Morgunblaðið - 19.04.1991, Side 4

Morgunblaðið - 19.04.1991, Side 4
 Aðalfundur SH: Jón Ingvarsson end- urkjörinn formaður Tvennar breytingar á löguni félagsins JÓN Ingvarsson var endurkjörinn formaður stjórnar SH á Aðal- fundi félagsins, sem lauk í gær. Stjórnarkjör fór fram eftir nýjum reglum, en breyting á lögum félagsins þar að lútandi var samþykkt á fundinum. Sömuleiðis var samþykkt breyting, sem heimilar félög- um að selja eignarhlut sinn í SH öðrum félagsmönnum. Samkvæmt breyttum reglum um stjómarkjör var formaður kos- inn sérstaklega í fyrsta sinn í gær. Þá var skipan stjómar breytt þannig, að fallið var frá 9 manna aðalstjóm og jafnfjölmennri vara- stjóm og alls kosnir 14 auk form- annsins í aðalstjóm. Stjórnarmenn skulu sitja tvö ár í senn og árlega skal kjósa 7. Því verður að varpa um það hlutkesti hverjir 7 sitji til tveggja ára og hverjir 7 til eins árs. Tveir menn gengu sjálfkrafa úr stjóm, Ágúst Einarsson úr aðal- stjórn og Jón Friðjónsson úr vara- stjóm, en þeir hafa báðir látið af störfum í hraðfrystiiðnaðinum. Þá VEÐUR gaf Rögnvaldur Ólafsson á Helliss- andi ekki lengur kost á sér til setu í aðalstjóm, en þar hefur hann setið um árabil. Eftirtaldir menn hlutu kosningu nú: Jón Ingvarsson, formaður, Guðfinnur Einarsson, Pétur Þor- steinsson, Jón Páll Halldórsson, Guðmundur Karlsson, Gunnar Ragnars, Aðalsteinn Jónsson, Ól- afur Baldur Ólafsson, Magnús Kristinsson, Svavar B. Magnús- son, Lárus Ægir Guðmundsson, Finnbogi Jónsson, Rakel Olsen, Brynjólfur Bjamason og Haraldur Sturlaugsson. Frá viðræðufundi íslenskra og breskra stjórnvalda í utanríkisráðuneytinu um hafsbotnsréttindi á Hat- ton-RockalI-svæðinu. Viðræður um Hatton-Rockall: Stefnt á að ljúka sameig- inlegri skýrslu í haust FULLTRÚAR islenskra og breskra stjórnvalda héldu í gær fund um hafsbotnsréttindi á Hatton-Rockall-svæðinu. Á fund- inum var rædd sameiginleg VEÐURHORFUR I DAG, 19. APRIL YFIRLIT: Yfir Austur-Grænlandi, íslandi og hafinu suður undan er víðáttumikið háþrýstisvæði. Við Hvarf er lægðardrag sem þokast norðaustur. SPÁ: Hæg vestlæg átt, víðast skýjað og súld suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðan- og norðaust- anátt og kalt. Skýjað og dálítil él um norðanvert landið, en þurrt og víðast léttskýjað syðra. TAKN: Heiðskírt s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 1 hálfskýjaö Reykiavik 6 léttskýjað Bergen 5 skýjaö Helsinki 3 skýjað Kaupmannahöfn 5 úrkoma Narssarssuaq 3 rigning Nuuk +2 skafrenningur Ósló 4 úrkoma Stokkhólmur +1 snjóél Þórshöfn 3 snjóél Atgarve 17 skýjað Amsterdam 6 rigning Barcelona 16 heiðskírt Berlrn 5 úrk.ígrennd Chicago 6 skýjað Feneyjar 7 rigning Frankfurt 6 skýjað Glasgow 10 háifskýjað Hamborg S úrkoma Las Palmas vantar London 6 rlgning LosAngeles 11 léttskýjað Lúxemborg '4 snjóél Madrfd 13 léttskýjað Malaga 19 skýjað Mállorca 13 súld Montreal 4 skur NewYork 8 alskýjað Orlando vantar París 7 skúr Róm 14 rigníng Vín 8 alskýjað Washington 13 Þokumóða Winnipeg +5 léttskýjað skýrsla um hafsbotnsmál á svæð- inu og ákveðið að stefnt skyldi að því, að Ijúka gerð skýrslunnar í haust. