Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 31
beld-
javík
lögreglan í Reykjavík hafði afskipti
af ofangreind ár er sem hér segir:
1989 samtals 410 mál, þar af send
til RLR 44 mál, 1990 samtals 464
mál, þar af send RLR 41 mál.
Aukning tilkynntra mála eða mála
sem lögregla kemur að á eftirlits-
ferðum milli áranna 1989 og 1990
er um 13% sem tekur eingöngu til
minni háttar líkamsmeiðsla, en
fækkun er á alvarlegri málum um
7%, þ.e. þeirra sem send eru til
RLR. Ránum sem kærð voru til lög-
reglunnar í Reykjavík og sem voru
send RLR til meðferðar, fækkaði úr
20 árið 1989 í 12 árið 1990.
Rannsókn RLR nær til mála á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, þ.e. auk
löggæslusvæðis lögreglunnar í
Reykjavík, til Kópavogs og Hafnar-
ijarðar, eða eftir atvikum hvar sem
er á landinu. Samkvæmt upplýsing-
um frá RLR sundurliðast líkams-
meiðingar og manndráp í saman-
burði áranna 1989 og 1990 þannig:
Rannsóknarlögregla ríkisins
1989 1990
Manndráp • 2 (tilr.) 1
Líkamsmeiðingar meiri 11 6
Líkarasmeiðingarminni 42 32
Líkamsárás ' 59 59
Rán 20 18
Viðmiðun varðandi það hvort mál
sé sent RLR eða afgreitt hjá staðar-
lögreglu, er beinbrot eða ámóta alvar-
leg meiðsli. Einnig ef um grófa árás
er að ræða þótt meiðsli séu minni,
svo sem ef vopnum eða bareflum er
beitt eða að öðru leyti að árás er gróf.
Meirihluti þeirra mála sem ekki
eru send RLR eru mjög smávægileg
bæði að því er tekur til meiðsla og
verknaðar og oftast er um að ræða
átök drukkins fólks í framhaldi af
deilum.
Samkvæmt ofangreindu fækkar
flölda meiri háttar líkamsárása um
nær helming á árinu 1990 frá árinu
1989 og eins fækkaði ránum. Reynd-
ar á þessi fækkun ekki bara við varð-
andi árið 1989 heldur einnig fyrri ár.
Tíðni manndrápa á íslandi síðustu 30
árin hefur verið nokkuð svipuð með
hækkun á árunum 1970 til 1980 en
farið lækkandi síðan. Hins vegar hafa
verið framin tvö morð í Reykjavík það
sem af er þessu ári á móti einu morði
á öllu síðasta ári. Könnun þarf að
fara fram á tíðni og eðli alvarlegri
ofbeldisverka svo sem með að reyna
að fá skýringu á fækkun alvarlegra
ofbeldisverka á síðasta ári sem þá
væri hægt að notfæra sér í barátt-
unni gegn ofbeldinu. Eins þarf að
skoða hvert eitt og einasta meirihátt-
ar ofbeldisverk sem framið er með
Morgunblaðið/Sverrir
tónleikana í Kristskirkju á sunnudag.
framkvæmdastjórn, fínna nótur og
nótnastatíf og kynna tónleikanna."
i itt —
■MORGHNBLAÐIÐ . LAUGARÐAGU.R fi.i APRIL1991
Í4
Gumundur Guðjónsson
„Samkvæmt ofan-
greindu fækkar meiri
háttar líkamsárásum um
nær helming á árinu
1990 frá árinu 1989 og
eins fækkaði ránum.
Reyndar á þessi fækkun
ekki bara við varðandi
árið 1989 heldur einnig
fyrri ár. Tíðni mann-
drápa á Islandi síðustu
30 árin hefur verið
nokkuð svipuð með
hækkun á árunum 1970
til 1980 en farið lækk-
andi síðan.“
tilliti til orsaka þess og reyna að leita
leiða til að slíkt endurtaki sig ekki.
Við mat á framangreindu er nauð-
synlegt að hafa í huga að á föstu-
dags- og laugardagskvöldum eru á
milli 10 og 15 þúsund manns að
skemmta sér á veitingastöðum í
Reykjavík hvort kvöldið.
