Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1991 rkiand X-X Amadivah ® Diyarbakir ® Mosúl Kirkuk ® í RAK Bagdad0 Karbala® :cs>^=— Mosúl <<3ri&asvæði Allt að 10.000 bandarísk- ir, breskir og franskir her-. menn verja griSasvæði. / Basra DUNCAN MIL / Grophic News Tyrkneskar (lottamanna Urmia Cukurca Bretland: Miklar breytingar að koma fram í heil- brigðisþj ónustunni Hermenn úr sveitum landgöngu- liða bandaríska flotans nálguðust í gær borgina Dahuk í Norður-írak og voru í aðeins um fimm km fjar- lægð frá henni. Stjórnendur herja bandamanna segjast ekki hafa fengið skipun um að fara inn í borg- ina sem er um tíu km sunnan við núverandi griðasvæði. Þeir sögðu að írakar hefðu síðustu fjóra daga dregið herlið og hergögn á brott frá Dahuk en þar væri þó enn nokkur herafli eftir. Dahuk skiptir miklu máli vegna þess að borgin er mið- stöð stjórnsýslu nyrstu Kúrdahérað- anna í írak. Bandarískur liðþjálfi líkti liðs- flutningum bandamanna vegna stækkunar griðasvæðisins við leik kattarins að músinni. „Við höldum áfram þar til við erum í sjónmáli við þá, komum okkur síðan fyrir á staðnum og vonum að þeir hörfi," sagði maðurinn um íraska liðið sem var í tveggja km fjarlægð frá könn- unarflokki hans. Ottaðist að þau gætu fallið í hendur trúarofstækismönnum og þjóðernissinnum MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hefur látið flytja öll kjarnorkuvopn burt frá jaðarsvæðunum, ótryggu Iýðveldunum, sem svo eru köll- uð, og til öruggari staða. Kem- ur þetta fram í grein, sem birt- ist í blaðinu The European um síðustu helgi. Segir þar, að ástæðan sé ótti sovéskra stjórnvalda við, að vopnin geti fallið í hendur trúarofstækis- mönnum eða þjóðernissinnum. Flutningarnir áttu sér stað í skjóli Persaflóastyijaldarinnar en leyniþjónustur á Vesturlönd- um áttuðu sig þó strax á hvað um var að vera. Það var KGB, sovéska öryggislögreglan, sem hafði yfirumsjón með verkinu, og kjarnorkuvopnunum hefur nú öllum verið komið fyrir í þremur Sovésk kjarnaflaug á hersýningu í Moskvu. lýðveldum, sem Gorbatsjov telur „örugg“, Rússlandi, Kazakhstan í Mið-Asíu og í Úkraínu. Hér er þó ekki átt við, að lýðveldin séu örugg Gorbatsjov sjálfum, held- ur, að vopnin séu í höndunum á ábyrgum mönnum, til dæmis Borís Jeltsín, forseta Rússlands, sem vita hvert yrði svar Atlants- hafsbandalagsins ef kjarnorku- flugskeyti yrði skotið á Vestur- lönd. Frammámenn á Vesturlönd- um og yfirmenn Atlantshafs- bandalagsins eru mjög sáttir við flutningana. Þótt sovéskum kjarnorkuvopnum verði eftir sem áður aðallega beint að vestræn- um ríkjum óttast hernaðarsér- fræðingar minna það ástand, sem líkist því, sem var á dögum kalda stríðsins, en það, sem orð- ið gæti með upplausn Sovétríkj- anna þar sem enginn vissi hver væri með fingur á gikknum eða hnappnum. Mestar eru áhyggjurnar af ástandinu í þeim lýðveldum þar sem múshmar eru ljölmennir, til dæmis í Úzbekístan, og í fyrra reyndu múslímskir aðskilnaðar- sinnar í Azerbajdzhan að ná undir sig einu vopnabúri sovéska hersins skammt frá höfuðborg- inni, Bakú. Voru þar meðal ann- ars geymd kjarnorkuvopn og mátti minnstu muna, að þau kæmust í hendur öfgamönnun- um. St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIÐ veður var gert í síðustu viku út af uppsögnum á sjúkrahús- um. Nú eru að koma til framkvæmda róttækustu breytingar á breskri heilbrigðisþjónustu í 40 ár. Eftir síðustu kosnipgar fyrir fjór- um árum hóf stjórn íhaldsflokksins undirbúning að miklum breytingum á bresku heilbrigðisþjónustunni. Þær eru nú að koma til fram- kvæmda. Aðalhugmyndin í þessum breytingum er að skapa markað í heilbrigðiskerfinu. Til að ná þessu markmiði hafa verið gerðar skipulagsbreytingar innan heilbrigðiskerfísins, en ekki er fyrirhuguð breyting á því, að ríkið greiði kostnaðinn af þjón- ustunni. Sjúkrahús verða sjálfstæð- ar rekstrareiningar undir eigin stjóm. í hveiju héraði fá heilbrigð- isráð úthlutað fé eða heimilislæknar samkvæmt ákveðnum reglum frá ríkinu. Heilbrigðisráðin eða heimilis- læknarnir semja síðan við sjúkra- húsin um aðgerðir fyrir sjúklinga sína gegn ákveðinni greiðslu. Hægt er að senda sjúkling hvert á land sem er og gera samning við hvaða sjúkrahús, sem er. Sjúkrahúsin verða