Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAI 1991 Minning: Þórður Askell Magnússon Vinur minn og samstarfsmaður, Þórður Áskeli Magnússon, er farinn í sína hinstu för, eftir erfiða sjúk- dómslegu. Útför hans var gerð sl. föstudag frá Fossvogskirkju. Þórður var yngstur þriggja systk- ina sem lengi kenndu við Austur- bæjarskólann í Reykjavík. Hin voru þau Sigurður Magnússon og Guð- ríður Magnúsdóttir. Það hefur vart farið fram hjá neinum, sem til þekktu, hve samrýnd þau systkinin voru og sá kærleikur sem ávallt ríkti milli þeirra. Nú eru þau látin og var skammt á milli þeirra. Þórður hóf störf við Austur- bæjarskólann árið 1948 og starfaði þar óslitið í 36 ár. Það er langur starfstími við kennslu. Á fyrstu árum Þórðar við skólann fór nem- endafjöldinn í þrefaldan þann fjölda sem skólinn hafði verið ætlaður fyrir við hönnun. Það er ljóst að vinnuaðstaða kennara og nemenda var mjög erfið og þrengsli mikil. Oft var þrísett í skólastofur og sjaldan færri en 30 í bekk og alla- jafnan allmikill munur á námsgetu barnanna í hverjum bekk. Þar reyndi á færni kennarans að sinna hveijum einstaklingi, samhliða hóp- vinnu í bekknum. Sérkennsla var á þeim árum lítil og var litið á það sem sjálfsagðan hlut af starfi bekk- jarkennarans að aðstoða þá nem- endur sem áttu erfitt uppdráttar, tímabundið eða í langan tíma. Þá varð að nota stund á milli kennslu- stunda eða eftir að kennslutímum í bekknum var lokið. Ég minnist þess hve Þórður var ávallt natinn við að hjálpa þeim sem þurftu stuðning. Ófáar ferðir átti hann á heimili bama sem einhverra orsaka vegna sóttu slælega skóla. Sá nem- andi hans sem átti erfitt uppdráttar var í öruggu skjóli hjá honum. Þá hafði stéttarfélagi kennara ekki hugkvæmst að slíkar vinnustund- imar væm launaverðar. Nokkrum sinnum tók ég við bekkjum í unglingadeildir sem Þórður hafði kennt í svonefndum barnadeildum og fannst mér alltaf einstaklega eftirsóknarvert að taka við þessum hópum. Þeir voru mjög umgengnisgóðir, vinnusamir og skipulagðir í vinnu. Eftirtektarvert var hve félagsheiidin var sterk. Ekki mat ég það síður hve nemend- urnir voru vel heima í öllu sem laut að íslensku máli. íslennskukennsla var honum sérlega hugleikin og þar náði hann frábærum árangri í kennslu. Síðustu starfsár Þórðar vann hann í skólaathvarfinu. Þar voru oft vistuð börn sem áttu við tilfinn- inga- eða félagslega erfiðleika að stríða. Starf með slíkum börnum er mjög krefjandi ef árangur á að nást. Þar naut Þórður sín vel. Hann hafði ríka samúð með þeim sem áttu erfitt eða voru minni máttar. Þrátt fyrir oft dálítið hrjúft yfir- bragð bjó hann yfir einstakri hjarta- hiýju. Það fundu þeir sem kynntust honum best og einkum þau börn sem voru í hans umsjá. Hann átti fáa sér líka í að við- halda sambandi við roskið og gam- alt samstarfsfólk. Hann heimsótti það, hringdi til að spyrja frétta og þeir sem lögðust á sjúkrahús áttu víst að Þórður liti inn og hefði ein- hver spaugsyrði á vörum til að létta stundirnar. Ég minnist margra góðra stunda með Þórði í starfi og utan þess. Þær minningar eru ljúfar og ber að þakka þær. Missir konu hans, Sig- urlaugar Sigurjónsdóttur, er mikill en huggun er harmi gegn. Ég sendi henni og börnum hans og barna- börnum og einnig Ingibjörgu systur