Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAI 1991 25 JWnrgiwiM&fotí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Risavaxinn vandi Viðreisnarstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðis- flokks stendur nú frammi fyr- ir mesta vanda í ríkisfjármál- um, sem upp hefur komið á lýðveldistímanum. Viðskiln- aður ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar í þessum efn- um er beinlínis hrikalegur. Þar ber að sjálfsögðu höfuð- ábyrgðina fráfarandi fjár- málaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson. Öll ár hans í íjár- málaráðuneytinu hefur ríkis- sjóður verið rekinn með gífur- legum halla, sem brúa hefur þurft með lántökum. Því til viðbótar bættist eyðslustefna ríkisstjórnarinnar, sem er með eindæmum. Ríkið sjálft, stofnanir þess og fyrirtæki, hafa tekið endalaus lán jafnt innan lands sem utan. Þó kastaði fyrst tólfunum síðustu starfsdaga Alþingis, þegar ráðherrar og stjórnarþing- menn kepptust um að koma gæluverkefnum sínum inn á lánsíjárlög. Út úr því kom stærsti kosningavíxill sem um getur. Svo virðist sem þing- menn tapi gjörsamlega áttum þegar þeir hyggjast kaupa sér og flokknum sínum atkvæði. Það er þessi vandi, sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þarf nú að glíma við í upp- hafi ferils síns. Málið þolir enga bið, því langt er liðið á árið og því lengur, sem dregst að grípa í taumana, því erfið- ara verður það úrlausnar. Tveimur ráðherrum hefur verið falið að gera úttekt á stöðu ríkisfjármála, þeim Friðriki Sophussyni, fjár- málaráðherra, og Jóni Sig- urðssyni, viðskiptaráðherra. Þeir munu leggja fyrir ríkis- stjórnina skýrslu um ástand ríkisfjármálanna og tillögur um lausn. Viðreisnarstjórnin hefur heitið því að skattar verði ekki hækkaðir. Það þýðir, að ríkisútgjöld verður að skera verulega niður, svo og þarf að endurskoða lántökuáætl- anir, ekki síst þær sem felast í kosningavíxli fráfarandi ríkisstjórnar frá því í vetrar- lok. Fyrstu aðgerðir ríkis- stjórnarinnar munu vafalítið bera svip af bráðabirgðaráð- stöfunum, en sumarið þarf að nota til uppskurðar á öllu ríkiskerfinu, snúa við út- þenslu þess, skera báknið nið- ur. Hér héfur of lengi verið fylgt miðstýringarstefnu, sem gerir ráð fyrir afskiptum ríkisins af athöfnum einstakl- inganna á flestum sviðum. Slík ofstjórnarstefna hneppir framtak í íjötra, leiðir til stöðnunar og loks efnahags- legs hruns. Það er skipbrot miðstýringarinnar sem heim- urinn horfir nú upp á í Sov- étríkjunum og öðrum löndum kommúnismans í Austur-Evr- ópu og leitt hefur fátækt og eymd yfir þjóðirnar. Það er hollt fyrir ráðherra í ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks að hafa í huga, að nýir vendir sópa best. Þeir verða að hafa þrek til að hafna kröfum fulltrúa hvers kyns sérhagsmuna og þrýstihópa og hafa einungis hagsmuni þjóðarinnar sem heildar í huga. Niðurskurður- inn má þó ekki bitna á þeim, sem minnst mega sín, sjúkum og öldruðum. Þar verður mannúð að vera í fyrirrúmi í samræmi við grundvallar- stefnu flokkanna beggja. Við endurskoðun á lánsíjárlögum fyrrverandi ríkisstjórnar á t.d. ekki að fella niður lántöku- heimild vegna kaupa á björg- unarþyrlu. Það er sameigin- legt verkefni þjóðarinnar að tryggja að besta tækni og tæki séu til reiðu þegar líf sjómanna og annarra er í húfi. Myndin, sem við blasir í ríkisfjármálum, er að sönnu svört. Fjárlög gerðu ráð fyrir 4 milljarða halla í ár. Eftir fyrsta ársfjórðunginn sagði Ólafur Ragnar Grímsson, ijármálaráðherra, að hallinn yrði um 6 milljarðar, embætt- ismenn íjármálaráðuneytisins segja hann verða 8 milljarða og ríkisendurskoðun 12,2 milljarða. Yfirdráttur