Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991 5 HAGLEIKSMENN A TRE hafa alla tíð verið eftirsóttir verkmenn meðal norrænna þjóða. Strax á víkingaöld bjuggu þeir yfir þeirri tækni að hita timbur, sveigja það og smíða haffær skip. Kynslóð fram af kynslóð hafa norrænir hagleiksmenn miðlað af reynslu sinni, við útskurð og skreytingar, þiljur og húsbyggingar. Nútíminn byggir á reynslu og verklagi þessara manna og enn er tréverkið ómissandi þáttur í húsbyggingum og innréttingum. Frá upphafl hefur BYKO lagt mikla áherslu á gott timburúrval og nú fæst allt fínna tréverk á einum stað, í HÓLF & GÓLF á neðri hæðinni í BYKO Breiddinni. Þar eru klæðningar, innréttingar, innihurðir og parket svo lítið eitt sé nefnt. í HÓLF & GÓLF er heimilissýning allt árið með innréttuðum hólfum og klæddum gólfum. Þar er bókstaflega allt fyrir heimilið. Þú fé og fyrirhöfn með því að fara á einn stað og fá þar allt sem þú þarft á að halda fyrir heimilið - í hólf og gólf. HÓLF & GÓLF BYKÖ B R E I D D I N N I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.