Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 * > Agústa G. Arnadóttir frá Hábæ - Minning Fædd 15. júní 1904 Dáin 2. maí 1991 Í dag verður gerð frá Hábæjar- kirkju í Þykkvabæ útför Ágústu G. Árnadóttur, húsfreyju frá Hábæ. Við undirrituð viljum færa henni nokkur kveðju- og þakkarorð að leiðarlokum. Ágústa missti ung föður sinn, Árna skipstjóra Ingimundarson, sem fórst með skipi sínu 1912. Kom ^Ágústa þá á heimili föðurbróður ^síns, Sigurðar útgerðarmanns Ingi- mundarsonar á Skjaldbreið í Vest- mannaeyjum, og konu hans, Hólm- fríðar Jónsdóttur, og ólst þar upp sem eitt barna þeirra fram að tví- tugsaldri. Engri manneskju höfum við kynnst, sem betur hefur goldið fósturlaunin, en Gústu, svo ein- stæða ræktarsemi sýndi hún fóstur- foreldrum sínum, börnum þeirra og barnabörnum að dæmafátt mun vera. Eftir að hún varð húsfreyja á stóru heimili í sveit, var oft leitað til hennar og eiginmanns hennar, Óskars Sigurðssonar í Hábæ, og alltaf var tekið á móti frændfólkinu til lengri eða skemmri dvalar, og allir í ríkum mæli umhyggju hennar og elskusemi. Þetta er ljúft og skylt að þakka nú við brottför hennar. Persónulegar endurminningar okkar um samverustundir með Gústu frá löngu liðinni tíð eru okk- ur kærar og hjartfólgnar þótt ekki verði rakið hér. Henni fylgir einlæg þökk og hlýhugur okkar. Agústa var svo lánsöm að eiga örugga Guðstrú og þá von, sem við öll eigum, sem við henni viljum ^tka, því: Sú trú, sem pllin flytur oss fári þyngku ver ei skaða skeyti bítur þann skjöld ef berum vér, — í stormum lífs hún styður og styrkir hjörtu þreytt, í henni er fólginn friður, sem fær ei heimur veitt. (Helgi Hálfdánarson.) Einkadóttur Ágústu, Elsu Tóm- asdóttur, eiginmanni hennar og börnum þeirra vottum við dýpstu samúð. Áslaug og Friðjón Sigurðsson Fóstra okkar Ágústa Guðrún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 2. maí sl. Með þessum línum viljum við minnast hennar og þakka allt það sem hún var okkur. Ágústa fæddist 15. júní 1904 að Hvammi í Vestmannaeyjum. For- eldrar Ágústu voru Árni Ingimund- arson og Elsa Dorothea Tómasdótt- ir, sem síðar giftist Sæmundi Guð- brandssyni. Ágústa eignaðist 5 hálfsystkini, Ingibjörgu, Guðbrand, Júlíus og tvíburana Tómas og Krist- in. Þau dóu öll í æsku. Þegar Ágústa var 4 ára gömul drukknaði Árni faðir hennar með mb. Ástríði, ásamt allri áhöfn. Þá var hún tekin í fóstur til föðurbróð- ur síns Sigurðar Ingimundarsonar og konu hans Hólmfríðar Jónsdótt- ur á Skjaldbreið. Móður sjna missti Ágústa 18 ára gömul. Á Skjald- breið ólst Ágústa upp í glöðum frændsystkinahópi og undi hag sín- um vel. Fóstursystkini Ágústu voru Árný Hanna (lést 12 ára), Friðjón, Júlíus (látinn) Sigríður Rósa, Krist- inn (látinn) og Pálmi. Ágústa hélt góðu sambandi við þau og afkom- endur þeirra alla tíð og þótti alltaf vænt um eyjarnar sínar og fylgdist vel með öllu þar. Ágústa flyst rúmlega tvítug til Reykjavíkur og starfaði aðallega á Vífilsstöðum og Elliheimilinu Grund. Kjörin voru kröpp á þessum árum og minntist hún þess