ríkis- sjóðs í Seðlabankanum var 8-9 milljarðar í apríl. Áætlað- ar lántökur hafa hækkað í 30 milljarða síðast þegar fréttist. Vandi nýrrar ríkis- stjórnar er því risavaxinn. Endurnýjun þjóðarsáttar- samninga stendur fyrir dyr- um í haust. Spáð er, að hag- vöxtur verði aðeins 1% í ár. Það er því ekki mikið til skipt- anna nema ríkið skili launþeg- um aftur hluta þess ijár, sem af þeim hefur verið tekið með skattheimtu. Það þarf að hafa í huga þegar ríkisstjórnin tek- ur ákvarðanir sínar um niður- skurð ríkisútgjalda. Framlag til barnamenningar verðlaunað Islenska barnabókaráðið stóð fyrir árlegum sumarfagnaði sínum í Norræna húsinu fyrir skömmu. Við það tækifæri voru veittar viðurkenningar Barnabókaráðsins fyrir framlag til barnamenningar á árinu 1990. Á myndinni _eru þeir sem viðurkenningar hlutu. Frá vinstri: Anna Cynthia Leplar fyrir teikningar í Ljóðsprota, Jóhanna Á. Steingrímsdóttir fyrir ljóðabókina Barnagælur, Andrés Indriðason fyrir ritstörf í þágu barna og unglinga, Helga Jónsdóttir, Jón Gunnarsson, Margrét Guðmundsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Þórhaílur Sigurðsson og Arna Kristín Einarsdóttir en þau mynda leikhóp Þjóðleikhússins, sem sýndi Næturgalann í skólum. I TILEFNI 30 ára afmælis barnadeildar Landakotsspítala dvaldi hér á landi dagana 16.-23. apríl sl. Anne Fiore, er starfar sem sérfræðingur í barnahjúkrun við barnagjörgæsludeildir Massachusett General Hosp- ital i Boston. Hrossarækt: Talið að Asi 1122 hafi verið vitlaust feðraður VAFI leikur á um hvort stóðhesturinn Asi 1122 frá Brimnesi sé afkvæmi Hrafns 802 eins og áður var talið. Þegar blóðprufa úr hestinum var rannsökuð í Svíþjóð í vor vöknuðu sterkar efasemdir um að svo væri. Hrossaræktarsamband Skagfirðinga keypti Asa á síðasta ári og að sögn formanns þess, Einars Gíslasonar á Skörðu- gili, verður önnur blóðprufa tekin bráðlega og send til rannsóknar í Svíþjóð til að fá endanlega úr þessu skorið. Einar segist ekki eiga von á því að kaupsamningi verði rift þótt í ljós komi að hesturinn hafi verið vitlaust feðraður, enda hafi hann fyrst og fremst verið keyptur vegna eigin verðleika. alltaf átt sér stað á vorin. Folar geti sloppið í girðingu með merunum og eftir á sé engin leið að finna út hvað gerst hafi nema með blóðprufu. Meðan á dvölinni stóð var efnt til fræðslu- og umræðufunda Anne með hjúkrunarfræðingum barnadeildar og hjúkrunarstjórn- endum Landakotsspítala. Auk þess hitti hún að máli fulltrúa Félags barnahjúkrunarfræðinga, námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands, Borgarspítala og Barnaspítala Hringsins. Samstarf á sviði barnahjúk- runar milli barnadeildar Landa- kotsspítala og barnadeilda MGH hófst á árinu 1983. Auk þess að hafa áhrif á þróun barnahjúk- runar við barnadeild Landa- kotsspítala hefur þessi samvinna einnig haft þýðingu fyrir íslensk börn og foreldra þeirra, sem no- tið hafa þjónustu MGH í Boston. Að þessu sinni hélt Anne vinnu- fundi með hjúkrunarfræðingum barnadeildar Landakotsspítala með bráðahjúkrun, hjúkrun barna með krabbamein, sykursýki og hjúkrun barna með astma. Ýmsar nýjungar í hjúkrun voru ræddar m.a. varðandi gæðastýringu, stjórnun og hagræðingu, foreldr- afræðslu og starfsmannafræðslu. „Hraði, breytingar og aukið álag Hrossaræktarsamband Skagfirð- inga keypti Asa eftir Landsmót hest- amanna síðasta sumar og var hann þá talinn afkvæmi hins kunna stóð- hests Hrafns 802. Sambandið lét taka blóð úr öllum stóðhestum sínum fyrr í vor og þegar blóðprufa úr Asa var rannsökuð kom í ljós, að hann gæti tæpast verið undan Hrafni. „Þetta er fallegur hestur,“ segir Einar. „Ef hann reynist ekki úndan Hrafni heldur hesti frá Kolkuósi, eins og okkur finnst líklegast, þá er það síst verra, enda er hann þá hrein- ræktaður af Kolkuóskyni, því hryss- an er af því. Við höfum lengi haft áhuga á því að eignast slíkan hest, þannig að það myndi ekki rýra gildi hans fyrir okkur.