Morgunblaðið - 06.04.1991, Page 12

Morgunblaðið - 06.04.1991, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991 Á 30 ára afmæli barnadeildar Landakotsspítala: Barnamia vegna er deildin til Börnin eiga að erfa landið er gjarnan sagt í hátíðarræðum. ís- lenskt þjóðfélag er hins vegar yfirleitt sniðið að þörfum þeirra sem ráða ríkjum, hinna fullorðnu, en ekki að þörfum barnanna eða erf- ingjanna. A þessu eru örfáar undantekningar og ein af þeim er barnadeild Landakotsspítala, þar sem lífið snýst um að koma veikum börnum til heilsu. Skilningur á að þarfir barna eru ekki þær sömu og fullorðinna er nauðsynlegur þeim sem starfa á barnadeild og einnig er þolininæði lykilatriði þegar samvinna barns getur skipt sköpum um árangur meðferðar. Morgunblaðið/Kristján Á leikstofunni, frá vinstri: Valdís Jóna, Eygló Rún og Guðný Rut. Barnadeild Landakots var vígð 12. janúar 1901 ng á því 30 ára afmæli um þessar mundir. Börn munu þó hafa lcgið á spítalanum allt frá stofnun Imns 1902, inni á stofum með fuTTorðnum, en um miðja öldina fengu börnin tvær stof- ur og var önnur fyrir stúlkur og hin fyrir drengi. Það voru systur af St. Jósefsreglunni sem stofnuðu Landakotsspítala og ráku allt til ársins 1976. Þær stunduðu hjúkr- unárstörf á öllum deildum spítalans en núorðið starfa aðeins tvær syst- ur á Landakoti og hvorug þeirra á barnadeildinni. Fyrsti barnalæknirinn var ráðinn á Landakot 1941 og yar það Krist- björn Tryggvason. Árið 1956 lét hann af störfum og við tók Björn Guðbrandsson. Nú starfa 4 sér- fræðingar í barnalækningum, hver á sínu sviði, við deildina ásamt sér- menntuðum hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, fóstrum, þroskaþjálf- urum, kennara og öðru aðstoðar- fólki. Eins og á öðrum sviðum læknis- og hjúkrunarfræði hafa orðið mikl- ar framfarir í barnalækningum og barnahjúkrun. Skilningur á ólíkum þörfum bama og fullorðinna hefur aukist og má þar nefna að áður fyrr voru heimsóknir foreldra til veikra bama á sjúkrahúsi álitnar óæskilegar og gera bömin óróleg og erfið. Nú hafa þessi viðhorf gjör- breyst. Foreldrum er velkomið og þeir hvattir til þess að dvelja sem mest hjá barni sínu og er það talið draga úr óæskilegum áhrifum sjúkrahússdvalar. Einnig hefur komið í ljós í könnun sem hjúkr- unarstjóm barnadeildarinnar stóð fyrir, að ef böm sem innkölluð eru á sjúkrahús vegna aðgerðar fá að koma í heimsókn á deildina fyrir innlögn þá dregur það úr kvíða þeirra. En framfarirnar og aukin þekk- ing hafa líka skilað sérhæfingu í meðferð barna sem og annars stað- ar í þjóðfélaginu. Á barnadeildinni gerir sérhæfingin mögulegt að veita markvissari meðferð en áður var hægt. Slíkt flýtir fyrir bata, fækkar legudögum og hjálpar þeim börnum og fjölskyldum sem þurfa að lifa við langvinna sjúkdóma. Barnadeildin hefur frá upphafi verið til húsa á 3ju hæð spítalans þar sem áður voru íbúðir St. Jósefs- systra. Húsnæði deildarinnar er því ekki hannað sem sjúkradeild hvað þá héldur með sérþarfir barnadeild- ar í huga. Nú eru 26 rúm á deild- inni og sjúklingarnir á aldrinum 8 daga til 16 ára. Hjúkrunin sífellt markvissari Á síðustu áram hefur hjúkran á barnadeild Landakots tekið miklum breytingum. Það gefur augaleið að verkefni hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eru óendanlega fjölbreytt þar sem skjólstæðingarnir eru allt frá ómálga 8 