Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991
TÍMARIT UM TÆKI OG TOMSTUNDIR
Hvergi hafa viðbrögðin við þess-
ari þróun nútímans orðið eins öflug
og innan Evrópubandalagsins. Árið
1992 verður kominn á sameiginlegur
markaður innan Evrópubandalags-
ins, að mestu laus við viðskiptahindr-
anir milli landa, sem mun bæta veru-
lega lífskjör íbúa svæðisins. Innan
Evrópubandalagsins er einnig að
finna lífvænlega vaxtarbrodda sam-
vinnu á sviði menntamála, menning-
armála, félagsmála og umhverfis-
mála, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Á næstu árum mun bandalagið einn-
ig, ef að líkum lætur, taka stór skref
í þá átt að efla samvinnuna á sviði
gjaldeyris- og peningamála annars
vegar, og utanríkis- og öryggismála
hins vegar.
Flest bendir ti! að samvinnan inn-
an Evrópubandalagsins muni halda
áfram að þróast næstu ár og ára-
tugi. Með hvaða hætti það verður
er hins vegar erfiðara að segja til
um. Hugsanlegt er að ríki banda-
lagsins aðlagist samstarfinu á mis-
jöfnum hraða, þannig að sum ríki
Borgarstjórn Reykjavíkur:
Fjallað um varðveislu sögu-
legra minja í Oskjuhlíð
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti samhljóða á fundi sín-
um á fimmtudag að fela um-
hverfismálaráði og menningar-
málanefnd að fjalla um tillögu
borgarfulltrúa Framsóknar-
flokksins um skráningu og varð-
veislu sögulegra minja í og við
Öskjuhlíð.
í tillögu borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins, Sigrúnar Magnús-
dóttur, var gert ráð fyrir að borgar-
minjaverði yrði falið í samráði við
embætti garðyrkjustjóra, að skrá-
setja og gera úttekt og lýsingu á
sögulegum minjum í og við Öskju-
hlíð. Uttektin ætti fyrst og fremst
að taka til minja frá hersetu Reykja-
víkur í seinni heimsstyijöldinni, svo
sem skotbyrgja og annarra hernað-
armannvirkja. Reynt yrði að meta
sögulegt gildi þessara minja og
kostnað við hreinsun og lagfæringu
þeirra.
Hulda Valtýsdóttir, formaður
menningarmálanefndar Reykjavík-
ur, sagði að þegar hefði verið hafin
skráning stríðsminja á flugvallar-
svæðinu og færi sú vinna fram á
vegum Árbæjarsafns. I tillögu Sigr-
únar væri beðið um ítarlegri úttekt
nánar yrði fjallað yrði um málið í
umhverfismálaráði borgarinnar og
menningarmálanefnd. Var tillaga
Huldu þar að lútandi samþykkt
samhljóða.
-------------------
á staarra svæði og væri því rétt að
Missti smur-
olíu í sjó
BILUN varð í vél norska flutn-
ingaskipsins Nordstraum þegar
það lét úr Reykjavíkurhöfn
skömmu eftir hádegi á miðviku-
dag. Eitthvert magn af smurolíu
fór í sjóinn við bilunina en starfs-
menn Reykjavíkurhafnar beittu
leysiefnum á flekk sem mynd-
aðist og rak inn í Rauðarárvík.
Skipið lestaði lýsi hér á landi og
varð að liggja fyrir akkerum til kl.
18 á fimmtudag, þegar viðgerð í
vél lauk. Skipið sigldi svo til Hafn-
arfjarðar þar sem lokið var að lesta
lýsi um borð í það.
Olíuflekk rak inn á Rauðarárvík
en hann var talinn fremur þunnur
og var horfinn í gær, aðsögn starfs-
manna Reykjavíkurhafnar.
Þ/\Ð TEKST AAEÐ . FLUG bíiarjeppar
• HEILSURÆKT
• HÁR OG FEGURÐ
• GERVIHNATTASJÓNVARP
• VIDEO
• ALLT í SAMA BLAÐI
• Á AÐEINS 290 KR.
FYRSTI
SIGUR
Evrópa
eftir GunnarHelga
Kristinsson
Hvert stefnir
Evrópubandalagið?
Evrópubandalagið er grundvallað
á þeirri hugsun að í sameiningu
geti ríki leyst ýmis vandamál betur
en þau gætu annars hvert fyrir sig.
Það endurspeglar þá þróun í nútím-
anum að ríki og samfélög eru í vax-
andi mæli háð hvert öðru. Ekkert
ríki kemst af án viðskipta við önnur
fönd og ekkert ríki getur aflað allrar
þeirrar þekkingar sem það þarf upp
á sitt einsdæmi. Ekkert ríki getur
leyst umhverfismál sín alfarið á eig-
in spýtur og öryggi í heiminum
snertir öll ríki jafnt á tímum kjarna-
vopna, svo nokkur dæmi séu tekin.
Alþjóðavæðingin er í raun eðlilegt
framhald iðnbyltingarinnar. Hún fel-
ur í sér að einstök þjóðríki verða
sífellt vanmáttugri í því að tryggja
borgurum sínum viðunandi lífsskil-
yrði nema í samstarfi við önnur ríki.
Gunnar Helgi Kristinsson
aðildarríkin fengjust við þau hvert
fyrir sig“.
Reglan felur í sér að valdafram-
sal aðildarríkjanna yfir á sameigin-
legan vettvang sambandsins skal
einungis eiga sér stað þegar hægt
er að sýna fram á að sameiginlegar
aðgerðir hafi ótvíræða kosti fram
yfir aðgerðir einstakra ríkja. Að
öðru leyti skal leitast við að leysa
sérhvert vandamál í lægstu mögu-
legu stjórnunareiningu.
