Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 18
■Í8 MORGUNBLAÐIÐ 'MIÐVIKUDAGUR 8: MAI' 1991 Afmæliskveðja: Guðríður Margrét Hansdóttir, 80 ára ~ Elskuleg amma mín, Guðríður Margrét Hansdóttir, verður áttræð föstudaginn 10. maí næstkomandi. Hún fæddist á Holti í Fróðárhreppi árið 1911. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Þórkatla Árnadóttir og Hans Bjarni Árnason. Amma átti alls sjö systkini, eina systur og sex bræður. Systir hennar lést aðeins nokkurra mánaða gömul, én bræður hennar eru allir á lífi. Amma vandist snemma vinnusemi og samheldni. Það kom í hennar hlut sem einu dótturinnar í svo stór- um systkinahópi að hjálpa til heima fyrir. Hún vandist öllum heimilis- störfum og lærði margt nytsamlegt af móður sinni, sem þótti sérstakiega lagin við allskyns hannyrðir. Amma giftist afa mínum, Sigurði G. Tómassyni, fv. vélstjóra, árið 1932. Hann fæddist á Ósi í Fróðár- hreppi árið 1905. Þau bjuggu í Ein- arsbúð í Fróðárhreppi fyrstu fimm búskaparárin en fluttu til Ólafsvíkur árið 1938. Þar byggðu þau sér hús sem þau nefndu Framtíð og stendur við Grundarbraut. Amma og afi eiga fjögur börn: Hermann, Kristínu, Tómas og Hauk. Þau búa öll í Ólafsvík nema Haukur sem er búsettur í Reykjavík. Systkini mín og ég vorum svo heppin að alast upp í næsta ná- grenni við ömmu og afa. Þær voru ófáar ferðirnar okkar út í Framtíð. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur og dekrað við okkur í alla staði. Afi fór oft með vísur og hafði lag á að láta okkur gleyma stund og stað. Sem barni og unglingi fannst mér alltaf dálítið spennandi að vera með ömmu og afa. Stundum fórum við inn að Hvalsá og þaðan niður í íjöru. Oftast fundum við eitthvað dót sem við tókum með okkur upp í sumarbú- staðinn þeirra, en hann stendur rétt fyrir utan Ólafsvík, og lékum okkur að því þar. Eg hafði einnig gaman af að fara í bíltúr með ömmu og afa. Amma, sem er algjör bindindiskona, vgr vön að kveikja í-pípunni fyrir afa til að láta það ekki trufla hann við akstur- FJADÐADTÍSKAJ Sumarkjólarnir komnirfrá MISS BRITT ADALFUNDUR RAUÐA KROSS ÍSLANDS 1991 Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn í Hafnarfirði 7.-8. júní nk. Fundurinn verður settur í Hafnarborg, Strand- götu 34, kl. 20.00 föstudaginn 7. júní. Dagskrá samkvæmt 16. gr. laga RKÍ. STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS. Rauói Krosslslands inn. Oftast ókum við út í Rif eða við fórum inn að Völlum. Amma var alltaf með eitthvað gott í nesti handa okkur og við sungum hástöfum á meðan afí keyrði. Við vorum mikið inni í sumarbú- stað hjá afa og ömmu á sumrin. Þau voru alltaf að dútla eitthvað og leyfðu okkur krökkunum að taka þátt í því sem þau voru að gera. Afi hefur alltaf verið mikið fyrir nútíma tækni. Ég man að einu sinni bjó hann til vindmyllu sem hann festi við þakið á sumarbústaðnum. Hann gerði ýmiss konar tilraunir með hana, eins og hann hafði séð í „Nýjasta tækni og vísindi". Gestagangur hjá ömmu og afa hefur alltaf verið mikill, enda dekrar amma svo við fólk að það kemur fljótt aftur í heimsókn. Venjulega dúkar amma borð og býður gestum sínum upp á allskonar kræsingar sem hún býr til sjálf. Kæfan henn- ar, kleinurnar og hveitikökumar em orðnar víðfrægar, svo ekki sé minnst á pönnukökumar sem meira að segja svissneska manninum mínum fínnst vera þær allra bestu í heimi! En það er ekki bara í matargerðinni