Morgunblaðið - 06.04.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAL'QAKUAGl.'H 6. APRÍL 1991
27
Samningar við Evrópubandalagið:
Forustumenn flestra flokka
vilja þjóðaratkvæðagreiðslu
Forustumenn flestra stjórnmálaflokka eru sammála þeirri skoðun
Davíðs Oddssonar formanns Sjálfstæðisflokksins að ef samningar við
Evrópubandalagið komist á það stig að spurning sé orðin um beina
aðild, eigi að bera það undir þjóðina alla. Formaður Alþýðubandalags-
ins segir sjálfsagt að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslu. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir oddamaður Kvennalistans í Reykjavík segir sjálfgefið að
bera slíkt mál undir þjóðina. Árni Steinar Jóhannsson efsti maður
Þjóðarflokksins/Flokks mannsins á Norðurlandi eystra segir að þjóðar-
atkvæðagreiðslur um sem flest mál séu á stefnuskrá flokkanna. Júlíus
Sólnes formaður Borgaraflokksins segir þó að þessi umræða sé ekki
tímabær og Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins vildi
ekki tjá sig um ummmæli Davíðs Oddssonar.
„EF þau öfl innan Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins, sem
nú þegar hafa lýst því yfir að þau
vilji ganga í Evrópubandalagið,
næðu hér yfirhöndinni og það ótrú-
lega gerðist, að meirihluti yrði á
Alþingi fyrir slíku afsali sjálfstæðis,
er hárrétt að bera það undir þjóðar-
atkvæði," segir Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins.
Ólafur sagðistvera algerlega and-
vígur inngöngu íslands í EB. „í því
fælist stórkostlegasta skerðing á
sjálfstæði íslendinga síðan við vorum
nýlenda Dana. Sjálfstæðisbarátta
feðra okkar og mæðra var ekki háð
til að okkur yrði stjórnað frá Bruss-
el,“ sagði hann.
Ólafur sagði að lýðveldisstofnunin
hefði verið borin undir þjóðina og
samþykkt með nær 100% atkvæða.
„Þegar verið væri að fórna stærstum
hluta^ árangursins í sjálfstæðisbar-
áttu íslendinga með inngöngu í EB
yrði þjóðin auðvitað að fá að kveða
upp sinn dóm um það Ég ætla hins
vegar að vona að aldrei komi til slíkr-
ar atkvæðagreiðslu og aldrei verði
meirihluti á Alþingi, sem sé svo
skammsýnn, að vilja fórna því dýr-
mætasta sem sjálfstæðisbaráttan
færði okkur. Ég vil gera samninga
við EB um menningu, menntun,
verslun og viðskipti og að við verðum
hluti af þeirri viðskiptaheild sem
hefur verið að þróast í Evrópu. En
Evrópubandalagið er ekki bandalag
heldur er það að verða að nýju stór-
ríki með sameiginlegu þingi, ríkis-
stjórn _ og embættismannastétt,"
sagði Ólafur.
Umræða um þjóðaratkvæða-
greiðslu ótímabær
„ÉG sé ekki að það sé nein þörf
fyrir að fara að tala um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um aðild að EB á
þessu stigi málsins, og ég tel að
þessi spurning sem Davíð er að tala
um þarna komi ekki til álita fyrr en
í fyrsta lagi um aldamót," sagði
Júlíus Sólnes, formaður Borgara-
flokksins.
„Ég og mínir samheijar höfum
talið sjálfsagt og eðlilegt að reyna
til þrautar að ná þessum samningum
um evrópskt efnahagssvæði, serm
við teljum vænlegan kost, en það
er ekkert í pottinum að svo stöddu,
sem segir að það komi til greina að
við gerumst aðildarríki í EB á meðan
þeirra fiskveiðistefna er óbreytt. Við
útilokum auðvitað ekki hvað gerist
í framtíðinni, en ég tel að það líði
fram yfir aldamót áður en sú spurn-
ing gerist kannski áleitin hvort við
í raun förum inn í Evrópubandalag-
ið, og við þurfum lítið að hafa
áhyggjur af því þangað til. Þá kann
hins vegar allt dæmið að hafa breyst
þannig að þá þyki það bara eðlilegt
og sjálfsagt að fara inn í EB, en á
þessari stundu finnst okkur ekkert
mæla með því að við tengjumst EB
sem aðildarríki," sagði Júlíus.
Þjóðaratkvæði er okkar stefna
„ÞAÐ er á stefnuskrá okkar að
allar ákvarðanir um aðild að banda-
lögum verði bornar undir þjóðarat-
kvæði. Við teljum að það henti ekki
íslendingum að ganga í Evrópu-
bandalagið en úrsögn eða aðild að
öllum bandalögum á að fara undir
þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Árni
Steinar Jóhannsson, efsti maður á
lista Þjóðarflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra.
„Við teljum að sérstaða Islands
sé það mikil að aðild samrýmist ekki
hagsmunum okkar. Við eigum að
stunda verslun og viðskipti við aðrar
þjóðir á eins hagstæðan hátt og
unnt er.
Ég tel að þessi bandalög leiði allt-
af til miðstýringar og að árið 2010
til 2030 muni menn slíta sig undan
miðstýringarvaldinu í Brussel um
alla Évrópu. Hagræðingin við sam-
einingu gengur kannski í einn til tvo
áratugi en síðan koma stöðnunarein-
kenni og hnignun sem leiða til þess
að bandalög af þessu tagi leysast
upp.