Auðvitað myndi þessi regla ekki
fela í sér endalok stjórnmála innan
Evrópubandalagsins. Um það verða
alltaf skiptar skoðanir hvernig best
sé að leysa einstök mál. Samþykkt
hennár gerði hins vegar þá kröfu
til þeirra sem óskuðu eftir aðgerð-
um af hálfu sambandsins að þeir
grundvölluðu málflutning sinn á
hugmyndum um valddreifingu og
tækju fullt tillit til margbreytileik-
ans innan þess.
Kjarninn og jaðarsvæðin
Evrópusambandið verður ekki
nýtt ríki, heldur nýtt og öflugt form
alþjóðlegrar samvinnu. Það verður
hins vegar pólitísk og efnahagsleg
heild, samofin margvíslegum bönd-
um, sem verður leiðandi í flestum
efnum innan álfunnar. Ríki sem
standa utan sambandsins munu
ekkert síður en aðildarríki þess
þurfa að aðlaga sig þróuninni innan
þess, vegna þess hve háð þau verða
Evrópusambandinu. Þau munu hins
vegar ekki hafa áhrif á ákvarðana-
töku eða stefnumótun innan þess
eins og aðildarríkin. í þeim skiln-
ingi mun Evrópusambandið mynda
efnahagslegan og pólitískan kjarna
í Evrópu framtíðarinnar, ■ en Evr-
ópulönd utan sambandsins verða
áhrifalaus jaðarsvæði.
Höfundur er lektor í stjórn-
málafræði við félngsvísindadeild
Iíáskóla íslands.
ARNAR VALSTEINSSON
Á POLARIS 440 VANN
FYRSTA VÉLSLEÐAMÓT
ÁRSINS.
ÞÚ LEST UM HANN OG
FJÖLDA ANNARRA
VÉLSLEÐAKAPPA í
NÝJASTA 3T BLAÐINU,
12 AUKASÍÐUR UM
VÉLSLEÐAMENNSKU
Á næstu öld
KÍKTU svo
Á ÍSLANDSMÓT
* VÉLSLEÐAMANNA
í BLÁFJÖLLUM
UM HELGINA
IÚr flokki greina
háskólamanna þar
sem reifuð eru þjóð-
mál nú þegar kosn-
ingar fara í hönd.
bandalagsins geti riðið á vaðið, t.d.
á sviði peningamálasamvinnu eða á
sviði utanríkismálasamvinnu, en
önnur staðið utan við slíkt samband
þar til þau telja sig í stakk búin til
að vera með. Ymsir telja þó óráðlegt
að fara þessa leið vegna þess að það
myndi útvatna samvinnuna. Öll ríki
bandalagsins hafa hins vegar, allt
frá 1983, staðið saman um að mark-
mið bandalagsins sé að koma á Evr-
ópusambandi aðildarríkjanna.
Evr ópu samband
Ekki ríkir full eining um það inn-
an Evrópubandalagsins hvað Evr-
ópusamband felur í sér. Ekki virðist
þó óeðlilegt að líta á það sem eins
konar ríkjabandalag. í umræðum
innan Evrópubandalagsins hefur
verið gert ráð fyrir að Evrópusam-
band feli í sér að samvinnan á sviði
peningamála og utanríkismála verði
efld frá því sem nú er, og tengd
meira við stofnanir bandalagsins.
í desember síðastliðnum komu
saman tvær milliríkjaráðstefnur
bandalagsríkjanna til að ræða þær
breytingar á sáttmálum bandalags-
ins sem gera þyrfti til að þróa sam-
vinnuna á þessum sviðum. Fjallar
önnur um efnahags- og gjaldmiðils-
samband, en hin um pólitískt sam-
band. Vinnan á þessum ráðstefnum
er enn í gangi, og margt óljóst um
útkomuna. Nái þær markmiðum
sínum verður það stór áfangi fyrir
Evrópubandalagið. Efnahags- og
gjaldmiðilssamband gæti þýtt
stofnun Evrópsks seðlabanka, að
réttur ríkja til að breyta gengi gjald-
miðla sinna eða reka ríkissjóð með
halla yrði afnuminn og jafnvel með
tíð og tíma sameiginlegan evrópsk-
an gjaldmiðil. Pólitískt samband
gæti þýtt virkara hlutverk banda-
lagsins í utanríkis- og öryggismál-
um og hugsanlega sameiningu Evr-
ópubandalagsins og Vestur-Evr-
ópusambandsins, sem er varnar-
bandalag allra aðildarríkjanna
nema Danmerkur, Grikklands og
írlands. Ekki er hins vegar mjög
líklegt að Evrópubandalagið taki
að sér virkt hlutverk í varnarmálum
um fyrirsjáanlega framtíð.
Reglan um víkjandi
hlutverk bandalagsins
Á undanförnum árum hefur orðið
vart vaxandi stuðnings innan band-
alagsins við að festa beri í sáttmála
bandalagsins reglu um verkaskipt-
ingu bandalagsins og ríkisstjórna
þess. Þessi regla hefur á ensku hlot-
ið heitið „subsidiarity", sem ekki
er auðþýðanlegt á íslensku. Sumir
hafa viljað kalla þetta dreifræði,
aðrir regluna um stuðningshlutverk
bandalagsins.
Evrópuþingið hefur lýst þeim
vilja sínum að slík regla — sem enn
er ekki komin í sáttmála eða lög
bandalagsins — ætti að vera höfð
að leiðarljósi við uppbyggingu Evr-
ópusambands. í tillögum þingsins
er reglan útskýrð þannig að Evr-
ópusambandið skuli „einungis taka
að sér þau verkefni sem hægt er
að takast á við með áhrifameiri
hætti í sameiningu heldur en ef