Morgunblaðið - 17.03.1991, Side 16

Morgunblaðið - 17.03.1991, Side 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 C 17 + Fræðsluráðstefna í Grikklandi FRÆÐSLURÁÐ Alþjóða- Ólympíunefndarinnar í Grikk- landi, IOA, efnir á hverju sumri til fræðsluráðstefnu um ólympísk málefni fyrir íþróttafólk á aldrin- um 20-35 ára. Þessar ráðstefnur eru haldnar í Olympíu, þar sem fræðsluráðið hefur aðsetur sitt skammt frá hinum forna ólympíuleikvangi. Ólympíunefnd íslands hefur borist boð um að senda 4 þátttak- endur á ráðstefnuna í sumar, sem ferfram 16. - 31. júlí. Tveir þátttak- endanna fá fríar ferðir og uppihald, karl og kona, en hinir tveir þurfa sjálfir að greiða ferðir sínar til og frá Grikklandi og auk þess 500 Bandaríkjadali fyrir uppihald og ferðir þar. Auglýst er eftir umsóknum um að fá að taka þátt í þessari fræðslu- ráðstefnu og skulu þær hafa borist Ólympíunefnd íslands, íþróttamið- stöðinni, Laugardal, 104 Reykjavík," fyrir 1. apríl næst komandi. Umsækjendur skulu tilgreina aldur, menntun, þátttöku í íþróttum og störf að íþróttamálum. Góð kunnátta í ensku eða frönsku er nauðsynleg. OFNHITASTILUR A INNRENNSU EDA ÚTRENNSU OfNS DANFOSS ofnhitastillar eru tvenns konar og ætlaðir til notkunar við mismunandi skilyrði: DANFOSS RA 2000 er ætlaðurá innrennsli ofna en DANFOSS FJVR á útrennsli þeirra. Meginregla framleiðandans er að nota skuli RA 2000: Hann nemur herbergishita og heldur þeim kjörhita, sem valinn er, á hagkvæman hátt. Þar sem hitasveiflur eru miklar, t.d. í forstofum eða bíiageymslum, hentar FJVR hins vegar betur: Hann stjórnar hitastigi á útrennslisvatni frá ofninum óháð herbergishita. Veldu réttan ofnhitastilli. Veldu DANFOSS! Það borgar sig. Frá afhendingu tölvunnar, talið frá vinstri Grímur Laxdal frain- kvæmdasfjóri Radíóbúðarinnar hf., Jón Nordal tónskáld, skólastjóri Tónlistarskólans, Þorsteinn Hauksson tónskáld og Árni G. Jónsson sölusljóri Apple- umboðsins. Tónlistarskólinn í Rvík fær tölvu = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJÖF NÝLEGA afhenti Apple-umboð- ið, Radíóbúðin hf. Tónlistarskól- anum í Reykjavík, öfluga Macin- tosh Ilcx-tölvu að gjöf, til nota í tölvuhljóðveri skólans. Raftónlist hefur verið kennd í ellefu ár við Tónfræðideild skólans og er Jokapróf úr þeirri deild metið af flestum erlendum háskólum sem jafngildi BA-prófs. Á síðasta ári var sett á laggirnar tölvuhljóðver við Tónlistarskólann að frumkvæði Þorsteins Hauksson- ar, tónskálds og aðalkennara tölvu- og raftónlistar við skólann. Þá hef- ur verið stofnað til samstarfs við Upplýsinga- og merkjafræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla ís- lands og Tónskáldafélag íslands. Er þar á ferðinni einstæð samvinna tónskálda, vísind- og tæknimanna, sem getur leitt til bæði hagnýts sem listræns ávinnings á sviði sköpunar og rannsókna, segir í frétt frá skól- anum. Ber þar hæst verkefni um íslenska tal- og hljóðmyndun fyrir tölvur, tölvuverkfræði er .snertir tónlist, auk kennslu og fjölmargra verkefna á vettvangi tónvísinda og tónsmíða. Einnig verður haft náið samband við hliðstæðar stofnanir erlendis og er miðstöðin þegar orðinn fulltrúi íslands í NEMO, The Nordic Elec- tro-acoustic Music Organization, sem eru helstu samtök um tölvutón- list og rannsóknir á Norðurlöndum. Sinf óníutónleikar Tónlist Jón Asgeirsson Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar íslands sl. fimmtudag voru þriggja heima, hófust á nútíma- tónlist, Sónans