“ Einar segir enga trú hafa á því að Asi hafi vísvitandi verið ranglega feðraður en slys af þessu tagi geti Mistök við uppskipun í Svíþjóð: Gámur fullur af kaffi stöðvaður í tolli og sendur til baka GÁMUR, sem í voru fjögur tonn af kaffi, var í síðasta mánuði stöðv- aður í tolli skömmu eftir að hann barst til Islands. Við tollskoðun hafði komið í ljós að geymsluþolsmerkingar kaffisins voru útrunn- ar. Haft var samband við Hollustuvernd ríkisins sem síðan ákvað að stöðva kaffið í tolli. Reyndust þau mistök hafa átt sér stað að rangur gámur hafði verið sendur frá verkmiðju í Svíþjóð. ■ Gunnar Friðfinnsson, matvæla- fræðingur hjá Hollustuvernd ríkis- ins, sagði Hollustuvernd hafa fengið upplýsingar frá embætti tollstjóra um að þessi vara væri á staðnum. Málið hefði verið athugað og í ljós komið að mistök höfðu orðið við sendingu á kaffinu til íslands. Geymsluþolsmerkingar kaffisins reyndust útrunnar, misjafnlega mik- ið, í flestum tilvikum hefði ekki ver- ið um mjög langan tíma að ræða en í nokkrum tilvikum um eitt ár. „Það var því tekin ákvörðun um að stoppa vöruna í tolli og hún var síðan, í w. . .. Morgunbiaðið/Eyjóifur m. Guðmundsson samvinnu við innflytjanda, flutt til Minnismerki til heiðurs hðsmonnum landgonguhða og flota Bandarikj- baka - sagði Gunnar Hann sagði anna a Islandi hift at stallinum. __________________________ Keflavíkurflugvöllur: Minnismerki víkur fyrir íbúðabvffarð Voiruin. «/ OO stélfletir, breyttir vængendar, straumlínulagaðri hreyfil- og hjól- hlffar og lengri búkur sem ásamt styrkingu flugvélarinnar allrar jók hraða, burðargetu og drægi hennar talsvert. Þær voru í notkun hjá flug- deildum bandaríska flotans og land- gönguliðs flotans víða um heim allt til ársins 1982. Þessi ákveðna flugvél sem smíðuð var árið 1944 og kom til landsins í desember 1973 átti yfir 20.000 flug- stundir að baki er henni var komið fyrir á stalli árið 1977. Hún víkur nú fyrir íbúðabyggingu sem reisa á á svæðinu, en ætlunin er að koma henni fyrir á öðrum stað að lokinni viðgerð. - E.G. einkenna störf okkar á barnadeild- um,“ sagði Anne, „því þurfum við að hafa mikinn sveigjanleika til að bera í störfum okkar. Stefna síðustu ára hefur verið sú að aðeins veik- ustu börnin dvelja á legudeildunum, þar sem markmiðið er að legutíminn sé sem stystur. Börnum er síðan fylgt eftir annars staðar. Verið er að breyta áherslum þjónustunnar og færa hlut hennar annað, en ekki að draga úr henni. Til að mæta þessu hafa sum sjúkrahús komið á svoköll- uðu „Case management", þ.e.a.s. einn aðili samræmir heildarmeðferð barnsins frá því ákvörðun er tekin uni komu þess á spítalann, alla með- ferð og eftirfylgni. Þetta skipulag, eins og önnur, hefur sína kosti og galla, og er alls ekki víst að henti fyllilega tilhlýðilegar skýringar hafa fengist á að mistök hefðu átt sér stað og innflytjandinn unnið með Hollustuvernd við að leysa málið. Þórir Baldursson, framkvæmda- stjóri Rydenskaffi hf., sem var inn- flytjandi kaffisins, sagði að rangur gámur hefði af misgáningi verið sendur frá verksmiðjunni í Svíþjóð til íslands. Rétti gámurinn hefði orðið eftir úti. Hann sagði þetta ekki hafa valdið neinum teljandi vandræðum. Það væri ekki teflt svo djarft í birgðahaldi að t.d. truflanir á flutningum myndu valda vandræð- um. Það væru alltaf til dijúgar birgðir. „Mistökin sem urðu í þessu tilviki uppgötvuðust í Svíþjóð og varan kom aldrei inn í landið. Hún var send umsvifalaust út aftur og rétti gámurinn fór í fyrsta skip til íslands.