Morgunblaðið - 06.04.1991, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991
47
hennar Matthías Magnússon og
eiga þau tvö börn; Sigríður, fóstra,
fædd 21. febrúar 1960, búsett í
Vestmannaeyjum. Maður hennar,
Jón Oddsson, eiga þau tvö börn.
Palla mín, það má öllum ljóst
vera að erfiðleikar þeir sem á und-
an eru gengnir hafa verið þung-
bærir þér og fjölskyldu þinni.
Minningin um góðan dreng mun
geymast í hugum okkar. Við biðj-
um góðan Guð að fylgja þér og
f ölskyldu þinni allri um ókomin ár.
Sigþór og Sigurður.
Frá afabörnum
Nú er elsku afi okkar farinn frá
okkur. Hann andaðist á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja aðfaranótt 26.
mars eftir langvarandi veikindi.
Afi og amma bjuggu á Höfða-
vegi 46 í Vestmannaeyjum. Þang-
að var ætíð gott að koma hvort
sem var í stutta heimsókn eða til
dvalar um lengri eða skemmri
tíma.
Ragnar afi hafði alltaf nógan
tíma til þess að spjalla við okkur,
lesa og syngja, einkum þegar eng-
inn annar mátti vera að. Eftir-
minnileg eru nokkur ferðalög þar
sem afí var ávallt reiðubúinn að
fara með okkur í leiki eða göngu-
ferðir út í náttúruna og mun það
seint gleymast.
í nokkur ár var afi húsvörður í
bankanum og þótti okkur alltaf
skemmtilegt þegar við fengum að
fara með honum þangað til að
ganga frá í lok dagsins og þá voru
bílferðimar í „afabíl“ engum öðr-
um líkar.
Þrátt fyrir mikil veikindi undan-
fama mánuði þá tók afi alltaf vel
á móti okkur, hlýr og góður og
tilbúinn til að gleðjast með okkur.
Hann var lengi á sjúkrahúsi og
jafnvel þar gaf hann okkur tíma,
leyfði okkur að sitja hjá sér í hjóla-
stóinum eða keyra honum um
gangana og alltaf var jafn spenn-
andi að athuga hvort hann ætti
eitthvað gott í sælgætisdósinni.
Um síðustu jól var afi heima og
áttum við þá skemmtilegar stundir
saman.
Margs er að minnast þegar við
hugsum um afa og vorum við hepp-
in að fá að kynnast honum þó sá
tími hefði mátt vera lengri.
Nú þegar afi er kominn til Guðs
og líður loksins vel þökkum við
honum fyrir allt sem hann hefur
gert fyrir okkur og biðjum Guð að
styrkja elsku ömmu og okkur öll
í sorginni.
Afabörnin:
Pálína Björk, Ragna Kristín,
Sigmar Þór og Hafþór.
Leiddu mína litlu hendi
ljúfi Jesú þér ég sendi
bæn frá mínu bijósti sjáðu
blíði Jesú að mér gáðu.
• (Asmundur Eiríksson.)
Elsku Björk, Beddi, Þórður, Birk-
lr, Vagi og aðrir ástvinir. Guð huggi
ykkur og styrkir í ykkar miklu sorg.
Drottinn er minn hirðir
>pig mun ekkert bresta.
A grænum grundum lætur hann mig hvílast.
Leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis
njóta.
(Davíðssálmur.)
Gummi, Hrefna, Helga
og fjölskyldur.
Guð gefur og Guð tekur aftur, það
er nokkuð sem við vitum öll og fáum
ekki nokkru um ráðið hvenær eða
hvernig það gerist. Stundum erum
við tilbúin en oftar en ekki reynist
það þrautin þyngri að sætta sig við
kallið þegar það kemur. Óli Þór
Bernódussón var fæddur í Vest-
mannaeyjum 12. júní 1990 en lést á
Landspítalanum 27. mars eftir að
hafa barist fyrir lífi sínu hvern ein-
asta dag ævi sinnar, eins og hetja,
meiri en nokkur getur ímyndað sér.