daga gömlum börnum til 16 ára unglinga auk þess sem ástæður innlagna eru mjögmargvís- legar. Alda Halldórsdóttir er hjúkrunar- ráðgjafi deildarinnar. „Segja má, í stuttu máli, að frá því upp úr 1982 hafi farið fram miklar breytingar á hjúkrun hér á barnadeildinni. Þá- verandi deildarstjóri, Auður Ragn- arsson, vann mikið að þeim málum ásamt öðrum. Niðurstaðan varð sú að nýta mismunandi áhugasvið og hæfileika starfsfólksins eins vel og mögulegt var til þess að bæta hjúkr- unina. Það gerðum við, eftir að mikil undirbúningsvinna hafði farið fram, með því að starfsfólkið skipti sér í faghópa sem tóku fyrir mis- munandi svið hjúkrunar. Hóparnir tóku fyrir hjúkrun barna með syk- ursýki, nýrnasjúkdóma, augnsjúk- dóma, um móttöku og hjúkrun bráðveikra barna, astma, hægðar- vandamál, leikmeðferð i hjúkrun og nú síðast krabbamein. Þátttakendur í hverjum hóp hafa síðan sérhæft sig í hjúkrun barna á sínu sviði. Hóparnir hafa tekið saman fræðslu- efni handa foreldrum og aðstand- endum barnanna og miðla einnig sérþekkingu sinni til annars starfs- fólks á deildinni. Nýtt starfsfólk á deildinni velur sér starfsvettvang innan síns áhug- asviðs og gengur til liðs við ein- hvern af hjúkranarhópunum. Eðli hjúkrunarstarfsins er þannig að þó þetta fyrirkomulag sé komið á munum við sífellt þurfa að endur- meta störf hópa og verkefnisstjóra og gera ráð fyrir þörf á nýjum hóp- um. Með þessu móti verður hjúkr- unin hnitmiðaðri og veitt af meira öryggi og þekkingu og það kemur börnunum til góða. Við köllum þetta að hverfa frá hóphjúkrun þar sem allir ganga jafnt í öll verk yfir í einstaklingshjúkrun," segir Alda. Gott fólk og góður starfsandi „Þessi deild hefur alltaf haft á að skipa einstaklega góðu starfs- fólki og haldist vel á því,“ sagði Steinunn Garðarsdóttir deildarstjóri barnadeildarinnar. „Vissulega valda þrengslin okkur oft miklum vandkvæðum en hvort það er ein- mitt vegna þrengslanna þá er starfsandinn hér mjög góður. Það er stefna okkar að foreldrar fái að dvelja hjá veikum börnum sínum, þá líður börnunum betur og stund- um er hér dýna við dýnu á gólfinu á bráðavöktum, bæði inni á stofum og á ganginum. Samt hefur það lagast fráþví sem var því árið 1989 gaf Thorvaldsens-félagið okkur inn- réttingar í foreldraherbergi sem segja má að sé í stöðugri notkun,“ sagði Steinunn. Snjólaug Sigurbjörnsdóttir er aðstoðardeildarstjóri og hefur lengi starfað með faghóp um móttöku og hjúkrun bráðveikra barna. „Á bráðavöktum er móttaka barna staðsett hér inni á deildinni þannig að allt starfsfólkið verður að geta sinnt þeim þætti starfsins. Börnum og aðstandendum finnst líka visst öryggi í að sama fólkið tekur á móti barninu og hjúkrar því síðan á deildinni. Við búum einnig svo vel, vegna aðstoðar Thorvaldsensfélagsins, að hafa gjörgæsluherbergi við hliðina á vakt starfsfólks. Þannig getur okkar vana fólk annast lífshættu- lega veik börn og við komumst hjá því að senda þau á gjörgæslu full- orðinna í langflestum tilfellum. Hvað varðar nýtt starfsfólk þá fær það skipulegan aðlögunartíma og auk þess er öllu starfsfólki reglu- lega boðið upp á fræðslufyrirlestra og námskeið því hér má enginn sofa á verðinum,“ sagði Snjólaug að lokum. Kennsla á barnadeildinni Það eru ekki bara foreldrar, börn og starfsfólk á barnadeildinni því hún gegnir hlutverki kennsluspít- ala. Læknanemar, hjúkrunarnemar