Morgunblaðið - 06.04.1991, Side 10
Jí>
.MORG.UWLAHD .LAUGARDAQUR. 6. .ARRÍL. ,1891
Samgönguráðherra:
Sætti mig ekki
við breytingar fjár-
veitinganefndar
STEINGRÍMUR J. Sigfússon samgönguráðherra, segist ekki
sætta sig við þær breytingar, sem fjárveitinganefnd hefur gert
við tillögur ráðuneytisins og Vita- og hafnarmálastofnunar um
skiptingu á 100 miHjónum króna til þeirra staða er verst urðu
úti þegar loðnan brást. Breytingarnar hafi verið gerðar án sam-
ráðs við hann og hans ráðuneyti og feli meðal annars í sér að
staðir, þar sem er engin loðnulöndun fái fjárhagsaðstoð.
Sagði Steingi'imur, að hann
hefði gert um það iillögu í þinglok
að komið yrði til mól s við þá staði
n landinu sem h.uðast hefðu orðið
úti vegna loðnulnvsls. Taldi hann
einfaldast að skoð.i hafnarfram-
kvæmdir í byggðarlögunum og
reyna að auka við |ia>r eða hraða.
„1 framhaldi af því varð til þessi
i illaga um 100 milljónir í lánsfjár-
lögum,“ sagði Steingrímur. „Ég
skrifaði síðan fjárveitinganefnd
og sendi inn tillögur um það frá
okkur í samgönguráðuneytinu
sem unnar voru af vita- og hafnar-
málastofnun um skiptingu á 75
millj. af þessum 100. millj. með
það í huga að eftir væri fjórðung-
ur til annarra málaflokka en
hafnarmála. Pjárveitinganefnd
hafði þá samband við okkur og
bað um tillögu okkar að skiptingu
á öllu saman. Þær sendum við inn
daginn fyrir fund fjárvetinga-
nefndar. Nefndin gerir síðan
ákveðanar breytingar á okkar til-
lögum sem ég verð að segja að
ég Iýsi undrun minni á. Þar er
skorið mjög harkalega niður fram-
lagi til ákveðinna staða og þar á
meðal staða sem við teljum að
hafí orðið hvað harðast úti vegna
loðnubrests. Raufarhöfn sem fékk
sára litla loðnu og við settum á 7
milljónir ákveða þeir að fái 2 millj-
ónir. Þeir fjármunir eru síðan
færðir yfir í hafnarframkvæmdir
annarsstaðar og það á stöðum
sem ekki er neinum loðnubresti
til að dreifa.“
Sagði Steingrímur að ef rökin
fyrir fjárveitingunum væri erfitt
atvinnuástand þá kæmu fjölmarg-
ir aðrir staðir en Ólafsfjörður,
Patreksfjörður eða Blönduós til
greina og minnti á Akureyir þar
sem atvinnuástand er erfitt auk
þess sem loðnubrestur kæmi þar
til. Hann gæti ekki sætt sig við
þá útreið sem staðir eins og Siglu-
fjörður, Raufarhöfn, Seyðisfjörður
og Neskaupsstaður fengju. „Ég
get ekki sætt mig við þessar
breytingar og fellst ekki á að
gera þær að mínum og lýsti þeirri
afstöðu minni í ríkisstjórninni,"
sagði hann. „Þar voru ekki gerðar
neinar athugasemdir við að ég
héldi áfram að reyna að ná framm
annarri niðurstöðu."
Formaður fjárveitinganefndar:
Viðbrögð sam-
göngnráðherra
koma á óvart
SIGHVATUR Björgvinsson formaður fjárveitinganefndar Al-
þingis, segir að viðbröðg Steingríms Sigfússonar samgönguráð-
herra við skiptingu fjárveitinganefndar á 100 miHjónum króna
sem samþykkt var að veita af lánsfjáráætlun til ákveðinna
bæjarfélaga, komi sér á óvart. í ræðu Páls Péturssonar form-
anns fjárhags- og viðskiptanefndar við afgreiðslu málsins á
Alþingi hafi komið fram að fénu ætti að verja til þeirra staða
sem orðið hefðu fyrir atvinnu- og loðnubresti og nefndi hann
þá sérstaklega höfnina á Blönduósi.
