Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 49
MORGUffBLAÐJÐ LAUGARDAGUR ll.,MAI 1991 49 Guðmunda M. Páls dóttir, Bolungar- vík - Minning Fædd 21. september 1900 Dáin 27. mars 1991 Laugardaginn 6. apríl sl. fór fram frá Hólskirkju í Bolungarvík jarðar- för Guðmundu Magneu Pálsdóttur, sem fædd var að Breiðabóli í Skálavík, dóttir hjónanna Berglínu Þorsteinsdóttur og Páls Árnasonar bátasmiðs, þá búandi á Breiðabóli. Ung giftist hún eftirlifandi manni sínum Ebenezer Benediktssyni frá Minni-Bakka í Skálavík og hófu þau búskap þar í félagi við foreldra Ebenezers, sem hafði verið fyrir- vinna foreldra sinna frá því að þau þraut heilsu. En þar sem fólki fækkaði í Skálavík og jarðir fóru í eyði fluttu þau fljótlega til Bolungarvíkur og settust þar að sem nú heitir Mið- stræti 6. Þó húsakynni þar væru ekki stór í upphafi og ijölgunar von í íjöl- skyldunni tóku þau samt gömlu hjónin með sér og ólu önn fyrir þeim þar til þau létust. Hann um sjötugt en hún 96 ára og hafði þá verið blind í 60 ár. Aðeins sex árum seinna þurftu þau að taka til sín foreldra Guð- mundu, sem þá voru komin að fót- um fram og voru þau hjá þeim þar til Páll dó og Berglína fór á sjúkra- skýlið í Bolungarvík. Það var þung baráttan fyrir brauðinu í Bolungarvík ekki síður en annars staðar á kreppuárunum, en Ebenezer sótti sjóinn og einnig höfðu þau nokkrar kindur til kjöt- framleiðsiu fyrir heimilið og nokkr- ar geitur til mjólkurnota. Það skiptir oft meira máli að kunna að koma mjólk í mat og ull í fat heldur en að hafa svo mikið handa á milli, og með samheldni og nýtni tókst ungu hjónunum að verða þokkalega bjargálna og voru alla tíð frekar veitendur en þiggj- endur. Smátt og smátt stækkaði fjöl- skyldan og þá var húsið stækkað samhliða. Þau eignuðust fjögur börn og ólu auk þess upp eina dótturdóttur, en nú eru aðeins tvær dætur á lífi, Helga og Flóra, báðar búsettar á Isafirði. Barnabörnin eru sex og öll búsett í Reykjavík. Guðmunda heitin var fríð kona í sjón og hafði bjartan og fallegan svip. Fram eftir öllum aldri var hún grönn og iétt á fæti og bar sig fal- lega. Eg sem þessa línur rita hitti hana fyrst, þegar ég gekk á hennar fund ásamt dóttur hennar, sem verðandi tengdasonur í fjölskyldunni. Við slíkar kringumstæður eru ungir menn ekki upplitsdjarfir og skiptir þá oft miklu hvetju menn mæta, því lengi býr að fyrstu gerð. Og ég þurfti svo sannarlega ekki að kvarta, hún tók mér með móður- legri hlýju og umhyggju, sem ég hefi notið frá henni alla tíma síðan. Hún átti alltaf til bros og hlýtt handtak mér til handa allt frá því ég hitti hana fyrst og þar til að ég sá hana síðast á sjúkrahúsinu á Isafirði og ljóst var að hveiju stefndi. Guðmunda heitin var einstök hannyrðamanneskja, og liggur mik- ið eftir hana á því sviði af fallegum gripum sem hún hefur gefið öðrum bæði innan fjölskyldunnar og víðar. Öll barnabörnin og barnabarna- börnin hafa fengið í fermingargjaf- ir rúmföt á rúrhin sín með handhek- luðum bekkjum og allar dætur okk- ar hafa fengið handheklaða dúka á tóif manna veisluborð í brúðkaups- gjöf frá ömmu sinni og örugglega verða þeir munir vel geymdir um langan tíma. Einnig hafa Hólskirkja, Kapellan í Hlíf og Ísaíjarðarkirkja notið góðs af handavinnu hennar í altarisdúk- um og fleiru, sem hún hefur gefið þeim. Öll barnabörnin og barnabarna- börnin hennar nutu þeirrar hlýju og umhyggju sem var henni svo eðlislæg og hlökkuðu alltaf til að fá að fara í heimsókn til hennar og fá að smakka ískramarhúsin