sem myndarskapur ömmu kemur í ljós. Hún er mikil hannyrðakona og pijónar, heklar og saumar í af mik- illi kúnst. Ég hef sjaldan séð ömmu sitja auðum höndum. Ég man þegar ég var lítil og amma leit inn í heim- sókn. Hún gat ekki setið aðgerða- laus og drukkið kaffið sitt. Nei, hún varð að nota tímann til að stoppa í sokka eða hjálpa mömmu á annan hátt. Ég á orðið ófáa munina eftir ömmu. Fyrir skömmu sendi hún mér sitthvora vettlingana og sokkana á börnin mín, þeir eru svo listmann- lega gerðir að það er erfitt að trúa því að nærri áttræð kona hafi pijón- að þá. Ég hef einnig fengið marga fallega dúka og púða frá ömmu og er stolt af því að geta prýtt heimili mitt með munum eftir hana. Afa er Iíka margt til lista lagt. Hann fékkst mikið við að yrkja hér áður fyrr og þau eru orðin ansi mörg kvæðin og gamanvísurnar eft- ir hann. Afi var einnig duglegur við að tálga og smíða. Hann bjó til fal- lega muni úr einföldu hráefni og gaf þá vinum og ættingjum. Fyrir okkur systkinin voru engin jól án þess að fara til ömmu og afa á aðfangadagskvöld. Mamma var vön að hjálpa ömmu við matargerð- ina og að gera allt tilbúið fyrir kvöld- ið. Klukkan sex fórum' við svo út í Framtíð, ásamt bræðrum hennar mömmu og fjölskyldum þeirra. Það var oft þröng á þingi í Éramtíðinni en það var alltaf jafn gaman og við gátum ekki hugsað okkur að eyða aðfangadagskvöldinu annars staðar. Amma og afi eru bæði sterkir pei’sónuleikar. Ég þekki fátt gamalt fólk með eins heilbrigðan hugsunar- hátt og þau. Þau lifa í nútímanum og eyða ekki tímanum í að hneyksl- ast á „unga fólkinu nú á dögum“ heldur setja sig inn í málefni þess og reyna að sýna skilning á þeim. — Ég gæti ekki átt betri ömmu og afa! Ég hef alltaf getað leitað til þeirra með mín vandamál. Þau gefa sér tíma til að hlusta og reyna eftir bestu getu að hjálpa manni. Þetta trausta og innilega samband okkar á milli hefur ekki slitnað, þrátt fyrir miklar vegalengdir sem skilja okkur nú að. Þegar ég var lítil þótti mér hálf hallærislegt að heita Guðríður. En ég lærði að meta þetta gamla og alíslenska nafn eftir að ég fullorðn- aðist og nú er ég stolt af að bera nafn ömmu. Amma og afi hafa því miður átt við 'mikil og erfið veikindi að stríða síðastliðin ár og þess vegna þurft að flytja úr húsinu sínu við Grund- arbrautina. Þau voru þó svo heppin að fá bjarta og fallega íbúð á Jaðri í Ólafsvík og hafa því ekki þurft að flytja ijarri vinum og ættingjum. Én þau eru alltaf söm heim að sækja þrátt fyrir háan aldur og veik- indi. Það sýnir hversu sterk og dug- leg þau eru og hve lífsviljinn er mik- Ul. Ég vil nota tækifærið í tilefni af áttræðisafmæli ömmu til að þakka henni og afa fyrir allar góðu og yndislegu stundirnar sem ég hef átt með þeim. Þær eru mér ómetanlega mikils virði og ég hef lært mikið af þeim. Ég hlakka til að eignast fleiri slíkar stundir nú í vor og sumar þegar ég verð heima á íslandi. Eg sendi elsku ömmu mínar bestu afmæliskveðjur og óska henni og afa alls góðs og betri heilsu um ókomin ár. Kær kveðja, Guðríður Margrét Hallmarsdóttir Aðstoð við kúrdíska flóttamenn: Hjálparstarfið greini- lega vel skipulagt - segir fulltrúi Rauða kross íslands KRISTJAN Eysteinsson frá Rauða krossi íslands kom fyrir skömmu úr ferð til Tyrklands og írans, en þangað fylgdi hann sendingu hjálpargagna, sem ber- ast eiga Kúrdum, sem flúið hafa írak vegna ógnarsljórnar Sadd- ams