hans innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa minningu hans. Alfreð Eyjólfsson Það munu vera liðin rúm fimm ár frá því ég kom fyrst inn á heim- ili þeirra Þórðar og Sigurlaugar á ■ Skeggjagötunni. Mætti mér þar strax mikil hlýja og alúð frá þeim hjónum, var ég strax tekinn sem einn úr fjölskyldunni. Þar átti Þórð- ur sinn hlut að máli og sýndi hann mér glöggt hve honum líkaði vel við mig, án þess að mér fyndist ég hafa sérstaklega til þess unnið, þvert á móti því Ásdís sást lítið heima hjá sér eftir að við kynnt- umst fyrst. Þórður hafði það oft í flimtingum hvort ég væri nú að taka stelpuna sína frá honum og hvort þetta væri eðlileg framkoma af minni hálfu. Hann þyrfti nú al- deilis að fara yfir þessi mál með mér. Áður en ég vissi af, var hann farinn að kalla mig tengdason eða jafnvel son, það fannst Þórði ekki skipta sköpum. En svona var Þórð- ur. Þórður reyndist mér alltaf vel og var hann mér sem annar faðir. Fyrstu skiptin sem ég hitti Þórð, þá sá ég strax að þar fór litríkur persónuleiki. Hann var mikill húm- oristi og gat séð spaugilegar hliðar á flestu og undraði mann oft hvern- ig honum tókst að gera hina ótrú- legustu hluti líflega og skemmti- lega. Þar vantaði ekki fijótt ímynd- unarafl, sem sést líka vel á hvernig hann gat leikið sér við börn og skemmt sér með þeim. Þórður hafði sínar fastmótuðu skoðanir á hlutunum hvort sem um var að ræða pólitík eða önnur mál- efni. Fylgdi hann skoðunum sínum fast eftir og varð lítt hnikað. Yngra fólk sem kynntist Þórði fann fljót- lega að þar fór maður ungur í anda og ferskur í hugsun. Heimilið á Skeggjagötunni stóð öllum opið, gestum og gangandi, og þeir voru ófáir sem þangað komu og þáðu matarbita og kaffisopa. Þórður tók öllum fádæma vel og umgekkst alla sem jafningja sína. Það var í mörgu að snúast hjá Þórði og Sigurlaugu enda fjölskyldan stór og alltaf opið hús. Þórði var mjög umhugað um aðra og þótti ekki til- tökumál að gera öðrum greiða. Hann var alltaf fús að skutla öðrum og fór beinlínis fram á það, því það var svo sjálfsagt í hans augum, svona gat Þórður verið ákveðinn við fólk. Þórður hafði einstakan áhuga á fólki og var mjög mannblendinn. Hann var iðinn við að fara í heim- sóknir á spítala og elliheimili, blanda geði við fólk og stytta því stundir. Hann rakti oft ættir ann- arra, velti vöngum yfir ættfræði og tók hann mig oft á beinið í þeim efnum. Hann var lunkinn í spilum og góður skákmaður. Þeir voru ófá- ir rússarnir sem við spiluðum og hafði hann iðulega rétt fyrir sér við að telja út sortirnar. Honum var lagið að gera spilið skemmtilegt og kappsamt, með því að ögra manni með smá stríðni og glettni. Gengi honum sjálfum illa í spilum þá böl- sótaðist hann og skammaðist yfir hve skelfing hann væri nú vitlaus. Þórður var mikill fræðimaður og víðlesinn. Hann kunni skil á ólíkleg- ustu hlutum og var hreinn hafsjór af fróðleik. Hann hafði mikinn áhuga á bókmenntum, íslensku máli, sögu, pólitík, ættfræði og lúmskt gaman af íþróttum svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig minnist ég þess að hafa komið heim á Skeggja- götu og þá glumdi Mahler eða aðr- ir sígildir meistarar um allt hús og Þórður og Sigurlaug nutu tónlistar- innar. Þórður var alltaf til í að miðla þekkingu sinni