Lífsbaráttan og lífsviljinn bar hann
áfram eins langt og hugsanlega varð
komist. Gæfa hans var sú að hann
átti góða móður sem yfirgaf hann
aldrei í þessari baráttu. Þó kom sá
Lími þrátt fyrir allt að þessi yndislegi
°g duglegi drengur, [gat, elfki-meij-;,
En þetta stutta líf hans skildi mig
*
Steinunn Amadóttir
frá Hjalteyri - Minning
Fædd 23. ágúst 1922
Dáin 12. mars 1991
Árið 1914 settust að á Hjalteyri
við Eyjafjörð ung hjón, sem komu
utan úr Fljótum. Höfðu þau verið
saman gefín á Hraunum 4 árum
fyrr en kynnst þar vestra, er hann,
sem var fæddur 1887 inni á Höfða-
strönd, hafði' farið út í Fljót ungur
til sjóróðra, en hún, fædd inni í
Möðruvallasókn 1893, á unglings-
árunum til vinnu á vetur og í kaupa-
mennsku. Voru þetta Árni Magnús-
son og Helga Gunnlaugsdóttir og
áttu þau nær 40 ára veru í Hlíð á
Hjalteyri, en svo var bær þeirra
nefndur. Eignuðust hjónin 12 börn
og komust 11 þeirra upp, en mikill
harmur var að þeim kveðinn 1946,
er tvær dætur þeirra dóu úr berkl-
um á Kristneshæli, eftir langvar-
andi veikindi, og ung tengdadóttir
þeirra hið sama ár. Var Rósamunda
aðeins tvítug og Ágústa Gunnlaug
26 ára. Helgu í Hlíð er svo lýst,
að hún væri mæt kona og öllum,
sem þekktu hana næsta kær og
minnisstæð. Sínum stóra barnahóp
hafi hún verið svo góð og umhyggj-
usöm móðir, að frábært mætti kalla.
Var Helga upp fóstruð á Hjalteyri
og við litla útgerðarþorpið, er síðar
óx í mikla síldarbræðslustöð, voru
flestar hennar bestu minningar
bundnar frá langri ævi, þó að einn-
ig þar skyggði oft ský fyrir sól eins
og við dætra- og tengdadótturmiss-
inn, en fátækt fyrr á árum. Þegar
Árni var allur vorið 1953, var Helga
ein eftir í Hlíð með fósturdóttur
þeirra, Ástu Þórnýju, dóttur Stein-
unnar. Flutti Helga þá inn í Glerár-
hverfi, þar sem hún átti síðustu
árin. Hún dó á útmánuðum 1963
og var jarðsett við hlið manns síns
og dætra í Möðruvallagarði. Á
Hjalteyri stundaði Árni einkum sjó
lengi fram eftir ævi, viðurkenndur
dugnaðarmaður og hveijum manni
vinsælli, enda var til ljúfmennsku
hans jafnað. Var hann forsjá stórs
heimilís, mildur og nærgætinn faðir
sinna mörgu barna, ósérhlífinn í
þrotlausu starfi og striti til sjós og
lands í harðri lífsbaráttu ævilangan
dag erfiðismannsins. Er síldar-
bræðsla var hafin á Hjalteyri, réðst
hann þar til vinnu, starfsglaður og
verkmikill sem ávallt áður.
