Okkur leikur hins vegar forvitni á að heyra nán- ar um tilurð skáldsögunnar „Þegnar pappírskonungsins", sem á frum- málinu ber heitið „The Paper King's Subjects“, sem breska útgáfufyrir- tækið „Excalibur“ hefur ákveðið að gefa út með haustinu, - hvemig bókin varð til, hvers vegna Þor- steinn skrifaði hana á ensku og hvemig staðið verður að útgáfu hennar? „I uppvexti mínum í Keflavík lærði ég ensku, eða réttara sagt „amerísku“ af hermönnum á Vellin- um. Þetta var sérstakt tungumál, sambland af amerísku götumáli og hermannamáli, sem ég náði nokkuð góðum tökum á. Síðar, þegar ég sigldi til Kaupmannahafnar að nema myndlist 1963, fór ég að búa með enskri stúlku, en hún var lítt hrifin af amerískunni minni og vildi kenna mér ensku. Þá komst ég að því að þetta voru tvö ólík tungumál og með því að stúdera þau bæði náði ég góðum tökum á ensku tal- og ritmáli. Þannig tala ég mismun- andi ensku eftir því hvort ég er að tala við Englending eða Ameríkana. Þessi saga er þess eðlis að enskan fellur mun betur að henni en íslen- skan og öll blæbrigði verða mun áhrifameiri. Enskan hagar sér allt öðruvísi en íslenskan, - hún gefur meira svigrúm, til dæmis hvað varð- ar mállýskur og orðaleiki. Sjálf sagan gerist á Kaupmanna- hafnarárum mínum, á sjöunda ára- tugnum, og umhverfið er það sama og ég lifði og hrærðist í þama úti í Köben. Að því leyti er hún sann- söguleg og ailir atburðirnir gerðust í raun og veru. Hún fjailar um tvo unga Isiendinga sem far’a utan og ætla sér að slá í gegn sem myndlist- armenn, en það mistekst auðvitað. Annar þeirra verður eftir úti og Iendir í alls konar hremmingum og raunum. Þegar hann er nær dauða en lífi úr sulti hittir hann gamlan revíusöngvara sem rekur veitinga- hús í borginni. Þessi maður kallar sig Rudolf konung I. af íslandi, mikill íslandsvinur og hann sér aumur á söguhetjunni og fleiri lönd- um hans sem álíka illa er komið fyrir. Rudolf er auðvitað aðeins pappírskonungur og af því er nafn sögunnar dregið. En eftir að sögu- hetjan kynnist Rudolf verður vendi- punktur í frásögninni og þá fer ýmislegt að gerast." Engin aumingjadýrkun „Það er dálítið sérkennilegt hvemig þessi saga varð til. Ég byijaði eigin- lega á henni án þess að ætla mér að skrifa skáldsögu. Ég fór til Kaupmannahafnar 1985 og komst þá að því að ^Nellan, sem var veit- ingahús sem íslendingar sóttu mik- ið, hafði verið flutt úr stað. í bréfí til ensku vinkonunnar minnar nefndi ég þetta og fór að rifja upp ýmislegt í leiðinni sem á daga okk- ar hafði drifið í „den tid“. Hún skrif- aði aftur og hvatti mig til að halda áfram að rifja upp þessar minning- ar, sem ég gerði þangað til þetta var orðinn vísir að skáldsögu og þá hélt ég bara áfram. Og það ein- kennilega var að eftir því sem ég skrifaði meira þeim mun meira rifj- aðist upp og ég fór að finna ýmsa hluti sem komu að gagni og alls konar vísbendingar komu beinlínis upp í hendurnar á mér eins og af sjáifu sér. Til dæmis fann ég nafn- spjald frá Hauki Morthens, frá þeim tíma sem hann starfaði í Kaup- mannahöfn, en hann hafði þá út- vegað mér starf sem skemmtikraft- ur, og spjaldið kom óvart upp í hendurnar á mér þegar ég var að skrifa um þessa atburði." - Ertu með þessu að segja að sagan sé að mestu sannsöguleg..? „Ytri umgerð og persónur eru raunverulegar, en auðvitað spinn ég þráðinn til að Iáta söguna lúta iögmálum skáldsögunnar. Það verð- ur að vera í þessu flétta sem geng- ur upp. En hitt er líka staðreynd, að ýmislegt sem gerðist þama í raunveruleikanum á þessu tímabili var svo ótrúlegt að það er ekki einu sinni hægt að tala um það í bók. Bókin er öll í frekar léttum dúr og það er alltaf stutt í grínið. Þótt sagan gerist á Norðurlöndum og fjalli um Norðurlandabúa þá vildi ég forðast þessa skandinavísku áráttu í bókmenntum að vera með aumingjadýrkun í þessari sögu. Ég réyndi því að afgreiða baslið og erfiðleikana í sem fæstum orðum, til að leyfa sjálfri atburðarásinni frekar að njóta sín. Það hefur kannski átt þátt í því að þeir ákváðu að gefa söguna út í London. Strind- berg, Heinesen og allir hinir eru líklega búnir að afgreiða aumingja- skapinn í eitt skipti fyrir öll.“ Bretarnir verða á undan í bréfí til Þorsteins frá Excalibur- útgáfunni í London, frá 21. des- ember síðastliðnum, segir að „verk- ið sé óvenjulegt og sagan áhuga- verð og vel skrifuð". Og þótt hún sé að vísu dálítið löng og þarfnist einhverra lagfæringa sé söguþráð- urinn frábær eða „excellent", eins og segir í bréfínu. Síðan þá hefur Þorsteinn skrifað undir samning, sem meðal annars gerir ráð fyrir að bókin komi út víðar en á Eng- landi. En hvernig kom hann sér á framfæri ytra? „í fyrstu ætlaði enska vinkonan mín að greiða götu mína þama úti og hvatti mig meðal annars til að senda smásögur í tímarit til að kynna nafn mitt meðal útgáfufyrir- tækjanna. Það kom hins vegar ekk- ert út úr því og það var ekki fyrr en ég sendi handrit beint til Excalib- ur-útgáfunnar að hjólin fóm að snúast. Þetta útgfáfufyrirtæki sér- hæfír sig í nýjum rithöfundum og það ákvað að taka mig upp á sína arma eftir að hafa „rannsakað handritið gaumgæfílega og fullviss- að sig um að bókin yrði vænleg til vinsælda“, eins og þeir orðuðu það. Ég er viss um að það er hægt að skrifa skáldsögu á átta til tíu mánuðum, ef maður skrifar á móð- urmálinu. En ef maður hins vegar skrifar á erlendu tungumáli og ætl- ar sér að koma sögunni á framfæri erlendis tekur það miklu lengri tíma. Ég var rúm fímm ár að skrifa þessa sögu. Maður skrifar og skrif-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.