Sighvatur sagði, að sam- hveijar tölur aftan við án skýr-
gönguráðherra hafi í fyrstu sent inga.“
fjárveitinganefnd bráðabirgðatil- Enginn fulltrúi ráðuneytisins
lögur um skiptingu fjársins, þeg-
ar óljóst var hvenær kæmi til
þingrofa. Þær hafi hann síðan
dregið til baka og óskað eftir að
skoða þær betur. Var þá farið
fram á við það við fjármaálráð-
herra og ráðuneytisstjóra fjárma-
álráðuneytisins, að þær yrðu bet-
ur unnar og rökstuddar af ráðu-
neytinu.
Ákveði var að halda síðasta
fund fjarveitinganefndar eftir
páska og var haft samband við
fjármálaráðuneytið og sam-
gönguráðuneytið og ítrekaði að
ef að fjárveitinganefnd ætti að
afgreiða erindið þá yrðu þau að
koma fram á þeim fundi. „Þrátt
fyrir löglega boðaðann fund og
marg ítrekaðann kom Margrét
Frímannsdóttir, fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins ekki á fundinn og
sendi engin afboð eða mann í
sinn stað,“ sagði Sighvatur. „í
fundar lok barst boðsent bréf frá
samgönguráðuneytinu til
nefndarinnar, þar sem nefndir
voru nokkrir staðir án nokkurs
rökstuðnings og hengdar ein-
fylgdi málinu eftir með skýring-
um og fulltrúi fjármálaráðuneyt-
isins á fundinum hafði ekki séð
tillögumar. Þegar haft var sam-
band við fjármálaráðuneytið og
spurt um afstöð þess þá var svar-
ið, að þeir hefðu engin afskipti
af þessum tillögum og myndu
taka hvaða niðurstöð sem fjár-
veitinganefnd kæmist að. „Við
gegnum í þetta verk og kölluðum
til okkar vita- og hafnarmála-
stjóra," sagði Sighvatur. „Við
skoðuðum hveijar væru forsend-
ur þeirrar afgreiðslu, sem átti sér
stað á Alþingi við afgreiðslu láns-
fjárlaga og hún var sú að þessu
fé ætti að úthluta til fram-
kvæmda í byggðarlögum sem
hefðu orðið fyrir alvarlegum at-
vinnu- eða loðnubresti. Og þegar
greint er frá þessu á þingi í ræðu
formanns fjárhags- og viðskipta-
nefndar Páls Péturssonar, þá
nefndi hann fjórar hafnir sérstak-
lega til, sem ættu að fá aðstoð
með þessum hætti af þessu fé.
Meðal þessara hafna var Blöndu-
óshöfn.“
Eyþór Þorláksson, Trausti Thorberg og Sveinn Eyþórsson.
Hafnarborg:
Gítartríó á raðtónleikum
9. TÓNLEIKARNIR í tónleikaröð
sem Tónlistarskóli Hafnarfjarð-
ar og Hafnarborg standa sameig-
inlega að í Hafnarborg verða
sunnudaginn 7. april kl. 15.30.
Á tónleikunum kemur fram gít-
artríó skipað þeim Sveini Eyþórs-
syni, Eyþóri Þorlákssyni og Trausta
Thorberg og leika þeir verk eftir
m.a. Friðrik Bjarnason, Antonio
Lauro, F. Moreno, Torroba og E.
Granados.
Aðgangur er ókeypis.
Norræna húsið:
Bækur úr nor-
rænni bók-
bandskeppni
BÆKUR úr norrænu bókbands-
keppninni frá þvi í fyrra verður
opnuð í Norræna húsinu í dag og
stenur hún til 21. apríl. íslensku
þátttakendurnir fá afhent verð-
laun fyrir frammistöðu sína í
keppninni við þetta tækifæri.
Keppnin var haldin í Noregi í fyrra
og tóku sex íslendingar þátt í henni.