að hafa verið heilan mánuð að vinna sér inn fyrir einum spariskóm. Árið 1942 ræðst hún sem ráðs- kona til föður okkar Oskars Sig- urðssonar að Jaðri í Þykkvabæ, með dóttur sína Elsu, þá tæplega tveggja ára. Faðir okkar var orðinn ekkjumaður með fjórar ungar dæt- ur. Sameiginlega ólu þau upp Hall- dóru, Jónu Birtu, Sigurlínu Sesselju og Ámý Elsu. Ragnhildur, yngsta dóttir Oskars, ólst upp hjá Jónínu móðursystur sinni og Friðriki bætist lítil stúlka í hópinn, Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir, frænka Ágústu. Seinna fluttist fjölskyldan að Hábæ og tóku Óskar og Ágústa við búsforráðum þar og nutu Sig- urður afi og Sesselja amma umönn- unar þeirra til æviloka. Ágústa stjórnaði stóru og oft mannmörgu sveitaheimili af mikl- um dugnaði og myndarskap. Þegar litið er til baka þá er margs að minnast, oft var gestkvæmt í Hábæ á sumrin og stundum tvísetið við stóra borðið í borðstofunni um helg- ar, og aldrei skorti rausnarlegar veitingar. Barnabörnin og frænd- systkinin úr Vestmannaeyjum dvöldu í Hábæ sumarlangt. Á hátíð- um og tyllidögum skartaði Ágústa íslenska þjóðbúningnum með glæsi- brag. Agústa og Óskar faðir okkar bjuggu í Hábæ meðan heilsan leyfði. Árið 1986 fluttust þ_au á Elliheimilið Lund á Hellu. Óskar lést 25. sept. 1988. Sama ár flutt- ist Ágústa á Hjúkrunarheimilið Skjól og naut þar góðrar umönnun- ar í erfiðum veikindum sínum til æviloka. Við viljum færa læknum, hjúkrunar- og starfsfólki þar bestu þakkir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Halldóra, Jóna Birta, Sigurlín Sesselja og Margrét. Elsku amma mín er dáin. Mig langar að þakka henni fyrir það sem hún var mér og fyrir allar góðu stundirnar í sveitinni. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég ömmu og bið Guð að geyma hana og varðveita. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbj. Egilsson.) Kiddý 2. maí sl. lést Ágústa Guðrún Árnadóttir frá Hábæ í Þykkvabæ. Hún verður jarðsett í dag við hlið afa míns Óskars Sigurðssonar í litla vinalega kirkjugarðinum í Þykkva- bænum. Ágústa fósturamma mín var sterk og eftirminnileg manngerð. Það eru ekki margir sem geta fetað í fótspor hennar en hún tók að sér heimili Óskars afa í Jaðri og fóstr- aði þrjár af dætrum hans. Afi hafði þá nýverið misst konu sína frá fjór- um ungum dætrum. Síðar varð Gústa húsfreyja í Hábæ og stýrði þar stóru sveitaheimili, þriggja ætt- liða. Þá bjuggu þar einnig langafi minn, Sigurður Ölafsson, og Sess- elja Ólafsdóttir, langamma mín. Það hefur þurft mikinn dugnað og áræðni fyrir unga konu að koma úr höfuðborginni í sveitina, með litlu dótturina Elsu og takast allt þetta á hendur. Þetta gerði Gústa með miklum sóma og henni tókst að skapa þann góða heimilisbrag sem ríkti í Hábæ. Þangað sóttu jafnt ættingjar hennar úr Eyjum sem og ættingjar afa. Oft var því þröngt setinn bekkurinn í Hábæ. Fyrir litla stúlku sem bjó ein með móður sinni, var Hábær fasti punkt- urinn í tilverunni. Þangað fórum við mamma hvenær sem færi gafst. Tilhlökkunin og eftirvæntingin