Morgunblaðið - 06.04.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 06.04.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991 Tilbrigði við brúna heiði Myndlist Bragi Ásgeirsson Það telst með sanni frekar fá- gætur viðburður að staðið sé að markverðum listsýningum úti í landsbyggðinni, en er þeim mun gleðilegri þegar það er gert. Það er og hefur lengi verið til umhugsunar, að nær allir mikil- vægir viðburðir á myndlistarsviði skuli einangrast við höfuðborgar- svæðið, þrátt fyrir öll félagsheimil- in og veglegu skólana, sem risið hafa upp á undangengnum ára- tugum. Telst þetta ein hliðin á smæð okkar sem þjóðar, en er einnig gott dæmi þess að hugsa smátt. Veki listsýningin athygli í stór- borg erlendis, er algengt að ótal óskir berist víða að af landinu um að hún öll, eða einhver hluti henn- ar, verði sýndur þar. Ytra er margt svo miklu betur skipulagt og þar hugsa húsameistarar við hönnum félagsheimila og opinberra bygg- inga um það atriði, að myndir fari vel á veggjunum, lýsingin sé góð og að húsnæðið sé sveigjanlegt til breytinga. Eri hér er allt svo staðlað og óhagganlegt og geri menn athuga- semdir og vilji breytingar, kostar það málaferli, jafnvel hvað sér- hannaðar byggingar fyrir myndlist áhrærir! — Til þessa alls var listrýninum ósjálfrátt hugsað, er hann skoðaði sýningu á verkum Jóhanns Bríem í félagsheimilinu í Árnesi á dögun- um. Sýningin var opnuð á skírdag og lýkur nú um helgina og verður það að teljast full stuttur sýning- artími fyrir jafn merkan listvið- burð. Lítil sá ég ráð til að komast þangað við opnunina né síðar, en var svo fyrirvaralaust drifinn upp í bifreið og ekið þangað á miðviku- dag, og var það i senn óvænt og ánægjulegt. Sett hefur verið upp vönduð sýning þijátíu málverka og tólf vatnslitamynda eftir hinn merka málara í húsakynnum félagsheim- ilisins, og má fekar telja þetta kynningu á ferli hans en yfirlits- sýningu, enda leyfir húsnæðið slíka framkvæmd og er að auki viðamikið fyrirtæki. En vel er að sýningunni staðið og margt athyglisverðra verka á henni m.a. nokkur lykilhlutverk og mega þeir sem að framkvæmd- inni stóðu una vel við sinn hlut. Gefin hefur verið út lítil en hand- hæg sýningarskrá með ýmum upp- lýsingum um listamanninn og tveim litmyndum og telst það dýr- mæt heimild um framkvæmdina. Ekki hef ég tök á að skrifa umfangsmikið mál um sýninguna og verður þessi pistill fyrst og fremst í formi hugleiðinga og svo hef ég nýverið ritað um Jóhann hér í blaðið, auk margra greina um einstakar sýningar á verkum hans. Fyrst og fremst vil ég koma því að hve hrifinn ég er af fram- kvæmdinni og hve mikill andlegur og menningarlegur búhnykkur hún er fyrir- sveitina. Jóhann Briem er fæddur og uppalinn í nágrenninu, eða nánar tiltekið á Stóra Núpi 17. júlí 1907, en lést í Reykjavík í febrúarbyijun á þessu ári. Einmitt það að sýningin er sett upp á heimaslóðum iistamannsins, gefur henni aukið vægi, því að nú gefst tækifæri til að sjá myndverk- in í því umhverfi sem hafði svo varanleg áhrif á hann og fylgdi honum í myndum hans allan hans listaferil. Sjálfur lét Jóhann svo um mælt í blaðaviðtali fyrir röskum þrem áratugum: „Út um gluggann á bernskuheimili mínu sé ég brúna heiði. Ég hafði hana daglega fyrir augunum í uppvexti. Alla tið hefur þessi brúna heiði sótt að mér þeg- ar ég mála og hún er í flestum myndum mínum.“ Þetta em sannmæli og í um- hverfi Stóra Núps, t.d. í kringum kirkjuna, sér í ýmis kennileiti list- ar hans, sem hann umformaði og umskóp og gerði að safaríkri myndlist, — jafnan með einfald- leikann að leiðarljósi. _En skyldi ekki einnig einfald- le’ikinn í sálmum föðurafa hans séra Valdimars Briems prests og sálmaskálds frá Grand í Eyjafirði (1848-1930) hafa haft djúpstæð áhrif á þankagang hans? Eins og t.d. þau erindi sem le- truð eru á minningarsúlunni um hann í garðinum: „Einn geisli iýst upp getur myrkan klefa/ einn gneisti kveikt í heilum birkikmdi/ einn dropi vatns sér dreift um víð- an geiminn. Ein hugsun getur burt rýnt öllum efa/ eitt orð í tíma vakið sál af blundi/ einn dropi líkn- ar drottins frelsað heimin.