Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991
45
Þórdís Símonardóttir,
Suðurkoti - Miiming
Fædd 23. september 1894
Dáin 23. mars 1991
Þá er hún amma, Þórdís Símon-
ardóttir, farin yfir móðuna miklu.
Frá þeim, sem munu sakna hennar
og til þeirra sem hafa beðið henn-
ar. Það er örugglega í báðum tilvik-
um stór hópur fólks.
Hún amma fæddist að Götu í
Holtum þann 23. september árið
1894. Dóttir hjónanna Gróu Guð-
mundsdóttur og Símonar Sírrionar-
sonar. Ung að aldri fluttist hún með
foreldrum sínum suður á Miðnes og
síðan á Vatnsleysuströnd þar sem
hún bjó alla tíð síðan. Giftist hún
afa mínum, Kristjáni Hannessyni,
átján ára gömul og bjó hún með
honum lengst af í Suðurkoti á
Vatnsleysuströnd. Eignuðust þau
átta börn. Að segja nánar frá henn-
ar uppvexti og högum vil ég gefa
öðrum eftir sem betur til þekkja,
en segja þess í stað í örstuttu máli
frá kynnum mínum af henni ömmu.
Það var gott að geta farið til
ömrtTu, yfir í Suðurkotið, í frímínút-
um þegar ég var 1 Brunnastaðaskó-
lanum. Hún átti alltaf eitthvað í
svanginn, góð ráð, plástra og í raun
hvað eina sem á þurfti að halda.
Á seinni árum barnaskólans fór
ég að fara oftar til ömmu og gista
hjá henni nótt og nótt. Það var svo
sannarlega ekki bara af skyldu-
rækni, vegna þess að hún var orðin
gömul og ein í húsinu, heldur miklu
frekar vegna þess að ég hafði ómælt
gaman af. Það fór ekki illa um mig
þegar hún bar mér heitt súkkulaði
í „beddann" á sunnudögum eða þeg-
ar hún klóraði mér og sagði mér
jafnframt sögur úr Biblíunni eða frá
fyrri árum. Það hefur verið góður
skóli fyrir mig sem krakka að heyra
hve margt hafði breyst á hennar
löngu ævi, og oft hefur verið þröngt
í búi hjá henni blessaðri, sem upp-
lifði tvær heimsstyijaldir og þær
geysilegu breytingar sem orðið hafa
á íslensku þjóðlífi á ævi hennar.
Hún var ekki rík af veraldlegum
auði, en þeim mun ríkari af andleg-
um, sem við afkomendur hennar
fengum svo sannarlega að kynnast.
Ég mun líka seint gleyma því þegar
hún kenndi mér að verka gráslepp-
ur, í Norðurkotinu, þegar ég strákg-
uttinn tók upp á því að vilja fram-
leiða signar grásleppur eftir að hafa
sníkt þær af grásleppukörlunum í
hverfinu. Það var líka ómæld elja
sem einkenndi hana. Við munum
örugglega mörg eftir henni þar sem
hún studdi sig við hækjuna og bak-
aði flatkökur á gömlu eldavélinni
sinni.
En svo fór þó að hún gat ekki
lengur verið í Suðurkoti og flutti
hún sig því um set í Vogana til
okkar. Alltaf fylgdi góða skapið
henni og var hún oft skondin og
snögg í tilsvörum. Henni fannst það
óþarfa uppátæki þegar ég tók upp
á því að fara til náms í Þýskalandi
og spurði hún mig oft, með stríðnis-
svip, hvort ég hefði nokkuð rekist
á hann Hitler. Alltaf þekkti hún
mig og gat gert að gamni sínu þeg-
ar ég heimsótti hana- og nú síðast
í febrúar.
Hún hefur verið hvíldinni fegin
enda búin að skila sínu verki og vel
það. Eftir stöndum við sem fengum
tækifæri til að kynnast henni, ríkari
en annars og með hugann fullan
af minningum um góða konu með
mikinn persóriuleika.
