Morgunblaðið - 17.03.1991, Side 24

Morgunblaðið - 17.03.1991, Side 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 Runólfur Olafsson, Akranesi - Kveðja Fæddur 24. október 1904 Dáinn 14. febrúar 1991 Þar sem ég gat ekki kvatt vin minn Runólf Olafsson og verið við útför hans í Akraneskirkju, langar mig að minnast hans nokkrum orð- um. Samkvæmt mínum heimildum var hann fæddur í Vopnafirði 24. október 1904 og var því á 87. ald- ursári er hann lést. Ætt hans og uppruna þekki ég ekki, en um ferm- ingaraldur flyst hann til Vest- mannaeyja og fjölskylda hans nokkru síðar. í Vestmannaeyjum stundaði hann sjómennsku, eins og títt var með unga menn á þeim árum og heldur sig enn við sjóinn eftir að kemurtil Akraness árið 1934. Fyrst með Brynjólfi á Háteig og síðar með mörgum þekktum skipstjórum og aflamönnum, eins og t.d. Berg- þóri á Ökrum svo einhver sé nefnd- ur. Þótt hugurinn væri bundinn við sjó og sjósókn, varð sjómennskan ekki hans ævistarf, heldur fór hann að vinna í landi m.a. við bólstrun og fékk meistararéttindi í þeirri grein. Hann hafði mikil umsvif um tíma, enda eftirsóttur til vinnu bæði við bóistrun og síðar við smíðar, þar sem listrænir hæfileikar hans nutu sín vel. Sem listamaður hefði Runólfur náð langt, ef aðstæður hefðu boðið upp á slíkt. Því miður eru fáir munir til eftir hann, en geta má líkans af Kútter Haraldi í Byggða- safninu að Görðum og einnig er varðveitt líkan af bát er hann smíðaði og sýnt var á Heimssýning- unni í New York 1939. Þótt ég hafi vitað deili á Runólfi frá því ég man eftir mér, kynntist ég honum fyrst er ég réð hann sem húsvörð við gamla íþróttahúsið við Laugarbraut. Ég sá um rekstur þess á þeim tíma fyrir hönd IA og urðum við því nánir samstarfsmenn. Runólfur gegndi þessu starfi í ein 16 ár. Vinnutíminn var langur og mikill erill, því húsið var í notk- un frá kl. 8 á morgnana til miðnætt- is. Þarna sýndi hann svo ekki var um villst hvaða mann hann hafði að geyma. Umgengni hans við börn- in og unglingana, sem oft voru með ærsl og hávaða, var á þann veg að öll virtu þau hann og dáðu. En umgengni hans við gamla íþróttahúsið var ekki síður til fyrir- myndar. Þetta hús hafði sál og ég hef alltaf verið mjög stoltur af þessu húsi. Það var byggt í stríðslok í sjálfboðavinnu af íþróttafólki á Akranesi. Byggingartíminn var að- eins nokkrir mánuðir. Á þeim tíma og lengi eftir það, var þetta stærsta íþróttahús landsins. En það var byggt á erfiðum tíma og af miklum vanefnum og galt þess alla tíð. Húsið þurfti mikið viðhald, sem ekki mátti kosta mikið, því sjaldn- ast voru til peningar nema fyrir því Svipmynd frá undankeppninni. Pálmi Kristmannsson og Ólafur Jóhannsson spila gegn Hallgrími Rögnvaldssyni og Hreini Björnssyni. ____________Brids_______________ Arnór Ragnarsson Spennandi undankeppni Þegar lokið var fjórum umferðum af sjö í undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni höfðu þrjár sveitir nánast tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Sveit Verðbréfamarkaðar Islands- banka var komin með 98 stig af 100 mögulegum í B-riðli, sveit Samvinnu- ferða/Landsýn hafði fengið 90 stig í C-riðli og sveit Landsbréfa var með 88 stig í D-riðli. i A-riðli er keppni mjög skemmti- leg. Eftir fjórar umferðir leiddi sveit Sigfúsar Þórðarsonar með 76 stig, Púlsinn (Valur Sigurðsson) var með 75 stig. Bræðrasveitin og synir frá Siglufirði var með 70 stig og Kristján- Már Gunnarsson með 69 stig. í B-riðli var sveit