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ari Jónsson ásamt Stefáni P. Þorbergssyni, yfirkennara Flugmála- stjórnar. Lauk bóklega hlutan- um með hæstu einkumi ARI Jónsson, sem stundað hefur flugnám hjá Vesturflugi hf. í Reykjavík, lauk fyrir skömmu bóklegum hluta einkaflugmannsprófs með hæstu einkunn, sem gefin hefur verið hjá Flumálastjórn. Til að ljúka einkaflugmannsprófi þurfa nemar að ljúka 60 flugtímum og 10 vikna námskeiði í 6 bóklegum greinum; veðurfræði, siglinga- fræði, flugeðlisfræði, vélfræði, lög- um og reglugerðum um flug og handbók flugmanna. Ari Jónsson, 22 ára Reykvíkingur, lauk þessum bóklega hluta námsins nú fyrir skömmu, með hæstu einkunn, sem gefin hefur verið hjá Flugmála- stjórn, eða 96 stig að meðaltali. í samtali við Morgunblaðið sagði Ari, að hann hefði lengi haft áhuga á því að læra að fljúga og á síð- asta ári hefði hann ákveðið að láta drauminn rætast. „Eftir að ég byrj- aði var svo engin leið að losna við þessa bakteríu. Það sem er mest heillandi við flugið er þetta nýja sjónarhorn sem rnaður fær, maður fer að sjá veröldina í þrívídd, og frelsið sem fylgir því að geta flog- ið.“ Ari segist nú aðeins eiga örfáa tíma eftir til að ljúka sjálfu einka- flugmannsprófi og að hann hafi hug á að halda flugnáminu áfram og þá í Bandaríkjunum, en þangað hyggst hann fara í haust til að stunda framhaldsnám í tölvunar- fræði. Ari lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1987. Hann varð semidux í ár- gangi sínum, sem vakti mikla at- hygli í ljósi þess, að hann tók 5. og 6. bekk skólans saman og lauk því .námi þar á þremur árum en ^kki íjórum, eins og almennt tíðk- ast. Hann lauk B.S. prófi í stærð- fræði við Háskóla íslands á síðasta ári og stefnir að því ad ljúka námi í tölvunarfræði þar nú í vor. í haust mun hann svo hefja doktorsnám í tölvunarfræði við Stanford háskóla í Kaliforníu. Kvikmyndas j óður: Námskeið í handritaaferð TA T rTTA H fXrXTTA A n Tr»r\T TT» _ T''_1 n ... .... KVIKMYNDASJÓÐUR og Eiid- unnenntunardeild Háskóla ís- lands efna til námskeiða í gerð kvikmyndahandrita í sumar. Boð- ið verður upp á byrjendanám- skeið, námskeið í aðhæfingu eftir skáldsögu eða Ieikriti, handrita- gerð fyrir fagmenn og kvik- myndagreiningu. Leiðbeinandi á námskeiðunuin verður Martin Daniel, handritahöfundur. Fyrri hluta námskeiðanna fer fram í júní en síðari hlutinn í byijun september. Á byijendanámskeiðinu verður boðið upp á ýrnsar grunnæf- ingar í fyrri hlutanum og gert ráð fyrir, að nemendur vinni að 20 til 30 mínútna handriti á tímabilinu fram í september. NÝLEGA var tekin niður af stalli sínum á Keflavíkurflugvelli gömul flutningavél varnarliðsins af gerðinni Douglas C-117D sem þar hefur staðið síðastliðin tólf ár til heiðurs liðsmönnum landgönguliða og flota bandaríkjanna sem þjónað hafa á Islandi. Flugvélar af þessari gerð sem er varnarliðinu frá'upphafi, meðal ann- endurbyggð útgáfa af hinum fræga Douglas Dakota DC-3, „Þristi“ eða C-47/R-4D eins og hann hét hjá flugher og flota, voru í notkun hjá varnarliðinu við fólks- og vöruflutn- inga milli Keflavíkurflugvallar og Hafnar í Hornafirði vegna ratsjár- stöðvarinnar á Stokksnesi á árunum 1973 til 1977 er Flugfélag íslands tók við þessum flutningum frá Reykjavík. Á sínum tíma leystu C-117D eða „Súper-Þristarnir“ af hólmi nokkrar, C-47-fIugvélar sem þjónað höfðu ars við leitar- og björguanrstöf á árum áður, aðallega við fólks- og vöruflutninga til Hafnar í Hornafirði og Þórshafnar á Langanesi vegna ratsjár- og