Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 Safnhaugar Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 203.þáttur I allri þeirri umræðu sem flætt hefur frá fjölmiðlum að undanf- ömu um umhverfismál þ. á m. sorphreinsun, flokkun, böggun, eyðingu og ég veit ekki hvað, sýnist mér fara vel a því að „Blóm vikunnar“ leggi þara eitthvað til málanna, þ.e. um „safnhauginn", því það skiptir miklu máli hvað um allan þann úrgang verður sem til fellur þegar garðar eru hreins- aðir. Okkar ágæti Ólafur Björn sem telja má einn mesta „sorp- haugaprédikara“ landsins (Róbert Arnfinnsson hefur líka átt þar góðan hlut að máli) hefur tvívegis skrifað um þetta mál í Garðyrkju- ritið, þ.e. 1970 og 1980, sem hér með vísast í, auk þess sem smá hugvekja er um það í síðasta GARÐI (2. tbl. 1991). Birtum við hér nokkurn hluta af greininni frá 1980: „Safnhauginn er best að hafa í stíu eða kassa á afviknum stað í garðinum. Meðfylgjandi myndir sýna tvær gerðir af stíum. Annað er rimlakassi úr vel fúavörðu timbri með lausum rimlum að framan sem hægt er að bæta í eftir því sem hækkar í stíunni. Hin stían er gerð með því að reka niður fjóra staura og strengja á þá sterkt vírnet. Æskilegt er að hafa fleiri en eina stíu vegna þess hve langan tíma allar efnabreyt- ingar taka hér í okkar svala lofts- lagi.-Reikna má með því að mold- armyndunin taki hér allt að því 3 ár og er því hentugast að hafa stíurnar þrjár, eina fyrir hvert ár. Þá hafa einnig verið hér á mark- aði tilbúnar safnhaugastíur úr plasti sem eru mjög handhægar og snotrar útlits. Safnhaugurinn er tvöföld bless- un. I fyrsta lagi gefur hann okkur dýrmæta gróðurmold og í öðru lagi losar hann okkur við allskyns úrgang úr garðinum. Þangað er hægt að bera hverskonar lífrænt efni sem til fellur: Grasið af blett- inum, það sem skorið er af grask- öntum og hreinsað upp úr beðum, kál úr matjurtagarðinum, kartö- flugras, tijálauf o.m.fl. Allt tré- kennt efni og spýtnarusl má brenna og setja öskuna í safn- hauginn. Þangað má bera ýmis- konar annan lífrænan úrgang t.d. sag eða spæni og þeir sem stutt Stía úr rimlum. Stía úr vírneti. eiga í fjöru gætu drýgt hauginn með gömlu þangi sem er ágætis áburður þegar það rotnar. Æski- legast er að setja svolítið af hús- dýraáburði á milli laga til að auka bakteríugróðurinn og flýta þannig fyrir moldarmynduninni. Auk þess þarf að strá áburðarkalki og köfn- unarefnisáburði í hauginn við og við því rotnunarbakteríurnar eru frekar á köfnunarefnið. Haugur- inn þarf að haldast rakur en þó ekki blautur. og þarf afrennsli að vera gott. Stundum er sett lag af greinum og kvistum neðst í stíuna í þessum tilgangi. Best er að umstinga hauginn vor og haust eða jafnvel oftar yfir sumarið og blanda þá enn á ný köfnunarefn- isáburði í góðgætið sem nú ætti að vera hálfumbreytt í gróður- mold. Loks kemur að því að umbreyt- ingin er fullkomnuð. Þá er mokað upp úr stíunni og moldin dökk og lífræn er sigtuð í gegnum t.d. hálftommu vímetssigti til þess að losna við kvisti og annað rusl. Síðan má blanda í hana öðrum efnum t.d. garðmold, mómold, grófum sandi og eða vikursandi, og leir eftir því sem þurfa þykir. Það er ekki amalegt að eiga ein- hvers staðar í garðshorni kassa eða tunnu með svona krásmold að grípa til og geta skilað aftur í skaut jarðar því byggingarefni, sem þaðan er tekið og sem gróður- inn þarfnast til viðhalds og endur- fæðingar. Ó.B.G. Rétt er að geta þess að á síðustu árum hafa verið fluttar inn vélknúnar kvarnir sem „mala“ greinar og hverskyns tijákenndan Úrgang og skila þar með hinu nýtilegasta efni í safnhauginn. Væri ómaksins vert fyrir garð- ræktendur að kynna sér slík „app- aröt“. Heilsudag- ar fyrir aldraða í Kópavogi Öldrunarþjónustudeild Fé- lagsmálastofnunar og Heilsu- gæslustöð Kópavogs efna til heilsudaga 13., 14. og 15. maí nk. Dagskrá heilsudagannna hefst 13. maí kl. 9.30 í anddyri sundlaug- ar Kópavogs þar sem fulltrúar heil- sugæslustöðvar Kópavogs og öldr- unarþjónustudeildar Félagsmála- stofnunar taka á móti þátttakend- um. Forstöðumaður sundlaugarinnar sýnir hina nýju sundlaug og býður þátttakendum heilsudaganna að fara í sund undir leiðsögn íþrótta- kennara. Dagskrá heilsudaganna er miðuð við að sem flestir finni þar eitthvað við sitt hæfi og geti verið þátttak- endur. Þar er m.a. boðið upp á úti- veru, íþróttir, fræðslu, söng og sam- veru. Leiðsögn og fræðslu annast sérhæft starfsfólk sem vinnur að þessum þáttum I öldrunarþjón- ustunni. Heilsufæði verður á boðstólum alla dagana. Þátttökugjald er 450 kr. fyrir hvern dag og innifalið er matur, fræðsla, bílferðir og aðstoð eftir þörfum. (Fréttatilkynning) ■ LÖGREGLAN í Hafnarfirði gengst fyrir uppboði á óskilareið- hjólum í dag, laugardag, klukkan 13. Uppboðið fer fram í portinu við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Um er að ræða reiðhjól sem verið hafa í vörslu lögreglunnar um langt skeið en hefur ekki verið vitjað af eigend- um. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 ABET HARÐPLASTÁ BORÐ ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Liðlega tvítugur Frakki vinn- ur sinn þriðja Evróputitil Brids A/allir Guðmundur Sv. Hermannsson UNGUR Frakki, Jean-Christop- he Quantin að nafni, er að verða einhver skærasta stjarna á bridshimni Evrópu. Þótt hann sé aðeins 24 ára gamall var hann að bæta þriðja Evrópu- meistaratitlinum í safn sitt fyr- ir mánuði þegar hann vann Evrópumótið í tvímenningiá- samt landa sínum Michel Abec- ' assis. Áður hefur Quantin unnið Evóputvímenning í blönduðum flokki og Evrópumót yngri spil- ara. Þá hefur hann verið fasta- maður í franska landsliðinu undanfarið, náði með því 2. sæti á Evrópumótinu í sveita- keppni 1989 og spilaði á heims- meistaramótinu sama ár. í Evrópumótinu í tvímenningi voru yfirburðir Abecassis og Qu- antins miklir. Þeir tóku forustuna strax í fyrstu umferð, fengu smá keppni um tíma frá ítölsku pari, Astore og Lanzarotti, en tóku svo á sprett og enduðu langt fyrir ofan Sjoerds og Winterman frá Hollandi og Levy og Mouel frá Frakklandi, sem urðu í 2. og 3. sæti. Þetta var eitt af góðu spilunum þeirra. Norður ♦ DG1097 ♦ 87 ♦ K74 Vestur ♦ 952 Austur ♦ 8643 ♦ 5 ¥DG5 ♦ Á1096 ♦ G102 ♦ A853 ♦ 743 ♦ DG106 Suður ♦ ÁK2 ▼ K432 ♦ D96 ♦ ÁK8 Abecassis og Quantin fengu þessi spil gegn Ungverjunum Dumbovich og Homonnay. Dumbovich í austur opnaði á 1 tígli, Quantin í suður doblaði, Abecassis sagði 1 spaða og þegar Quantin sagði 1 grand, sem lofaði 19-21 punkti, hækkaði Abecassis í 3 grönd. Laufaútspil hefði verið best fyr- ir vörnina en Homonnay spilaði eðlilega út tígulgosa. Quantin stakk upp kóng í blindum þar sem hann reiknaði frekar með að aust- ur ætti ás og tíu. Austur drap með ás, en mislas nú spilið. Hann hélt að Quantin ætti DG9 í tígli, fyrst hann spandéraði kóngnum í fyrsta slag, og skipti því í lauf- drottningu í stað þess að halda áfram með tígul. Quantin tók með ás og spilaði öllum spöðunum. Austur henti tveimur tíglum og tveimur hjört- um og suður einum tígli og einu laufi. Vestur hefðiu nú skaðlaust getað hent tígli í síðasta spaðann en hann henti laufi, enda virtist pað saklaust. En það reyndis hon- um dýrt. Quantin spilaði nú hjarta úr borði á kónginn og spilaði hjarta á ás austurs. Austur spilaði meira laufi á kóng suðurs, sem spilaði enn hjarta. Vestur fékk slaginn á drottninguna og nú saknaði hann laufsins. Hann átti bara tígul og suður fékk tvo síðustu slagina á tíguldrottningu og hjartaljar- kann. Yfirslagur og nærri toppur. Engir íslendingar tóku þátt í mótinu að þessu sinni, en það Norðurlandapar sem stóð sig best, voru Norðmennirnir Helness og Uggerud, sem enduðu í 9. sæti. Þeir voru þó ekki nema 0,01 stigi fyrir ofan landa sína, Johnsen og Stokkeland, sem vöktu talsverða athygli á mótinu fyrir mikla sagn- gleði. Mótsblaðið veitti viðurkenning- ar fyrir besta spilið og besta botn- inn. Síðari verðlaunin fékk hol- lenska landsliðskonan Bep Vri- end, fyrir að vera ekki betri í ít- ölsku en svo,' að þegar sagnhafi bað um fiori (lauf) úr blindum, lét hún tígul, fékk refsispil og gaf Michel Abecassis og Jean-Christophe Quantin, Evrópumeistarar í tvímenningi. doblaðan samning sem stóð tvo niður í upphafi. En þetta var valið besta spilið: Norður ♦ D9754 VDG876 ♦ ♦ 1093 Vestur Austur ♦ 3 ♦ 82 V94 ♦ 1052 ♦ ÁKG843 ♦ 109752 ♦ D876 +ÁK4 Suður ♦ ÁKG106 VÁK3 ♦ D6 ♦ G52 Við eitt borðið sat Ewa Hara- simowicz frá Póllandi með vestur- spilin, og sá suður opna á sterku laufi. Hún stakk inn 3 tíglum, norður sagði 4 tígla og austur 5 lauf, og suður lauk sögnum með 5 spöðum. Flestir hefðu spilað út tígulás til að kíkja á blindan en Ewa las út úr 5 laufa sögn félaga síns, að hann ætti góðan tígulstuðning og styrk í laufi, frekar en langan lauflit. Hún spilaði því út laufi og vömin tók fyrstu þijá slagina. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.