þeg- ar turninn á Hábæjarkirkju sást í fjarska er ógleymanleg. í Hábæ voru bestu jólin, besti maturinn og bestu stundirnar við leik og störf. En hve það var notalegt að fara niður I hlýja eldhúsið á kvöldin að fá kvöldkaffi hjá Gústu. Best af öllu var þó að fá heitar flatkökur beint af gömlu olíueldavélinni. Gústa var afbragðs matselja og því vildi oft bætast í kinnarnar á okkur Sveinn Pálsson kennari - Minning Fæddur 30. september 1922 Dáinn 18. apríl 1991 Hann var borgarbarn, fæddur í Reykjavík. Faðir hans var Páll Sveinsson yfirkennari við Mennta- skólann í Reykjavík (1878-1951) og Þuríður Káradóttir, kona Páls, móðir hans. Hún var úr Mosfells- sveit. Langalangafi Sveins mennta- skólakennara var alnafni hans, hinn kunni læknir og náttúrufræðingur (1762-1840). Faðir Páls Sveinsson- ar var sr. Sveinn Eiríksson prestur *?SÞAsum í Skaftártungum, en móð- ir hans var Sigríður, dóttir Sveins Pálssonar, sem fyrr er getið. Sr. Sveinn drukknaði í Kúðafljóti 19. júní 1907, 63 ára að aldri. Eins og að líkum lætur var Sveinn látinn ganga menntaveginn, sonur sjálfs menntaskólakennar- ans. Skólanám var honum engin þraut né þvingun, því að allt nám var honum leikur einn. Einkum voru tungumálin honum mjög hug- stæð. Að sjálfsögðu stundaði hann nám sitt í máladeild MR. Latína var ■ ’^ð tungumál sem hann náði best- um tökum á, svo og þýskan. Mér er til efs að betri latínukennari hafi fyrirfundist hérlendis en hann meðan hann stundaði kennslu við menntaskóla. Stúdentsprófi lauk Sveinn tvítugur, vorið 1943, með mjög hárri einkunn eins og vænta mátti. I hópi stúdenta frá MR þetta vor, auk Sveins og enn eru á lífi, má nefna: Björn Th. Björnsson list- fræðing, Pál Líndal ráðuneytis- stjóra, .Jónas Kristjánsson forstöðu- mann Árnastofnunar, Jóhannes Nordal Seðlabankastjóra, Benedikt Gröndal sendiherra og Finnboga Guðmundsson landsbókavörð. Auk margra annarra þekktra manna og kvenna. Ekki gat hjá því farið að Sveinn hygði á framhaldnám að stúdents- prófi loknu. Til þess hafði hann og aila burði. Hann las latínu, þýsku og alþjóðalög í þremur borgum: Edinborg, Zurich og Nijmegen í Hollandi. Hvers vegna hann las al- þjóðalög er mér ókunnugt. Aldrei mun hann hafa notað þá menntun, hvorki hér né erlendis. Að námi loknu var Sveinn orðinn hámennt- aður og stundaði hann þá kennslu hér heima. Hann var það sem kalla má klassískan menntamann, einn af fáum. Slæmt hefði það verið, ef slíkur gáfumaður sem hanri hefði orðið að fara á mis við menntun, en það hafa því miður margir hans líkar orðið að þola. Sveinn hlaut að ganga menntaveginn, að því studdu arfur, gáfur, dugnaður og hagstæð búseta. Eins og fyrr er frá greint kenndi Sveinn með námi, aðallega latínu og þýsku. En segja má að kennsla hans hefjist fyrir alvöru, er hann fær stöðu við Menntaskólann á Laugarvatni 1953. Þar kenndi hann í 6 ár og þar naut hann sín best sem kennari hér heima, sagði hann mér. Aðalgreinar hans voru að sjálf- sögðu latína og þýska. Maður mér nauðakunnugur sagði mér að Sveinn hefði