Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAI 1991 21 ÞATTTAKA SJOMANNA I KVOTAKAUPUM Enginn þvingaður til sanuiinga - segir Guðjón Rögn- valdsson framkvæmda- stjóri í Vestmannaeyjum TVO fyrirtæki í Vestmannaeyjum hafa gert samning við sjómenn á bátum fyrirtækisins að þeir taki þátt í kaupum útgerðarinnar á kvóta. Framkvæmdastjóri fyrir- tækjanna segir að slikir samning- ar tíðkist víða um land en í Eyjum sé samningurinn skriflegur. Út- gerðarfyrirtækin telja báða aðila hagnast á þessu og að þetta sé betra en að veiða fyrir einhveija aðra eftir að þeir eru sjálfir búnir mcð sinn kvóta. „Ég er ekki ósáttur við þessa umræðu, við höfðum heyrt um að þetta hafi viðgengist víða um land en okkur fannst rétt að hafa þetta skriflegt þannig að allir vissu að hvar þeir stæðu,“ sagði Guðjón Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Kleifa hf. og Sæhamars hf. í Vest- mannaeyjum, en fyrirtækin hefur gert samning við áhafnir þriggja skipa um að sjómennimir taki á sig hluta kostnaðar við kvótakaup. „Við ræddum þetta í fyrra og þá voru menn á því að reyna þetta og það var gert núna. Ég vil taka það skýrt fram að það er ekki verið að þvinga sjómenn til að taka á sig hluta kostnaðar vegna kvótakaupa og ég get ekki séð að þetta bijóti í bága við lög eins og segir í frétt Morgun- blaðsins í gær. Ég bauð sjómönnun- um að ganga út úr þessu samkomu- lagi fyrir nokkru en það hefur enginn gert það. Það sem mér hefur fundist ósanngjarnt í sambandi við kaup á kvóta er að við greiðum hlut af kaup- unum. Ef við borgum 40 krónur fyr- ir kílóið af kvóta þá kemur það til skipta eins og hver annar fiskur. Við ætlum ekki að fara að standa í neioum látum við Sjómannasam- bandið út af þessu og við eigum eft- ir að ræða það við okkar menn hvað verður gert. Sjómannafélögin eru sjálfsagt hrædd um að þetta sé for- dæmisgefandi, en ég hugsaði ekki svo mikið út í það,“ sagði Guðjón. Hann sagði að samkomulagið væri ekki enn farið að virka hjá fyrir- tækinu en það myndi gera það síðar í þessum mánuði. „Ef þetta verður ekki þá gætum við farið að veiða fyrir einhveija aðra eins og algengt er. í fyrra veidd- um við fyrir aðra aðila og fengum 65 krónur fyrir kílóið með því að landa hér heima og fengum kvóta á móti. Hásetahlutur fyrir rúm 11 tonn var 16.845 krónur miðað við að níu menn væru á. Ef aflinn hefði verið seldur út í gámum og kvótinn dreg- inn af, eins ög yrði í hinu tilfellinu, hefði hásetinn fengið 33.449 krónur, en ef útgerðin ætti kvótann og kvóta- kaupin því ekki dregin frá, yrði há- setahluturinn 43.128 krónur. Með svona dæmi sjá menn hvað er á ferð- inni. Það rýrir kaup sjómanna að neyða okkur til að veiða fyrir ein- hveija aðra,“ sagði Guðjón. -------------- Eðlileg viðskipti - segir Kristján Rajgn- arsson formaður LIÚ LANDSSAMBAND íslenskra út- vegsmanna telur mjög eðlilegt að sjómenn og útgerðin geri með sér samkomulag um kaup á veiðirétt- indum og að engin lög séu til sem banni slíkt. Aðalatriðið sé að eng- inn gangi yfir annan í slikum samningum. „Mér finnst fréttin í Morgunblað- inu í gær merkileg því þar er sagt að þetta sé brot á lögum. Útgerðin og skipshöfnin í Eyjum gera með sér fijálst samkomulag um kaup á veiði- rétti. Þeir meta málin með þeim hætti að þeir hafi betri tekjur heldur en þeir gætu haft í annari vinnu, sem þeir yrðu að fá sér ef skipunum yrði lagt. Við höfum ekki gert neina samninga, eða Alþingi sett lög, sem banna að sjómenn og útgerðin geri með sér samning um kaup á kvóta.