hennar sem nutu frægðar og vin- sælda hverrar kynslóðar fram af annarri. Vonandi verða þær ferðir ekki færri eftirleiðis þegar þau verða hér á ferð þó leiðin liggi nú að leiðinu hennar í kirkjugarðinum í Bolung- arvík og sýnum henni þar með það þakklæti sem við berum til hennar fyrir alla þá umhyggju sem hún ávallt bar fyrir velferð okkar og barna og barnabarna. Eftirlifandi eiginmaður hennar Ebenezer Benediktsson býr nú á Skólagötu 8 á ísafirði og verður 95 ára á þessu ■ ári. Hann heldur enn fullri andlegri heilsu og klæðist alla daga, er efnahagslega sjálf- stæður en nýtur umhyggju dætra sinria. Við aðstandendur hennar send- um starfsiiði Sjúkrahússins á ísafirði sérstakar þakkir fyrir alla Jódís Ölafsdóttir frá Sogni — Minning Fædd T7. nóvember 1949 Dáin 2. maí 1991 Far vel heim, heim í Drottins dýrðargeim! Náð og miskunn muntu finna meða! dýrstu vina þinna; friðarkveðju færðu þeim. Far vel heim! (Matthías Jochumsson) Ung að aldri féil hún frá syni, móður og vinafjöld, eftir þungbær veikindi um árabil. Mig langar til að minnast vinkonu minnar og frænku, Jódísar Ólafsdóttur, nú þegar hún hverfur yfir móðuna miklu til ljóssins sala. Á þungbær- um stundum við ástvinamissi verður mér tregt um tungutak, þegar lið- lega fertug móðir er burtu kölluð frá drengnum sínum sem þurfti svo mikið á henni að halda. Þrátt fyrir það er hann svo lánsamur að eiga ömmu sem reynst hefur honum sem besta móðir á undangengnum erfið- leikaárum, ég trúi því að góður Guð muni gefa henni aldur, heilsu og styrk til þess áfram. Þegar ég var sjö ára gömul fór ég fyrst í sveit til foreldra hennar, sæmdarhjón- anna Kristínar Jakobsdóttur og Ólafs Andréssonar sem þá bjuggu í Sogni í Kjós ásamt Hannesi syni þeirra. Þegar ég var tíu ára þá fæddist Jódís og mér er það alltaf minnisstætt þegar ég fór í heimsókn upp að Sogni, um jólin eins og oft áður, en nú til að sjá nýja barnið. Leiðir okkar Jódísar hafa síðan leg- ið saman gegnum þykkt og þunnt, fyrst í Sogni á meðan þau bjuggu þar og síðan hér fyrir sunnan. Kristín móðir hennar fluttist í Mos- fellssveitina eftir lát Ólafs og bjuggu þær mæðgur upp frá því undir sama þaki á Merkjateigi 7. Fyrir um það bil 6 árum fór Jódís að kenna þess sjúkdóms sem varð henni að aldurtila. Fyrir fimm árum fórum við saman til Skotlands, þar sem gerð var á henni mikil aðgerð á sjúkrahúsi, heim komst hún aftur en þurfti upp frá því oft að dvelja langtímum saman á sjúkrahúsum. Dvaldi hún heima af og til, en það þráði hún mest, að geta verið með Ólafi syni sínum, sem nú kveður móður sína í skjóli ömmu sinnar, frændfólks og vina. Við leiðarlok vil ég þakka Dísu fyrir allar sam- verustundirnar, fyrst árin okkar í Sogni þegar ég átti að heita barn- fóstra hennar og allt til æviioka. Nú þegar hún er leyst þrautunum frá og farin til æðri heima á ég þá ósk heitasta að hún hitti þá sem hún unni og á undan voru farnir að búa henni stað. Eg bið góðan Guð að varðveita sál hennar og veita Kristínu og Óla styrk til að rísa undir þessum mikla missi. Selma Er hugans myndir sitja þögult þing og þangað kveð ég minning liðins hags, við fomar vonir, ást og örvænting nýtt angur sóar stund míns tæpa dags. Ég lauga tárum tregafírðan harm, því týnda vini byrgir dauðans nótt, til lífs að nýju græt ég grafinn harm, um gleymdan söknuð líður andvaip hijótt. Og löngu þomuð tár ég talið get, með trega þungum rakið sorga-fjöld, við nýjan ekka angist forna met sem aldrei fýrr ég hefði rækt þau gjöld. En ef mín