verið frábær kennari í þessum greinum, alveg pottþéttur, eins og hann orðaði það. Fleiri orð þarf ekki að segja til að koma því að sem eru aðalatriðin. Frá Laugar- vatni fór Sveinn því miður allt of snemma og varð nú lausara um hann en fyrr. Hann kenndi á Núpi í Dýrafirði í nokkur ár, einn vetur við gagnfræðaskólann í Vest- mannaeyjum og kom aðeins á við Reykjum í Hrútafirði. Kennsla við menntaskóla og háskóla var Sveini vitanlega keppikefli, þar naut hann sín best. Þetta var kennslan hér heima, svona í aðaldráttum. Eitt- hvað mun Sveinn hafa kennt við MR. Erlendis kenndi Sveinn lengst í Sviss, við menntaskóla í Zuric.h. Vafalaust hefur hann þótt þar hinn liðtækasti kennari eins og hér heima. Urri Svein á ég mjög persónuleg- ar minningar. Hann kenndi mér latínu undir stúdentspróf máladeild- ar í MR. Það var sumarið 1966, sem ég var að Ijúka þessum námsferli, er hófst haustið 1962. Ég las utan skóla til stúdentsprófs, vegna þess að ég var bundinn við störf, þá kennari og skólastjóri í Þykkvabæn- um. Einhvern veginn tókst mér að fá Svein til að gera þetta fyrir mig. Sveinn bjó hjá okkur hjónum í 11 daga. Þá var ekki dregið af sér hvorki af nemanda né kennara. Og það verð ég að segja, að aldrei hef ég lært annað eins á jafn skömmum tíma. Hvað var það sem öðru frem- ur einkenndi kennslu Sveins Páls- sonar? Hann kunni afar vel að greina á milli aðalatriða og aukaat- riða. Hann var hvergi í vafa. Minn- isstæð er mér notkun á ablatívus absalútus í latínu. Að hugsa sér að allur þessi lærdómur skuli nú horf- inn undir grænan svörð. Það er ótrúlegt og um leið sárgrætilegt. Okkur fannst Sveinn þægilegur maður í viðmóti. Sveinn fæddist eins og að ofan segir fyrir 68 árum. Þann aldur lifa þeir með mestu prýði sem aldrei kenna sér meins, hvorki líkamlega né andlega. Sveinn var hins vegar aldrei hraustur maður. Lungun voru slöpp. Banamein hans var lungna- bólga. Hann andaðist í Hamborg, þar sem heimili hans og konu hans Helenu, svissneskrar ættar, stóð síðustu árin. Sveinn var kominn á eftirlaun fyrir alllöngu, vegna ald- urs og þó meir heilsubilunar. Ég hitti hann snöggvast sumarið 1980, er hann bjó við Garðastræti. Sveinn kvæntist 5. nóvember 1949 Helenu Jóhönnu Önnu úr Sviss. Faðir hennar var kaupmað- ur, Kaiser að nafni. Börn eignuðust þau hjón fimm að tölu, og eru þau öll á lífi, allt synir. Synirnir eru þessir: Páll, býr í Englandi, fisksölu- maður þar, Kári Pétur, vinnur á pósthúsinu í Reykjavík, uppeldis- krökkunum þegar við höfðum dval- ið um hríð í sveitinni. Gústa gat átt það til að vera hvöss á brúnina, stundum. Það hlýddu henni allir umyrðalaust, hún þurfti ekki að byrsta sig. Þegar ég varð eldri skildi ég Gústu betur, þetta var hin besta stjórnunaraðferð á stóra heimilinu. Og auðvitað hafði lífið ekki alltaf leikið við hana. Hún átti eflaust margar sárar minningar úr uppvextinum og hún hefur vafa- laust oft orðið að herða upp hugann þegar á bjátaði. Um erfiðleika var ekki talað, það var ekki til siðs. Sú venja aldamótakynslóðarinnar að