Líklegar ástæður fyrir fjölgun
lögregluskýrslna um minni háttar
líkamsmeiðsl virðast vera:
a) Um áramótin 1989/1990 fékk
lögreglan í Reykjavík aukna fjárveit-
ingu sem hafði það í för með sér að
fjöldi lögreglumanna sem voru við
störf í miðborg Reykjavíkur var tvö-
faldaður. Með auknu eftirliti urðu
afskipti lögreglunnar meiri af slags-
málum og líkamsárásum, þar sem
lögreglan kom oftar og fyrr að slíkum
málum á eftirlitsferðum en áður og
oftar náðist til árásar- eða slagsmála-
aðila.
b) Aukin umræða um líkamsárásir
ýtir frekar undir að kærur séu lagðar
fram eða kallað á lögreglu, sérstak-
lega í minni háttar málum.
c) Aukin umræða um ofbeldisverk
getur kallað fram fleiri ofbeldisverk
þar sem hún virkar sem aðdráttarafl
fyrir ofbeldisseggi sem jafnvel gang-
ast upp við umfjöllunina.
d) Að órannsökuðu máli virðast
vínveitingahúsin tengjast meira
slagsmálum og ofbeldismálum en
áður. Velta má eftirfarandi fyrir sér:
1. Hvaða áhrif hefur það haft að bjór
var lögleyfður á íslandi?
2. Er t.d. auðveldara fyrir unglinga
að verða sér úti um bjór en sterkt
vín og fleiri og jafnframt yngri
neytendur en áður? Ef aldur þeirra
sem áfengis byija að neyta er að
færast niður er það verulegt
áhyggjuefni. Má í því sambandi
nefna að eftir því sem unglingar
byija fyrr að neyta áfengis aukast
líkurnar á því að þeir ánetjist fíkni-
efnum enda er áfengisneysla
fyrsta þrepið að alvarlegri vímu-
gjöfum, þ.e.a.s. fíkniefnunum —
þaðan halda þeir síðan út í alvar-
legri efni, þ.e.a.s. fíkniefnaneysl-
una. Nánast enginn byijar á fíkni-
efnaneyslu sem sínum fyrsta
vímugjafa.
3. Bendir sú mikla fjölgun vínveiting-
astaða að undanförnu til þess að
fólk sæki meira þessa staði en
áður og að það leiái til aukinnar
áfengisneyslu?
4. Er bjór ódýrara áfengi en sterkt
vín í útsölu á veitingastað og eyk-
ur þannig hugsanlega áfeng-
isneysluna?
5. Hefur heildaráfengismagn á hvern
íbúa aukist undanfarin ár? Ef svo
er hvaða áhrif getur það haft með
hliðsjón af rannsóknum varðandi
tengsl áfengisneyslu og ofbeldis-
verka?
Mikil umræða hefur orðið vegna
aukningar á „líkamsárásum" og
þvi rétt að hugleiða þau tilvik frek-
ar, enda ekkert sem beinlínis segir
okkur að slíkum málum hafi fjölg-
að þótt svo að fólk slasist í átökum.
Ekki er t.d. hægt að kalla tusk
milli tveggja manna líkamsárás
þótt svo að annar þeirra fái blóðn-
asir. Umræðan eins og hún er í
dag gerir þarna engan greinarmun
á og í fjölmiðlum er slíku gjarnan
slegið upp sem líkamsárás.
Líkamsmeiðsl í mars 1991
Þegar tilvikin 1991 eru skoðuð
kemur í ljós að 38 þeirra eru minni-
háttar og allflest þeirra mjög smá-
vægileg (blóðnasir, skurður, mar og
eymsli) og jafnvel í nokkrum tilfellum
engin meiðsli. Flestöll eru að ein-
hveiju leyti tengd ölvun og byija með
deilum eða eru að öðru leyti tilviljun-
arkennt.
Sundurliðun eftir staðsetningu at-
burðar í mars. ()= Alvarlegri
meiðsl inál send RLR.
Innan eða utandyra vínveitingahúsa
(Milli miðnættis og 04.00 um helgar)
Við skyndibitastaði
(Milli miðnættis og 04.00 um helgar)
I heimahúsum
(A ýmsum tímum og dögum)
Við sjoppur/matsölustaði/bíóhús
(Á virkum dögum að kvöldlagi)
I miðborginni
(Milli miðnættis og 04.00 um helgar)
Félagsmiðstöðvar/skólaskemmtanir
(Að kvöldlagi)
Annarsstaðar
og við vínveitingastaðina og í mið-
borginni. Skýringuna á aukningu í
miðborginni má væntanlega að hluta
rekja til góðs veðurfars, sem hefur
gert það að verkum að mannfjöldi
dvelur lengur fram eftir nóttu í mið-
borginni um helgar en undanfarin ár.