“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, um þátt sjómanna í kaupum á kvóta. „Hér er bara um það að ræða að menn komi sér saman um ákveðna hluti og það er ekki brot á neinu. Einhver auglýsing frá Sjómannafé- laginu er alveg út í hött að þessu leyti. Það er mjög algengt að skip veiði fyrir önnur fyrirtæki og leggi upp hjá því. í slíkum tilfellum er verðið talsvert undir markaðsverði því fyrir- tækið leggur til kvótann. Sjómenn- irnir fá sinn hlut af þessu verði en ekki markaðsverðinu, sem þó er mun hærra. Eru þeir ekki að taka þátt í kvótakaupum? Jú með nákvæmlega sama hætti. Hér er bara spurning um að eng- inn gangi yfir annan. Þetta eru eðli- leg viðskipti og það er einmitt grund- vallaratriði kvótakerfisins að veiði- heimildirnar séu framseljanlegar til að ná sem mestum hagnaði," sagði Kristján. Aðspurður um hvort ekki væri á sama hátt eðlilegt að sjómenn þeirra skipa sem seldu kvótann fengju hlut af sölunni; sagði Kristján svo ekki vera. „Menn fá ekki hlut af því sem þeir hafa ekki veitt og ekki lagt neina vinnu í. Það þarf ekki einu sinni að vera ráðinn skipveiji á það skip sem selur kvótann og ég veit ekki dæmi þess að kvóti sé seldur undan skip- veijum og skip stoppað með þeim hætti,“ sagði hann. ---------------- Endurskoða þarf kvóta- kerfið * - segir Oskar Vigfús- son formaður Sjómanna- sambands íslands EF samningar útgerðar og sjó- manna um að sjómenn taki þátt í kvótakaupum, eru það sem koma skal, mun Sjómannasambandið endurskoða afstöðu sína til núver- andi kvótakerfis. Sambandið telur að sjómönnum sé óheimilt að gera samninga um að rýra laun sín með því að taka þátt í kvótakaupum. „Ég trúi því ekki að Landssam- band íslenskra útvegsmanna ætli að láta þetta yfir sig ganga,“ sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómann- asambands íslands um kvótakaup sjómanna og útgerðar. „Við höfum ekki fengið staðfest- ingu á því að sjómenn taki þátt í kostnaði við kvótakaup. Ef slíkir samningar eru í gangi tel ég sjó- mönnum ekki heimilt að taka þátt í þeim og vísa ég i því sambandi til laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Sjómenn hafa ekki legfi til að gera samning sem rýrir þeirra hlut. í annan stað, og það er að mínu mati alvarlegra, þýða svona samn- ingar, ef þeir eru það sem koma skal, breytta afstöðu Sjómannasam- bandsins til núverandj kvótakerfis." Aðspurður sagðist Óskar telja það mjög eðlilegt að sjómenn þeirra báta sem seldu kvóta ættu að fá hlutdeild í sölunni á sama hátt og sjómenn taka_ þátt í að kaupa kvóta. „Ég minni á, að í núverandi lögum þarf umsögn viðkomandi stéttarfélga sjómanna um sölu á kvóta úr byggða- lagi. Það verður leitað eftir því við sambandsfélög Sjómannasambands- ins að þau veiti ekki jákvætt svar við slíku nema tryggt sé að þeir sem selt er frá fái sinn hlut af andvirði aflans sem seldur er,“ sagði Óskar. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félgs Islands og varaforseti Far- manna og fiskimannasambands ís- lands, tók í sama streng. „Krafa okkar, sem stóðum að gerð kvóta- frumvarpsins, var að ef afli yrði seld- ur ættu sjómenn að fá hlut af hon- um. Útgerðarmenn hafa selt afla sín á milli og við höfum leitt það hjá okkur, en þegar sjómenn eru látnir taka þátt í kvótakaupunum þá eiga áhafnir skipa sem selja kvóta að njóta þess. Við getuni ekki meinað mönnum að kaupa aflarétt ef það er gert með þeirra vitund og vilja. Ég vil ákora á sjómenn að tryggja það að hlutur af sölu kvóta gangi til þeirra manna,“ sagði Helgi. Barbro Hiort, og Kristina Törn- qvist. Ljóðadag- skrá í Nor- ræna húsinu LJÓÐADAGSKRÁ verður í kvöld, miðvikudaginn 8. maí, kl. 20.30 í Norræna húsinu. Þá munu leik- konurnar Barbro Hiort af Ornas og Kristina Törnqvist frá Dram- aten í Stokkhólmi flytja dagskrá. Barbro Hiort af Ornas er ein þekktasta leikkona Svía og hefur leikið í ótal hlutverkum í konunglega leikhúsinu í Stokkhólmi. Hún hefur ennfremur leikið í kvikmyndum og í sjónvarpi. Hún átti frumkvæðið, ásamt öðrum að Dramatens lyrik- hárna, ljóðahorni leikhússins, en þar lesa leikarar ljóð sjálfum sér og áheyrendum til yndisauka. Krstina Törnqvist er ein af yngstu og efnilegustu leikkonum við Dramaten og lék sitt fyrsta hlutverk þar 1988. Hún hefur leikið mörg hlutverk í þekktum leikritum, t.d. í Jónsmessunæturdraumi, Karli XII og nú leikur hún í Tartuffe. Þær Barbro og Kristina koma hingað til lands frá Færeyjum, þar sem þær fiuttu þessa dagskrá í Norð- urlandahúsinu í Þórshöfn. Norðurlandahúsið, Sænska sendi- ráðið í Reykjavík og Norræna húsið hafa átt samstarf um heimsókn þess- ara góðu gesta. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Árni ^Sæberg Frá útskriftinni. Hjalti Hugason, rektor Kennaraháskóla íslands, flytur ávarp. Reykjanesumdæmi: II m 60 kennarar útskrifað- ir af starfsleikninámskeiði 59 KENNARAR úr almennum grunnskólum í Reykjanesumdæmi voru á laugardag útskrifaðir af tveggja ára starfsieikninámskeiði sem Kennaraháskóli Islands gekkst fyrir í samvinnu við Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis, Grunnskóla Njarðvíkur, Lækjarskóla í Hafnar- firði og Myllubakkaskóla í Keflavík. Starfsleikninám af þessu tagi hófst hérlendis 1987 og stóð fyrsta namskeiðið til vors 1989 en þá um haustið hófst það námskeið sem lauk formlega á laugardag. Starfsleikni- námið fer að hluta til fram í vinn- utíma kennaranna í skólanum. Einn til tveir kennarar, úr hveijum hinna þriggja skóla voru valdir til að stjórna náminu í sínum skóla og voru þeir sérstaklega búnir undir það hlutverk með sérstöku undirbún- ingsnámi í KHÍ. 2 stjórnendur og 12 kennarar komu úr Myllubakka- skóla, 2 stjórnendur og 23 nemendur úr Lækjarskóla og einn stjórnandi og 19 nemendur úr Grunnskóla Njarðvíkur. I ávarpi sínu við útskriftarathöfn- ina sagðist Helgi Jónasson, fræðslu- stjóri í Reykjanesumdæmi, meðal annars sjá fyrir sér að símenntun sem hluti af starfsskyldu kennara hljóti að verða staðreynd á næstu árum. Hann kvaðst þess viss að námið hefði aukið kennurunum sjálfstraust og áræðni til að nota eigin fagþekkingu til að leita lausna á viðfangsefnum sínum auk þess sem þeir kynnu nú betur að nýta þá faglegu aðstoð sem utanaðkom- andi aðilar geti veitt og leiti til þeirra þegar ástæða sé til en noti þá ekki sem skálkaskjól til þess að koma sér undan því að taka á þeim málum sem eðlilegt sé að séu viðfangsefni kennara í skólastarfi. Aðrar bleiur jBíbew • Breiðar að aftan • Mjórri að framan • Mittisteygja • Teygja vió lærin • Ofnæmisprófaðar • Óbleiktar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.