Husseins. Að sögn Kristjáns er við mikinn vanda að etja á þessum slóðum, en hjálparstarf sé vel skipulagt og greinilega sé vel að því staðið. Kristján Eysteinsson segir að til- gangurinn með ferð sinni hafi fyrst og fremst verið að fylgja hjálpar- gagnasendingunni og sjá til þess að hún kæmist í réttar hendur. Fyrst hafí hann farið til Teheran í íran og síðan til Diyarbakir í Tyrk- landi og þar hafi hann orðið vitni að þeim gífurlegu flutningum, sem eigi sér stað á hjálpargögnum frá Wordnámskeið © Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritiö fyrir Macintosh! 12 klst námskeiö fyrir byrjendur og lengra komna! Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 • fimm ár f forystu ❖ A EG HVERGI HEIMA? Pýðandi: Árni Bergmann Leikstjóri: María KiistjánsdóUir Leikmynd: Steinþór Sijfunlsson Búningar: Sigl'fðui' GuðjÓnsdÓttÍI' Lýsing: Lárus Bjöinsson Umsjón með tónlist: Jóhann (í. Jóhannsson Leikarar: Bessi Bjainason, Kggerl þorleilsson, (iuði'ún Ásmundsdótlir, (iuðrún S. (iísladóttir, Sigríður Hagalín og Þúra Friðriksdóttir. Frumsýning fim. 9. maí kl. 20:00 2. sýning: sun. 12. maí kl. 20:00 (Grá kort gilda) 3. sýning: mið. 15. maí kl. 20:00 (Rauð kort gilda) eftir Alexander Galín LEIKFÉLAG REYKIAVÍKUR BORGMLEIKHÚSID Miðasalan er opin daglega kl. 14-20, nema mánudaga frá kl. 15-17, auk þess er tekið á móti pöntunum í síma 680680 milli kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta Vesturlöndum til kúrdísku flótta- mannanna. „Á flugvellinum í Diyarbakir er safnað saman þeim birgðuip, sem berast frá Vesturlöndum og þar eru núna hermenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Þýska- landi, sem vinna að hjálparstarfinu í samstarfi við Rauða hálfmánann í Tyrklandi og það er greinilega vel að þessu staðið. Hjálpargögnin er tekin nánast um leið og lent er með þau og sett um borð í flutningabíla eða þyrlur, sem flytja þau upp í fjöllin til flóttamannanna," segir Kristján. Sendingin, sem Kristján fylgdi, var fyrsta sending hjálpargagna til Kúrda, sem kemur frá Rauða kross- inum á íslandi. Hún var fjármögnuð með 70 milljóna króna ríkisfram- lagi, sem ríkisstjórnin ákvað fyrr í vor. Hann segir að í sendingunni til Tyrklands hafi verið 18 tonn af teppum en til írans hafi farið rúm- lega 17 tonn af teppum og peysum. „Áherslurnar í sendingu hjálpar- gagna á þessar slóðir er að breyt- ast núna,“ segir hann. „Hingað til hefur verið lögð mest áhersla á að koma þangað teppum og hlýjum fötum en nú er farið að hlýna þarna í fjöllunum, þannig að höfuðáhersl- an er nú lögð á að senda tjöld, matvæli og lyf, en það er óttast að þarna fari að breiðast út kólerufar- aldur.“ Hann segir að Rauði kross ís- lands stefni að því að senda aðra sendingu hjálpargagna til Kúrda á næstunni. í því skyni muni fara fram landssöfnun undir nafninu „Sól úr sórta“ þann 12. maí og muni þá verða gengið í hvert ein- asta hús í landinu og fé safnað. Söfnunarfénu verði skipt í tvennt; annars vegar verði því varið til að- stoðar við Kúrdana og hins vegar til að koma upp gervilimasmiðju í Kabúl í Afganistan. ^SKIPAPLÖTUR - INNRÉTTINGAR jAI PLÖTUR í LESTAR gj I B m SERVANTPLÖTUR ■ I I 1 I 1 SALERNISHÓLF LJÍJL^L-J BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORBPLÖTUR ^ ÁLAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA Þ.MR6BÍHSS0W 8.C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.