Úr þessu umhverfi stórrar fjöl-
skyldu í norðlensku sjávarþorpi var
Steinunn Árnadóttir runnin. Hún
var 6. barn foreldra sinna og ólst
að öllu upp í Hlíð, gekk í barnaskól-
ann á Hjalteyri, sem var hið næsta
bænum þeirra, vann ýmis þau störf,
er til féllu við sjávarsíðu og börnum
og unglingum voru talin nokkurn
veginn fær, fermdist á Möðruvöllum
1936, en leitaði vinnu út í frá þeg-
ar um 16 ára aldur, t.a.m. á Krist-
neshæli um tveggja ára skeið. Síðar
réðst hún til vinnu í Reykjavík og
svo suður í Vestmannaeyjum, þar
sem hún vann myrkranna milli sem
kallað er og þókti starfsþrek hennar
og úthald með ólíkindum. Var mað-
ur hennar úr Eyjum, Ágúst Stefáns-
son. Eftir að samvistum þeirra lauk,
starfaði hún á árabili á Keflavíkur-
flugvelli, en þaðan flutti hún vestur
um haf og til Indiana í Bandaríkjun-
um með síðari manni sínum, Will-
iam Morgan, yfirmanni í hernum.
Misstu þau einkabarn sitt í fæð-
ingu. Morgan varð skammlífur, og
að honum látnum leiddist Steinunni
iðjulítil vistin í Ameríku og sneri
stafnhafinu heim til íslands og tók
þar upp fyrri störf og eignaðist
prýðilega íbúð í Reykjavík. Horfði
allt á besta veg, en Ásta Þórný
dóttir hennar upp komin og hús-
freyja norður á Hauganesi við Eyja-
íjörð, gift Halldóri Gunnarssyni sjó-
manni. Réði tilviljun ein, að Stein-
unn settist að í Kaupmannahöfn,
þar sem hún bjó til æviloka, eða í
19 ár. Hafði hún siglt með Gull-
fossi í síðustu ferð hans 1972 og
komið sem skemmtiferðamaður til
Hafnar, en líkaði þar svo vel í fáa
orlofsdaga, að hún ákvað að lengja
dvölina nokkuð. Til bráðabirgða tók
hún til við saumaskap á stórri
saumastofu á Norðurbrú, en þar
eð báðum féll vel, verkstjóra og
starfsstúlku, lengdist í. Leið svo
hvert misserið af öðru og urðu ára-
raðir. Steinunn frá Hjalteyri var
orðin gróinn Hafnarbúi. Síðar var
hún um mörg ár við störf á Finsen-
stofnuninni á Austurbrú, allt um
tæpa heilsu á köflum, sem raunar
má rekja til berklanna norður við
Eyjafjörð í bernsku hennar, er hann
heijaði mjög hinn hvíti dauðinn.
Þegar Steinunn hætti vinnu, varð
hvort tveggja til þess, að hún bjó
áfram í sinni góðu íbúð við Webers-
gade á mörkum Miðbæjar, Norður-
og Austurbrúar, og hélt sínu fallega
heimili óbreyttu, að henni virtist
hag sínum betur borgið á eftirlaun-
um í Höfn en í Reykjavík og undi
líka umhverfinu prýðilega. Átti hún
ýmsa vini úr röðum fyrri starfsfé-
laga í Höfn og meðal landa sinna,
en hún bjó í næstu grennd við hús
Jóns Sigurðssonar og tók virkan
þátt í félagslífínu þar, konukvöldun-
um og kirkjustarfínu og ýmsu því,
er við bar í fundum og hvers konar
listkynningu. Á Hafnarárum mín-
um vai' hún kærkominn gestur á
heimili okkar Guðrúnar, Lárusar
og Maríu, en þeim þókti skemmti-
legt, þegar við sveitungarnir minnt-
umst átthaganna í Möðruvallasókn
og margs þess, er við okkur var á
fyrri tíð nyrðra. Stundum var Grét-
ar Axelsson frá Hjalteyri í hópnum,
glaður og hlýr, allt um langætt
veikindastríð. Reyndist Steinunn
honum mikils verður vinur, um-
hyggjusöm og móðurleg, en hún
gjörþekkti bernskuheimili hans í
Knútshúsi.
