Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 Þau eldri orðin létt hífuð. Guðrún Ásmundsdóttir, Sigríður Hagalin og Bessi Bjarnason. A ég hvergi heima? _________Leiklist____________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Borgarleikhúsið. _ Leikfélag Reykjavíkur sýnir Á ég hvergi heima? Höfundur: Alexander Galín. Þýðandi: Árni Bergmann. Leikstjóri: María Krisljánsdótt- ir. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Búningar: Sigríður Guðjónsdótt- ir. Lýsing: Lárus Björnsson. „Ég vil fá frið. Leyfið mér að lifa það sem eftir er í kyrrð og ró.“ Þessa einlægu ósk á gamli maðurinn Tsjmútín sem þráir sveit og einfalt líf fjarri eirðarleysinu sem fylgir Moskvu. Hann býr þar hjá dóttur sinni og tengdasyni en þau vilja fyrir alla muni gifta Tsj- mútín í ellinni þannig að hann geti farið af heimilinu án þess að þau þurfi að hafa af honum áhyggjur. Tengdasonurinn útvegar því þijár gamlar konur sem Tsj- mútin á að velja á milli. Hvað á að gera við gamla fólk- ið? Þessi spurning er orðin æ áleitnari í vestrænum þjóðfélögum þar sem þessi þjóðfélagshópur hef- ur ekki leng^ur neinu ákveðnu hlut- verki að gegna og árin eftir að fólk fer á eftirlaun verða sífellt fleiri. Það er ekki að undra að gamalt fólk fyllist iðulega beiskju þegar það rekur sig á að það er bara fyrir, yngri kynslóðin hefur svo mikið að gera við að afla lífs- viðurværis. Alexander Galín er því að ijalla um nokkuð sammannleg- an vanda í verki sínu A ég hvergi heima? þó húsnæðisskortur í Sov- étríkjunum geri vandann enn meira áberandi. Unga fólkið þarf oft að bíða árum saman eftir eigin íbúð og fólk býr þröngt og elliheim- ili þykja ekki fýsilegur kostur þar eystra. Þannig er gamla fólkið beinlinis fyrir þeim sem yngri eru. Galín hefur samúð með eldri kyn- slóðinni og það er augljóst að hann telur okkur þau sem yngri erum vera á góðri leið með að glutra niður ýmsum verðmætum gildum með því að hlusta ekki á rödd þeirra eldri. Þetta er vel skrifað verk þar sem gleði og sorg skiptast á að hræra í tilfinningum áhorfandans og þetta er texti sem snertir. Það er þó ekki um neina predikun að ræða heldur skapar Galín sannar og miklar persónur sem allar hafa mikið að segja með því einungis að vera. Hver persóna hefur sín skýru einkenni og er sérstæð á einhvern hátt. Góð þýðing og sterkur leikhópur sjá svo um að skila þessu verki á kröftugan hátt. Það er Bessi Bjarnason sem leikur Tsjmútín gamla sem gengur um á sokkaleistunum með skyrtuna upp úr, einmana í stórri stofu fullri af antikmublum sem tengdasonurinn, Leoníd, safnar af ástríðu. Bessi ljær Tsmjútín sterkan svip og nær oft á frábæran hátt að túlka geð- brigði gamla mannsins sem er eins- konar símsvari og þjónn dóttur sinnar, Ljúdmílu. í samskiptum við yngra fólkið er hann önugur og þtjóskur enda fer dóttir hans með hann eins og óþægan krakka en þegar hann hefur endurheimt sitt fyrra sjálfstraust í samskiptum við gömlu konurnar þijár verður hann allur annar. Pirringurinn hverfur og hann verður yngri og líflegri. Allt þetta túlkaði Bessi á einfaldan hátt, dauður svipur, hamrandi puttar og ið í tám sagði t.d. meira en öll orð um leiðann sem hann var heltekinn af í upphafi verks. Guðrún S. Gísladóttir og Eggert Þorleifsson voru í hlutverkum Ljúdmílu og Leoníds, þau eru lið- lega fertug og barnlaus. Ljúdmíla var hið sanna glæsikvendi í hönd- um