að keppa um að fá sjúklinga frá heimilislæknum eða heilbrigð- isráðum. Til þess að fá sem flesta verða þau að bjóða sem lægst verð. Þessar breytingar tóku gildi 1. apríl sl. Fyrstu afleiðingar þeirra eru að koma í ljós þessa dagana. Sjúkrahús í Lundúnum virðast eiga í mestum vandræðum. I síðustu viku lýsti stjórn Guy’s sjúkrahússins í Lundúnum, sem Is- lendingar hafa sótt, yfir því, að 600 starfsmönnum yrði sagt upp. Tvö önnur sjúkrahús í Lundúnum hafa lýst því yfir, að þau verði að segja upp starfsfólki. Astæðan er sú, að þau eru of dýr í rekstri og geta ekki boðið aðgerðir á nægilega hag- stæðu verði. Sem dæmi má nefna, að það kostar ríflega 230 þúsund ÍSK að fjarlægja eggjastokka á Guy’s sjúkrahúsinu, tæplega 170 þúsund á öðru Lundúnasjúkrahúsi en á spít- ala í Essex kostar sams konar að- gerð ríflega 90 þúsund ÍSK. Heilbrigðismál eru mjög við- kvæm í stjórnmálabaráttu. I sveit- arstjórnarkosningunum í síðustu viku kom í ljós í könnunum á kjör- stað, að langflestir kjósendur nefndu áhyggjur af heilbrigðisþjón- ustunni sem veigamesta pólitíska málið. En tilkynningin frá Guy’s sjúkrahúsinu kom tveim dögum fyr- ir kosningar. Talsmenn Verka- mannaflokksins hyggjast leggja alla áherslu á heilbrigðismál á næst- unni og halda því að kjósendum, að stjóm íhaldsflokksins sé að eyði- leggja heilbrigðisþjónustuna. Stétt- afélög lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra, sem starfa í heilbrigðis- þjónustunni, hafa gagnrýnt breyt- ingamar harkalega og telja þær koma harðast niður á sjúklingum. Bandaríska hernámsliðið yfirgefur Suður-írak: Gheney segir 5.000 manna lið verða um hríð í Kúveit Nikosiu, Kúveit-borg, Safwan í írak, Tókýó. Reuter. Brottflutningur hernámsliðs Bandarikjanna í suðurhluta Ir- aks hófst í gær og var talið að honum lyki á tveim sólarhring- um. Allir Irakar á hernámssvæð- inu sem sögðust vilja komast úr landi af ótta við Saddam Hus- sein, rúmlega 8.000 manns, hafa verið fluttir til búða í Saudi- Arabíu þar sem þeir fá landvist. í síðustu flugvélina komu aðeins um 30 manns. Her bandamanna í Kúrdahéruðum Norður-íraks heldur áfram að stækka griða- svæðið og hefur ekki komið til átaka við íraska herinn. Viðræð- ur halda áfram í Bagdad milli fulltpúa Kúrda og íraskra stjórn- valda um sjálfstjórn Kúrdum til handa. írösk börn stóðu í hópum við vegina sem herlið Bandaríkjamanna fór um á leiðinni frá Suður-írak til Keuter Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ávarpar banda- ríska hermenn í Suður-írak. Hann hrósaði þeim fyrir framgönguna og sagði að brottflutningi liðsins frá hernámssvæðinu yrði lokið á morgun, fimmtudag. Kúveits, veifuðu bandarískum fán- um og óskuðu hermönnunum góðr- ar ferðar. Herliðið hefur um hríð útvegað þúsundum íbúa á svæðinu vatn, matvæli og lyf. Smábændur á svæðinu voru sumir hræddir um framtíð sína er þeir gerðu sér grein fyrir því hvað var að gerast. „Kem- ur íraski herinn hingað í staðinn?“ spurði einn þeirra. Maðurinn virtist Gorbatsjov lét flylja kjama- vopnin til „öruggra“ svæða ekki láta sannfærast er hann fékk að vita að samkvæmt samningum fengi aðeins írösk lögregla að gegna störfum á vopnalausa svæðinu á landamærum íraks og Kúveits. „Við eruni liðhlaupar úr hernum. Nú farið þið heim til fjölskyldna ykkar en látið Saddam koma til að slátra okkur. Það er ekki réttlátt," sagði maðurinn. 1440 manna gæslulið Sameinuðu þjóðanna hefur nú tekið sér stöðu á landamærunum til að fylgjast með því að skilmálar vopnahlés- samninga sú haldnir. Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur undanfarna daga átt viðræð- ur við valdamenn í nokkrum Persa- flóaríkjum um framtíðarskipan ör- yggismála. Hann kom við á hernámssvæði Bandaríkjamanna í suðurhluta íraks og. fylgdist með brottflutningi liðsins en fór þarnæst til Sameinuðu furstadæmanna. „Þið stóðuð ykkur vel,“ sagði hann her- mönnunum. „Mig langartil að segja ykkur öllum hve hreykinn ég er af ykkur.“ Cheney sagði á blaðamann- afundi að Bandaríkin myndu skilja eftir brynvarða herdeild, um 5.000 manna lið, í Kúveit um óákveðinn tíma en eftirlitsflugi orrustuþotna yfír Suður-írak hefði verið hætt á mánudagskvöld. Griðasvæði stækkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.