Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAI 1991 \ ERTU MEO SKALLA? HARVANDAMAL 0 Aörir sstta Sig ekki viö þaö' Af hver|u skyldir þu gera þaö° ■ laöu «Mur þrtl eigiö har »«m vei eölileo* ■ ■ UruiAlliul m*Olerö ■ m#öl*f6*n «r «tut1 |1 cUgur ■ - *kv ströngustu krölum bandsnshrs og þysars st*6ia ■ • Iramhvamd undir •flirliti og sl|Om Mrmanntaöra laahna Upplysmgar h>a / < Kn r / l\li ! ut Haftgialasiöö Naöslutröö 8 Poslhoillti 20? Kopavogi Simi 9t 641923 Kv Simi 9t 642319 Kvótakerfið, Morgunblað- ið og sexprósentastefnan ir Pitney Bowes Frimerkjavélar og stlmpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 ps'ivi /•'///•Z/-A/- Vöfflujárn llmandi.fallegarvöfflur. LaM 4 stoppar vM dymar (aféplus Kaffivélar 700-1000 wött. Glæsilegirlitir. Verð frá 2.890,- • Heitt og gott • Engir eftirdropar 5 gerðir • Snúrugeymsla • Hitastýring • Stígandi hitastilling • Teflonhúö eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson Það er vafalaust mörgum öðrum en mér fagnaðarefni, að Þorsteinn Pálsson skyldi taka að sér starf sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Þorsteinn er sá forystumaður Sjálfstæðisflokksins, sem gleggstan skilning hefur sýnt á viðhorfum og verkefnum í ís- lenskum sjávarútvegi. Hann er eins og við fleiri stuðningsmaður núver- andi kvótakerfis í öllum aðalatrið- um, þótt hann vilji (eins og við fleiri) sníða af því nokkra galla. Og hann hefur lýst því afdráttar- laust yfír, að veiðileyfaleiga á veg- um opinberra aðila komi ekki til greina. Þar er hann sammála lang- flestum landsmönnum: Aðeins kváðust sex prósent aðspurðra hlynntir veiðileyfaleigu í könnun, sem birt var nýlega í tímaritinu Sjávarfréttum. Ritstjórar Morgun- blaðsins hafa hins vegar gert þessa sexprósentastefnu að sinni ásamt þeim Gylfa Þ. Gíslasyni og Þorvaldi Gylfasyni og nokkrum forystu: mönnum Alþýðuflokksins. í Reykjavíkurbréfí 27. apríl síðastlið- inn svöruðu þeir gagnrýni Arna Vilhjálmssonar prófessors og Sturlu Böðvarssonar, alþingis- manns Sjálfstæðisflokksins, á stefnu blaðsins. Mig langar til þess að leggja þar örfá orð í belg. Dugir kvótakerfið ekki til að koma í kring hagræðingu? Höfundur Reykjavíkurbréfsins nefnir tvær ástæður til þess, að ritstjórar Morgunblaðsins séu and- vígir núverandi kvótakerfi. Hin fyrri er, að það hafi ekki dugað til þess að koma í kring nauðsynlegri endurskipulagningu og hagræð- ingu í greininni. Þetta er mikill misskilningur. Kvótakerfið er ein- mitt heppilegasta ráðið til þess að koma þessu í kring. Hver er megin- hugmyndin að baki því? Hún er, að allir, sem stundað hafi veiðar, fái kvóta. Síðan geti þeir, sem veiða hagkvæmar en aðrir, keypt kvóta af öðrum og með því nýtt betur Ferming í Hrísey Hátíðarmessa og ferming verð- ur í Hríseyjarkirkju á uppstigning- ardag, 9. maí, kl. 10.30. Fermd verða: Bragi Þór Pétursson, Miðbraut 12, Hrísey. Fríða Björk Ásgeirsdóttir, Sólvallagötu 1, Hrísey. íris Gunnarsdóttir, Miðbraut 8, Hrísey. Reykhyltingar '66-'67 Nemendur Reykholtsskóla, Borgarfirði, takið nú eftir! Við ætlum að koma saman á Flúðum í Hrunamanna- hreppi 12. maí upp úr kl. 14.00 og draga upp gaml- ar minningar, halda dansleik um kvöldið. Bregðumst skjótt við, því engan má vanta. Hafið samband hið fyrsta við Magga Gríms í síma 98-66719. Hann tekur jafnframt við pöntunum á gist- ingu. skip sín, veiðarfæri og áhafnir. Smám saman fækki þannig skipum og' útgerðarfélögum og útgerðar- kostnaður lækki. Hættan er hins vegar sú, að stjórnmálamenn og ábyrgðarlausir fjölmiðlungar komi í veg fyrir, að þetta kerfi skili ár- angri. Rekið er upp