Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991
u F'lugvéLin þin for ti/éimur kl-timum, & undan
ásetLun veýnd. biLunar L úri fLqgstjórans. "
Ast er...
... að vera sakleysið upp-
málað þegar reikningarnir
berast.
TM Reg U.S. Pat Off.—all rtghts r«sarved
© 1991 Los AngelesTimesSyndtcate
Hann pabbi þinn hefði verið
enn sætari ef hann hefði látið
þig hafa lykilinn að tryllitæk-
inu ...
Með
morgunkaffinu
Jæja, þetta er sonur minn.
Hann er byrjandi í starfi og
tekur við af þér, enda vinnu-
dagurinn þinn orðinn lang-
ur ...
HÖGNI HREKKVÍSI
Sjálfsvamaríþróttin karate
Miðvikudaginn 13. mars sl. birtist
í Velvakanda bréf frá M.B.B. þar sem
höfundur bréfsins heldur fram skoð-
unum sínum um karate. í bréfinu
talar H.B.B. um karate sem ófyrir-
leitna og villimannlega slagsmálaað-
ferð, heldur því fram að þau félög
og kennarar, sem kennt hafa íþrótt-
ina, séu að því til að græða peninga,
telur iðkendur íþróttarinnar þjást af
feimni og minnimáttarkennd og lýk-
ur síðan máli sínu með því að hvetja
borgaryfirvöld og sveitarstjórnir til
að hætta öllum stuðningi við íþrótt-
ina.
Þessar skoðanir höfundarins, sem
hefur ekki dug í sér til að skrifa
undir nafni, einkennast af slíkri
þröngsýni og vankunnáttu að ekki
er hægt að láta það framhjá sér fara.
Eg efast ekki um að forsvarsmenn
íþróttarinnar hér á landi munu birta
sín svör hér í blaðinu og hafa þau
ef til vili þegar birst á undan þessu
bréfí mínu. Ég efast ekki um að
þeir munu fjalla um málið af meiri
kunnáttu en ég en þar sem ég hef
góða reynslu af íþróttinni vil ég endi-
lega fræða M.B.B. um íþróttina eftir
bestu getu.
Ekki er hægt að tala um karate
án þess að gera sér grein fyrir upp-
hafí þess. Grunnur karate er það
forn að erfítt er að gera óhagganlega
grein fyrir upphafínu. Samkvæmt
heimildum, sem ég hef kynnt mér,
er upphafið talið vera þegar ind-
verskur búddamunkur að nafni Bod-
hidarma (28. ættliður frá Búdda)
kom til Kína til að boða búddatrú
árið 527 e. Kr.
Bodhidarma setti á stofn Zen-
búddaskóla og hóf að boða munkum
sínum trúna. Hann komst fljótt að
því að margir þeirra voru of veik-
burða til að þola hinar ströngu skyld-
ur trúarinnar. Hann hóf því að þróa
ákveðið kerfi, sem átti að efla and-
legt og líkamlegt þol munkanna.
(Enn í dag iðka ungir sem aldnir
Kínvetjar afbrigði af þessu kerfi á
hverjum morgni úti á torgum og í
lystigörðum borganna, sér til heilsu-
bótar). Síðar, á miklum rósturtímum
í Kína, átti þetta kerfi eftir að þró-
ast enn frekar þegar munkarnir, sem
ekki máttu bera vopn, notuðu. það
til að veija hendur sínar þegar ráðist
var á klaustrin.
Ég ætla ekki að rekja sögu karate
lengra en árétta það sem hér að
framan hefur komið fram: Karate
er að grunni til kerfí til að styrkja
hug og líkama. Þó karate háfi þró-
ast þannig í aldanna rás að hægt
er að nota það til sjálfsvarnar, hefur
aldrei verið vikið frá þessum grunni.
Nú mætti M.B.B. að vera örlítið
fróðari um grunnhugsunina í karate
og komið er að því að hrekja athuga-
semdir og fullyrðingar hans í fyrr-
greindu bréfi.
„Leiðir karate til árásar- og of-
beldisverka?" spyr M.B.B. Svar: Nei,
öllum sem læra karate er kennt að
forðast eigi slagsmál af fremsta
megni. Þeim, sem uppvísir verða að
því að nota karate utan kennslu-
stunda, er vikið úr félaginu með
skömm. Undantekning er að mönn-
um er heimilt að nota karate til bjarg-
ar sjálfum sér eða fjölskyldu sinni
ef um verulega hættu er að ræða.