Verðbréfamark- aðarins langefst, sveit Jakobs Krist- inssonar hafði 81 stig, Hótel Esja 70 stig og Sjóvá/Almennar frá Akranesi var með 67 stig. I C-riðli er sveit Samvinnuferða efst en hörkukeppni um annað sætið. Ómar Jónsson var með 76 stig, Hreinn Hreinsson með 71 stig, S. Ármann Magnússon með 68 stig, Hermann Tómasson frá Akureyri með 63 stig og Magnús Torfason með 60 stig. Landsbréf hafa örugga forystu í D-riðlinum. Roche var í öðru sæti með 75 stig, Ólafur Týr Guðjónsson var með 73 stig og Tryggingamiðstöð- in og Zinkstöðin með 64 stig. Athygli- vert var að Zinkstöðin hafði unnið alla leiki sína í mótinu með 16 stigum gegn 14. Tvær umferðir voru spilaðar í gær en-BÍðasta umferðin hefst ki. 10 í dag. Á" %, S/. &.. ; t y. í . .. - ; ! . Frá Skagfir ðingum, Reykjavík Staða efstu para í þriggja kvölda páskatvímenningi eftir fyrsta kvöldið er þessi: Lárus Hermannsson - Sveinn Sigurgeirsson 242 Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 241 Ólína Kjartansd. - Ragnheiður Tómasdóttir 238 Jón Andrésson - HaukurHannesson 236 Gunnar Andrésson - Sigurður Brynjólfsson 231 Guðbrandur Guðjohnsen - Magnús Þorkelsson 230 Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Meðalskor 96, úrslit: Guðmundur Pálss. - Guðmundur Gunnlaugss. 120 ÓskarSigurðsson-ÞorsteinnBerg 113 MagnúsAspelund-SteingrímurJónasson 106 Næsta fímmtudag lýkur síðan Mitchel-tvímenningnum. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag hófst Butler-tvímenn- ingur. Spilað er í tveimur riðlum. Til að forðast yfirsetu er óskað eftir tveimur pörum. Áhugasamir spilarar hafl samband við Hermann í síma 41507 eða Baldur í síma 78055. Stað- an eftir 3 umferðir er þessi: A-riðill: Ami M. Bjömsson - Guðmundur Grétarss. 43 Baldur Bjartmarss. - Helgi Skúlason 42 Gylfí Gylfason — Ólafur Garðarsson 42 B-riðill: MaríaAsmundsdóttir-SteindórIngimundarson47 ÓskarSigurðsson-ÞorsteinnBerg 41 FriðrikJónsson-GuðjónJónsson 41 Keppnin heldur áfram næsta þriðju- dag. sem brýnast var. Þá kom sér vel að hafa Runólf, slíkan hagleiks- mann, og það var kraftaverki líkast hvernig honum tókst að láta húsið líta út. Þar sparaði hann íþrótta- hreyfingunni ómældar fjárhæðir og lengdi líf hússins um mörg ár. Þegar nýja íþróttahúsið við Vest- urgötu var tekið í notkun, var það gamla lagt niður. Runólfur kaus þá að láta af erilsömu starfi, enda tekinn að reskjast. Síðustu starfsár sín vann hann við eitt og annað í Byggðasafninu að Görðum, þar sem listamannshendur hans nutu sín vel. Margt er enn ósagt um þennan mæta mann. Minnst hefur verið lítillega á listamanninn, sem í hon- um bjó. Honum var snyrtimennska í blóð borin, svo og hæverska og lítillæti. Hann bjó yfir ríkri kímnigáfu, var hnyttinn í tllsvörum, en gat verið orðhvass og neyðarlegur í orðum við þá sem honum voru ekki að skapi. Ég er viss um að Runólfur naut ríkrar hamingju í einkalífinu. Það er ekki hægt að tala um hann án þess að ekki sé minnst á ágæta konu hans, Málfríði Þorvaldsdóttur, eða Fríðu eins og hún er alltaf köll- uð. Hjónaband þeirra sem varði 1 liðlega 50 ár var örugglega sér- stakt. Aldrei vissi ég til að þar bæri á hinn minnsta skugga. Þó fannst mér þau að mörgu leyti ólík. Hún var potturinn og pannan í öllu starfi hjá skátunum og íþrótta- hreyfingunni þar sem hún stóð í fylkingarbijósti. Hann fór sér hæg- ar, en stóð alltaf að baki konu sinni og studdi hana til allra góðra verka. Þau eru ófá handtökin sem hann innti af hendi fyrir þessi félög. Fríða