ramakvein í hvert skipti, sem kvóti er seldur úr byggðarlagi. Reynt er með öllum ráðum að hindra þessa þróun, ekki síst með því að dæla ódýru lánsfé í vonlaus fyrirtæki. Gallar núver- andi kvótakerfis eru í meginatrið- um tveir: í fyrsta lagi er enn ekki fengin full yissa um það, hver fram- tíðarskipan mála verður og þess vegna kunna sumir að hika við víð- tæk kvótakaup og endurskipulagn- ingu fyrirtækja sinna. í öðru lagi njóta ýmis fyrirtæki í sjávarútvegi enn óeðlilegrar fyrirgreiðslu. í raun og veru hefur verið um tvenns kon- ar sjávarútveg að ræða á íslandi, eins og Kristján Ragnarsson, form- aður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, hefur margsinnis bent á, annars vegar öflug og vel rekin fyrirtæki, hins vegar fyrirtæki, sem ekki geta lifað nema með opinber- um framlögum. Sköpun gróða eða tilfærsla valds? Síðari ástæðan til þess, að rit- stjórar Morgunbiaðsins eru andvíg- ir núverandi kvótakerfi, er sú, eins og höfundur Reykjavíkurbréfsins orðar það, að það feli í sér stór- fellda tilfærslu eigna frá þjóðinni allri til fámenns hóps útgerðar- manna. Þetta er líka mikill mis- . skilniijgur. Ekki er verið að færa neina eign til útgerðarmanna, held- ur er verið að gera þeim kleift að lækka kostnað við veiðar með því að kaupa út aðra útgerðarmenn og nýta með því betur eigin skip, veið- arfæri og áhafnir. Sá gróði, sem kann að myndast í íslenskum sjáv- arútvegi, er ekki tekinn frá neinum, heldur verður hann til við hreinan sparnað, skynsamlegri skipan mála, betri nýtingu fjármagns. Hvað gerist, sé hinn kosturinn tek- inn, eins og ritstjórar Morgunblaðs- ins vilja, að ríkið leigi útgerðar- mönnum veiðileyfi til skamms tíma? Þá verða veiðarnar í fyrsta lagi óhagkvæmari en ella, því að þá geta útgerðarmenn aðeins skip- ulagt þær til skamms tíma, jafn- langs tíma og þeir leigja veiðileyfín til. En í öðru lagi, og það skiptir mestu máli, fælist í slíkri veiðileyfa- leigu stórfelld tilfærsla valds frá þjóðinni allri til fámenns hóps Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Kvótakerfið er einmitt friðsamlegasta ráðið til þess að fækka útgerð- armönnum, vegna þess að þeir, sem vilja hætta veiðum, geta selt öðrum kvóta sína.“ stjórnmálamanna, sem öðluðust með henni ráðstöfunarrétt á miki- um fjármunum. Eg er ekki einn um þá skoðun, að þeir Ijármunir séu betur komnir í höndum útgerð- armanna en fjármálaráðherrans, hvort sem hann heitir Ólafur Ragn- ar Grímsson eða Friðrik Sophusson. Ekki er öll sagan sögð. Árni Vilhjálmsson hafði bent á það í gagnrýni sinni á sexprósentastefnu Morgunblaðsins, að útgerðarmenn hefðu margir keypt kvóta sína fullu 'verði. Ætti skyndilega að taka þá af þeim og helja opinbera leigu þeirra? Höfundur Reykjavíkur- bréfsins segir þessa röksemd Árna jafngilda viðurkenningu á því, að fullt verð skuli koma fyrir kvóta. Það er laukrétt. Auðvitað eiga kvótarnir að bera fullt verð eins og öll önnur gæði, sem eru af skornum skammti. Ella-fara menn' ekki nægilega vel með slík gæði, eins og reynslan sýnir. Hvað um þá, sem ekki hafa keypt kvóta, heldur fengið þá endurgjaldslaust, síðan selt þá öðrum og sett andvirð- ið á bankabók? Þeir hafa vissulega ekki greitt fullt verð fyrir kvóta sína. En þá er komið að einu aðalat- riði málsins. Kvótakerfið er einmitt friðsamlegasta ráðið til þess að fækka útgerðarmönnum, vegna þess að þeir, sem vilja hætta veið- um, geta selt öðrum kvóta sína. Hins vegar myndi veiðileyfaleiga, þar sem andvirði seldra kvóta myndi ekki renna til þeirra, sem vilja hætta veiðum, heldur til ríkis- ins, áreiðanlega hleypa