M.B.B. spyr hvort karate sé til að
byggja upp sjálfstraust og sjálfs-
ímynd barna, sem eru feimin eða
hafa orðið fyrir aðkasti og ofbeldi.
Svar: Já, meðal annars getur karate
byggt upp sjálfstraust og sjálfsímynd
þeirra sem það stunda, því menn
læra að treysta sjálfum sér og bera
virðingu fyrir náunganum, hvort sem
hann er vinveittur eða óvinveittur.
Hinsvegar er fjarri því að það sé
inntökuskilyrði í karatefélag að vera
feiminn eða hafa orðið fyrir aðkasti
eða ofbeldi.
M.B.B. fullyrðir að karate sé ekki
sjálfsvörn. Það er bæði rétt og rangt
hjá honum. Ef þú ert að leita að
sjálfsvörn skaltu kaupa þér byssu.
Éf þú ert hinsvegar að leita að íþrótt
sem fyrst og fremst eftir hug og lík-
ama en má einnig nota sem sjálfs-
vörn í neyð, þá skaltu iðka karate.
M.B.B. fullyrðir að karate sé fund-
ið upp af Japönum til að græða pen-
inga. Ég spyr M.B.B.: Hvernig græða
Japanir á karate?
M.B.B. talar um að karate sé kryd-
dað óskiljanlegum orðum og öskrum
og telur þau til að auka einbeitingu
og sálarfróun. Þetta sýnir vel þröng-
sýni M.B.B. M.B.B. telur að skilji
hann/hún ekki japönsk orð þá hljóti
þetta að vera af hinu illa. Hver hreyf-
ing og aðgerð hefur sitt nafn á jap-
önsku. Öskur á aðeins að gefa frá
sér á ákveðnum augnablikum og eru
til að auka kraft og spennu vöðva.
M.B.B. spyr hvort það sé gróða-
fíkn, sem fái menn til að kenna kar-
ate og ásakar forsvarsmenn íþróttar-
innar um að taka stórfé af sveitarfé-
lögum og foreldrum barna. Nú spyr
ég forsvarsmenn karate á íslandi:
Eruð þið orðnir margmilljónerar af
að eyða öllum kvöldum og helgum í
kennslu íþróttarinnar fyrir smáaura?
M.B.B. talar um að hann hafí séð
í sjónvarpi einn þátttakanda á kar-
atemóti gráti nær af sársauka og
niðurlægingu eftir að hafa fengið í
sig spark. Ég skal upplýsa M.B.B.
um það að á æfingum og á mótum
má mjög lítið koma við andstæðing-
inn. Til dæmis má alls ekki slá eða
sparka í andlit. Einnig má ekki
sparka eða slá af afli í bol andstæð-
ings. Ef slíkt kemur fyrir í keppni
missir gerandinn stig eða tapar jafn-
vel glímunni ef um alvarlegt brot er
að ræða. Slys geta komið fyrir í öll-
um íþróttum. Slys og meiðsli á mönn-
um eru mun sjaldgæfari í karate en
t.d. fótbolta eða handbolta. Allir sem
séð hafa fótbolta vita hvernig menn
eru felldir og í þá sparkað en í kar-
ate má varla koma við andstæðing-
inn. Auk þess er glíma tveggja and-
stæðinga aðeins annar hluti karate-
keppni. Hinn hlutinn er svokallað
KUMITE, en þar er enginn andstæð-
ingur.
Að lokum vil ég segja að karate
er eina íþróttin, sem ég hef kynnst,
sem eflir allan líkamann og hugann
að auki. Þar er engin aðgreining eft-
ir kyni eða aldri; allir æfa saman en
hver og einn gerir eins og hann get-
ur, helst betur.
Gylfi Skarphéðinsson
Slagsíða á emb-
ættisprófum
í almanaki Þjóðvinafélagsins bírt-
ast árlega úrslit lokaprófa við Há-
skóla íslands. í almanakinu 1991 eru
birt úrslit þessara embættisprófa á
árinu 1989.
Mikill munur á úrslitum prófa í
læknadeild annars vegar og laga-
deild hjns vegar vekur sérstaka at-
hygli. í læknadeild luku 40 lækna-
nemar embættisprófi í læknisfræði,
einn með ágætiseinkunn, 33 með 1.
eink. (82,5%) og 6 með 2. eink.
(15%). í lagadeild tóku 48 laganemar
embættispróf í lögfræði, 17 með 1.
eink. (35,4%) og 31 með 2. eink.
(64,6%). Þessi áberandi'slagsíða hlýt-
ur að vekja ýmsar spurningar. Til
dæmis: Er almenn námsgeta svona
misgóð í þessum deildum? Er kennsl-
an ekki sambærileg? Eru prófkröfur
óeðlilega frábrugðnar?