hefur verið gerð að heiðurs- félaga, bæði í félagi skáta og íþróttamanna. Runólfur var góður laxveiðimað- ur og þótt ég kunni ekki veiðisögur um hann, veit ég að hann var við veiðar í Dölum vestur og víðar um árabil. En það var knattspyrnan sem átti hug hans allan og var hans Gunnar Magnusson, Akureyri — Minning Kveðja frá Gömlum Geysismönnum Þegar ég og góðvinur minn, Jó- hann G. Guðmundsson, síðar póst- meistari, áttum því láni að fagna fyrir 55 árum að gerast félagar í Karlakórnum Geysi á Akureyri, þótti okkur mikill vegsauki að því að fá að starfa með því mannvali, sem þar var fyrir. Við höfðum lengi dáð kór- inn en varla gert okkur vonir um að komast sjálfir í þann hóp. En það er sannast sagna, að þar var fyrir svo margt góðra raddmanna, að ég efast um að aðrir sambærilegir hafi fundist jafnmargir annarstaðar á ein- um og sama stað í landinu. Til þess að finna þessum orðum mínum stað ætla ég aðeins að nefna nokkur nöfn úr einni röddinni, fyrsta tenór. Þar voru meðal annarra eftirtaldir menn: Bræðurnir Gunnar Magnússon og Ólafur Magnússon, Gunnar Pálsson, Hreinn Pálsson, Bjarni Bjarnason, læknir, Siguijón Sæmundsson, Jó- hann O. Haraldsson, Haraldur Jóns- son og svo mætti áfram telja. Má þá ekki heldur gleyma þeim mannin- um, sem auk söngstjórnarinnar átti það til, ef mikið lá við, að taka hressi- lega undir með tenórnum, en sá maður var eldhuginn Ingimundur Árnason, sem hafði frábæra tenór- rödd auk þess eldmóðs, sem senni- lega olli mestu um gott gengi kórsins um áratugi. Elskulegar minningar vakna við upprifjun á kynnum við kórfélagana frá þessum tímum og þeim, sem á eftir komu. En tilefni þeirrar upprifj- unar að þessu sinni er fráfall Gunn- ars Magnússonar, sem er nýlátinn. Hann var einn af stofnendum Geysis árið 1922 og með honum er horfínn sá síðasti þeirra. Hann var um langt skeið ein af traustustu stoðum kórs- ins og bar þar margt til. Hann hafði undurfagra og þýða söngrödd, sem átti dijúgan þátt í því hversu mjúkur og ljúfur blær var jafnan yfir efstu rödd kórsins eins og enn má heyra á gömlum plötum. Ólafur bróðir hans stóð honum fast við hlið í þessu efni. Þeirra líkar verða vandfundnir aftur. En fyrir utan söngröddina var Gunn- ar afbragðsgóður félagsmaður og studdi kórinn á ýmsan annan hátt. Hann var traustur, drenglyndur og velviljaður að hveiju sem hann gekk, og ljúfmennska hans og glaðlyndi varð til þess að hann var hvarvetna vinsæll. Ég vil nú stikla á stóru um lífs- hlaup Gunnars. Hann fæddist í Kolls- staðagerði á Völlum, 30. júní 1901: Foreldrar hans voru Magnús Olafs- son og Guðrún Gunnarsdóttir, sem þar bjuggu en fluttu síðar að Val- þjófsstað og þar ólst Gunnar upp og dvaldi að mestu til fullorðinsára. Þegar hann var 17 ára fór hann til náms í Hvítárvallaskóla og síðan stundaði hann nám í Gagnfræðaskól- anum á Akureyri og lauk gagnfræða- prófi þaðan 1922. Stundaði hann næstu árin ýmis störf á Akureyri og víðar en settist síðan að á Akureyri árið 1925. Vann hann þar einkum við bifreiðaakstur framan af, en síðar réðst hann til Landssímans og starf- aði þar einkum við næturvörslu á símastöðinni á Akureyri. Árið 1927 gekk hann að eiga Ragnheiði Hann- esdóttur, ættaða frá Skagaströnd. Eignuðust þau eina dóttur, Erlu, sem búsett er í Reykjavík og á hún 2 dætur. Þau, Gunnar og Ragnheiður, slitu samvistir. En Gunnar kvæntist öðru sinni árið 1937. Seinni kona hans er Brynhildur Baldvinsdóttir frá Akureyri. Hún er dóttir Baldvins Jónssonar