Ljóst er að hætta á líkamsárásum og
líkamsmeiðingum vegna slagsmála
eykst þar sem hópur ölvaðs fólks er
samankominn. Má í því sambandi
benda á að á vorin þegar veður batn-
ar og mannfjöldi eykst í miðborginni
hafa líkamsmeiðingar aukist og voru
t.d. 46 í apríl 1990 og sama í maí
s.á. Fækkun er hins vegar á alvarleg-
um líkamsmeiðingum 1991 samanbo-
rið við árið 1989.
Ölvunarólæti og slagsmál virðast
töluvert tengjast vínveitingastöðun-
Manndráp og alvarleg ofbeldisverk
hafa um langt skeið verið hlutfalls-
lega fæst hér á landi samanborið við
nágrannaþjóðir okkar og eru enn,
nema ef vera skyldi Færeyjar. Aukn-
ing ofbeldisverka helst nokkuð í hend-
ur við aukna áfengisneyslu. A árunum
1970 til 1985 nær þrefaldaðist áfeng^
isneysla á Grænlandi og á sama tíma-
bili tvöfaldaðist fjöldi morða.
Finnski vísindamaðurinn Virkk-
unen gerði rannsókn á fylgni áfeng-
isneyslu og ofbeldisverka i Finnlandi
fyrir um 15 árum og niðurstaða hans
var m.a. sú að í 70-80% tilvika væri
ofbeldismaðurinn undir áhrifum
áfengis.
Samanburður á morðum, morðtil-
raunun og ránum á íslandi, Dan-
mörku og Grænlandið árið 1989:
Morð
Morð-
tilraun
Rán
íbúa-
fjöldi
Hlutfall morða (m)
morðtilrauna (T) og
rána (R) á hveija
100.000 íbúa
M T R
Grænland 13 27 * 55.171 23,6 48,9 *
Danmörk 59 190 2.104 5.131.588 1,1 3,7 41,0
Kaupmannahöfn '15 46 673 466.641 3,2 9,9 144,0
Árósar 10 8 179 294.668 3,4 2,7 60,7
Island 0 2 * 250.000 0,0 0,8 *
Reykjavík** 0 2 20 105.000 0,0 1,9 19,0
* Ekki Iiggja fyrir tölur um fjölda rána á íslandi (öllu landinu) eða
Grænlandi árið 1989.
** Þar sem fjallað er um Reykjavík á yfirlitinu er átt við löggæslu-
svæði lögreglunnar í Reykjavík (Reykjavik, Seltjarnarnes, Mos-
fellsbær og Kjósar- og Kjalarneshreppur).
um og má í því sambandi nefna að í
mars 1991 voru handteknir á slíkum
stöðum eða við þá 13 af þeim 16 sem
handteknir voru fyrir ölvun og óspekt-
ir, þ.m.t. slagsmál og færðir fyrir
dómara og eru þá ótalin þau mál þar
sem líkamsmeiðsl urðu sbr. yfirlitið
hér að framan. Nærri helmingur
þeirra voru á aldrinum 16-19 ára og
því undir neyslualdri áfengis skv.
lögum.
Áfengi og ofbeldi
Sýnt hefur verið fram 'á það með
rannsóknum að veruleg fylgni er milli
áfengisneyslu og alvarlegra ofbeldis-
verka. í því sambandi er vitnað til
rannsóknar dr. Gísla H. Guðjónssonar
og dr. Hannesar Péturssonar um
manndráp á Norðurlöndum sem nær
til áranna 1955-1985 eða 30 áratíma-
bil. I rannsókninni kom m.a. fram
eftirfarandi:
a) Að í þeim löndum þar sem mest
1991 1990 1989
18 9 6
4 3
7(2) 8(1) 3(4)
2 2 4
6(2) 3 3(2)
1 3
5(1) 3 8(1)
43(5) 29(1) 24(7)
Af framangreindum 43 líkams-
meiðingamálum í mars 1991 var
meintur árásaraðili handtekinn eða
vitað hver hann er í um 85% tilvika.