öllu í bái og brand. Við það kerfi myndi út- gerðaraðilum aðeins fækka vegna vanmáttar óhagkvæmra útgerðar- fyrirtækja til að greiða upp setta leigu til ríkisins fyrir kvóta. En við kerfi okkar Þorsteins Pálssonar fækkar útgerðaraðilum smám sam- an vegna þess, að óhagkvæm út- gerðarfyrirtæki selja hagkvæmari fyrirtækjum kvóta sína. Þróun eða kollsteypa? í grein, sem Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmaður skrifaði nýlega hér í blaðið í tilefni sama Reykjavíkurbréfs, benti hann á annað athyglisvert sjónarmið. Þegar kvótakerfið var sett upp í ársbyijun 1984, áttu tilteknir aðilar skip og aðrir ekki. Þessi aðiiar höfðu vitaskuld keypt skip sín í vissu um að geta notað þau til veiða. Nú felur kvótakerfið í sér, að þeir einir mega stunda veiðar, sem hafa til þeirra tilskilda kvóta. Hefðu þessir aðilar þá ekki fengið kvóta, hefði það jafngilt því, að skip þeirra yrðu nánast verðlaus. Bíll, sem ekíd má aka, og flugvél, sem ekki má fljúga, eru eigendum sínum harla lítils virði. Ekki var því réttlætisins vegna um annað að ræða en úthluta þáverandi út- gerðaraðilum kvótum endurgjalds- laust. Valið stóð þá og stendur enn um friðsamlega þróun eða koll- steypu. Við Þorsteinn Pálsson, Halldór Ásgrímsson, Kristján Ragnarsson og líklega flestir aðrir landsmenn kjósum friðsamlega þróun. Fylgismenn sexprósent- stefnunnar virðast því miður frekar vilja kollsteypu. Við íslendingar þurfum vissulega sátt um fiskveiði- stefnuna. En ég er þess fullviss, að sú sátt tekst ekki með því að hverfa frá núverandi kerfi, heldur aðeins við nokkrar endurbætur á því. Höfundur er lektor í stjórnmálafræði í Félagsvísindadeiid Háskóla Islands. Sven Havsteen-Mikkelsen eftir Magna Guðmundsson Fyrir rösku ári, 25. marz 1990, birtist í Morgunblaðinu á sunnu- degi, viðtal Páls Pálssonar við Sven Havsteen-Mikkelsen, einn helzta myndlistarmann Dana, sem er af íslenzkum ættum. Hann á skyld- menni hér í borg, meðal þeirra frú Þóru Havsteen, dóttur Júlíusar Havsteen, fyrrum sýslumanns á Húsavík. Mér þótti viðtalið einkar fróðlegt og skemmtilegt frá byrjun til enda. Fyrirsögn þess var: „Göngum sjálf- viljug í dauðann", og iýsir hún af- stöðu Havsteen til aðildar Dana að EB. Undraðist ég einurð þessa manns og ekki síður glöggskyggni hans á íslenzka listamenn, bæði málara og rithöfunda, sem fram kom í viðtalinu. Það varð til þess, að ég skrifaði honum nokkrar línur sem lesandi Morgunblaðsins og lét í ljós ánægju mína og þökk. Nokkru seinna barst mér bréf frá Havsteen. Þar ítrekar hann afstöðu sína til EB. Telur hanh fáa þeirra í Danmörku, sem studdu aðild, hafa lesið Rómarsáttmálann. Þeir sem það hefðu gert og vildu þó fallast á hann, y.æru í sínum augum land- ráðamenn. Aðallega væri um að ræða „ándsforladte forretningsfolk og historielöse politikere“, eins og hann komst að orði. Havsteen var nýkominn frá Nor- egi, þegar hann skrifaði bréfið. Kvaðst hann engan hafa hitt þar í landi norðan Bergen, sem vildi inn- göngu í EB. Óðru máli gegndi syðra. Hann óttaðist flóð Þjóðveija norður á bóginn til Danmerkur og Noregs innan fárra ára eftir inn- göngu í EB og spyr að lokum: „Var barizt fyrir því frá 1940 til 1945?“ Iiöfundur er hagfræðingur. Stúdentasamband VI Aðalfundur Stúdentasambands VI verður haldinn á kennarastofu Verzlunarskólans við Ofanleiti, föstudaginn 10. maí kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Stúdenlafagnaður VI sem haldinn verður laugardaginn 25. maí í Átlhagasal Hótel Sögu. Stjórnin. Fulllrúar eru scrslaklm Imltirlil aómæta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.