Guðrúnar; hún hefur brotist áfram úr fátækt og nú fyrirlítur hún föður sinn og ber fyrir honum umhyggju í senn. Guðrún var ör- ugg í túlkun sinni og náði vel að sýna þetta tvítog Ljúdmílu. Verð- mætamat nútímans ruglar hana og hún kann ekki lengur að verð- leggja hið andlega. Hún gisti ekki hjá foreldrum sínum þegar hún átti leið um bæinn þeirra, heldur á hóteli og fór svo með móður sína í búðir og fataði hana upp en sáði um leið óánægju í hjarta hennar. Þetta getur faðirinn ekki fyrirgefið og ekki heldur að hún skuli ekki eiga nein börn. Eggert Þorleifsson var kaldur og hress; „menntaspíra með viðskiptaslagsíðu" eins og Leoníd orðar það sjálfur. Gerir allt fyrir gamlar mublur en skilur ekki gamalt fólk. Eggert átti alveg prýðilegan leik á móti gömlu kon- unum þremur, hann allur á yfir- borðinu en þær hreinar og beinar í gegn. Konurnar þijár geta hins- vegar ekki verið ólíkari innbyrðis og leikkonumar Guðrún Ásmunds- dóttir, Sigríður Hagalín og Þóra Friðriksdóttir pössuðu hreint ótrú- lega vel inn í þá mynd sem maður fékk af þessum konum við að lesa handritið. Guðrún er Díana, ekkja ineð hugsjónir sem hún hélt að myndu rætast með syni sínum en hið bjarta fyrirmyndarríki er enn fjarri og nú bindur hún vonir við barnabörnin. Guðrún sýndi það í Ég er hættur! Farinn! að hún áauð- velt með að leika gamlar konur með stórt hjarta og hún var hríf- andi í dansinum með Sigríði Hagal- ín. Sigríður lék fyrrum ballerínu, fínlega í blúndudressi, káta og öra gamla konu sem er einmana og hrædd við að deyja ein. Þóra lék Nínu, sem er algjör andstæða Rósu, föst fyrir og jarðbundin í einföldum kjól og með skýiuklút líkt og þessar konur sem maður sér í biðröðunum endalausu í frétt- um frá Sovétríkjunum. Allar þess- ar gömlu konur eru einmana og það er sú kennd sem rekur þær áfram til þess að leita sér að biðli komnar á efri árin. í lokin sjáum við að þetta gamla fólk með Tsjmútín í fararbroddi er ekki dautt úr öllum æðum og sannast það þegar hann og gömlu konurnar finna samstöðu hvert með öðru í lokin. Raunar er það svo að lífsneistann er fremur að finna hjá þeim eldri en þeim yngri og þegar gamla fólkið er farið eru Ljúdmíla og Leoníd hálf lífvana innan um gömlu mublurnar. Dauð- ir hlutir eru dýrkaðir þegar þeir eru orðnir nógu gamlir þó því sé öfugt farið með lifandi fólk. Galín er kannski full neikvæður út í yngra fólkið en hann fjallar af svo mikilli hlýju um gamla fólkið að maður getur ekki annað en hrifist með, dáðst að þessari mannlegu reisn sem er yfir þeim eldri en þau yngri eiga svo auðvelt með að glutra niður eins og Díana orðar það á einum stað í verkinu. Það er tiltölulega hægur undirtónn í þessu yerki en það er þó afar líf- legt á köflum og oft með sérlega húmorískt en það felst alltaf ein- hver alvara í þeirri kátínu. Sumir kaflar verksins eru teygðir um of líkt og þegar gömlu konurnar eru að bíða eftir að Tsjmútín láti sjá sig. Leikmynd og búningar eru með miklum ágætum. Búningarnir und- irstrika skemmtilega persónuleika hvers og eins, einkum á það við gömlu konurnar þijár. Leikmyndin sýnir stofu þar sem er geysihátt til lofts svo að Tsjmútín verður enn einmanalegri á rangli sínu innan um fínu mublurnar. Eftir hle fylla stór borðstofuhúsgögn stofuna og á vegg hangir afar stór spegill sem áhorfendur speglast skemmtilega í. Þegar svo er kveikt á fjölda kerta verður þessi sviðsmynd