og sjúkraliðanemar eru þar allt skólaárið auk fleiri nema sem stoppa stutt. Þröstur Laxdal, einn af fjórum læknum deildarinnar, er dósent í barnalækningum við Há- skóla íslands. „Það má segja að barnadeildin sé góður en strangur skóli. Stúdentar sjá margt á sínum stutta tíma hér, bæði er mikil breidd í aldri og þroska sjúklinganna fyrir utan gríðarlega fjölbreytni hvað varðar sjúkdóma. Sjúklingarnir geta oft ekki eða mjög óljóst tjáð sig um hvað amar að þeim, eða hvar þeim er illt og slíkt kallar á skarpskyggni og oft mjög skjót við- brögð starfsfólks. Reynslan sem læknanemar afla sér á barnadeild nýtist þeim vel hvar sem þeir koma til með að starfa,“ sagði Þröstur Laxdal að lokum. En börnin fá líka kennslu. Frá því 1981 hefur menntamálaráðu- nejdið rekið grunnskóla, með einni kennarastöðu, á barnadeildinni. Spítalaskóli hlýtur alltaf að vera öðruvísi skóli en venjulegur skóli. Börnin á spítalanum dvelja þar mis- lengi, flest stutt sem betur fer og þau eru misjafnlega á sig komin andlega og líkamlega bæði vegna mismunandi sjúkdóma og svo eru þau á öllum aldri. Markmið skólans á barnadeild- inni er að koma til móts við náms- þarfir hvers barns en ekki endilega á hefðbundinn hátt. Áhersla er lögð á sjálfstjáningu í myndsköpun, rit- gerðasmíð og samræðum. Kennari er Sigríður Björnsdóttir. Leikurinn getur læknað Leikur er börnum lífsnauðsynleg- ur. I gegnum leiki læra þau og fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Leik- urinn er veikum börnum því ekki síður mikilvægur en frískum enda hafa börnin á barnadeildinni að- gang að leikstofum þar sem hjúkr- unarfólk, fóstrur og þroskaþjálfar vinna með börnunum. Meðal þess sem Leikstofan býður upp á er spít- alahorn og eins og nafnið bendir til, þá er hægt að fara þar í spítala- leik og vera læknir eða hjúkrunar- fræðingur, skoða sprautur og annað sem veldur flestum börnum ótta að ógleymdum sársaukanum. Með þyí að skoða og leika sér að þessum hlutum minnkar óttinn og meðferð- in verður barninu auðveldari. Barnanna vegna Núverandi yfirlæknir barnadeild- arinnar er Sævar Halldórsson. „Á Landakoti er ein af 3 barnadeildum landsins, hinar eru barnadeild Hringsins á Landspítalanum og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Deildin hérna tekur bráðavakt að þriðjungi á móti barnadeild hrings- ins og koma á þeim vöktum hingað börn alls staðar að af landinu. Hvað varðar aðrar innlagnir gætir nokk- urrar sérhæfingar. Á Landakoti er eina augndeild landsins og því koma öll augnslys og augnsjúkdómar hingað. Aðrar sérhæfðar innlagnir eru t.d. börn með sykursýki eða önnur efnaskiptavandamál og einn- ig börn með ýmiss konar þroskafrá- vik. Á móti kemur að börn með brunasár fara alltaf á barnadeild Hringsins og einnig hefur hvítblæði verið meðhöndlað þar. Sem betur fer ná flest börn sem hingað leggjast inn fullri heilsu. Nokkur þeirra þurfa þó að læra að lifa við sjúkdóma sem hafa mikil áhrif á líf þeirra og ekki síður á líf allrar ijölskyldunnar. Þessi börn tengjast oft deildinni sterkum börn- um og við köllum þau stundum „okkar börn“. Þessir krakkar og foreldrar þeirra geta alltaf komið inn á deildina eða leitað ti! okkar burt séð frá öllum bráðavöktum. í hnotskurn má segja að barnadeildin er til barnanna vegna en ekki öfugt,“ sagði Sævar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.