til annarra og skein þá kennarinn í honum í gegn. Hann sagði skemmtilega frá og var góður sögumaður að eðlisfari. Hann var kennari alla sína ævi og hafði ein- stakt lag á þejm nemendum sem voru erfiðir. Á sumrin stundaði Þórður hin ýmsu störf svo sem sjó- mennsku, en aðallega þó garðyrkju, enda mikill náttúruunnandi. Eftir að Þórður lét af kennslustörfum starfaði hann í skjalasafni Búnaðar- bankans. Hann vann mikið alla sína ævi, enda fyrir mörgum að sjá. Svo atorkusamur var hann að þó heils- unni væri farið að hraka, hlífði hann sér aldrei og var óðara farinn að stússa í einhveiju sem til féll og var það þá viljinn sem réði. Því háttaði alltaf þannig með Þórð að það vantaði ekki viljann og gat hann komið ýmsu til leiðar með viljanum einum saman. Auður dóttir mín var mikið hjá afa sínum og ömmu og mikil afa- stelpa. Þegar afi var veikur á spítal- anum vildi hún alltaf fara til hans, á leiðinni heim úr skólanum vildi hún alltaf fara til hans, á leiðinni heim úr skólanum til að vera hjá afa sínum og syngja fyrir hann. Það var alltaf gaman að sjá upplit- ið á Þórði þegar Auður birtist. Þeg- ar Þórður var orðinn mjög veikur, þá kúrði hún oft hjá honum og lík- aði báðum vel. Það sást vel hve viljasterkur Þórður var, er hann veiktist á spítal- anum og þurfti að ganga í gegnum erfið síendurtekin veikindi. Alltaf stóð hann uppi og var sjálfum sér líkur, það þurfti mikið til að buga slíkan mann sem Þórður var og alltaf var Sigurlaug eins og klettur við hlið hans. Sjúkrasaga Þórðar hefur verið löng og ströng og alltaf var kjarkurinn til staðar. Þórður Áskell er harmdauði öll- um þeim sem hann þekktu, en eins og komið var undir lokin dylst það engum að það er líkn að svo þjáðum líkama veitist hvíld. Blessuð sé minning Þórðar. Böðvar Það er vor í lofti og allt er að færast í sumarskrúða, þá berst mér sú frétt að fallinn sé í valinn góður og tryggur vinur minn og sam- starfsmaður, Þórður Áskell Magn- ússon. Mig setur hljóðan, þótt þess sé ef til vill ekki þörf, því að ég vissi og sá það greinilega, er ég heimsótti hann fyrir örfáum dögum, að hveiju. stefndi. Það var á sl. hausti í byijun októ- ber, að Þórður var skorinn upp við meinsemd, sem þjáði hann, og allt síðan hefur hann háð sitt dauða- stríð af þvi æðruleysi og karl- mennsku sem honum var lagið. Þá hvarflar hugurinn til þess tíma, er þau Sigurður og Guðríður, systkini hans, háðu sín dauðastríð, Eyjólfur Vilmunds- son - Minning Fæddur 29. ágúst 1930 Dáinn 30. apríl 1991 Á morgun, föstudag, fer fram útför Eyjólfs frá Njarðvíkurkirkju-. Hann átti við mikil veikindi að stríða um langt skeið. Við kynntumst fyr- ir 20 árum, þegar við vorum til sjós. Og þau kynni hafa haldist síðan. Ég minnist hans sem góðs vinar og félaga. Við Eyfi, eins og hann var kallaður í daglegu tali, vorum saman í veiði í mörg ár. Hann var mikill áhugamaður um stangveiði. Það er margs að minnast úr þeim ferðum, þær skilja eftir góðar minn- ingar. Við vorum búnir að ráðgera ferðir í sumar, en allt hefur sinn gang. - Nú við leiðarlok vil ég þakka allt sem hann hefur gert fyrir mig í sambandi við bíla og annað. Hann var með afbrigðum laginn og út- sjónarsamur, boðinn og búinn ef til hans var leitað. Eyfi var starfsmaður hjá Njarð- víkurbæ hin seinni ár og vann