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir, að fundurinn hafi verið hald- inn í samræmi við ákvörðun á fundi Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra og Williams Walde- grave varautanríkisráðherra Bret- lands í fyrrasumar. í frétt ráðuneytisins segir að á fundinum í gær hafi verið gerð grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið við að semja sameigin- lega skýrslu um hafsbotnsmál á Hatton-Rockall-svæðinu, sem geti verið grundvöllur pólitískrar lausn- ar á deilu um þessi hafsbotnsrétt- indi. Þá segir að á þessum fundi hafi í fyrsta sinn verið kallaðir til jarðfræðingar af hálfu beggja landa. Þá segir að stefnt sé að því að Ijúka sameiginlegu skýrslunni á hausti komanda. Af íslands hálfu sátu fundinn Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra, Guðmundur Eiríksson þjóð- réttarfræðingur, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, Þröstur Ólafsson ráðgjafi utanríkisráð- herra, Þorsteinn Ingólfsson ráðu- neytisstjóri og sérfræðingarnir dr. Manik Talwani, dr. Guðmundur Pálmason og Karl Gunnarsson: Af hálfu Breta sátu fundinn David Anderson þjóðréttarfræðing- ur, jarðfræðingarnir John V. Brooks og James H. Aitken og Alper Mehmet staðgengill breska sendi- herrans í Reykjavík. Fjórði áfanffi við Ar- bæjarskóla boðinn út Gengið frá lóð við Foldaskóla BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Alvcrks hf., sem bauð 48,3 millj- ónir í byggingu 4. áfanga Árbæj- arskóla. Jafnframt er samþykkt að taka tilboði Garðaprýði hf., 15,6 milljónir, í frágang skólalóð- ar við Foldaskóla. í fjórða áfanga Árbæjarskóla eru samtals 866 fermetrar, átta kennsl- ustofur og tvö hópkennsluherbergi á tveimur hæðum. Miðað er við að gengið verði frá annarri hæðinni í þessum áfanga og á verkinu að vera lokið í september. Þorvaldur Kristmundsson arkitekt er hönnuð- ur hússins. Nítján tilboð bárust í verkið og var tilboð Alverks hf. lægst eða 89% af kostnaðaráætlun. Við Foldaskóla verður gengið frá lóðinni að sunnanverðu og þá aðal- lega á leiksvæði. Hönnuðir eru Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson landslagsarkitektar. Til- boð Garðaprýði hf. var lægst af ellefu tilboðum, sem bárust eða 74% af kostnaðaráætlun. Áróður úr úðabrúsum SLAGORÐ annars stjórnmála- flokks voru sprautuð með úða- brúsa á hús Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, í fyrrinótt. Síðar um nóttina, klukkan 4.05, kom í ljós að sama var uppi á ten- ingnum á húsi við Ingólfsstræti, sem Sjálfstæðisflokkurinn rekur kosningaskrifstofu í. Ekki er vitað hveijir voru að verki. Lést í bifhjólaslysi Maðurinn, sem lést í bifþjóla- slysi á Laugaveginum á miðviku- dag, hét Jón Sigurður Halldórs- son, til heimilis á Austurströnd 10 á Seltjarnarnesi. Jón var á 33. aldursári, fæddur 27. júlí 1958. Hann var sonur Önnu Einarsdóttur, verslunarstjóra hjá Máli og menningu, og Halldórs Jóns- sonar ökukennara frá ísafírði. Eldri bróðir Jóns er Einar, en yngri systk- ini Gunnar Þorsteinn og Fríður. Jón gaf út um tíma blaðið Mótor- sport og rak bílasöluna Bílamiðstöð- ina, Skeifunni 8. Þar var einnig til húsa umboð hans fyrir Porsche-bíla á íslandi. Hann tók þátt í mörgum akstursíþróttakeppnum. Sambýliskona Jóns S. Halldórs- sonar var Louise Dahl og áttu þau eina dóttur, Caroline Dahl Jónsdótt- ur, sem er Vh árs. Auk þess átti Jón tvær dætnr, 1 _ Jón S. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.