ijarskiptastöðvanna á Stokksnesi og Heiðaríjalli. Tvær C-47 og ein C-117D-flugvél varnar- liðsins komu verulega við sögu við flutninga milli lands og Eyja í Vest- mannaeyjagosinu árið 1973. Ilelstu endurbætur sem gerðu C-117D frábrugðna upprunalegri útgáfu þessarar þrautreyndu flugvél- artegundar voru stærri hreyflar og 30 ára afmæli barnadeildar Landakotsspítala: Fræðslufundir með banda- rískum hjúkrunarsérfræðingi Sliackleton-flug- vél breska flughers- ins í kveðjuflugi EIN AF síðustu fimm Avro Shackleton AEW ratsjár- og eftirlitsflugvél- um konunglega breska flughersins flaug lágt yfir Reykjavík sl. mánu- dag í kveðjuskyni en þetta var síðasta sinnið sem flugvél af þessari gerð er í notkun hér við land. Shackleton AEW-vélarnar, sem tilheyra 8. flugsveit flughersins, verða teknar úr notkun í lok júnímánaðar nk. en í þeirra stað koma nýjar Boeing E-3D Sentry eða AWACS-ratsjár- flugvélar sömu gerðar og ratsjárflugvélar bandaríska flughersins. Hönnun Avro Shackleoton má rekja til þekktra sprengjuflugvéla úr síðari heimsstyijöld, s.s. Avro Manchester, Lancaster og Lincoln. Þær voru fyrst og fremst hannaðar seni langdrægar úthafseftirlits- og kafbátaleitarflugvélar og voru fyrstu vélar af þessari gerð teknar í notkun árið 1951. Hreyflar Shackleton eru 2.450 hestafla, 12 strokka v-lagaðir bulluhreyflar af gerðinni Rolls Royce Griffon sem knýja sex blaða gagn- hverfa loftskrúfu. Árið 1972 fengu margar Shackleton-vélarnar nýtt hlutverk er þeim var breytt til eftirlitsstarfa með fullkomnum ratsjárbúnaði en þær höfðu verið leystar af hólmi við kaf- bátaleit þegar nýjar Nimrod MR-þot- ur voru teknar í notkun. Þetta nýja hlutverk átti aðeins að vera til bráð- birgða þar sem von var á nýjum og fullkomnum ratsjárvélum af gerðinni Nimrod AEW. Ekki reyndist ratsjár- búnaður Nimrod-flugvélanna sem skyldi og var hætt við frekari þróun * þeirra um miðjan síðasta áratug og þess í stað keyptar AWACCS--flug- vélar af Bandaríkjamönnum. Urðu því Shackleton-vélarnar, úreltar eins -og þær voru, að þjóna áfram uns þessar nýju vélar voru tilbúnar til notkunar. Voru þær oft við eftirlits- störf hér við land á þessum árum en fyrst og fremst voru þær notaðar við eftirlitsflug yfir Norðursjó og á Noregshafi. Alls er átta manna áhöfn um borð í Shackleton-vélunum, en vélarnar hafa haft bækistöðvar sínar í Lossiemouth á Skotlandi. Morgunblaðið/PPJ Ein af síðustu Shackleton eftirlits- og ratsjárflugvélum konunglega breska flughersins flýgur lágt yfir Reykjavíkurflugvöll í kveðjuskyni. Andakílsskóli: Nemendurnir fóru 1 ferð í stað kennslu Grund, Skorradal. Á GÓÐVIÐRISDÖGUM á vorin er oft erfitt að sitja inni í kennslustof- um ineð athyglina við námsefnið. Því voru nemendur Andakílsskóla á Hvanneyri heldur betur lukkulegir þegar ákveðið var góðviðrisdaginn 30. apríl að breyta stundaskránni og fara í hjólreiðatúr upp í Skorradal í stað þess að sitja inni í tíma. Með í för voru skólastjórinn og þrír kennar- ar. Einn kennarinn var með bíl og kerru aftaní til að taka upp þá nem- endur sem þreyttust á hjólreiðunum. Vegalengdin sem farin var er um 25 krn. Eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd var þetta ánægjulegt ferðalag. - DP. öllum. Fremur en nokkru sinni er nú lögð áhersla á foreldrafræðslu, ráð- gjöf og stuðning, með það að rnark- miði að aðstoða foreldra að verða sem mest sjálfbjarga með aðhlynn- ingu. Spyija má hvort foreldrar séu tilbúnir að taka við þessum breyt- ingum og hvort heilbrigðisþjónust- an og þjóðfélagið geti rnætt breytt- um áherslum þjónustuþarfa," segir Anne að lokum. Anne Fiore

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.