eftir Karólínu Eiríksdóttur, en síðan kom síðró- mantlskt verk, fiðlukonsert eftir Tsjajkovskí og enduðu á Sinfóníu eftir Charles Ives, sem stendur á skilum rómantíkur og upphafs nútímatónlistar. Einleikari var Victor Tretjakov og stjórnandi Murry Sidlin. Sónans eftir Karólínu er tíu ára gamalt verk, þekkilegt en ekki sérlega spennandi, enda höfundurinn þá nýkominn heim frá námi. Verkið var trúverðug- lega flutt. Fiðlukonsertinn eftir Tsjajkovskí er eitt af meistara- verkum fiðlubókmenntanna, er- fitt í flutningi og frábær tónlist. Victor Tretjakov er eiginlega fyrsti „virtúósinn" sem kemur fram á tónleikum Sinfóníunnar í vetur. Leikur hans var magnaður upp með sterkri túlkun og glæsi- legri tækni, þar sem hvergi bar skugga á og sannarlega er það mikil upplifun að heyra þetta meistaraverk leikið með slíkum hætti. Hljómsveitin fylgdi vel, nema að hún var nokkuð þung á eftirslögunum í þriðja þættinum, nánar tiltekið á móti „trepak“- stefinu. Canzonettan var mjög vel flutt og þar áttu fyrstu menn á klarinett og flautu mjög falleg- an samleik við einleikarann. Lokaviðfangsefnið var önnur sinfónían eftir Charles Ives. í þessu verki vinnur Ives úr efni þeirrar hefðar sem innflutt var Murry Sidlin Victor Tretjakov frá Evrópu en fellir að þeirri tækni tónefni bandarískrar al- þýðu, sem á sér marglitan uppr- una en hefur mótast og umskap- ast að stíl og innihaldi. í verkinu getur að heyra sálmasöng og orgelleik, ættjarðarsöngva og lúðrasveitarleik, danslög sveita- fólks og tilvitnanir í lög Fosters, í bland við kontrapúnktísk vinnu- brögð sem minna á JS Bach, eins og Ives tilgreinir sjálfur, eftir að hafa heyrt verkið flutt í fyrsta sinn, undir stjórn Bersteins, 22. febrúar 1951. Hann neitaði að vera viðstaddur uppfærsluna en mun hafa hlustað á flutning verksins í útvarpi og ságt er, að hann hafi dansað ,jig“ af ein- skærri gleði, er flutningnum lauk. Verkið var ágætlega flutt und- ir stjórn Murry Sidlin. Það ætti að vera til umhugsunar að fá þennan ágæta stjórnanda til að uppfæra og stjórna bandarískri tónlist, en Sidlin hefur t.d. stjórn- að verkum eftir Aaron Copland, sem lítið hafa heyrst hér á landi. KAUPMANNAHOFN■LONDON Okkar eigið leiguflug alla miðvikudaga frá 1. maí til 25. september. Leigufiugið okkar gerir öllum kleift að komast til útlanda. Sannkölluð kjarabót í anda þjóðarsáttar. verð frá kr. ■ v báðar leiðir. v FuUorOinsverð j ■11 Fullorðinsverð Fjölbreytt ferðaþjónusta á áfangastöðum. Ferðir með dönskum og enskum ferðaslóifstofum. Margvíslegir gistimöguleikar. Sumarhús - bflaleigur - o.fl. Dæmi um okkar verð: London: fiug og mii, i vika 4 í mi kr, 19.800,- Kaupmannahöfn: fiug og bíii, í vika 4 í mi kr. 21.980,- TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI Á ÞESSUM ÓTRÚLEGU YERÐUM FLUCFERÐIR SGLRRFLUC Vesturgata 12, Símar 620066 og 22100 Ofangreind verð miðast við staðgreiðslu. RÆKTAÐU HUGANN — en gleymdu ekki undirstödunni! ^5? • l| n tr g 10'é' í n > = iIXdör uAiLDóa E .HJAN FiUAM I ANFSS ‘ WÍKS i ÍSLENZKl ÍSLENZKT MANNLÍF MANNLÍF Shakesþeare LEÍKBiT .“íérmlcii: =rr F V V ! y<tm ■ > 2'kCL>j”r 73 q m, í: III 1 itf Æ5KI SOI 'ÍCLL A7RIP]' : jg Orlygui A >Xj V u yssrzs s\ JX Mjólkin er ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínum og gefur auk þess zink, magníum, kalíum, A-vítamín og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg.fr^jpjmjólkurdagsnefnd t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.