Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 10
íi------- Námsmenn 1 ee 1 ÍAM .rt MUoAaíIADlíAJ niflA,IBHUpHc)M ■MOReUNBfcABi&-LAUeARÐA6öft+h-MAM9M------------- Atvirmuhorfur með verra móti Átján hundruð námsmenn á skrá ATYINNUHORFUR námsmanna eru með verra móti í sumar, líkt og undanfarin tvö til þrjú sumur. Skráning skólafólks hjá Ráðningar- skrifstofu Reykjavíkurborgar hófst í byrjun apríl og alls hafa 1314 sótt um vinnu. A sama tíma í fyrra höfðu 1236 sótt um vinnu. Hjá Atvinnumiðlun námsmanna höfðu 500 manns látið skrá sig. Gunnar Helgason atvinnumála- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg sagði að vísu væru færri skráðir hjá al- mennu atvinnuleysisskráningunni núna en á sama tíma í fyrra, eða 594 í dag á móti 904 í fyrra. „Það mætti ætla að ef til vill verði eitt- hvað léttára fyrir skólafólk að fá atvinnu í sumar, en hins vegar gefa umsóknirnar það ekki til kynna," sagði Gunnar. Atvinnumiðlun námsmanna hóf störf um miðjan síðasta mánuð en þetta er fjórtánda árið sem hún starfar. Umsvif miðlunarinnar hafa aukist mjög hratt á síðustu árum. A síðasta ári fengu þannig 494 ein- staklingar vinnu hjá 351 atvinnu- rekanda fyrir tilstuðlan Atvinnum- iðlunar námsmanna. Nú þegar hafa fimm hundruð námsmenn skráð sig hjá miðluninni í leit að atvinnu. Börkur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna, segir miðlunina vera rekna af Stúdentaráði Háskóla ís- lands en einnig_ stæðu Bandalag sérskólanema (BÍSN) og Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) að henni. Auk námsmanna innan þessara samtaka gætu nemar í framhaldsskólum einnig leitað til Atvinnumiðlunar námsmanna. „Þetta hefur alltaf verið að vefja upp á sig og fólk yfirleitt verið ánægt með þjónustuna, sem við reynum að hafa snögga, skilvirka og eins ódýra og kostur er á,“ seg- ir Börkur. Starfsemi miðlunarinnar er fjár- mögnuð þannig að hver námsmaður sem setur sig á skrá greiðir 700 króna gjald. Þetta gja'ld fær hann hins vegar endurgreitt ef miðlunin getur ekki útvegað honum starf. Þá greiða fyrirtæki sem óska eftir starfsmönnum þúsund króna gjald, auk virðisaukaskatts, og einnig hafa félagsmálaráðuneytið og ýmis sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu veitt Atvinnumiðlun námsmanna styrki. Aðspurður um hvernig ástandið væri í atvinnumálum námsmanna sagði Börkur það vera mjög sérs- takt. „Það eru ekki nema tvö til þrjú ár síðan að atvinnutilboð voru fleiri en námsmenn hjá okkur á skrá. Þetta hefur nú algjörlega snú- ist við og eins og stendur erum við með 80 tilboð en um og yfir 500 manns á skrá. Við vorum orðin nokkuð skelkuð eftir fyrstu vikuna en þá höfðum við fengið 10-20 til- boð en vorum með 400 manns á skrá. í kjölfar þess sendum við bréf til fjölmargra atvinnurekenda og höfum fundið fyrir ágætum viðtök- um. Reynsla síðustu ára sýnir líka að flest atvinnutilboð koma í kring- um mánaðamótin maí/júní þegar fyrirtækin ganga frá sumárráðn- ingum. Iðnemasamband íslands hefur komið á fót atvinnumiðlun iðnema sem er nýtekin til starfa. Kristján Einarsson, hjá Iðnemasambandinu sagði að ætlunin væri að reka atvin- numiðlunina allt árið með sérstakri áherslu atvinnuþörf iðnema í tengslum við það nám sem þeir stunda. Hann sagði að möguleikar gætu opnast á því að iðnemar gætu á þennan hátt komist á samninga hjá meisturum í iðngreinum. Skrán- ingargjald fyrir nema er 300 kr. og 3.000 kr. fyrir iðnfyrirtæki eða meistara sem við greiðslu þess eru skráðir í tölvuskrá atvinnumiðlun- arinnar allt árið. Auk þess er greiðsla fyrir hvetja ráðningu 3.000 kr. Kristján sagði að afraksturinn yrði notaður til að greiða auglýs- ingar en að öðru leyti stæði Iðnema- sambandið undir rekstrarkostnaði. „Mér sýnist á öllu að atvinnu- horfur námsmanna séu ekki mjög bjartar. Við vonumst að vísu til að komast inn í sumarafleysingar hjá verktökum. Við viljum bjóða þeim iðnema sem eru komnir mislangt í námi, verknámsskólanema sérstak- lega. Með