Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 48
svo vel sétryggt SJOVAOrfALMENNAR Fylgstu með hverrí krónu í rekstrínum! BÚ5TJÓRI VtÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR STRENGUR, simi 91-685130 MIÐVIKUDAGUR 8. MAI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Ríkisfjármál: Lánsfjárþörfin yfir 30 milljarðar RÍKISSTJÓRNIN ræddi á fundi sínum í gærmorgun rikisfjármálin og fór yfir gögn frá Þjóðhagsstofnun, Seðlabankanum og fjármála- ráðuneytinu. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að miðað við þau gögn sem nú lægju fyrir, væri ljóst að lánsfjárþörf ríkisins á þessu ári yrði yfir 30 milljarðar króna, en áætlanir um innlendan sparnað gera ekki ráð fyrir að hann verði nema nálægt 27 milljörðum króna. horfir nú við er því talsvert meiri en nemur öllum innlendum sparn- aði,“ sagði Friðrik. Á fundinum í gær voru ekki lagð- ar fram neinar ákveðnar tillögur i ríkisfjármálum, að sögn Friðriks, en ákveðið var að halda sérstakan fund um málið með embættismönn- um nú á laugardaginn, þann 11. maí. Jafnframt sagði fjármálaráð- herra að hann og Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, myndu á þeim fundi kynna þær tillögur sem þeir hefðu um það hvernig lánsfjárþörf- inni yrði mætt og hvar yrði skorið niður. Friðrik sagði að ekki væri hægt að taka ákvarðanir um erlendar lántökur til þess að brúa bilið í láns- fjárþörfinni, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefði ekki heimildir til þess. Hann sagði að það væri augljóst að það yrði að gerast á einhveijum árum að jöfnuði í ríkis- fjármálum yrði náð. Slíkt gæti ekki gerst á örskömmum tíma. „Lánsfjárþörf ríkissjóðs virðist fara yfir 30 milljarða króna á ár- inu, á sama tíma og því er spáð að allur innlendur sparnaður verði á milli 26 og 27 milljarðar króna. Lánsfjárþörf ríkisins eins og málið Meng'unarvarna- búnaður á bíla: I athugun að breyta inn- flutnings- gjöldum í ATHUGUN er að endurskoða álagningu opinberra innflutn- ingsgjalda á nýja bíla, svo meng- unarvarnabúnaður, sem lögum samkvæmt verður að vera á bíl- um af árgerð 1992, leiði ekki til tekjuauka fyrir ríkissjóð. Allir fólksbílar af árgerð 1992 og eldri bílar sem flutt.ir verða inn eftir næstu áramót, verða að vera búnir mengunarvarnabúnaði. Þessi búnaður hækkar innkaupsverð bíl- anna og ofan á það verð leggjast opinber gjöld. Að sögn Eiðs Guðna- sonar umhverfisráðherra viit ist sem útsöluverðið myndi að jafnaði hækka um allt að 10% að óbreyttum regjurn. Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði Eiður fram minnisblað um að breyta álagningu innflutningsgjaldanna þannig að tilkoma mengunai’varna- búnaðar hafi ekki í för með sér tekjuauka fyrir ríkið þess eins vegna, heldur verði hlutur ríkisins óbreyttur. Var ákveðið að .fjármála- ráðuneyti og umhverfísráðuneyti skoðuðu málið nánar. Mjólk hellt niður Margir bændur f Eyjafirði eru langt komnir með mjólkurkvótann ,þó fjórir mánuðir séu eftir af verðlagsárinu. Bændurnir í Holtsseli í Eyjafirði, Guðmundur Jón Guðmundsson og Kristinn Jónsson, eru þegar farnir að hella niður mjólk, eins og sést á þessari mynd sem tekin var af Guðmundi í mjólkurhúsinu í gær. Sjá „Blóðugt að sjá á eftir mjólkinni í svelginn", á Akureyrar- síðu, bls. 28. Náðanir fyrrverandi dómsmálaráðherra: Tveir eiga yfir höfði sér aðra afbrotadóma TVEIR þeirra fimm sakamanna sem Oli Þ. Guðbjartsson fyrrum dómsmálaráðherra náðaði á síðustu dögum sínum í embætti eiga óafgreidd mál í dómskerf- inu, auk þeirra dóma sem náðun- in tók til. Þorsteinn A. Jónsson deildarstjóri í dómsmálaráðu- neytinu staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann kvaðst ekki þekkja önnur dæmi þess að mönnum sem ættu ódæmd mál í réttarkerfinu hefði verið veitt náðun. Jónatan Þór- mundsson prófessor og formaður fullnustumatsnefndar vildi ekki Fyrstu uppgræðsluaðgerðir ársins: Melfræi sáð í gróður- skaða við Olfusárósa Selfossi. SÁNING og dreifing melfræs og áburðar hófst í gær, 6. niaí. Það eru fyrstu uppgræðsluaðgerðirnar á þessu ári á vegum Land- græðslunnar. Um er að ræða samvinnuverkefni Landgræðslunnar og Vegagerðar ríkisins um stöðvun sandfoks á veginn milli Þor- lákshafnar og Eyrarbakka. Miklir gróðurskaðar urðu á þessum slóðum í flóðum í febrúar 1990 og aftur í ofsaveðri 3. febrú- ar nú í vetur. Mikið uppgræðslu- starf hafði