Blessuð sé minning ömmu
minnar. Ágúst Þorbjörnsson
Nú er hún amma mín komin á
þann stað sem hún var búin að bíða
svo lengi eftir að komast til. Það
er svo margt sem kemur fram í
hugann þegar ég minnist hennar.
Ég minnist hennar sem barn, þegar
hún var að kenna okkur systkinun-
um að lesa áður en við byijuðum í
skóla. Hvað við hlökkuðum' til að
fara inn til ömmu og læra alla staf-
ina í þessum skemmtilegu bókum
sem hún var með. Alltaf var hún
að minna okkur á að vera góð börn,
því annars færi- Jesús að gráta. Ég
man þegar hún var að gefa til líkn-
arfélaga af sínum litlu auraráðum.
Þá sagði hún að fyrir það litla sem
hún gæfi fengi hún margfalt til
baka. Svona var amma. Alltaf að
hugsa um þá sem áttu bágt og
reyndi að hjálpa þeim eins og hún
gat. Amma var umsjónarmaður
Brunnastaðaskóla frá upphafi og
vann það starf af samviskusemi og
dugnaði í tugi ára eða þar til hún
gat ekki sinnt því lengur, vegna
þess að hún var komin með hækjur
og átti erfitt með að hreyfa sig eins
og hún vildi. Brunnastaðaskóli var
þinghús hreppsins á þeim tíma, og
allar samkomur og skemmtanir fóru
þar fram. Segja má að menningar-
straumar hreppsins hafi legið í
gegnum Suðurkotshlaðið og kom
þá oft í ömmu hlut að sjá um veiting-
ar fyrir þá embættismenn sem j)ing-
uðu i skólanum. Oft var því mikið
að gera og margt um manninn í
Suðurkoti. Það voru margar flatkök-
urnar sem hún bakaði á gömlu olíu-
eldavélinni sinni, því að flatkökurnar
hennar Dísu voru bestar af öllum.
Eins var það, þegar krakkarnir
meiddu sig í skólanum, þá var alltaf
farið til hennar Dísu á Hól og hún
látin gera að sárunum. Eftir að afi
dó flutti ég niður til ömmu. Ég man
þegar hún vakti mig í fyrsta skipti
eldsnemma á páskadagsmorgun til
að sýna mér, hvernig sólin kæmi
dansandi upp frá Keili. Hún sagði
að sólin dansaði alltaf þennan morg-
un til að fagna upprisu frelsarans.
Upp frá því vöknuðum við amma
alltaf saman þennan morgun og
horfðum á þessa stórkostlegu sjón.
Það var alltaf fastur siður hjá okkur
að draga mannakorn sem svo eru
kölluð áður en við fórum að sofa á
kvöldin. Þá drógum við til skiptis
upp úr kassanum og hún las svo
þær ritningargreinar, sem við hitt-
um á. Oft fengust þar beinlínis svör
við því sem við vorum að hugsa um
þá stundina. Alltaf talaði hún amma
lengi við Guð persónulega upphátt
á hvetju kvöldi áður en hún lagðist
til svefns og eins áður enhún klædd-
ist á morgnana. Lengi rak hún
sunnudagaskóla með ömmu í Aust-
urkoti og systrunum Maríu og
Margréti. Það var stór barnahópur
sem þangað kom. Mikið var sungið
og lesið þessar sunnudagsstundir
og öllum þótti gaman. Alltaf gátum
við systkinin komið til hennar ömmu
með áhyggjur okkar og vandamál,
því að hún hlustaði alltaf og gaf
góð ráð. Svo voru líka þær stundir
þar sem var hlegið og gert að gamni
sínu, því að amma var mjög létt í
skapi og gat hlegið mikið. Nú er
hún búin að fá hvíldina löngu og
við systkinin þökkum henni fyrir
allt og biðjum Guð að blessa hana.
