Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 9
Gott fólk / SlA 760S - 27 A MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1991 9 o o m □ □ o o o o Varðveisla og mcðhöndlun yósmynda O*"* Námstefna um Ijósmyndasöfn verður haldin S á Hótel Holiday Inn, þriðjudaginn 14. maí ts M kl. 13.00-17.15. Hl O Skráning til 10. maí hjá Kristínu Geirsdóttur O |3| vs. 600814, hs. 82074, og Stefaníu Júlfus- |g| Q dóttur vs. 694542, hs. 45041. Q ISIIallDllallDllDlÍallallDllDllDllDliaÍlDHDllDHal Áskriftar- saga Þórs og Bjargar Hjónin Þór og Björg hafa verið áskrifendur að spariskírteinum ríkissjóðs frá því í mars 1989 og hvort þeirra hefur keypt spariskírteini mánaðarlega fyrir 5.000 kr. í maí 1991 hafa þau safnað um 353.000 kr. og þar af eru vextir og verðbætur hvorki meira né minna en um 83.000 kr. Þetta dæmi sýnir að það borgar sig aö spara með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Hvernig líður þínum sparnaði? Ert þú ekki örugglega áskrifandi? Hringdu eða komdu í Þjónustumiðstöð rtkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar um áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Þjónustumiðstöðin er fyrir fólkið í landinu. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæö, stmi 91 - 62 60 40 og Kringlunni, sími 91 - 68 97 97 Þnöjudagur 7. mai 199 ALÞYÐUBUBIB HVERFISQÖTU 8-10 - REYKJAVlK - SlMI 625566 Otgefandi: Blaö hf. Framkvaamdaat|órt: Hékon Hékonarson Rltstjóri: Ingólfur Margoirsson Fróttastjóri: Jón Blrglr Pótursson Auglýsingastlóri: Hlnrik Ounnar Hllmarsson Draifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddl hf. SfMI 625566 Eftlr lokun sklptlborðs: Rltstjóm: 625538 Dreifing. 625539 Taeknidelld: 620055 Fax: 627019 ITAUR STYDJA o SJÓNARMID ÍSLANDS Ufkníjer heimsókn Frencesco Coasiga. forseta IteL hafe mikiö að aegja um hina endaniegu niðurstöðo efa til farsasldar og aukinnar hagsaaldar Tollfrjáls aðgangur sjávarvöru á Evrópumarkaði Cossiga, forseti Ítalíu, og Michelis, utanríkisráðherra Ítalíu, lýstu því yfir, er þeir komu hingað til lands á dögunum, að þeir hefðu fullan skilning á sérstöðu íslands og að ítalir styddu sjónarmið íslendinga í viðræðum EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði. Staksteinar glugga í dag í forystugrein Alþýðublaðsins og Dagþlaðs- ins um þetta efni. Miklirhags- munir í húfi Alþýðublaðid segir in.a. í forystugrein i gær að „niiklir hagsmunir séu í húfi fyrir Islendinga að fá tollfijálsan aðgang eða lægri tolla fyrir fisk- afurðir sinar til EB-land- anna“. Stuðningur ítala í EES-viðræðum sé því n\jög mikilvægur. Orð- rétt: „Þegar jafnviðamiklar samningaviðræður eiga sér stað og um hið evr- ópska efnahagssvæði er eðlilegt að þær séu í senn bæði erfiðar og flóknar. Annars vegar snúa þær beint að Evrópubanda- laginu og embættis- mannakerfi þess og hins vegar að hinum pólitísku valdhöfum i aðildarrikj- um EB. Ljóst er að póli- tískir leiðtogar hinna ein- stöku EB-Ianda koma til með að liafa mikið að segja um hina endanlegu niðurstöðu varðandi þau inál seni ekki er sam- staða um. Ekki alls fyrir löngu þegar Mitterrand Frakklandsforseti var hér í heimsókn lýsti hann yfir stuðningi við sér- stöðu íslands hvað varð- ar sjávarútvegsmál í EES-viðræðunum og nú hefur forseti Ítalíu bætzt i þann hóp þjóðhöfðingja sem tekur í sama streng...