Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1991 , ,, . Morgunbiaðið/ValdimarKiistinsson Farsæll frá Ási, undan Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði, er Hkleg- Orr. fra Þufu, hæstdæmd. ske.ðlaus. stoðhestur.nn t.l þessa. ur til að halda merki föður síns vel á lof1i. Sýning stóðhestastöðvarinnar: Orri frá Þúfu sljarna dagsins á jafnbestu sýningunni til þessa _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson ÞEIR höfðu svo sannarlega ástæðu til að gleðjast hinir fjöl- mörgu eigendur stóðhestsins Orra frá Þúfu eftir sýningu stóðhestastöðvarinnar á laug- ardag. Orri sem er undan Otri 1050 frá Sauðárkróki og Dömu frá Þúfu undan Adam 978 frá Meðalfelli var án efa hestur sýningarinnar en hann hlaut í einkunn 8,61 fyrir hæfileika sem er einstæður árangur hjá 5 vetra gömlum hesti með nán- ast lágmarkseinkunn fyrir skeið. Sýningar stóðhestastöðvarinnar eru orðnar vinsælustu samkomur hestamanna en talið var að sýn- ingargestir nú hafi verið á milli þrjú og fjögur þúsund. Öfugt við það sem verið hefur undanfarin ár var gott veður og nutu hestarn- ir sín allvel í sýningunni. Hestarnir voru dæmdir á þriðjudag fyrir viku og hlaut Orri hæstu einkunn 8,34, 8,61 fyrir hæfileika eins og áður sagði og 8,08 fyrir byggingu. Þrátt fyrir þessa háu einkunn lækkar Örri um 0,18 í byggingu miðað við dóm sem hann hlaut fyrir um ári. Hann hækkar hinsvegar um 0,47 fyrir hæfileika og munar þar mestu um hækkun tölteinkunnar úr 8,5 í 9,5 og virtust allir sam- mála um að þarna væri ekki ofgef- ið. Töltsýning Orra vakti mikla hrifningu sýningargesta og er mér til efs að nokkru sinni hafi stóð- hestur sýnt tölt til jafns við það sem þarna gat að líta. Sömu ein- kunn fékk hann fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir brokk, stökk og vilja en svo kemur geðslagsein- kunnin 8,0 eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Hafði maður á til- finningunni að þarna væri naumt skammtað. Þorkell Bjarnason hafði á orði að Orri stæði alltaf fyrir sínu í sýningum, alltaf pott- þéttur og öruggur í allri fram- göngu. Eiríkur Guðmundsson tamningamaður á stöðinni taldi aðspurður að hann stæði vel und- ir einkunninni 9,0 fyt'ir geðslag. í samanburði við ýmsa aðra hesta sem þarna komu fram með sömu geðslagseinkunn er ljóst að þessi einkunn stenst enganveginn. Að athuguðu máli sýnist manni að Orri standi vel undir þessum háu einkunnum og rúmlega það. Næstur á eftir Orra kom Hós- ías frá Kvíabekk undan Gusti 923 frá Sauðárkróki og Skerpu frá Kvíabekk með 8,22 í aðaleinkunn, 8,40 fyrir byggingu og fyrir hæfi- leika 8,04. Þriðji varð Þokki frá Bjarnanesi, Hornafirði undan Stormi frá Bjarnanesi og Glámu frá Eyjarhólum með 8,02, 8,08 fyrii' byggingu og 7,96 fyrir hæfi- leika en hann er skeiðlaus. Alls voru sex fimm vetra hestar sýnd- ir og fóru allir í fyrstu verðlaun nema Börkur frá Laugarvatni sem hlaut 7,88 í einkunn. Þeir Dagur frá Mosfellsbæ og Sviðar frá Heinabergi (af Kleifakyni) rétt skriðu í fyrstu verðlaun og fannst manni að þeir mættu sanna sig betur til að standa undir þeirri vegtyllu, sérílagi Dagur sem ekki kom sérlega vel fyrir að þessu sinni. Svo virðist sem þessir hest- ar eigi báðir rétt á að koma fram á fjórðungsmótinu á Gaddstaða- flötum í sumar og hafa þeir alla möguleika á að gera betur þar. Af fjögurra