því móti getum við útveg- að þeim hæfari starfskrafta en þeir gætu annars fengið á almennum vinnumarkaði. Jafnframt vonumst við til þess að nemarnir öðlist meiri starfsreynslu í faginu en ella og það skili sér í betri fagmennsku," sagði Kristján. Almenna bókafélagið: Ný bók komín út hjá Bóka- klúbbnum BANASKOT, eftir Elmore Leon- ard, er komin út hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins í þýðingu Kristjáns Krisljánssonar. Banaskot er spennusaga enda er höfundur einn af þekktari spennu- sagnahöfundum, segir í frétt frá félaginu. Hafa margar af bókum hans verið kvikmyndaðar. Elmore Leonard, fæddist í New Orleans árið 1925. Hann settist að í Detroit og lauk prófi í enskum bókmenntum við háskólan þar árið 1950. Á árunum 1949 til 1961 vann hann sem textahöfundur fyrir ýmsar auglýsingastofur. Frá árinu 1967 hefur hann eingöngu fengist við að semja skáldsögur og kvikmynda- handrit ef undan eru skildir nokkrir ritdómar um bækur. Banaskot er 256 blaðsíður að stærð í stóru broti. Umbrot, prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Kápu hannaði Guðjón Ingi Hauksson. FJÚK0UH6SMÚT 1991 Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna fer fram 26. til 30. júní 1991 á Gaddstaðaflötum við Hellu. Sýning ræktunarbúa fer fram laugardags- kvöldið 29. júní í tengslum við kvöldvökuna. Stefnt er að sýningu 8 tií 12 hópa þar sem sýnd verða 6 hross í hópi frá hverjum aðila. Miðað er við að hrossin séu fædd á sama bæ eða hjá sama eiganda. Framkvæmda- nefnd fm. áskilur sér rétt til að láta skoða hópana í tíma. Þátttöku skal tilkynna Fann- ari Jónassyni í síma 98-75028 eða 98-75175 í síðasta lagi 15. maí nk. IMöfn einstakra sýningarhrossa þurfa þó ekki að berast fyrr en í síðasta lagi 4. júní nk. Framkvæmdanefnd fm. 1991. r V ■.. . * Hafnarfjörður - Norðurbær Sér íb. í blokk, mjög góð 92 fm. Verð 7,2 millj. Laus 1. júlí. Nánari uppl. hjá: Fasteignasölunni Ás, sími 652790. Heimasímar sölumanna: 50992 og 641152. 011 Kfl 01 07fl LÁRUS Þi VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri L I IwU’fc I W/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggiltur fasteignasali Til sölu á fasteignamarkaðinn eru að koma m.a. eigna: Vel byggt og vel með farið einnar hæðar steinhús, á vinsælum stað í Garðabæ. Aðalíb. um 150 fm. Einstakl.íb.: 32 fm. Sólskáli: 40,4 fm. Bílskúr: 50,2x2 fm. Glæsil. lóð: 1018 fm. Eignin gefur mikla möguleika. Teikn. og nánari uppl. aðeins á skrifst, Nýendur- og viðbyggt einbhús v/Háabarð í Hafnarfirði, einnar hæðar steinh. 129,5 fm nt. Ennfremur mjög góður bílsk. 36 fm. Ræktuð, glæsil. lóð 630 fm. Útsýnisstaður. Skipti mögul. á raðhúsi af meðalstærð, helst í Kópav. Rétt við Álftamýrarskóla á besta stað v/Safamýri 3ja herb. mjög góð íb. á 2. hæð, 88,4 fm auk sameignar og rúmg. geymslu. Tvennar svalir. Sérhiti. Nýmál. sameign utanhúss. Laus fljótlega. Úrvalsíbúð á góðu verði skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti í lyftuh., 6 herb. 132 fm auk geymslu, sameignar og bflsk. Sérinng., sérþvottah. 4 góð svefnherb. Tvennar svalir. Bað og gestasn. Mikið útsýni. Verð aðeins kr. 8,5 millj. Við Biikahóla - stór bílskúr 3ja herb. íb. á 2. hæð 86,8 fm. Parket. Sólsvalir. Góð innr. Sameign utanhúss nýendurbætt. Laus fljótlega. 3ja, 4ra og 5 herb. góðar íbúðir skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti bæði í 3ja hæða fjölb- húsum og lyftuhúsum. Frábær greiðslukjör. Nokkrar ódýrar íbúðir 2ja og 3ja herb. í steinh. í gamla Austurbænum. Fráb. kjör. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Leitum að góðri 3ja-4ra herb. íb. miðsvæðis í borginni m/bílsk. eða bílskrétti. Mikil peningagreiðsla strax. Ennfremur óskast gott raðhús í Breiðholti eða Mosbæ í skiptum f. 5 herb. ágæta íb. m/útsýni. • • • Opið í dag kl. 10.00-16.00. Afföll af nýjum húsbréfum voru í gærmorgun 20,9% auk 1% lántökugjalds. ALMENNA FASTEIGNA5AUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 iíteíMináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Broddi Jóhannesson í Reykja- vík sendi mér bréf, og þótti mér betur fengið en ófengið. Hann skrifar: „Kæri Gísli. Hafðu margfaldar þakkir fyr- ir pistla þína fyrr og síðar, en nú bið é_g þig fyrir stutta athuga- semd: I 586. þætti, Mbl. 27.4. sl., er svofelld eftirskrift: „Ég hef heyrt að dr. Broddi Jóhannesson hafi látið sér detta í hug að nota orðið meinlaus í staðinn fyrir „umhverfisvænn". Er þetta ekki snjallt?" Þarna er engu logið og ekki veit ég, hversu mörgum kann að hafa dottið sama lausn í hug. Hitt veit ég, að Guðmundur Andri Thorsson skilaði henni með prýði í útvarpsþætti laugar- daginn 23. mars sl. Hér á við kjörorð gamals og góðs kennara okkar norðan- manna: Það einfaldasta er allt- af best. Gleðilegt sumar.“ ★ Hvað veistu um fiðrildi? Þau hafa góða vængi og marglita. Oft eru þau falleg mjög lítil og létt. Þau eru mjög dugleg að forða sér frá vandræðum og þau stinga ekki eins og býfluga. Þau eru fyrst ormar eða margfætlur, svo fara þau í púpur og verða að fiðrildum. Fiðrildi hitta ekki önnur fiðrildi til að eignast ný. Þau eru bara fijáls. Jón Þorri (Mbl. 1991) ★ Haraldur Ágústsson í Reykja- vík sendir mér enn einu sinni gott bréf og er þar meðai ann- ars: „Skilgreining á dönsku hug- tökunum: spántagende be- arbejdning og spánlös be- arbejdning. Þessi hugtök eru einkum notuð í málmiðnaði. Spænd smíði: d. spántagning (spántagende bearbejdning), þ. Spangebene Verformung. Smíði, þar sem notaðar eru þjal- ir, sagir, borar, heflar eða önnur þau verkfæri sem spæna smíð- inat nefnist spænd smíði. Ospænd smíði: d. spánlös bearbejdning, þ. Spanlose Ver- formung. Smíði, þar sem efnið í smíðina er formað án þess að það sé spænt, nefnist óspænd smíði. Um leið og ég sendi þér ljósrit af síðustu ný-smíði minni, sem ég gerði fyrir Manfred Lemke á Blönduósi, er ég með nokkrar hugdettur. Mér hefur oft dottið í hug þegar verið er að tala um að virkja menn til að gera eitt eða annað hvort ekki sé betra að tala um að nýta mennina? Ekki kann ég við að sagt sé, t.d. að Valur hafi tapað stórt fyrir KA. Væri ekki betra að segja að Valur hafi tapað miklu fyrir KA? Ég sá nýlega fyrirsögn í blaði þar sem talað var um að eitt eða annað hafí verið meingallað. Mér datt í hug hvort þetta orð sé ekki eitthvað skylt því sem ég hef verið að fást við í sam- bandi við læsingar. Ég skil þetta orð þannig að mein í skrá sé gallað og ekki sé hægt að opna læsinguna af þeim sökum. Með góðri kveðju.“ Áður en ég svara þeim spurn- ingum, sem í bréfinu felast, bið ég ykkur að gaumgæfa þær með mér litla hríð. Svo kveð ég bréf- ritara með virktum. 588. þáttur ★ Grímur er ævafornt manns- nafn. Það er einnig Oðinsheiti og nafn á slöngu, hafri og dverg. Ég veit ekki hvaða frumhugsun býr í mannsnafninu. Er maður- inn dulinn, með grímu, eða er hann dökkur eins og nóttin sem stundum heitir gríma? Eitt er víst. Nafnið var svo algengt að fornu, að merking þess hefur a.m.k. verið viðunandi. Árið 1703 báru 140 íslend- ingar nafnið Grímur, en eru milli 70 og 100 í öllum aðal- manntölum síðan. Nafnið er ekki mjög fátítt síðustu árin, níu svo skírðir árið 1960 og fjórir 1985. ★ Vegna þess að ofurlítið féll niður í prentun síðasta þáttar, er hér endurbirtur hluti af ný- yrðaskrá Harðar Jónssonar: 1) Fíkill, t.d. bókafíkill, frétta- fíkill, lyíjafíkill, senufíkill, sjpilafíkill, tölvufíkill. 2) Aningarfarþegar (stop over passengers), til dæmis far- þegar sem millilenda og/eða á á leið sinni (notað af Flug- leiðum í auglýsingu 1986; sjá Morgunblaðið 4. jan. 1991.)“ ★ Étandi ég þig sá, étandi varstu þá, étandi úti og inni og étandi í eilífðinni. (Okunnur höfundur.) ★ „Er ekki málfræðin aðeins þjónn venjunnar?“ (Sverrir Pálsson, f. 1924.) P.s. Auglýsingaþulur í út- varpinu sl. sunnudagskvöld sagði greinilega evró, ekki ómyndina ,júró“. Þökk sé hon- um (henni) hver sem var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.