Sagði hann það stefnu Þjóðar-
flokksins að skapa mannlegra sam-
félag á grundvelli smæðarinnar.
„Það er í litlum og meðalstórum
fyrirtækjum sem framsæknustu
hugmyndirnar í framleiðslu og hug-
viti verða til,“ sagði Árni.
Sjálfgefið að fram fari
þj óðaratkvæðagreiðsla
„EF Alþingi samþykkir að gengið
verði í Evrópubandalagið er alveg
sjálfgefið að bera það mál undir þjóð-
ina. Það felst ákveðið framsal á full-
veldi í inngöngu í EB og mér finnst
Alþingi alls ekki geta ákveðið það
án þess að þjóðin fái að segja álit
sitt,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, efsti frambjóðandi Kvenna-
listans í Reýkjavík.
Ingibjörg sagði það afdráttarlausa
stefnu Kvennalistans að íslendingar
ættu ekki að sækja eftir aðild að
EB. „Ástæðurnar em margar, meðal
annars sú hve bandalagið er mið-
stýrt og ólýðræðislegt. Það má
margt breytast áður en við getum
séð að aðild að EB þjóni hagsmunum
íslendinga.
Ég tel aðeins stigsmun en ekki
eðlismun á evrópska efnahagssvæð-
inu og Evrópúbandalaginu sjálfu og
að í samningunum um evrópska
efnahagssvæðið felist í rauninni að-
lögun að EB. Þjóðin hefur afskap-
lega lítið verið upplýst um hvað felst
í samningunum og ég verð vör við
það á vinnustöðum að fólk gerir sér
enga grein fyrir um hvað verið er
að semja í samningaviðræðunum við
EB um evrópska efnahagssvæðið.
Það fínnst mér hættulegt," sagði
Ingibjörg.
Gullveig Sæmundsdóttir ritstjóri Nýs lífs, Frederic Dlick frá skri-
stofu Elite í París sem útnefndi sigurvegarann, Hrönn Johannsen,
Andrea Róbertsdóttir og Hjördís Árnadóttir.
Elite-keppnin:
Hrönn Johannsen hlaut
titilinn „Útlit ársins“
Hrönn Johannsen, sextán ára gömul stúlka úr Borgarnesi, sigraði
í Elite-keppninni sem haldin var á veitingastaðnum Ömmu Iú í fyrra-
kvöld og hlaut þar með titilinn „Utlit ársins 1991.“ Tveimur öðrum
stúlkum, þeim Andreu Róbertsdóttur og Hjördísi Árnadóttur var
einnig boðið að spreyta sig. Tímaritið Nýtt líf er umboðsaðili keppn-
innar hérlendis en hefur fengið samtökin Icelandic Models til liðs
við sig.
Hrönn mun halda til New York
næsta haust ásamt fulltrúa frá
Nýju lífi eða Icelandic Models, þar
sem hún tekur þátt fyrir í keppn-
inni um titilinn „Look of the Year
1991“ ásamt 40 öðrum stúlkum.
Sigurvegarinn í New York hlýtur
starfssamning við Elite sem hljóðar
upp á 8.600.000 krónur.
Þær Andrea og Hjördís munu að
öllum líkindum fá tækifæri til þess
að reyna fyrir sér í París eða Mílanó.
Stefnubreyting í al-
menningsíþróttum
Stefnubreyting varðandi almenningsíþróttir og endurskoðun á kenn-
aramenntun íþróttakennara eru tveir stórir þættir í skýrslu um íþrótta-,
æskulýðs- og tómstundastefnu til
menntamálaráðuneytisins kynnti á
Tilgangurinn með skýrslunni er
að marka stefnu fyrir starfsmenn
menntamálaráðuneytisins yarðandi
íþróttamál. Ráðuneytið telur þetta
mikilvægt verkefni þar sem ný verk-
askipting ríkis og bæja hefur breytt
þeim verkefnum sem ríkið hefur haft
með höndum.
í skýrslunni er fjallað um endur-
skipulagninu á íþróttalögum, en þau
eru ein elstu lög sem menntamála-
ráðuneytið vinnur eftir. Þar kemur
ársins 2000, sem nefnd á vegum
blaðamannafundi í gær.
einnig fram að nú er verið að endur-
skoða menntun íþróttakennara, og
nauðsyn á að endurskoða reglur sem
í gildi eru um afreksmannasjóð
íþróttasambands íslands. Þá er einn-
ig fjallað um alþjóðlegt samstarf og
loks lögð áhersla á nauðsyn aukinna
rannsókna á íþróttum á íslandi og
þá sérstaklega möguleika á því að
Islendingar verði þátttakendur í al-
þjóðlegum verkefnum, t.d. á vegum
Evrópuráðsins.
ENN FULLKOMNARI...
...ENN BETRA VERÐ
Glæsilegur staðalbúnaður m.a.:
Vökvastýri, rafdrifnar rúður
fjarstýrðar samlæsingar
o.fl.ofl. ...
Verð frá 1.080 þús st.gr. (5 dyra).
SYNING UM HELGINA:
LAUGARDAG KL. 10.00 -17.00
SUNNUDAG KL. 13.00 -17.00
Lagmula 5. simi 681555