Gróa Aðalsteinsdóttir
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk I faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(H. Andrésd.)
í dag fer fram frá Kálfatjarnar-
kirkju útför Þórdísar Símonardótt-
ur, sem lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur
23. fyrra mánaðar, eftir um 2ja ára
veru þar.
Hún var fædd i Götu í Holtum,
dóttir hjónanna Gróu Guðmunds-
dóttur ljósmóður og Símonar Símon-
arsonar, flutti með þeim á unga
aldri suður á Miðnes og þaðan inn
á Vatnsleysuströnd þar sem hún
átti heima til dauðadags. Systkini
hennar voru átta, sex bræður og
tvær systur.-Einn bróðir er á lífi,
þ.e. Rafn, sem lengi bjó í Austur-
koti á Vatnsleysuströnd en hefur
dvalið mörg undanfarin ár á Sjúkra-
húsi Keflavíkur.
Þórdis giftist Kristjáni Hannes-
syni frá Suðurkoti, 3. júlí 1914.
Hann var sonur Ingveldar Sig-
mundsdóttur og Hannesar Hannes-
sonar sem þar bjuggu, einnig áttu
þau annan son, Bjargmund, sem var
faðir minn. Þórdís og Kristján byij-
uðu búskap á Grund. Það var lítill
bær á Tanganum þ.e. Béringstanga.
Þar fæddust fimm elstu börnin en
1922 var flutt inn í Suðurkot og
byggður þar bær. Þar fæddust tvö
börn til viðbótar. 1930 var byggt
húsið sem enn stendur og þar fædd-
ist yngsta bafnið.
Á Grund var það sem kallað var
tómthús þ.e. eingöngu búið með
kindur. Sjálfsagt hafa þær ekki ver-
ið margar. Það var sjávarfangið sem
þetta fólk lifði á, sem bjó í þessum
litlu bæjum. Því alls staðar var róið.
Það var ekki svo aumt kot að ekki
væri til bátur.
Ég er stundum að hugsa um
hvernig þetta fólk komst fyrir. Það
var bókstaflega ekkert gólfpláss
eins og í gamla bænum í Suður-
koti, en samt var eins og alltaf
væri nóg pláss. Það var leikið sér
þama, inni gengið í kringum jólatré
um jólin, sungið og spilað. Dísa og
Stjáni, eins og ég kallaði þau alltaf,
voru ákaflega létt í lund og þar sem
foreldrar mínir bjuggu á hinum
helmingi jarðarinnar var þarna mik-
ill samgangur og við frændsystkinin
lékum okkur saman. Það er margs
að minnast frá mínum æskudögum
í Brunnastaðahverfinu. Þá voru 11
bæir og sums staðar fjölmenn heim-
ili, fólk rétti hvort öðru hjálparhönd
ef með þurfti, þess er gott að minn-
ast.
Kristján og Þórdís eignuðust átta
börn og af þeim lifa sex móður sína.
Þau eru þessi: Inga fædd 8. jan-
úar 1913. Hennar maður var Þórður
Pétursson, hann er látinn, þau
bjuggu í Keflavík og áttu þijú börn.
Guðmundur fæddur 26. júlí 1914,
hann er látinn. Kona hans er Ólafía
Guðmundsdóttir, þau bjuggu í
Reykjavík, og áttu þijú börn. Símon
fæddur 18. september 1916, hans
kona Margrét Jóhannsdóttir er látin,
þau áttu sex börn. Þau bjuggu á
Neðri-Brunnastöðum á Vatnsleysu-
strönd. Hannes fæddur 26. júlí
1919, hans kona er Anna Krist-
mundsdóttir, eiga sex börn, þau búa
í Sætúni á Vatnsleysuströnd. Sigríð-
ur fædd 18. október 1921, hennar
maður er Aðalsteinn Sigursteinsson,
eiga sjö börn. Þau búa í Sólhaga á
Vatnsleysuströnd. Magnea fædd 24.
janúar 1925, hennar maður er Emil
Kristjánsson, þau eiga þijú börn,
búa í Keflavík. Grétar fæddur 6.
maí 1926, látinn, var heitbundinn
Gerðu Kragsteen, áttu eitt barn.
