Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 25 Martröð í fjölhim eftir Kristján J. Eysteinsson I hijóstrugum fjöllum austur í Tryklandi og Iran eiga sér stað ólýs- anlegar hörmungar, martröð sem meira en 1 milljón flóttamanna frá Irak býr við í dag. Tugþúsundir flóttamanna frá ír- ak streyma daglega yfir landamær- in til nágrannalandanna, Tyrklands og íran. Fólkið dregur fram lífið við afleitan aðbúnað þar sem bitur kuldinn heijar um nætur, hreint drykkjarvatn er ekki til, svo fólk verður að bræða snjó, ef þá ein- hvern snjó er að finna. Hreinlætis- aðstaða er engin. Flestir flótta- mannanna koma frá borgum í írak og eru alls ekki vanir aðstæðum sem þessum. Þegar fólkið hefur komið yfir landamærin hefur það flest verið við þokkalega heilsu, en vegna þessa lélega aðbúnaðar, sem það býr við í dag, eru sjúkdómar farnir að heija og dauðsföllum fjölgar ört með hveijum degi. Einn þessara flóttamanna, Abd- ullah Yousif Ahmed, segir svo frá: „Við vöknuðum um nóttina við ærandi hávaðann frá sprengjum íraska hersins. Við vorum svo sem undir þetta búin, við vissum að ein- hvern daginn yrðum við að yfirgefa heimili okkar og flýja til fjalla, ann- ars væri okkur bráður bani búinn. í þessu stríði er engum þyrmt. Ég og fjölskylda mín yfirgáfum borgina eins fljótt og okkur var unnt og héldum matarlaus af stað, fótgang- andi til fjalla. Framundan var fjög- urra daga gangur. Þegar við kom- 'v SOL UR SORTA Alheimsátak til hjálpar stríðshrjáðum um upp í ijöllin, dó móðir mín úr kulda og vosbúð og urðum við að skilja líkið eftir í snjónum. Ég vil ekki snúa aftur til írak, ég vil held- ur ekki vera hér. Hvað verður um okkur?“ Margir flóttamannanna hafa sömu sögu að segja og Abdullah. Frá þessu fólki berast neyðarköll. íslendingar brugðust skjótt og vel við slíku kalli nú á dögunum þar sem ríkisstjórnin ákvað sérstaka fjárveitingu til kaupa á hjálpar- gögnum til handa hröktum og þurf- andi flóttamönnum, helköldum á vergangi í fjöllum Kúrdistan. Rauða krossi Islands var falið að sjá um framkvæmdina, að útvega hjálpar- gögnin og koma þeim á áfanga- stað. Rauði krossinn sem ávallt er í viðbragðsstöðu á siíkum stundum, útvegaði undir eins þau hjálpargögn sem óskað var eftir, hlý ullarteppi og peysur. Viku eftir að beiðni um aðstoð barst voru teppi og peysur komin um borð í flugvél á leið til Teheran í íran. Þar tók rauði hálf- máninn á móti sendingunni og flutti Kaffisöludagur Kven- félags Grensáskirkju HIN ARLEGA kaffisala Kvenfé- lags Grensáskirkju hefst sunnu- daginn 12. maí kl. 15.00 og verð- ur hún að venju í safnaðarheimil- inu við Háaleitisbraut. Kaffisalan hefur verið árviss vorboði í safn- aðarstarfi kirkjunnar og stór lið- ur í fjáröflun félagsins ásamt basar á haustin. Kvenfélag Grensáskirkju hefur síðan áfram í flóttamannabúðirnar við landamærin. Hingað til íslands var strax sóttur annar farmur af ullarteppum og flogið með hann til Diyarbakir í Tyrklandi, en þaðan er hjálparstarfinu í Tyrklandi stjórnað. Undirritaður fylgdi hjálp- argögnunum á áfangastað fyrir hönd Rauða kross íslands og varð þar vitni að því stórbrotna hjálpar- starfi sem þar á sér stað, Flugvöllurinn í Diyarbakir er ekki stór enda einungis notaður fyrir innanlandsflug undir venjuleg- um kringumstæðum og þjónar borg á stærð við Reykjavík. í dag er annað yfirbragð, hersveitir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk- landi og Þýskalandi hafa slegið upp risa tjaldbúðum fyrir hermenn sína sem sinna hjálparstarfinu. Stórar flutningaflugvélar, hlaðnar hjálpar- gögnum, koma og fara, þyrlur í tugatali hefja sig til flugs með hjálparsveitir og birgðir. Langar lestir vörubíla hlaðnar hjálpargögn- Kristján J. Eysteinsson um eins og tjöldum, teppum, mat- vælum og lyfjum leggja af stað daglega og fikra sig upp hlykkjótta vegina í átt að flóttamannabúðun- um. Á landamærum Tyrklands og írak hefur Alþjóða Rauða krossinn sett upp fjórar flóttamannabúðir. Þangað voru hjálpargögnin frá ís- landi send, en í þessum búðum eru u.þ.b. fjögurhundruðþúsund flótta- menn. Alþjóða Rauði krossinn hefur þegar sent þijá hópa, lækna og hjúkrunarfræðinga, til starfa. í ein- um hópnum er íslenskur hjúkrunar- fræðingur, Kristín Ingólfsdóttir. Þetta er þó aðeins upphafið, miklu meiri hjálpar er þörf því ekki er séð fyrir endann á þeim hörmungum sem eiga sér stað í fjöllunum í austri. Þann 12. maí nk. gengst Rauði kross íslands fyrir fjársöfnun um land alit undir yfirskriftinni „Sól úr sorta“. Því fé sem safnast verður varið til hjálpar kúrdískum flótta- mönnum og til byggingar gei"vilim- asmiðju í Afganistan. Tökum öli vel á móti sjálfboðaliðum Rauða kross- ins sem munu kappkosta að heim- sækja hvert heimili í landinu. Höfundur er rekstrartæknifræðingur og sendifulltrúi RKÍ. 400 ástæður fyrir IBM AS/400 366. alla tíð verið ein styrkasta stoð kirkjunnar. Bæði hefur almenn starfsemi félagsins verið góð og félagið hefur fært kirkju sinni góð- ar gjafir. Fólk í Grensássókn er hvatt til að fjölmenna í kaffisöluna, njóta góðra veitinga og styrkja starfsemi kvenfélagsins. (Fréttatilkynning) Sú staðreynd að hægt er að keyra sömu forrit jafnt á smæstu og stærstu vélargerðunum tryggir að allar fjárfestingar í hugbúnaði halda gildi sínu þó ===== = að tölvukerfið stækki. FYRST OG FREMST SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 697700 ) t ENN FJOLHÆFARI... ...ENN BETRA VERÐ Fjórhjóladrifinn torfærusigurvegari með óvenju glæsilegum staðalbúnaði m.a.: Vökvastýri, rafdrifnar rúður, fjarstýrðar samlæsingar o.fl.ofl. ... Verð frá 1.595 þús. st.gr. Lagmúla 5. sími 681555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.