Árangurinn var góður og hrepptu
íslensku keppendurnir annað sætið,
á eftir Dönum, sem hafa ávallt orðið
hlutskarpastir.
Daninn Arne Moller Pedersen
kemur með sýninguna hingað, en
hann sigraði í þremur flokkum í
keppninni. Hann varð einnig stiga-
hæstur einstaklinga og telst því vera
„Bókbindari Norðurlanda". Ame
Moller sigraði í millimetrabandi,
pappírsbandi og sértingsbandi.
Bestum samanlögðum árangri ís-
lendinganna náði Sigþór Sigurðsson
en Ragnar G. Einarsson og Eggert
ísólfsson náðu öðru sæti, hvor í sín-
um flokki, Ragnar í millimetrabandi
og Eggert í pappírsbandi.
Sýningin verður opnuð í dag
klukkan 15 í Norræna húsinu og
verður opin til 21. apríl.
--------v ,i ■-----------------------—, .» ■ ■ ■ ---------------------------
DDDÍÖ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
í Gunnlaugs sögu ormstungu
viðurkennir Hrafn Önundarson
svik sín við söguhetjuna og seg-
ir, þegar honum eru borin á brýn
svikin:
„Satt er það, en það gekk
mér til þess, að eg ann þér eigi
faðmlagsins Helgu innar fögru.“
Þannig er til orða tekið. Menn
unna einhveijum einhvers eða
unna honum þess ekki. Hér á
alls ekki við sögnin að una, eins
og stundum heyrist í þessu sam-
bandi. Rangt mál væri því að
segja að einhver vilji ekki „una
öðrum“ einhvers.
Fyrri sögnin hefur undarlega
beygingu: unna, nút. ann, þát.
unni, og hef unnað eða unnt.
Mér er til dæmis ekki einhvers
unnt, ef ég öðlast það ekki eða
get ekki komið því til leiðar.
Sagnir, sem beygjast svona, eru
nefndar hinu mótsagnakennda
heiti núþálegar. Það er af því
að nútíðin, ann, er þvílíkust sem
hún væri þátíð sterkrar sagnar.
Sagt er að núþálegar sagnir
„myndi nútíð eins og sterkar
sagnir mynda þátíð“. Sumir orða
þetta svo að nútíð þeirra sé göm-
ul þátíð, og fer þá kannski hin
undarlega nafngift núþálegur
að skiljast eftir allt þetta stagl.
Sögnin að unna merkir tíðast
að elska eða þykja vænt um.
Segja lærðar bækur að af stofn-
inum, sem kemur fram í ann,
hafi í forneskju verið til nafnorð-
ið *anst. Þar á svo n-ið að hafa
fallið brott, en a-ið fengið þær
sárabætur (sjá næstsíðasta þátt)
að breytast í á, og er þá fullskap-
að nafnorðið ást.
Samsvarandi sjálfum nafn-
hættinum er að öllum líkindum
viðliðurinn -unn í mörgum kven-
heitum, svo sem Jórunn, Stein-
unn, Sæunn og Þórunn. Af því
er þá líka dregið nafnið Unnur,
sem ekki er aðeins kvenmanns-
nafn, heldur og Óðinsheiti, en
sá höfuðguð var einnig nefndur
Unnar. Það er ekki mjög fátítt
skírnarnafn um okkar daga.
Þá hefur mönnum hugsast að
seinni parturinn af öfund væri
þessu skyldur, enda væri öfund-
in ranghverfa ástarinnar.
Enda þótt sagnirnar að una
og unna séu líkar, hafa þær
mismunandi beygingu. Una er
veik: undi, unað. Ekki er sagt
í orðabók Ásgeirs Bl. Magnús-
sonar að þær séu af einum upp-
runa, þó keimlíkar séu í sjón og
að merkingu. Enginn vafi telst
vera á því, að una sé skyld orð-
um eins og vinur, unun, unað,
unaður, yndi, von,'vænn og
ósk.