glæsileg með afbrigðum. í lokin opnast svo þetta lokaða rými og við sjáum hvar Tsjmútín gengur á vit drauma sinna; ekki lengur lokaður innan þessara fjögurra veggja, Eitt atriði langar mig líka að minnast á þó það tengist ekki beint leikmyndinni og það er leikur með bíómynda- takta á undan verkinu. Á fortjald- inu var sama mynd og prýðir leik- skrá og síðan kom upp heiti verks- ins, nöfn á aðstandendum sýning- arinnar og síðan persónur og leik- endur. Allt rann þetta yfir fortjald- ið eins og í bíói og maður átti allt eins von á rússneskri stórmynd. Sniðug hugmynd. Það er gaman að fá tækifæri til þess að sjá rússneskt samtíma- leikrit og kynnast nýjum nöfnum í leikhúsinu. Galín er höfundur á uppleið, innan Sovétríkjanna sem utan, og verk hans njóta mikilla vinsælda. Þótt hann sé ekki fyrst og fremst að íjalla um þjóðfélags- vandamál Sovétríkjanna þá skynj- ar maður þau í gegnum persónurn- ar. í Á ég hvergi heima? skynjum við vandann svona eins og í fram- hjáhlaupi með tali um biðraðir, fersk matvæli sem fást með sam- böndum út í sveit, svartamarkaðs- brask, það þarf að kaupa kotasælu á ákveðnum dögum, láta taka frá banana o.fl. Með öðrum orðum: skortur. Þessi síðasta frumsýning Leik- félags Reykjavíkur var í alla staði ánægjuleg og oft og tíðum leikhús eins og það er sterkast. Það er að þakka góðum texta, góðri leik- stjórn og góðum leikurum. Hljóðverk Myndlist EiríkurÞorláksson Það fylgdi þeim hreyfingum í átt til aukins frelsins í listsköpun, sem tóku að þróast á sjötta ára- tug aldarinnar og hafa síðan gengið í bylgjum allt til þessa dags, að myndlistarmenn hófu að gera tilraunir með margvísleg óhefðbundin efni til listsköpunar; vatn, ís, Ijós, loft, hljóð, hreyfing- ar, og loks skipulagt eða tilvilj- anakennt samspil hinna ýmsu þátta í framkvæmd. Þessar til- raunir hafa leitt til mismikilla nýjunga í listheiminum; sumt hef- ur þróast í að vera fastur þáttur í fjölbreyttri flóru listalífsins, sem gefur nýrri efnum jafnmikinn möguleika og hefðbundnum við- fangsefnum, en annað hefur risið og hnigið eins og tískubylgjur. Loks er að nefna þá þætti sem einstakir listamenn hafa tekið upp á sína arma og helgað starf sitt, og þannig skapað sér örlítið rými á listasviðinu, sem aðrir hafa ekki sinnt að ráði. Finnbogi Pétursson, sem nú sýnir tvö hljóðverk í neðri sölum Nýlistasafnsins, hefur fundið sér þannig rými. Hljóð eru allt í kring um okkur í lífinu, líkt og önnur hráefni (málmar, tré, steinar, gler o.s.frv), sem listamenn vinna úr. Hins vegar getur verið erfítt að beisla þau á þann hátt að þau myndi heilstætt verk, sem verður aðgreint frá tónlist, sem er hið hefðbundna form hljóðverka. Þessi aðgreining er það erfið, að fáir hafa lagt hana fyrir sig. Tón- skáldið John Cage hefur á marg- an hátt verið faðir margra nýj- unga í listum síðustu áratuga, og viðhorf hans til hljóða (að öll hljóð, ásamt þögninni, séu hráefni í tónlist) hafa leitt til ýmissa til- rauna í tónlist, en þrátt fyrir það hafa svonefnd hljóðverk ekki no- tið mikillar athygli. Því er vert að skoða þau nánar, þá sjaldan þau eru sýnd hér á landi. Eins og fyrr segir er hér um að ræða tvö hljóðverk hvort í sín- um sal Nýlistasafnsins. í hinum fyrri er verk sem Finnbogi nefnir „Lína“, og í því eru þijátíu og -fjórir litlir hátalarar festir í línu. Ur hveijum hátalara berst ákveð- inn tónn, sem gefur samhljóm við þá