Morgunblaðið - 06.04.1991, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ IÞROl I IR LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991
SKIÐAMOT ÍSLANDS I SELJALANDSDAL VIÐ ISAFJORÐ
ÚRSLIT
Skíðamót íslands
Svig kvenna:
Ásta Halldórsdóttir, ísafirði,.....1.32,41
Guðrún Kristjánsdóttir, Akureyri, ....1.33,32
María Magnúsdóttir, Akureyri,.....1.33,69
Harpa Hauksdóttir, Akureyri,......1.38,24
Eva Jónasdóttir, Akureyri..........1.38,38
Guðný Hansen, Reykjavík,..........1.38,79
Margrét Rúnarsdóttir, Reykjavík, ....1.39,41
Þórdís Hjörleifsdóttir, Reykjavík,.1.39,74
Heiða Knútsdóttir, Reykjavík......1.41,93
Lilja Guðmundsdóttir, Reykjavík,..1.49,80
Svig karla:
Valdemar Valdemarsson, Akureyri, .1.24,56
Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri....1.24,72
Daníel Hilmarsson, Dalvík,........1.25,20
Jóhannes Baldursson, Akureyri,.....1.25,92
Jón Ingvi Árnason, Akureyri,......1.26,59
Arnór Gunnarsson, ísafirði,.......1.26,62
Egill Ingi Jónsson, Reykjavík.....1.27,91
Gunnlaugur Magnússon, Akureyri,.. 1.29,08
Jóhann Gunnarsson, ísafírði.......1.30,77
Ásþór Sigurðsson, Reykjavík........1.31,42
3x10 km boðganga 16 ára og eldri karla:
1. Akureyri..................... 1:39.28
(Kristján Ó. Ólafsson, Rögnvaldur D.
Ingþórsson, Haukur Eiríksson).
2. Ólafsfjörður...................1:41.07
(Ólafur Björnsson, Tryggvi Sigurðsson,
^ Sigurgeir Svavarsson).
3. ísafjörður................... 1:45.49
(Daníel Jakobsson, Árni Freyr Elíasson,
Gísli Einar Árnason).
4. B-sveit Ólafsfjarðar...........1:48.57
(Kristján Hauksson, Bjartmar Guð-
mundsson, Bergur Björnsson).
■Fyrstu menn gengu með hefðbundinni
aðferð en hinir með fijálsri aðferð. Rögn-
valdur Ingþórsson, Akureyri, fékk besta
tíma þeirra, sem gengu með fijálsri aðferð,
30,56 mínútur. Daníel Jakobsson, ísafirði,
fékk besta tíma þeirra, sem gengu með
hefðbundinni aðferð, 35,00 mín.
■Þetta var annað árið í röð, sem Akur-
eyringar sigra í boðgöngu á Skíðamóti ís-
lands.
Handbolti
Úrslitakeppni 2. deildar karla
Efri hluti:
UBK-Völsungur...............27:21
Körfuknattleikur
Leikir í NBA í fyrrinótt:
-Boston Celtics-New Jersey Nets.123:104
Charlotte Homet -Atlanta Hawks 98:91
Morgunblaðið/KGA
Asta Halldórsdóttir spáir í spilin í rásmarkinu. Arnór Jónatansson, ræsir,
virðist gefa henni góð ráð.
Ásta þrefald-
ur meistarí
- sigraði í svigi þriðja árið í röð
ÁSTA Halldórsdóttirfrá ísafirði
sannaði það enn einu sinni að
hún er besta skíðakona lands-
ins er hún sigraði í svigi á
Skíðalandsmótinu á ísafirði í
gær. Þetta var þriðja árið í röð
sem hún vinnur svigið. Hún
sigraði einnig í alpatvíkeppni
og hefur því fullt hús — hefur
unnið þrjá titla af þremur
mögulegum og á möguleika á
þeim fjórða í dag, en þá verður
keppt í samhiiðasvigi.
Asta var í öðru sæti eftir fyrri
umferð, hálfri sek. á eftir
Guðrúnu H. Kristjánsdóttur frá
Akureyri. í síðari umferð gaf Ásta
allt í botn og náði
ValurB. langbesta tímanum
Jónatanssop og var 1,5 sek. á
skrífar undan Guðrúnu.
Akureyrarstúlkur
komu-í næstu þremur sætum, María
Magnúsdóttir, Harpa Hauksdóttir
og Eva Jónasdóttir.
„Ég átti ekki von á því að geta
náð upp forskoti Guðrúnar frá því
í fyrri umferð. En það er eins og
mér gangi alltaf betur undir pressu.
Þetta sama kom upp í stórsviginu,
þá var ég einnig á eftir Guðrúnu í
fyrri umferð," sagði Ásta, sem vann
svigtitilinn þriðja árið í röð.