Jón Á. Gissurarson í
Reykjavík sendir mér þetta góða
bréf:
„Hjálagt sendi ég þér messu-
söngsblað úr sóknarkirkju
minni. Á því sérðu að nafn frels-
ara vors er að nýju að fá þann
búning sem það löngum hefur
haft í máli voru og þú hefur
dyggilega stutt að svo mætti
áfram verða. [Á blaðinu stendur
meðal annars: „Víst ertu, Jesú,
kóngur klár“; innsk. umsjm.]
Þarna sérðu áhrif skrifa þinna,
þótt í smáu sé. Mætti þetta verða
þér hvatning að láta hvergi deig-
an síga. Ég veit að pistlar þínir
eru mörgum kærkomið lesefni
og hafa áhrif. (Raunar hefur kór
Hallgrímskirkju ætíð sungið svo
sem sr. Hallgrímur Pétursson
orti, enda ekki annað sönghæft.)
Ur því að ég hef sett blað í
vél, læt ég þetta fylgja: í þætti
um Ernest Hemingway sagði
þulur að bátur hefði verið heitinn
eftir Pálínu, konu Hemingways.
Var þó Pálína enn á lífi. Víðar
hef ég rekist á að menn rugla
að heita eftir eða í höfuð á.
í barnaþætti í útvarpi ræddi
stjórnandi um mórauða kú.
Voru mórauðar kýr nytháar í
Svarfaðardal á uppvaxtarárum
þínum?
Með bestu kveðjum.“
Með bestu þökkum til bréfrit-
ara svara ég síðustu spurning-
unni neitandi og sé raunar ekki
fyrir mér kú þá sem kölluð væri
mórauð.
Ég held að J.Á.G. geri alltof
mikið úr áhrifum þátta sem
þessara, þótt viðleitnina megi
583. þáttur
virða, og vænt þykir mér um
viðurkenningarorð hans og hans
líkra. Þá finnst mér gott að vita
til baráttubræðra fyrir því að
beygja orðið Jesús á sígildan
hátt.
★
Á misjöfnu þrífast börnin
best. Sigurður Sigurðsson í
Reykjavík skrifar mér á þessa
leið:
„Heiðraði umsjónarmaður.
Oft hef ég mér til raunar séð
í þáttum þínum vísnarusl sem
er víst kallað limrur, ættað úr
útlöndum, er mér sagt. Ég hef
hingað til látið kyrrt liggja, þótt
illa hafi verið ort, og hugsað sem
svo að þér og kunningjum þínum
mundi fara að leiðast þessi leir-
burður og yrði hann þá sjálf-
dauður.
En tilefni þess að ég get ekki
orða bundist er limra sú eftir
einhvern „Ungling utan“ sem
birtist í 581. þætti, en sá kveð-
skapur sæmir ekki þætti um
móðurmálið í höfuðblaði lands-
ins og er ekki til annars en stæla
krakka upp í að fara með sóða-
legt slangurmál.
Og vertu svo sæll.“
Ja, nú veit ég ekki alveg hvað
segja skal. Auðvitað er þetta
rétt hjá bréfritara um limruna
eftir Ungling utan. Hún er vond.
En um höfundinn er það að
segja, að hann er að æfa sig,
bera sig til að yrkja. Það fyrsta,
sem kom frá honum, var ekki
nothæft og það fyrsta, sem ég
birti eftir hann, var ósköp stirð-
legt og barnalegt. En mér finnst
hann hafi skánað í seinni tíð,
og þess vegna fyrirgaf ég honum
frumhlaupið síðast.
En um limrurnar yfirleitt er
það að segja, að þær eru birtar
í trausti þess að allir hafi ekki
einn smekk. Þær eru ætlaðar til
gamans eins, en engum til meins
eða mæðu. Þetta er ekki alvöru-
kveðskapur, en auðvitað fylgir
öllu gamni eitthvað af alvöru.
Ég endurbirti því:
Eg held lirarunnar brautir svo beinar,
að þar bíði ekki hindranir neinar,
en grátt er gaman
og gróft komið saman,
svo að guðhræddur almúginn kveinar.