“ Alþýðublaðið segir að ljóst sé að vel hafi til tekizt að kynna málstað íslands meðal Evrópu- þjóða. Styrkir samn- ingsstöðuna Alþýðublaðið segir: „Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráð- herra hefm’ nú fengið fullt umboð nýrrar í-ikis- stjórnar til að ljúka samningsgerð um evr- ópska efnahagssvæðið. Það er að sjálfsögðu háð því skilyrði eins og áður, að ekki komi til greina að heimila ríkjum EB aðgang að íslenzkri fisk- veiðilögsögu í stað tolla- lækkana á sjávarafurð- um. Eru það umskipti frá því sem var í fyrri ríkis- stjórn, þegar meim og flokkar voru með fyrir- vara út og suður. Það styrkir samningsstöðu utanríkisráðherra að fá afdráttarlaust samnings- umboð þvi löngum liefur reynst erfitt að seirýa við menn ef samningsumboð hefur verið takmarkað. Nú þegar hillir undir lok samningaviðræðna um evrópska efnahags- svæðið verða menn að vera tilbúnir að taka ákvarðanir. Náist viðun- andi niðurstaða i þvi máli verður það þjóðinni án efa til farsældar og aukinnar liagsældar." Mikilvægi milliríkja- verzlunar Forystugrein Alþýðu- blaðsins lýkur með þess- um orðum: „í heimi sem er sífelld- um breytingum undir- orpinn þurfa menn að halda vöku sinni. Þar lifa meim skammt á fornri frægð eða afrekum gær- dagsins. Þetta er harður heimur sem við lifum í og á lionum byggjum við hluta okkar velsældar. íslendingar vi\ja ekki i vera nein ölmusuþjóð og I þurfa ekki að vera það. Þcir mega ekki vera svo litlir i sér að þeir þori ekki að starfa með öðr- um þjóðum.að semeigin- legum hagsmunamálum. Þeir mega ekki vera haldnir þeirri vanmáttar- kemid að halda að sífellt sé verið að plata þá. Auður Islands byggist öðru fremur á verzlun og viðskiptum við aðrar þjóðir og á þeim vett- vangi verður þjóðin að standa sig, vilji hún búa við lífskjör sem jafnast á við það sem gerist í ná- grannalöndunum. Óttinn við samkeppni má ekki verða til þess að þjóðin loki sig imii og þori ekki að beijast fyrir hags- munmn sinum innan Evr- ópu eða á alþjóðlegum vettvangi. Það er kald- hæðni örlaganna að þeir sem hæst gapa um ágæti þjóðarhuiar eru iðulega þeir liinir sömu sem inesta vantrú hafa á henni i heiðarlegri sam- keppni við aðrar þjóðir. Það er hverri þjóð nauð- synlegt að hafa sjálfs- traustið í lagi, eins og það er nauðsynlegt hveijum einstaklingi. Fari menn að trúa því að þeir séu undinnálsmenn er ekki von á góðu.“ Tímamótí Evrópumálum Islands Fagna ber því að sjón- armið Islands fái aukinn utanaðkomandi stuðn- ing. Dagblaðið Vísir ger- ir því þó skóna í leiðara, að niðurstöður viðræðna geti brugðizt til beggja vona. Þar segir m.a.: „Ef þessar viðræður fara út um þúfur, ber næst að reyna tvíhliða viðræður, þ.e.a.s. að ís- lendingar taki einir upp viðræður við bandalagið. Sá kostur hefur alltaf verið talinn lakari því það sé sterkara að hafa aðrar EFTA-þjóðir í sam- floti. En þess ber að minnast að sjálfstæðis- menn hafa viljað fara þá leið og með stjómarþátt- töku þeirra er allt eins líklegt að tvíhliða viðræð- ur verði reyndar ef allt um þrýtur. Síðar í þess- um iliánuði verður liald- inn ráðherrafundur EFTA og EB og þá mun líklega verða úr því skor- ið, hvert framlialdið verður. Allt bendir því til þess að tímamót séu að verða i Evrópumálum ís- lands." SJÓÐUR 1 - VAXTARSJÓÐUR Sameinar eiginleika langtíma- og skammtímabréfa Það er sérkenni Sjóðs 1 að þegar liðið hafa fjögur mánaðarmót frá kaupum fellur innlausnargjald niður þrjá fyrstu virka daga hvers mánaðar. Sjóður 1 hentar því þeim sem vilja góða og örugga ávöxtun sparifjár en vilja líka geta gripið til þess á auðveldan hátt ef þörf krefur. Þessir kostir Sjóðs 1 - Vaxtarsjóðs hafa gert hann að vinsælasta verðbréfasjóði íslenska markaðsins. Verið velkomin í VÍB. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármula 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.