verið unnið þarna á undanförnum árum og áratugum með góðum árangij og fullyrt er að engin byggð væri nú á Eyrar- bakka og í Þorlákshöfn ef sand- græðslunnar og íslenska melgres- isins hefði ekki notið við. í ofsaveðrinu' 3. febrúar bók- staflega tættist gróðurinn upp. Stórir flákar eru þar nú gróður- lausir þar sem sandurinn leikur lausum hala. Á næstu dögum verður sáð í nokkra tugi hektara og borið á eldri sáningar til þess að styrkja þær en aðstæður við ströndina eru mjög erfiðar vegna hins mikla foksands sem þar er og berst stöð- ugt upp úr fjörunni og sjór nær einnig að flæða yfir hiuta af svæð- inu. Þá hefur umferð torfæru- tækja einnig skemmt mikið það starf sem unnið hefur verið með ærnum tilkostnaði, sérstaklega við nýju brúna við Óseyrar- nestanga. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hjalti Oddsson starfsmaður Landgræðslunnar við sáningu við Ölfusárósa. Landgræðsluvörður á þessu svæði er Helgi Jóhannsson frá Núpum í Ölfusi og hefur hann eftirlit með svæðinu. Sig. Jóns. ræða einstök mál en sagði að það væri forsenda náðunar, sem væri úrræði sem aðeins ætti að beita í undantekningartilfellum, að ekki væru ódæmd mál á viðkom- andi sakamann. í öðru ofangreindra tilvika á sakadómur Reykjavíkur eftir að dæma um ákæru vegna tékkafals yfir manni, sem fékk náðun á sex mánaða óskilorðsbundnum fangels- isdómi, en sá á einnig óafgreitt mál sem snýst um skjalafals og er til rannsóknar hjá RLR. í .hinu tilvik- inu er um að ræða konu sem á yfir höfði sér málshöfðun vegna tékkafölsunarmáls, sem er til með- ferðar hjá RLR, en hún var náðuð af átta mánaða fangelsisdómi, þar af voru þrír mánuðir óskilorðs- bundnir. Dómar þeir sem viðkomandi kunna að hljóta vegna hinna óaf- greiddu mála ijúfa ekki það skilorð sem náðun þeirra er bundin, það gerir aðeins afbrot framið á skil- orðstíma náðunarinnar, sem oftast er tvö ár, að sögn Þorsteins A. Jóns- sonar. Jónatan Þórmundsson, formaður fullnustumatsnefndar, og Þorsteinn A. Jónsson, deildarstjóri í dóms- málaráðuneytinu, staðfestu í sam- tali við Morgunblaðið í gær að skömmu fyrir kosningar hefði ráð- herra óskað sérstaklega eftir að fullnustumatsnefnd héldi fund til að afgreiða tvö tiltekin mál, en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Formaður Sjómanna- sambandsins: Endurskoð- um afstöðu til kvóta kerfisins MJÖG skiptar skoðanir eru á því hvort eðlilegt geti talist að sjómenn taki þátt í kostnaði vegna kaupa útgerðar á kvóta. Tvö fyrirtæki í Vestmannaeyj- um hafa gert skriflegan samn- ing um slíkt við sjómenn. Óskar Vigfússori, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að ef slíkir samningar séu það sem koma skuli, muni Sjómannasam- bandið endurskoða afstöðu sína til núverandi kvótakerfis. Hann telur ennfremur að sjómönnum sé óheimilt að taka þátt í slíkum samningum þar sem þeir skerði hlut þeirra. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir ekkert í lögum eða samningum sem banni sjómönnum og útgerðarmönnum að gera samning um sameiginleg kaup á kvóta. Hér sé um fijálsa samninga að ræða og aðalatriðið sé að eng- inn gangi yfir annan þegar slíkir samningar eru gerðir. Guðjón Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjanna í Vestmannaeyjum, segir að sjó- mennirnir hafí ekki verið þvingað- ir til að gera samninginn um að taka á sig hluta af kostnaðinum við kvótakaup. Báðir aðilar hafi metið stöðuna þannig að þeir högnuðust á svona samningi. Hann segir svona samninga í gildi víða úm land, en þeir í Eyjum hafi gert hann skriflega. Sjá fréttir bls. 21. Heilsuhæli NFLÍ: Yfirlæknar og stjórn- endur deila um forræði YFIRLÆKNAR á Heilsuhæli Náttúrulækningafélags ís- lands í Hveragerði segja fram- kvæmdastjóra og stjórn Heilsuhælisins vilja hafa áhrif á ákvarðanir um innihald læknisfræðilegrar meðferðar. Hafi sá Iæknir sem lengst hafi starfað á Heilsuhælinu sagt upp störfum vegna þessa ágreinings. Staða læknisins sem sagði upp var nýlega auglýst laus til umsóknar en stjórn Læknafé- lags íslands hefur varað félags- menn sína við að sækja um hana. Getur það varðað brottrekstri úr félaginu sé aðvörunin höfð að vettugi. Framkvæmdastjóri Heilsu- hælisins, segir forræði lækna yfir lækningum aldrei hafa verið vefengt. Fullyrðingar um annað séu rangfærsla. Sjá nánar frétt á bls 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.