vetra hestunum stóð efstur Farsæll frá Asi í Skag- afirði en hann er undan Náttfara 776 frá Ytra Dalsgerði ög Vöku 5214 frá Ási. Hlaut Farsæll 8,08 í einkunn, 8,20 fyrir byggingu og 7,96 fyrir hæfileika. Ef að líkum lætur ætti þessi hestur að geta náð hátt upp einkunnarskalann þvl foreldrar hans eru með ein- hveijar hæstu einkunnir fyrir skeið sem þekkjast, faðirinn með 10 og móðirin með 9,5. Farsæll hlýtur aðeins 7,5 fyrir vilja en geta má þess að afkvæmi Nátt- fara hafa ekki verið fljót til með viljann. Fróðlegt verður að sjá hvernig Farsæll kemui' til í afram- haldandi tamningu því segja mætti mér að þar sé á ferðinni föðurbetrungur sem eigi eftir að láta mikið að sér kveða. Næstur kom Léttir frá Grund- arfirði undan Hrafni 802 frá Holtsmúla og Sunnu frá Fáskrúð- arbakka með 8,03, fyrir byggingu 7,98 og 8,09 fyrir hæfileika. Þriðji í röð varð svo Ernir frá Efri-Brú undan Kjarval 1025 frá Sauðár- króki og Pamelu 5348 frá Efri- Brú með 7,94, 7,83 fyfir byggingu og 8,06 fyrir hæfileika. Vert er að geta eins af fjögra vetra hest- unum Stormi frá Stórhóli, V-Hún en sá hestur hlaut 9,5 fyrir háls, herðar og bóga sem er afar sjald- gæf einkunn meðal stóðhesta ef það hefur þá nokkurntímann verið gefið. Stormur sem er undan Stíg- anda frá Sauðárkróki fyrrum stöðvarhesti og Rauðku frá Stór- hóli hlaut 8,35 fyrir byggingu en aðeins 7,44 fyrir hæfileika en hann er skeiðlaus að minnsta kosti enn sem komið er. Fullyrða má að þessi sýning stóðhestastöðvarinnar sé sú jafn- besta til þessa. Svo til allir folarn- ir sem þarna komu fram virðast eiga góða möguleika á að ná fyrstu verðlaunum síðar þ.e.a.s. þeir sem ekki hafa nú þegar náð þeim áfanga. Einn hestur Bjarmi frá Árgerði virðist ekki eiga sér von sem stóðhestur þrátt fyrir að vera stórættaður. Bjarmi sem er undan Kjarval 1025 frá Sauðár- króki og _ gæðingshryssunni Snældu frá Árgerði hlaut 6,0 fyr- ir réttleika 6,5 fyrir höfuð sem hvortveggja er ótvíræður geld- ingadómur. Það er þetta með krosstrén og aðra rafta, þau geta líka brugðist. Að endingu fer vel á því að þakka starfsmönnum stöðvarinn- ar þeim Eiríki Guðmundssyni og Rúnu Einarsdóttur fyrir góðar sýningar. Hifðing stóðhestanna og þrifnaður í hesthúsinu er með því albesta sem gerist og öðrum til fyrirmyndar eins og vera ber á stað sem þessum. •Krakkamæða og kaffiþamb Atriði úr myndinni „Blóðeiður". Háskólabíó sýnir myndina „Blóðeiður“ Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Ástin er ekkert grín — „Funny About Love“ Leikstjóri Leonard Nimoy. Að- alleikendur Gene Wilder, Christine Lahti, Mary Stuart Masterson, Robert Prosky, Anne Jackson. Bandarísk. Par- amount 1990. Skopmyndateiknarinn Wilder aþittir soðgreifann Lahti og verður ástfanginn uppfyrir haus. Þau giftast. Drekka mikið kaffi. Hún vill eignast barn — hann ekki. Mamma hans deyr, afleiðingarnar verða m.a.hugarfarsbreyting hjá Wilder I barneignarmálum. Þau hjónin reyna nú allar kunnar að- ferðir nútímavísinda en allt kemur fyrir ekki. Ekkert barn og hjóna- bandið fer í vaskinn. Wilder hittir telpukrakkann Masterson og maður hugsar salí- ánægður að nú sé vandinn leyst- ur, barnið fundið. En þau hafa hoidlegri plön í huga, þó svo að Wilder gæti verið afi hennar þrátt fyrir permanent og pollíkolor. Tát- an verður ólétt og þau Wilder mikið glöð. Og þamba