hugar-bára berst til þín, þá bætast öll mín töp, og harmur dvín. (William Shakespeare - (Helgi Hálfdanar- son þýddi.) Með þessu ljóði kveð ég kæra frænku og æskuvinkonu. Dísa kunni að njóta líðandi stundar og þó hún hafi ekki farið varhluta af þjáningu og mótlæti í þessari jarð- vist þá var hamingjustundunum lif- að af dýpt. Alltaf var hún tilbúin til að veita öðrum af örlátu hjarta sínu. Ekkert fær grandað sterkum böndum sem bundin eru í æsku en leiðir lágu þó alltof sjaldan saman síðustu árin. Ég votta ykkur, Óli, Stína, Henní og fjölskylda, mína dýpstu samúð. Valborg Oddsdóttir þá umhyggju sem hún naut þar síðustu árin og öllu því góða fólki sem heimsótti hana þar. Ennfremur sendum við þakklæti okkar þeim félagasamtökum sem hún var í og sýndu henni mikinn sóma með því að gera hana að heið- ursfélaga á efri árum hennar. Hún var ávallt þakklát fyrir hveija þá hlýju og vinsemd sem henni var sýnd. Guð blessi ykkur öll. Pétur .Kr. Bjarnason Hún langamma mín dó þann 27. mars. Langamma mín var mjög góð kona, ég fór oft til hennar. Alltaf var hún í fínum fötum. Oft sat ég hjá henni og horfði á hana gera dúkana sína. Hún bauð mér uppá kramarhús með ís í. Hún langamma mín hét Guðmunda Magnea Páls- dóttii' og átti heima í Bolungai'vík og flutti svo til ísafjarðar. Hún fæddist árið 1900. Hún eignaðist fjögur börn, Herdísi sern nú er dáin og Flóru Sigríði sem á lieima á ísafirði og ömmu mína Helgu, sem á líka heima á Isafirði. Hún eignað- ist líka dreng sem var skírður Hall- dór en hann dó ungur aðeins nokk- urra mánaða gamall. Nú legg ég augun aftur, . ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Þessa bæn kenndi langamma mín móður minni og mamma mín kenndi mér hana. Amma mín veiktist fyrir nokkr- um árum og var lögð á spítalann á ísafirði en hún kom aldrei aftur heim. Það voru allir í fjölskyldunni góð- ir við hana ömmu og duglegir að heimsækja hana og oft átti hún til faliega brosið sitt handa okkur þótt henni liði illa og gæti ekki talað. Elsku langafi minri, ég veit að þú saknar ömmu, ég geri það líka, en nú vitum við að góður Guð hef- ur tekið vel á móti henni og nú líður henni vel. Guð veri með þér elsku afi minn. Aníta Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. + Af alúð þökkum við hlýju og vináttu við andlát og útför TEITS FINNBOGASONAR, Háteigi. Guðný Ó. Halldórsdóttir, Halldór Teitsson, Guðrún H. Teitsdóttir, Ragnhildur Teitsdóttir, Benedikt Gröndal, og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns GESTS SÓLBJARTSSONAR frá Hrappsey. Fyrir hönd barna hins látna, Bergsveinn Gestsson. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, DIETERS MAXIMILIANS LUCKAS Anna Luckas, Udo Luckas, Rósa Linda Thorarenssen, Claudia Luckas, Þórður Bachmann, Frank Luckas og barnabörn. + Hjartans þakkir til ykkar, sem sýnduð okkur vináttu og samúð og vottuðuð virðingu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALTÝS GUÐMUNDSSONAR, Granaskjóli 42. Ester Gísiadóttir, Valdís Edda Valtýsdóttir, Hörður Már Valtýsson, Helga Hrönn Hilmarsdóttir, Guðmundur Valtýsson, Jónína Jóhannsdóttir, Gísli Valtýsson, Erla Þorvaldsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför LIUU GUÐRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Hrafnkelsstöðum. Sjöfn Halldórsdóttir, Magnús Halldórsson, Svanhildur Guðbrandsdóttir, María Ingólfsdóttir, Halldór Valdimarsson, Guðbrandur Ó. Ingólfsson, Kristín Ingólfsdóttir, Hörður fvarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.