og Svövu Jónsdóttur, vel þekktra borgara á Akureyri. Var Svava alþekkt og vinsæl leikkona þar um fjölda ára. Gunnar og Brynhildur bjuggu á Akureyri og unnu bæði við Landssímann þar uns þau fluttu í Hveragerði árið 1944. Auk aðalstarfa síns á Akureyri sinnti Gunnar þeim félagsmálum, sem hann hafði áhuga fyrir. Hann tók mikinn þátt í söngstarfsemi í bænum, eins og fyrr er getið, en auk þess var hann mjög virkur í Leikfé- lagi Akureyrar. Lék hann þar fjöl- mörg hlutverk um margra ára skeið og var formaður félagsins lengi vel. Mun leikferill Gunnars hafa hafist með þátttöku hans í leikritinu Alt Heidelberg, sem Geysir og Leikfélag- ið settu á svið árið 1932, á 10 ára afmæli Geysis. Var sú uppfærsla lengi rómuð á Akureyri og þótti tak- ast mjög vel. Voru aðalleikendur þar Regína Þórðardóttir og Bjarni Bjarnason, læknir, og unnu þau hylli allra, sem leikinn sáu. Þegar til Hveragerðis kom hóf Gunnar störf í gróðurhúsarækt og gegndi þeim störfum lengst af meðan starfsorka leyfði. Eins og á Akureyri rækti hann þar sín hugðarefni og starfaði bæði í kirkjukór og við leik- list. Þau hjónin bjuggu í Hveragerði lengst af, ef frá eru talin 2 ár, sem þau bjuggu í Þorlákshöfn, en árið 1988 fluttu þau úr húsi sínu í Hvera- gerði í heimili aldraðra, Ás, og dvöldu þar síðan. Brynhildur og Gunnar áttu kjör- dóttiif, Dorothe, sem gift er Valdi-' stóra áhugamál. Það voru ekki margir leikirnir, sem hann lét fram hjá sér fara meðan hann var og hét. Skagamenn voru hans menn á knattspyrnuvellinum eins og gefur að skilja, en hann hafði líka taugar til Eyjamanna. Síðustu árin treysti hann sér ekki á völlinn og þótt hann fylgdist vel með því sem sagt var um leik- ina í fjölmiðlum, þótti honum trygg- ara að Fríða færi að sjá leikinn og kæmi heim með sannar fréttir af því sem þar hafði gerst. Runólfur og Fríða eignuðust tvo syni, Tómas og Jón, og hafa þeir báðir markað spor í íþróttasögu Akraness, hvor á sinn hátt. Runólfur átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu árin og dvaldi mestan þann tíma á heimili sínu. Fríða hugsaði vel um hann, eins og hún hafði alltaf gert. Sömu sögu má segja um syni þeirra, tengda- dætur, barnabörn, vini og ættingja. íþróttafólk á Akranesi á góðar minningar um Runólf og það stend- ur í mikilli þakkarskuld við hann. Það er mikil hamingja í því fólgin að kynnast slíkum manni, en þeim fer því miður fækkandi. Að leiðarlokum þakka ég Runólfi fyrir samstarf og vináttu til margra ára. Fríðu, sonum þeirra og öllum ættingjum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Runólfs Ólafssonar. Helgi Daníelsson mar Svavarssyni. Búa þau í Reykjavík og eiga 4 börn. Gunnar var ávallt heilsuhraustur maður þar til hann kenndi síns bana- meins svo að segja fáum dögum fyr- ir andlát sitt. Hann lést á Sjúkra- húsi Selfoss, 8. febrúar, og var jarð- settur í Fossvogskirkjugarði 14. fe- brúar. Þessar fátæklegu línur eru kveðja frá okkur, Gömlum Geysismönnum, sem minnumst sólskinsstundanna, sem við áttum með Gunnari, með söknuði og þökk. Við erum enn, gamlir karlarnir, að koma saman og reyna að raula okkur til skemmtunar, en lifum í þeirri von að síðar meir komum við allir saman aftur á öðrum vettvangi og getum þá tekið lagið á ný með meiri sönggleði en nokkru sinni fyrr. Brynhildi og öðrum venslamönn- um Gunnars sendum við hlýjar sam- úðarkveðjur. Akureyri 1991. F.h. Gamalla Geysismanna, Gísli Konráðsson. BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.