Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 16
rMORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 tM Kirkjuslys í Kópavogi? eftir Jón Baldur Þorbjörnsson Miðvikudaginn 24. apríl sl. birti Morgunblaðið grein eftir Jónas Frí- mannsson sem nefnist „Af hveiju fleiri kirkjur í Kópavogi?" Jónas, sem er i sóknarnefnd Digranesprestakalls, færir í grein sinni rök fyrir þvi að íbúar í Aust- urbæ Kópavogs (Digranes- og Hjallasókn) þurfi á sitt hvorri kirkj- unni að halda. Getur hann þess einnig að á síðasta ári hafi farið fram viðræður milli þessara tveggja safnaða um möguleika á því að samnýta eina kirkjubyggingu, en samkomulag ekki tekist. Nú tilheyri ég ekki nokkurri sóknarnefnd, er ekki sérlega trú- rækinn og er reyndar heldur lakur kirkjusóknari. Hins vegar hef ég fyrir hreina tilviljun kynnst þessu kirkjubyggingamáli nokkuð að und- anförnu og get ekki sagt annað en það veki áhuga leikmannsins, nógu mikinn til að skrifa þessa blaða- grein. Sjálfsagt skiptir einhveiju máli í því sambandi að áður bjó ég Digranessóknarmegin í Kópavogin- um en bý núna — einnig fyrir tilvilj- un — Hjallasóknarmegin. Þó er þetta mál sem hlýtur að vekja til umhugsunar hvern þann sem kynn- ir sér það. Svona horfir það við mér Sóknarnefnd Digranessafnaðar vill byggja kirkju vestast á Digra- neshæðinni við svokallaðan Víghól. Hjallasókn vill byggja sameiginlega kirkju á sóknarmörkunum, rétt við íþróttahús Digranesskóla og telur að samnýting kirkju og safnaðar- heimilis geri allt safnaðarstarf hag- kvæmara og auðveldara, og verði því þannig til framdráttar. Það er hinsvegar framkvæmdahugur í safnaðarfólki Hjallasóknar. Það Iangar til þess að komast sem fyrst úr sinni óþjálu aðstöðu í Digranes- skóla og geta haldið guðsþjónustur sínar i alvöru kirkjuhúsi. Því hefur söfnuðurinn látið fullgera teikning- ar af Hjallakirkju, sem yrði reyndar staðsett á heldur óspennandi stað að mínu mati, í miðri íbúðabyggð með litlu rými í kring. Þetta býður beinlínis uppá að fyrirhuguð kirkju- bygging sökkvi í steinsteypuna allt um kring. Hvað um það, ráðgert er að taka fyrstu skóflustunguna að þessari nýju kirkju á hvítasunnu- dag næstkomandi, og ljóst er að eftir það verður ekki aftur snúið. Einn stór hængur er á fyrirhug- uðum framkvæmdum Digranes- safnaðar. Landsvæðið þar sem byggja á kirkjuna er friðað og af þeim orsökum og kannski öðrum ótilgreindum hefur mikill fjöldi mótmæla borist til bæjaryfirvalda, einkum frá þeim sem búa í nálægð fyrirhugaðs kirkjubyggingastaðar. Spurningin stendur væntanlega um það hvort það sé siðferðislega rétt af kirkjunni í landinu að taka friðað landsvæði undir kirkjubyggingu og ganga í berhögg við vilja fjölda bæjarbúa sem byggja svæðið í ná- grenni fyrirhugaðrar kirkjubygg- ingar. Jón Baldur Þorbjörnsson „En þegar landfræði- legar aðstæður eru skoðaðar nánar kemur í ljós að aðeins 3-400 metrar eru á milli þess- ara mögulegu bygging- arstaða.“ Vitað er að af þessum orsökum eru bæjaryfirvöld í Kópavogi mjög tvístígandi í þessu máli og alls óvíst að þau samþykki kirkjubygginguna þarna við Víghólinn. Fari svo, sem mér skilst að sé meir en hugsanleg- ur möguleiki, hefur Digranessöfn- uður engra annarra kosta völ en að byggja kirkju á áðurnefndu svæði á sóknarmörkunum við Digranesskóla. Af framansögðu má lesendum þessarar greinar vera ljóst í hvað horfir. í sjálfu sér er kannski ekk- ert að því að reisa sitt hvora kirkj- una utan um svo stóra söfnuði. En þegar landfræðilegar aðstæður eru skoðaðar nánar kemur í ljós að aðeins 3-400 metrar eru á milli þessara mögulegu byggingarstaða. Er þá ekki verið að reisa tvo minnis- varða sundurlyndis og sóunar á al- mannafé í stað eins minnisvarða bróðurkærleika og kristinnar sið- fræði? Eindagi sinnaskipta er þann 19. þessa mánaðar. Því skora ég á sóknarnefndarfólk að leggjast undir feld á ný og kom- ast að niðurstöðu í líkingu við þá sem Þorgeir komst að á Alþingi forðum, þegar hann hvatti til sam- einingar en ekki sundrungar í mál- efnum þjóðar og kirkju. <% Höfundur starfar Ujá Bifreiðaskoðun íslands hf. -----*-*-*---- Fágætar ferðabækur á uppboði Klausturhóla KLAUSTURHÓLAR efna til 168. uppboðs fyrirtækisins á Lauga- vegi 25 laugardaginn 11. maí nk. kl. 14.00. Seldar verða fjölmargar fágætar bækur um margvísleg efni: íslensk ljóð, skáldsögur, lögfræði, íslenskir listamenn, trúmál, fornritaútgáfur og fræðirit um íslendingasögur, margvísleg tímarit, gömul og ný, æviminningar og ættfræði, ferða- og landræðirit og ýmislegt afar for- vitnilegt. Af einstökum bókum má t.d. nefna hina frægu orðabók Björns Halldórssonar, dönsk-latnesk- íslensk (Piltur og stúlka) á ensku, pr. í London 1889,, mjög fágæt út- gáfa, kvæði eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson, frumútg. Kh. 1856, Ljóð eftir Freystein Gunnars- son 1.-2. bindi, frumútgáfan, tölu- sett og árituð útgáfa, Tíðavísur Hjal- talíns, pr. 1779, hin viðurkennda ferðabók Komorowitz, frá Þýska- landi 1912, með fjölmörgun jarð- færðikortum. Stórsýning i Blómovali. Höfum opnað stórsýningu á allskonar garðhús- gögnum. Sýnum borð, stóla og bekki í garða sólstofur og svalir. Hér gefst gott tækifæri til að sjá á einum stað allt það helsta sem í boði er. NOVA sumarhúsgögnin eru stflhrein og níðsterk, -henta sérlega vel við íslenskar aðstæður. Þau staflast vel í geymslu. TILBOD - TILBOÐ NOVELLA stóll aðeins kr. 1.395.- RAINBOW sumarhúsgögnin eru nýjung hér. Þau eru úr sérstökum gæða harðviði sem er viðhaldsfrír og geta húsgögnin verið úti allt árið. yémoiral Opið alla daga frá kl. 9 - 22. Sími 689070. (Frcttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.