Guðrún sagði að það væri slæmt
að tapa niður forskotinu frá því í
fyrri ferð annan daginn í röð. „Ég
var taugaóstyrk fyrir síðari umferð-
ina, en var ákveðin í að standa mig
og keyrði eins og ég gat. En það
fór ekki eins og ég hafði óskað
mér,“ sagði Guðrún.
Aðeins 10 stúlkur af 19 sem
hófu keppni komust klakklaust í
gegnum báðar umferðir. Nýfaliinn
snjór var í ijallinu en ágætis skíða-
færi.
Valdemar stóð óvænt
uppi sem sigurvegari
Portland-Washington Bullets ....105:96
Minnesota-Denver Nuggets.......134:122
San Antonio-Milwaukee Bucks....105:101
Chicago Bulls-New York Knicks...101:91
Los Angeles Lakers-Phoenix Suns.... 102:98
Leikir á miðvikudag:
Cleveland-New York Knicks........95:84
Houston Rockets-Dallas Mavericks ..102:86
Philadelphia 76ers-Indiana Pacers ..107:104
Utah Jazz-Los Angeles Clippers...99:97
Seattle-Sacramento Kings........106:91
Golden State Warriors-Miami....127:114
Leikir á þriðjudag:
Detroit-Charlotte................83:78
Boston-New Jersey................94:77
Milwaukee-Philadelphia.........121:104
Washington-Cleveland............101:82
Portland-Minnesota..............104:93
IA Lakers-San Antonio..........122:115
Dallas-Denver..................133:126
Chicago-Orlando.............. 106:102
Phoenix-Utah Jazz..............131:117
Sacramento - Miami Heat........ 96: 90
Íshokkí
NHL-deildin. I. umferð úrslitakeppninn-
ar:
Detroit Red Wings-St Louis Blues 6:3
Minnesota-Chicago Black Hawks 4:3
Edmonton Oilers-Calgary Flames 3:1
Vancouver Canucks-Los Angeles Kings 6:5
Hartford Whalers-Boston Bruins......5:2
Montreal Canadiens-Buffalo Sabres...7:5
New Jersey-Pittsburgh Penguins......3:1
New York Rangers-Washington.........2:1
AKUREYRINGURINN Valdemar
Valdemarsson varð íslands-
meistari í svigi karla í fyrsta
sinn í gær. Enginn reiknaði
með því að hann stæði uppi
sem sigurvegari eftir fyrri um-
ferð þyí þá var hann með 6.
besta tímann. En Valdemar átti
hreint frábæra síðari ferð og
það dugði honum því þeir
Kristinn Björnsson og Örnólfur
Valdimarsson, sem höfðu
bestu tímana eftir fyrri umferð,
féllu báðir úr keppni. Valdemar
sigraði einnig í alpatvíkeppni.
JT
Eg gerði mér vonir um að kom-
ast á verðlaunapall eftir fyrri
umferð, en að ég stæði uppi sem
sigurvegari óraði mig ekki fyrir.
Ég lagði ailt undir í síðari umferð-
inni og það gekk upp. En það hefði
verið enn skemmtilegra að vinna
ef Kristinn og Örnólfur hefðu kom-
ist niður,“ sagði Valdemar.
Valdemar fór fjórði í rásröðinni
niður í síðari umferð en Örnólfur
og Kristinn voru ræstir númer 9
og 10. Valdemar fylgdist því
spenntur með er þeir fóru niður.
„Það tók mjög á taugarnar að horfa
á þá fara niður,“ sagði hann.
Vilhelm Þorsteinsson var með
þriðja besta tímann eftir fyrri ferð
og bætti sig um eitt sæti eftir síðari
umferðina. Hann varð einnig annar
í alpatvíkeppni þar sem hann varð
þriðji í stórsviginu. Daníel Hilmars-
son frá Dalvík kom mjög á óvart
með því að hafna í þriðja sæti í
svigkeppninni. Hann hefur verið í
eldlínunni í mörg ár, en hefur ekki
æft mikið síðustu tvö árin. Hann
sýndi að lengi lifir í gömlum glæð-
um.
Kristinn Björnsson var mpð lang
besta tímann eftir fyrri ferð, tæpri
sekúndu á undan Örnólfi. Kristinn,
sem hefur sýnt ótrúlegar framfarir,
fór ekki langt í síðari umferðinni
því hann flaug út úr brautinn eftir
aðeins 7 hlið. Örnólfur komst aðeins
lengra, krækti fyrir hlið í miðri
braut og var úr leik.
33 keppendur tóku þátt í sviginu
og 18 skiluðu sér í mark.
Morgunblaðið/KGA
Valdemar Valdemarsson, Akureyri, virtist ekki eiga mikla möguleika
eftir að hafa verið í sjötta sæti eftir fyrri umferð, en hér tryggir hann sér sigur
í seinni umferðinni.
DÓIafur Ragnar og Davíð
í sjónvarpinu (RÚV)
á sunnudaginn
kl. 13:30 til 14:30
ALÞÝÐUBAN DALAGIÐ