tóna sem berast úr öðrum hátölurum, þannig að gestir geta skapað fjölbreytt hljóðmynstur með því að ganga meðfram hátal- araröðinni með mismunandi hraða. En vegna þess að sam- hljómur allra tóna er nokkuð skerandi, greina gestir ekki ein- staka tóna hátalaranna nema með því að ganga fast að þeim, þann- ig að í verkinu er innbyggð nokk- ur truflun, sem dregur úr áhrifum þess. Síðara verkið nefnist „Hring- ur“ og er gert með sinusbylgju 0-20 khz ofan á slétt vatnsborð. Þetta verk nýtur sín afar vel í neðri salnum. Dimmur tónninn er sendur með síaukinni tíðni og styrk niður á vatnsyfirborðið, sem tekur að bylgjast, í fyrstu reglu- lega, en síðan með vaxandi titr- ingi, og mynda þannig kerfis- bundinn eriduróm og mynstur í endurvarpi ljósgeisla, sem spegl- ast á vegg og síðan aftur á vat- nið. Þetta er meira en hljóðverk, því hér er á ferðinni lifandi skúlpt- úr vatns, ljóss og skugga, drifínn áfram af hljóðbylgjum. Það er þægilegt að sitja við þetta verk og fylgja því eftir, hringrás eftir hringrás. Sýningu Finnboga Péturssonar í Nýlistasafninu lýkur sunnudag- inn 12. maí. Smáverkasýning' Myndlist Bragi Ásgeirsson Nokkrir myndlistarmenn hafa tekið sig saman og sett upp sýningu á smáverkum í Asmundarsal undir heitinu „Það gefur augaleið“. Hér eru konur í algjörum meiri- hluta eða sex talsins en einn karl- maður hefur fengið að fljóta með. Konurnar hafa flestar verið kennd- ar við textíl-list og ýmsar tilraunir á þeim vettvangi og ein þeirra, Anna Þóra Karlsdóttir, sýndi á sama stað nú nýverið svo sem ýms- um mun í fersku minni. Stöllur hennar eru Guðrún Marinósdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ina Salome, Áslaug Sverrisdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, en karl- dýrið Níels Hafstein. Allt eru þetta velþekkt nöfn á íslenzkum listamarkaði og flest hafa að baki margar einkasýningar auk þátttöku í fjölda samsýninga. Eins og yfírskriftin gefur til kynna, þá er áherslan lögð á litlar myndir og eru öll verkin innan við 25X25 sentímetra að stærð, en strangt til tekið þá er varla hægt að skilgreina verk eftir stærð þeirra, því að sum lítil verk búa yfir kyngikrafti, en hins vegar eru stór verk oft lítið meira en stærðin, þótt þau taki mann sterkum tökum upphafí vegna umfangsins. Undanfarin ár hefur það verið mikið í tísku að gera stórar myndir og er það sem fleira í flestum tilvik- um meira komið frá hræringum í útlöndum en beinni þörf til að mála stórt. Hins vegar eru lítil verk í sjálfu sér nákvæmlega jafn rétthá og stór. Þetta er notaleg og dálítið óvenj- uleg sýning og við skoðun hennar fer maður ósjálfrátt að hugsa um rýmið og lítur í kringum sig og sér þá að salurinn er orðinn býsna góð- ur til sýningahalds með ofanljósi úr norðri og þar með fínni náttúru- birtu. Hann er lítill og mætti því ætla að smámyndimar færu vel á veggj- unum, en til þess er hann of mikill um sig og hátt til lofts svo að það verður minna en skyldi úr sumum verkanna, því að hér skortir inni- leikann. En þetta er þó um margt áhuga- verð sýning og gerendurnir vinna á breiðum efnisgrundvelli svo sem í ull, bómull, tré, pappír, nylon, togi, bleki, olíukrít og gera auk þess að notast við skeljar og hnýta lykkjur og slaufur. Skal unnendum framsækinna lista bent á sýninguna, sem stendur alltof stutt og lýkur sunnudaginn 12. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.