“ Er til betri lýsing á málverkum Jóhanns Briem, en sem flest í þess- um fáu, hnitmiðuðu og kjarnmiklu línum? Listrýnirinn fer eiginlega hjá sér er hann sér hve miklu er hægt að koma til skila í fáum lín- um, og þetta er dýpri speki en nokkur fagleg umfjöllun. Alla vega missir hann alla löngun til að fjalla sérstaklega um myndirn- ar í Árnesi því það telst um leið hafa verið gert. Einungis vill hann hvetja sem flesta til að nýta sér tækifærið og gera sér ferð að Árnesi og njóta mikillar listar í fögru umhverfi og til blessunar er, að prýðilegar veit- ingar eru á staðnum. Þetta var skemmtileg ferð aust- ur, hvikul birta, dýr ljósmögn og fegurð yfir og í landinu, en heim- ferðin hálf kuldaleg með votti af skafrenningi er á köflum byrgði fyrir útsýni. Mér varð þá með tregá hugsað til þess upp á Hellisheiði, að horf- in er Skíðaskálinn í Hveradölum, horfnir eru hinir fornu áningar- staðir Lögberg og Kolviðarhóll svo að ekki sér í neinar menjar og eru þetta allt dapurlegar staðreyndir. Horfinn er málarinn snjalli Jóhann Briem, en list hans lifir og mun auka þjóð hans gleði og lífsmögn um langa framtíð. Mislitar kýr, olía á léreft, 1966. Island - ______Myndlist_________ EiríkurÞorláksson Oft gerist það þegar vart verður nýjunga og þróunar í verkum ein- stakra listamanna að listunnendur jafnt sem gagnrýnendur leggjast í miklar vangaveltur. Fyrsta spumingin er venjulega hvað hafi orsakað breytingarnar; síðan þarf að greina hvernig þær lýsa sér, og ioks er það erfiðasta viðfangs- efnið, að meta hvort hér sé um að ræða skref fram á við í list- ferli viðkomandi, eða einfaldlega hliðarspor, sem best sé að gleym- ist fljótt. Gestum á sýningunni sem nú stendur í Listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti verður strax ljóst, að það hafa orðið miklar breyting- ar á list Sverris Ólafssonar frá því hann hélt síðast einkasýningu hér á landi. Og orsakir þeirra breyt- inga eru augljósar í verkunum, , auk þess sem listamaðurinn hefur rakið þær í viðtölum í fjölmiðlum Mexíkó í sambandi við þessa sýningu. í lok síðasta árs dvaldi hann um tíma í Mexíkó í boði Listasafns Háskóla Mexíkóborgar, og tók þátt í alþjóð- legum samsýningum þar. Sverrir hefur kynnst landi og þjóð, listum og menningu, og áhrifin eru að koma í ljós í verkum hans. Mexíkó á sér merka og mikil- væga myndlistarsögu. Nokkrir heimskunnir listamenn á 20. öld hafa komið þaðan, og ber þar hæst Diego Rivera; en mest munar þó um þann menningararf, einkum á sviði byggingarlistar, sem forn- þjóðirnar höfðu skilið eftir fyrir komu Evrópumanna til landsins á 16. öld, og hafa verið sérkenni landsins alla tíð síðan. Þessi arfur kemur ríkulega fram í list frá allri Mið-Ameríku, og hefur greinilega haft talsverð áhrif á Sverri; pýr- amídar og myndgerð Azteka kem- ur vel fram í sumum verkanna á sýningunni. Höggmyndirnar sem Sverrir hefur sett upp í Nýhöfn eru allar Sverrir Ólafsson: Jarðarmóðir. 1991. úr stáli, ýmist málaðar í sterkum, slitþolnum litum eða ryðlitaðar; sem fyrr er fagleg vinna og frá- gangur hnökralaus. Á síðustu einkasýningu listamannsins (Kjarvalsstöðum 1988) voru verk- in steypt úr pottjámi eða gerð úr málmþynnum, sem voru málaðar með þeim ímyndum, sem hafa ein- kennt list Sverris til þessa; við- fangsefnið var oftar en ekki mann- leg sambönd og þar með mannleg- ur breyskleiki. Nú eru verkin hins vegar efnismeiri, sterkari og fastari fyrir; alþjóðaorðið „monu- mental“ kemur upp í hugann. Viðfangsefnin eru líka að nokkru leyti önnur. „Hundrað ára einsemd (nr. 4) og „Fáránleikans far (nr. 5) eru sterkar tilvísanir í þá ein- angrun, sem getur falist í því að ná á toppinn, „að krækja sér í þægilegt sæti — sem um leið krefst góðs jafnvægis, því slíkar stöður eru í eðli sínu fallvaltar, eins og verkin bera með sér. Þrífættir stól- ar eru ekki það traustasta sæti sem menn geta hugsað sér, þó þeir geti verið skrautlegir að ytra sín örlög, heldur eru þær settar á stall, þeim ýtt áfram eða þær dregnar í gegnum lífið af öflum sem þær ráða ekki við — sem er þá að líkindum hið lífseiga karla- veldi. Þessi undirtónn er nú sterk- ari en oft áður í verkum Sverris, og kann það þjóðfélagsmynstur sem hann sá í Mexíkó að hafa átt sinn þátt í því. Það kann sumum að þykja þessi umbreyting í verkum Sverris vera nokkuð mikil í einu, en hún er í sjálfu sér eðlileg. Fyrstu áhrif eru ætíð sterkust, og síðan tekur nokkurn tíma að vinna úr þeim og vega þau og meta. Því er of snemmt að segja til um hvort hér er á ferðinni spor fram á við eða skref til hliðar; um það verður framhaldið að vitna. Hins vegar er ljóst að það hafa orðjð kafla- borði. Sem fyrr er kvenímyndin—.skipti í verkum Sverris Olafsson- Sverri hugleikin, en nú á annan hátt en áður. Nú er það ekki freist- arinn og ástmeyjan sem ráða ríkj- um (svo vitnað sé í kvenmyndir Edvards Munch), heldur móðirin, goðsögnin. Það er reisn yfir þess- um ímyndum, en um leið umkomu- leysi; þær eru ekki sjálfráðar um ar, og allar líkur á að framundan sé gróskutími hér heima og erlend- is. Því er vert að benda fólki á að skoða sýninguna nú til að átta sig á þeim breytingum, sem eru að geijast. Sýningu Sverris í Listasalnum Nýhöfn lýkur 10. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.