Gaman væri og fróðlegt að heyra,
hvað viðkomandi háskóladeildir hafa
um þetta að segja.
J.H.G.
Víkveiji skrifar
að er ánægjulegt hversu sund-
laugarnar eru vinsælar. Þang-
að sækir fólk heilsubót og ánægju
í ríkum mæli, en sund er einhver
allra besta heilsurækt sem hægt
er að hugsa sér, veitir alhliða hreyf-
ingu, yfirleitt úti undir berum
himni. Skemmtilegt er að fylgjast
með því hvernig mismunandi þjóð-
félagshópar skiptast á um að koma
í sund. Fyrst á morgnana koma
vinnandi menn og konur, taka góð-
an sundsprett og setjast smástund
í heita pottinn áður en haldið er til
vinnu. Síðan streyma að eldri borg-
arar, en aðsókn þeirra að laugunum
hefur aukist jafnt og þétt undanfar-
in ár. í hádeginu koma vinnuþræl-
arnir sem ekki orkuðu að vakna um
morguninn, sleppa hádegismatnum
og synda í staðinn. Sameiginlegt
öllum þessum hópum er, að í sund-
laugarnar sækja þeir ekki einvörð-
ungu holla hreyfingu, heldur einnig
félagsskap, sem er gamla fólkinu
örugglega mikilvægastur. Smám
saman myndast greinilega kunn-
ingsskapur og menn spjalla og
skiptast á skoðunum. Víkvetji veit
að mörgum útlendingum, sem hing-
að koma, finnst mikið til um „sund-
laugamenningu okkar íslendinga
og sækjast eftir að komast í snert-
ingu við hana þegar þeir eru hér á
ferð. Menn sem starfa að ferðamál-
um fullyrða einmitt, að góð leið
fyrir útlendinga til að kynnast ís-
lendingum, sé að fara í sund og
gefa sig á tal við menn í heita pott-
inum.
XXX
Fyrir tilstuðlan nýrrar tækni
varð bylting fyrir nokkrum
árum í útgáfu iítilla fréttablaða úti
á landi, sem fólst í því að mun
auðveldara var að gefa út slík blöð.
Litlar prentsmiðjur eru nú nánast
í hverju plássi með þeim tækjakosti
sem til þarf. Tölvur eru orðnar al-
menningseign og með viðeigandi
forritum getur hver sem er gefið
út sitt blað. Að vísu má sjá á útliti
margra þeirra, að fagkunnáttu er
varla til að dreifa, en taka verður
viljann fyrir verkið. Slík blöð eru
margvísleg, sum reyndar lítið annað
en auglýsingapésar með sjónvarps-
dagskrá, en oftar liggur metnaður
að baki, sem felst í því að afla
greina og frétta úr nágrenninu.
Slík blöð hafa reynst góður vett-
vangur til umræðna um atvinnulíf
og menningu byggðarlaganna, sem
dagblöð og útvarpsstöðvar hafa
enga burði til að sinna. Hér í Morg-
unblaðinu birtist gríðarlega mikið
af fréttum af landsbyggðinni og
fréttaritarar blaðsins eru trúlega
þeir allra virkustu sem um getur
hjá íslenskum fjölmiðlum. Slíkur
fréttaflutningur er auðvitað afskap-
lega mikilvægur íbúum viðkomandi
byggðarlaga og öðrum landsmönn-
um sem vilja fylgjast með atburðum
víðar en' af Reykjanesinu. Þrátt fyr-
ir það gegna lítil fréttablöð á lands-
byggðinni mikilvægu hlutverki og
ótæmandi möguleikar sem felast í
útgáfu þeirra, þó umfangið sé lítið.
Návígið er sterkasta vopn þeirra í
samkeppni við stóra fjölmiðla eins
og t.d. Morgunblaðið. Öll þessi litlu
blöð hafa lítið svigrúm, enda fjár-
hagur þeirra þröngur, áskrifendur
fáir og auglýsingatekjur rýrar. Það
er því enn meira afrek að halda
þeim gangandi, eins ogt.d. aðstand-
endum Feykis á Sauðárkróki hefur
tekist, en tíu ár eru núna frá því
útgáfa hans hófst. Trúlega hefur
þetta tekist vegna þess að almenn-
ingur þar gerir sér grein fyrir mikil-
vægi þess að í byggðárlaginu sé
blað til að miðla fréttum og skoð-
anaskiptum án íhlutunar stjórnmáL
aflokka eða fyrirtækja.