kaffi. En henni leysist höfn og tekur starfið í LA. Wilder grætur og hefur uppá gömlu góðu frúnni sinni og fellur nú allt í ljúfa.löð þeirra á milli. Og mætir soðgreifinn meira að segja með ættleiddan hnokka í til- raun nr. 2.;Og vitaskuld hellt uppá ... Endir. Slæmur galli við Ástin er ekk- eit grín er að handritshöfundar bögglast við að blanda háalvarleg- um hlutum í gamanmynd og dæ- mið gengur ekki upp. Maður áttar sig hreinlega ekki á því í myndar- lok um hvað hlutirnir eiga að snú- ast, enda efnisþráðurinn með ólík- indum óeðlilegur, svo sem sjá má að ofan. Samtölin þó sýnu verri og þrátt fyrir örfáa spretti eru samræðurnar og persónurnai' svo lítið áhugaverðar og ótrúlegar að maður óskar þess oftar en einu sinni að vera með fjarstýringu í hendi og setja á hraðspólun áfram! Það er ekki hægt að ætlast til MÁLÞING undir yfirskriftinni: Framtíð æskulýðsmála á Islandi, hlutverk ríkis og sveitiirfélaga, verður á vegum Æskulýðssam- bands Islands fimmtudagskvöld- ið 9. maí. Þingið hefst kl. 20.30 og verður haldið á Hótel Holiday Inn. Framsögumenn verða þeir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson frá Sam- að leikararnir geri neinar kúnstir með þennan texta að vopni og Wilder má fara að gæta sín í hlut- verkavali. Honum hefur sjálfsagt þótt tilvalið að yngja upp ímynd sína með ungfrú Masterson en það dylst engum að útkoman er afleit fyrir leikarann sem stóð sig svo vel meðan samvinnu Brooks eða Pi-yors naut við. Ágætir kvenleik- ararnir eru náttúrlega báðar útá þekju. Mann fer að gruna að hin ágæta gamanmynd leikstjórans Nimoy, Þrír menn og barn, hafi orðið svona góð fyrir tilviljun. En það sem skortir fyrst og fremst e.' raunsæi, jarðsamband. Nimoy og handritshöfundar mundu ekki skaðast á að líta á evrópskar myndir svona annað slagið. tökun íslenskra sveitarfélaga, Árni Guðmundsson _ æskulýðsfulltrúi í Hafnarfirði, Árni Einarsson frá Æskulýðsráði ríkisins og Erlendur Kristjánsson frá menntamálaráðu- neytinu. Þingið er opið öllum sem áhuga hafa á æskulýðsmálum og eru menn hvattir til að mæta og viðra skoðan- ir sínar á þeim. (Frcttatilkyniiing) HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýningar myndina „Blóðeiður". Með aðalhlutverk fer Bryan Brown. Leikstjóri er Stephen Wallace. Við lok síðari heimsstytjaldar þegar Japanir gáfust upp fyrir heij- um bandamanna féll það í hlut laga- deildar Ástralíuhers að sækja jap- anska stríðsglæpamenn á Suður- Kyrrahafssvæðinu til saka. Við rétt- arhöldin á Ambon-eyju komu illvirki gegn stríðsföngum og hryllingur fangabúðalífsins loks fram í dags- ljósið. Japönsku herforingjarnir sem handteknir voru sættu ákæru band- amanna fyrir illa meðferð á föngun- um og fjöldamorð á þeim. Robert Cooper höfusmaður (Bryan Brown) er harðskeyttur saksóknari og stendur nú frammi fyrir erfiðustu prófraun á ferli sínum; réttarhöld- um yfir 100 meintum japönskum stríðsglæpamönnum. Cooper verður ljóst að lög og réttlæti fara ekki ætíð saman. En réttarhaldið yfir ungum japönskum sjóliðsforingja, Hideo Tanaka, fær mjög á Cooper. Hideo, sem er kristinn, var skipað að aflífa einn fjögurra ástralskra flugmanna. Hann gerði það þó hon- um væri það þvert um geð en trúði að þar væri um lögmæt fyrirmæli að ræða. Málþing um fram- tíð æskulýðsmála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.