Hrefna fædd 8. febrúar 1934, henn-
ar maður Trausti Jónsson, hún á
fimm börn, þau búa í Vogunum.
Það er stór hópur afkomenda
þeirra Þórdísar og Kristjáns, alls
130 manns. Það er mikið starf sem
þessi kona hefur innt af hendi á
sinni löngu ævi, lengst af við engin
þægindi í þröngum húsakynnum
mörg fyrstu búskaparárin. Því það
voru ekki eingöngu innistörf, það
var verið í heyskap og farið í fjós.
Það var alltaf góður andi á heimil-
inu, þau voru bæði létt í lund, ég
man hvað hann Stjáni gat hlegið
innilega.
I Suðurkoti var Þórdís búin að
vera húsmóðir í rösk 60 ár. Kristján
andaðist 10. nóvember 1961, eftir
það var hún ein í sinni íbúð. En síð-
ustu 8 árin var hún til heimilis hjá
Hrefnu dóttur sinni og manni henn-
ar Trausta. Þar var mjög vel um
hana hugsað, en síðustu tvö árin
var hún á Sjúkrahúsi Keflavíkur,
farin heilsu.
Ég þakka henni fyrir mig frá
fyrstu tíð í Suðurkoti. Samúðar-
kveðjur til allra sem henni voru
kærir.
Helga Bjargmundsdóttir
Anna Ringsted og Þórunn
Sveinsdóttir.
■ ANTIK VERSL UNIN Fríða
frænka, Vesturgötu 3, er 10 ára
um þessar mundir. í tilefni þessara
tímamóta býður Fríða frænka við-
skiptavinum sínum að koma og
prútta um kaup á öllu sem til er í
versluninni. Prúttsalan stendur
fram í miðjan apríl. Fríða frænka
er opin virka daga frá kl. 12-18 og
laugardaga frá kl. 11-14.-
■ BLAÐ UM rannsóknir ungs
fólks við Háskóla íslands. Kynn-
ingarnefnd Háskóla íslands hefur
gefið út blað um vísindaleg við-
fangsefni unga fólksins við Háskóla
íslands. Blað þetta hlaut nafnið
Rýnir og var unnið af nemendum
í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla
íslands. í blaðinu er fjallað um
ýmsa málaflokka svo sem sjávarút-
veg, bókmenntir, börn, byggða-
stefnu, menntun, hitaveitu, tölvur
og heilbrigðismál.
ISsogk
AHRIFARIKT GEGN TANNSKEMMDUM
— ÞRÓAÐ AF FÆRUSTU
TANNHIRÐUSÉRFRÆÐINGUM
Bangsa barnatannkremið frá Sensodyne
er gæðatannkrem, sérstaklega ætlað
börnum. Það inniheldur fluor til varnar
tannskemmdum.
Bangsa barnatannkremið freyðir minna en
venjulegt tannkrem. Of mikil froða gerir
það gjarnan að verkum að barnið spýtirfyrr
en ella og flúorinn nær ekki að leika nógu
•lengi um tennurnar.
Bangsa barnatannkremið er með mildu og
góðu myntubragði sem börnunum líkarvel
og gerirtannburstunina skemmtilega! Sér-
staklega ef þau nota mjúkan tannbursta
frá Sensodyne.
Tennurnar eiga að endast alla ævi —
gættu þeirravel — gerðu tannburstunina
skemmtilega fyrir bömin.
KEVflMLlA
HÖRGATÚNI 2, GARÐABÆ
SIMI 40719