Báðir erum við Grétar nú farnir
norður yfír Atlantsála. Höfn er
einnig horfin Steinunni, en hún fór
yfir ómælishafið. Bar andlát hennar
að með skyndingu hinn 12. marz
sl. Var hún nýlega flutt upp á
Bispebjerg og var íbúð hennar hið
næsta sjúkrahúsinu þar. En þó að
skjótt væri við brugðið og skammt
að fara til læknis, lést hún innan
fárra stunda. Ásta dóttir hennar fór
þegar utan og stóð fyrir útför móð-
ur sinnar í Höfn með aðstoð vinar
þeirra, Fjólu Magnúsdóttur kaup-
manns í Reykjavík, en Fjóla og
maður hennar, Ólafur Steinar
Valdimarsson ráðuneytisstjóri, voru
nánustu vinir Steinunnar. Duftið
verður jarðsett í grafreit foreldra
hennar og systra á Möðruvöllum.
Frá altari Drottins blessum vér
yður í minningaþökk og páska-
kveðju efalausrar trúar. Kristur er
upprisinn. Hann er sannarlega upp-
risinn.
Ágúst Sigurðsson
á Prestbakka.
Dagvist barna:
Launakjör
starfsmanna
rædd í borg-
arsljórn
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
vísaði frá tillögu Nýs vettvangs
og Kvennalista um endurskoðun
á aðbúnaði og kjörum starfs-
manna Dagvista barna í Reylqa-
vík á fundi sínum á fimmtudag-
inn. Anna K. Jónsdóttir, form-
aður sljórnar Dagvista barna,
mælti fyrir frávísunartillögunni
og sagði hún, að verið væri að
framkvæma endurskoðun af
þessu tagi.
Ólína Þorvarðardóttir mælti fyr-
ir tillögu Nýs vettvangs og Kvenn-
alista. Tillagan var á þá leið,.að
borgarstjórn skyldi nú þegar láta
fara fram endurskoðun á aðbúnaði
og kjörum starfsfólks dagvistar-
heimiia, til að stemma stigu við
starfsmannaskorti og forða frekari
samdrætti í starfsemi heimilanna.
Anna K. Jónsdóttir lagði til að
þessari tillögu yrði vísað frá. í frá-
vísunartillögunni kom fram, að
það væri hlutverk samstarfsnefnd-
ar Fóstrufélagsins, Reykjavíkur-
borgar og ríkisins að endurskoða
launakjör og slík endurskoðun
færi nú fram vegna komandi kjar-
asamninga. Aðbúnaður starfsfólks
hefði verið endurskoðaður og end-
urbættur á undanförnum árum,
meðal annars í tengslum við leik-
skólaverkefni Dagvista barna.
Borgarstjórn samþykkti frávís-
unartillöguna með 10 atkvæðum
sjálfstæðismanna gegn 5 atkvæð-
um borgarfulltrúa minnihlutans.
= ;Lm=P=m roocorl : —
=:í=:=±i:
og
Wicanders
S Kork-o-Plast
korkflísamerkin komin
undirsama þak.
& Ármúla 29, Múlatorgi, síml 39640
Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0
eftir, eins og án efa alla þá sem sáu
eða þekktu þennan fagra dreng,
kannski örlítið þroskaðri eða í það
minnsta þakkláta fyrir að hafa feng-
ið að sjá hann og kynnast ögn.
Blessuð sé minning yndislegs
drengs, Óla Þórs. Guð gefí foreldrum
hans og bræðrum styrk.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér;
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(H.P.)
H. Sbj.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gakktu hér inn og geymdu mig,
Guð í faðmi þínum.
Vaktu minn Jesús, vaktu í mér
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Láttu nú Ijósið þitt
loga við rúmið mitt,
Hafðu þar sess og sæti
signaður Jesús mæti.
Ég fel í sérhvert sinn
sál og likama minn
í vald og vinskap þinn,
vemd og skjól þar ég finn.
(H.P.)
Hinsta kveðja frá ömmu ogafa
í kéflavíki 1'
OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 11-15
OG SUNNUDAG FRÁ KL. 13-16
SERVERSLUN MEÐ INNRETTINGAR OG STIGA
NÝBÝLAVEGI 12, SÍMI 44011
PÓSTHÓLF 167, 200 KÓPAVOGI