Morgunblaðið - 19.04.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.04.1991, Qupperneq 4
 Aðalfundur SH: Jón Ingvarsson end- urkjörinn formaður Tvennar breytingar á löguni félagsins JÓN Ingvarsson var endurkjörinn formaður stjórnar SH á Aðal- fundi félagsins, sem lauk í gær. Stjórnarkjör fór fram eftir nýjum reglum, en breyting á lögum félagsins þar að lútandi var samþykkt á fundinum. Sömuleiðis var samþykkt breyting, sem heimilar félög- um að selja eignarhlut sinn í SH öðrum félagsmönnum. Samkvæmt breyttum reglum um stjómarkjör var formaður kos- inn sérstaklega í fyrsta sinn í gær. Þá var skipan stjómar breytt þannig, að fallið var frá 9 manna aðalstjóm og jafnfjölmennri vara- stjóm og alls kosnir 14 auk form- annsins í aðalstjóm. Stjórnarmenn skulu sitja tvö ár í senn og árlega skal kjósa 7. Því verður að varpa um það hlutkesti hverjir 7 sitji til tveggja ára og hverjir 7 til eins árs. Tveir menn gengu sjálfkrafa úr stjóm, Ágúst Einarsson úr aðal- stjórn og Jón Friðjónsson úr vara- stjóm, en þeir hafa báðir látið af störfum í hraðfrystiiðnaðinum. Þá VEÐUR gaf Rögnvaldur Ólafsson á Helliss- andi ekki lengur kost á sér til setu í aðalstjóm, en þar hefur hann setið um árabil. Eftirtaldir menn hlutu kosningu nú: Jón Ingvarsson, formaður, Guðfinnur Einarsson, Pétur Þor- steinsson, Jón Páll Halldórsson, Guðmundur Karlsson, Gunnar Ragnars, Aðalsteinn Jónsson, Ól- afur Baldur Ólafsson, Magnús Kristinsson, Svavar B. Magnús- son, Lárus Ægir Guðmundsson, Finnbogi Jónsson, Rakel Olsen, Brynjólfur Bjamason og Haraldur Sturlaugsson. Frá viðræðufundi íslenskra og breskra stjórnvalda í utanríkisráðuneytinu um hafsbotnsréttindi á Hat- ton-RockalI-svæðinu. Viðræður um Hatton-Rockall: Stefnt á að ljúka sameig- inlegri skýrslu í haust FULLTRÚAR islenskra og breskra stjórnvalda héldu í gær fund um hafsbotnsréttindi á Hatton-Rockall-svæðinu. Á fund- inum var rædd sameiginleg VEÐURHORFUR I DAG, 19. APRIL YFIRLIT: Yfir Austur-Grænlandi, íslandi og hafinu suður undan er víðáttumikið háþrýstisvæði. Við Hvarf er lægðardrag sem þokast norðaustur. SPÁ: Hæg vestlæg átt, víðast skýjað og súld suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðan- og norðaust- anátt og kalt. Skýjað og dálítil él um norðanvert landið, en þurrt og víðast léttskýjað syðra. TAKN: Heiðskírt s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 1 hálfskýjaö Reykiavik 6 léttskýjað Bergen 5 skýjaö Helsinki 3 skýjað Kaupmannahöfn 5 úrkoma Narssarssuaq 3 rigning Nuuk +2 skafrenningur Ósló 4 úrkoma Stokkhólmur +1 snjóél Þórshöfn 3 snjóél Atgarve 17 skýjað Amsterdam 6 rigning Barcelona 16 heiðskírt Berlrn 5 úrk.ígrennd Chicago 6 skýjað Feneyjar 7 rigning Frankfurt 6 skýjað Glasgow 10 háifskýjað Hamborg S úrkoma Las Palmas vantar London 6 rlgning LosAngeles 11 léttskýjað Lúxemborg '4 snjóél Madrfd 13 léttskýjað Malaga 19 skýjað Mállorca 13 súld Montreal 4 skur NewYork 8 alskýjað Orlando vantar París 7 skúr Róm 14 rigníng Vín 8 alskýjað Washington 13 Þokumóða Winnipeg +5 léttskýjað skýrsla um hafsbotnsmál á svæð- inu og ákveðið að stefnt skyldi að því, að Ijúka gerð skýrslunnar í haust. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir, að fundurinn hafi verið hald- inn í samræmi við ákvörðun á fundi Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra og Williams Walde- grave varautanríkisráðherra Bret- lands í fyrrasumar. í frétt ráðuneytisins segir að á fundinum í gær hafi verið gerð grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið við að semja sameigin- lega skýrslu um hafsbotnsmál á Hatton-Rockall-svæðinu, sem geti verið grundvöllur pólitískrar lausn- ar á deilu um þessi hafsbotnsrétt- indi. Þá segir að á þessum fundi hafi í fyrsta sinn verið kallaðir til jarðfræðingar af hálfu beggja landa. Þá segir að stefnt sé að því að Ijúka sameiginlegu skýrslunni á hausti komanda. Af íslands hálfu sátu fundinn Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra, Guðmundur Eiríksson þjóð- réttarfræðingur, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, Þröstur Ólafsson ráðgjafi utanríkisráð- herra, Þorsteinn Ingólfsson ráðu- neytisstjóri og sérfræðingarnir dr. Manik Talwani, dr. Guðmundur Pálmason og Karl Gunnarsson: Af hálfu Breta sátu fundinn David Anderson þjóðréttarfræðing- ur, jarðfræðingarnir John V. Brooks og James H. Aitken og Alper Mehmet staðgengill breska sendi- herrans í Reykjavík. Fjórði áfanffi við Ar- bæjarskóla boðinn út Gengið frá lóð við Foldaskóla BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Alvcrks hf., sem bauð 48,3 millj- ónir í byggingu 4. áfanga Árbæj- arskóla. Jafnframt er samþykkt að taka tilboði Garðaprýði hf., 15,6 milljónir, í frágang skólalóð- ar við Foldaskóla. í fjórða áfanga Árbæjarskóla eru samtals 866 fermetrar, átta kennsl- ustofur og tvö hópkennsluherbergi á tveimur hæðum. Miðað er við að gengið verði frá annarri hæðinni í þessum áfanga og á verkinu að vera lokið í september. Þorvaldur Kristmundsson arkitekt er hönnuð- ur hússins. Nítján tilboð bárust í verkið og var tilboð Alverks hf. lægst eða 89% af kostnaðaráætlun. Við Foldaskóla verður gengið frá lóðinni að sunnanverðu og þá aðal- lega á leiksvæði. Hönnuðir eru Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson landslagsarkitektar. Til- boð Garðaprýði hf. var lægst af ellefu tilboðum, sem bárust eða 74% af kostnaðaráætlun. Áróður úr úðabrúsum SLAGORÐ annars stjórnmála- flokks voru sprautuð með úða- brúsa á hús Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, í fyrrinótt. Síðar um nóttina, klukkan 4.05, kom í ljós að sama var uppi á ten- ingnum á húsi við Ingólfsstræti, sem Sjálfstæðisflokkurinn rekur kosningaskrifstofu í. Ekki er vitað hveijir voru að verki. Lést í bifhjólaslysi Maðurinn, sem lést í bifþjóla- slysi á Laugaveginum á miðviku- dag, hét Jón Sigurður Halldórs- son, til heimilis á Austurströnd 10 á Seltjarnarnesi. Jón var á 33. aldursári, fæddur 27. júlí 1958. Hann var sonur Önnu Einarsdóttur, verslunarstjóra hjá Máli og menningu, og Halldórs Jóns- sonar ökukennara frá ísafírði. Eldri bróðir Jóns er Einar, en yngri systk- ini Gunnar Þorsteinn og Fríður. Jón gaf út um tíma blaðið Mótor- sport og rak bílasöluna Bílamiðstöð- ina, Skeifunni 8. Þar var einnig til húsa umboð hans fyrir Porsche-bíla á íslandi. Hann tók þátt í mörgum akstursíþróttakeppnum. Sambýliskona Jóns S. Halldórs- sonar var Louise Dahl og áttu þau eina dóttur, Caroline Dahl Jónsdótt- ur, sem er Vh árs. Auk þess átti Jón tvær dætnr, 1 _ Jón S. Halldórsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.