segja: „ef guð lofar“ og „ef ég lifi“, vitnar í raun um það, að líf og hamingja var ekki sjálfgefin. Við sem þekktum Gústu vissum að hún átti stórt og hlýtt hjarta. Síðustu árin sem hún hafði heilsu gaf hún okkur ómælda ástúð og hlýju í hvert sinn er við hittumst. Henni þótti vænt um sitt fólk og hún hugsaði vel um það alla tíð. Ég vil þakka Gústu fyrir allt það góða atlæti sern hún veitti mér í uppvextinum. Ég veit að núna líður henni vel hjá guði og er búin að setja upp gamla góða svipinn sinn, eins og þegar vel lá á henni. Ég votta systrunum frá Hábæ og fjölskyldum þeirra samúð mína. Steinunn Osk Hún amma mín er dáin og ég þakka Guði af öllu hjarta fyrir að hafa leyft mér að kynnast henni. Ég man eftir henni sem lítilli, hnell- inni konu sem var alltaf að vinna, nema þegar hún fékk sér miðdegis- blundirin. Hún eldaði besta mat í heimi, bakaði bestu kökurnar og hver man ekki eftir góðu suðukök- unum hennar. Amma mín gaf mér líka mikið; hún sagði mér frá gömlu dögunum sínum og kenndi mér svo ótal margt um lífið eins og það er. Það var hún sem kenndi mér að lífið ætti að vera erfitt, annars væri það ekk- ert skemmtilegt. I hjartanu er ég glöð því ég veit að amma er hjá Guði þar sem allt er svo fallegt og allir eru heilbrigð- ir, með afa og Ásu, og sennilega er hún að vagga litlu stelpunni minni. Ég þakka elsku ömmu minni fyr- ir mig. Þórhildur sonur Páls prests og móður hans, Frans Jósef, matreiðslumaður í Sví- þjóð, Gunnar Páll,_ rennismiður í Svíþjóð, og Karl Ágúst, býr hjá móður sinni í Þýskalandi. Sveinn þýddi talsvert úr erlend- um málum, ekki síst úr latínu. Þannig sneri hann á íslensku riti miklu eftir Odd Einarsson biskup í Skálholti, beint úr latínu. Sýnir það færni hans. Þá las hann víst ekki svo sjaldan prófarkir fyrir kunn- ingja sína. Allt unnið af hrukku- lausri nákvæmni og samviskusemi. Hann las yfir handrit, meira að segja handrit sem veija skyldi til doktorsprófs. Hefur vafalaust mun- að um aðstoð hans þar. íslensku- maður var Sveinn ágætur. Það fann ég er við vorum að pæla gegnum latínuna. Hann var andans maður af fyrstu gráðu. Sveinn óskaði þess að fá að hvíla í íslenskri mold. Þess vegna var hann fluttur heim til greftrunar. Hvílir hann nú við hlið móður sinnar og hálfsystur, Sunnu Stefánsdóttur, í kirkjugarðinum á Lágafelli í Mos- fellssveit. Sunna lést rúmum mán- uði á undan Sveini, hálfbróður sín- um. Hún var dóttir Stefáns Stefáns- sonar frá Eyvakoti á Eyrarbakka og Þuríðar, sem fyrr er getið. Þau skildu að lögum. Nú er sr. Páll einn eftir af þessu fólki. Hann býr að Bergþórshvoli í Austur-Landeyjum, kvæntur Eddu Karlsdóttur leikara og leikstjóra. Honum, svo og sonum Sveins sál- uga, sendi ég samúðarkveðjur við andlát elskaðs bróður og föður. Ef Ursúla les þessar línur votta ég henni að sjálfsögðu samúð mína við brottför elskaðs eiginmanns. Sveinn Pálsson var merkur mað- ur, sem allir þeir, er honum kynnt- ust, hljóta að minnast um langa tíð. Auðunn Bragi Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.