Mest aukning á árinu 1991 er á
áfengisneysla er þar eru einnig flest
morðin.
b) Að eftir því sem áfengisneyslan
eykst í viðkomandi landi fjölgar morð-
Morð, morðtilraunir og rán segja
mikið um ofbeldi og ofbeldisþróuif-
enda fer ofbeldisandlag þar ekki á
milli mála. Tilviljunarkennd slagsmál
með litlum meiðslum segja hins vegar
minna um það og samanburður á slíku
milli landa er óframkvæmanlegur
enda fæst af slíkum tilvikum skráð
sem líkamsárás. Líkamsmeiðsl skv.
skráningu hjá lögreglunni í Reykjavík
merkir ekki það sama og „vold“ hjá
lögreglunni í Danmörku. Töluverður
samanburður á milli ólíkra skráa get-
ur verið varhugaverður ekki hvað síst
á milli landa. Niðurstaðan hlýtur aljL-
af að byggjast á þeim forsendum sem
lagðar eru til grundvallar.
Nú má kannski spyija hvers vegna
verið sé að gera svona samanburð.
Ef skilgreina á ofbeldi og ætlaða
aukningu þess verður tæplega hjá
samanburði komist, sérstaklega þar
sem einn fjölmiðillinn (Stöð 2) hefur
einmitt hagað tölulegum samanburði
sínum á árinu 1989 milli ofbeldis-
verka í Kaupmannahöfn og Reykjavík
með þeim hætti, að helst er að skilja
að ijöldi ofbeldisverka sé meiri í
Reykjavík en Kaupmannahöfn.
Svo skrýtið sem það nú er, þá
byggði fréttamaðurinn þessa skoðun
sína á ársskýrslu dönsku lögreglunn-
ar fyrir árið 1989 þar sem einmitt
koma fram þær tölur sem byggt er 'á
í samanburðaryfirlitinu hér að fram-
an. Slíkur fréttaflutningur er einmitt
til þess fallinn að ýta undir að það
ófremdarástand skapist sem verið er
ranglega að lýsa. Það er slæmt þegar
svo lítið samræmi er milli valds og
ábyrgðar.
Höfundur er yfirlögregluþjónn í
Reykjavík.
Norræna húsið:
Dagskrá um Henrik
Ibsen og Pétur Gaut
DAGSKRÁ verður í fundarsal Norræna hússins í dag, laugardaginn
6. apríl, kl. 16.00 þar sem fjallað verður um norska skáldjöfurinn
Henrik Ibsen og leikrit hans um Pétur Gaut. Það er Reykjavíkur-
deild Norræna félagsins, Nordmannslaget og Norræna húsið sem
standa að dagskránni.
Dagskráin hefst með því að Guð-
laugur Þorvaldsson formaður Nor-
ræna félagsins í Reykjavík býður
gesti velkomna. Þórhildur Þorleifs-
dóttir segir frá leikgerð Péturs
Gauts og Arnar Jónsson og nokkrir
leikarar Þjóðleikhússins flytja valda
kafla úr leikritinu. Þá flytur Norð-
maðurinn Arild Haaland fyrirlestur
um Henrik Ibsen og leikrit hans.
Arild Haaland er fæddur 1919 í
Bergen. Hann lauk prófi við heim-
f it’mmm!
spekideild háskólans þar 1947 og
hlaut doktorsnafnbót 1956 fyrir rit-
gerð er fjallaði um nasismann í
Þýskalandi. Þar leggur hann meiri
áherslu á hinn félagslega og sál-
fræðilega þátt en hugmyndafræðina
sem liggur á bak við nasismann.
Arild Haaland hefur skrifað
margar fræðilegar bækur m.a. um
Ibsen og verk hans og má nefna
Seks studier om Ibsen, Ibsens verd-
en og Jakten pá Ibsen. Auk þess
Henrik Ibsen.
hefur hann ritað um Platon, Shake-
speare, Martin Andersen Nexo,
Knut Hamsun og fleiri.
Yígslubisk-
up kosinn í
Hólastifti
ÞESSA dagana stendur yfir kosn-
ing vígslubiskups í Hólastifti skv.
nýrri reglugerð um kosningu
vígslubiskupa. Kjörgengir til
embættis eru allir guðfræði-
kandidatar, sem fullnægja skil-
yrðum til þess að vera skipaðir
prestar í þjóðkirkjunni. Sain-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins er mest rætt um þrjá menn í
tengslum við embættið, þá Bolla
Gústafsson, Þórhall Höskuldsson
og Kristján Val Ingólfsson.
Vígslubiskupar, sem eru tveir,
hafa fram til þessa verið tilnefndir
af prestum umdæmisins en kosning
fer nú fram í fyrsta skipti.
Kosningunni lýkur 24. april og
munu úrslit liggja fyrir í byijun maí.