sér traust og virðingu meðal starfsfé- laganna, sem nú sjá á bak góðs vinar. Ég veit að hann hefur fengið góða heimkomu, það er bjart yfir minningu hans í mínum huga. Ég votta börnum hans og öðrum ættingjum sam'úð mína. Hafi hann þökk fyrir langa og góða vináttu. Blesuð sé minning hans. Guðmundur Eyjólfur Vilmundarson fæddist að Löndum í Staðarhverfi í Grinda- vík. Hann vartíunda barn hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur, fædd 12. júní 1891, dáin 4. ágúst 1958, og Vil- mundar Árnasonar, hann var fædd- ur 12. mars 1884, dáinn 23. janúar 1975. Þau Guðrún og Vilmundur áttu alls 13 börn. Þrír bræður voru yngri en Eyfi, þeir Eðvarð, f. 2. október 1932, Hjálmar, f. 30. janúar 1937, d. 10. júní 1977j og Jón sem andað- ist í bernsku. Eldri en Eyjólfur voru þijár systur, Anna, f. 30. júlí 1916, Borghildur, f. 12. maí 1921, d. 29. ágúst 1987, og Sigríður, f. 2. nóv- ember 1924. Eldri bræður voru Guðvarður, f. 29. mars 1912, d. 31. janúar 1984, Árni, f. 22. janúar 1914, d. 11. október 1983, Magnús, f. 17. októ- ber 1918, d. 29. apríl 1988, Guðni, f. 23. mars 1923, Gísli, f. 25. febr- úar 1927, og Erlendur, f. 26. októ- ber 1928. Eyjólfur var mjög ungur er hann fór í fóstur að Merki í Staðarhverfi til Guðnýjar Ingvarsdóttur og Jóns Gíslasonar. Þau voru hans aðrir foreldrar og var hann alinn þar upp í miklu ástríki sem hann var ávallt þakklátur fyrir. Hann flytur til Keflavíkur með fósturforeldrum sínum árið 1943. Eyfi fór í barna- skóla í Grindavík. Var þá labbað fimm km leið austur í Járngerðar- staðarhverfi. Ég hef oft heyrt á þeim systkinum að oft hafi teygst ótrúlega úr þessúm ferðum í baka- leiðinni, enda margt sem fyrir augu bar. Farið var yfirleitt meðfram sjón- um. Eyfi átti einmitt þá ósk framar öðrum að fá að líta Staðarhverfíð augum áður en hann kvaddi þennan heim. Honum varð að ósk sinni því tveim dögum áður en hann dó keyrðu þau þar í gegn með hann, Snorri sonur hans, Ingileif og börn- in. Ég læt fylgja hér með brot úr Ijóðinu Staðarhverfi eftir Kristin Reyr. — bamið í hjarta mínu blessar það hverfi, sem var sólskin og sjávarniður fallegur steinn í íjöru blómstur og blóðberg á dal huldufólksbú I hrauni margslungið Iyng í mosa, hamingja, hvergi sem þar. Þetta gullfallega ljóð lýsir betur en mörg orð hug flestra eða allra burtfluttra Staðhverfinga. Eyfi fór í gagnfræðaskóla í Keflavík, síðan fer hann að vinna á þungavinnuvél- um hjá varnarliðinu. Þann 26. júlí 1952 kvænist hann Kristínu Snorradóttur úr Njarðvík. Hún var fædd 5. maí 1934, dáin 1. júlí 1967. Foreldrar hennar voru hjónin Sólbjörg Guðmundsdóttir frá Nýjabæ, f. 4. maí 1913, d. 28. sept- ember 1966, og Snorri Vilhjálms- son, múrari frá Vogsósum, f. 25. júní 1906, d. 25. ágúst 1979. Stína og Éyfi byggðu sér hús á Brekku- stíg 25 í Ytri Njarðvík. Þau eignuð- ust tvo syni, Guðjón f. 16. desem- ber 1951. Hann er kennari, kvænt- ur Mörtu A. Hinriksdóttur, hún er handavinnukennari, þau eiga einn son og eru búsett á Akureyri. Snorri, f. 28. mars 1960, hann er bifreiðastjóri hjá Aðalverktökum, hann er kvæntur Ingileif Emilsdótt- ur, leiðbeinanda, þau eiga tvö börn og búa hér í Njarðvík. Kristín lést langt um aldur fram, aðeins 33 ára gömul, hún var öllum harmdauði sem hana þekktu. Seinni kona Eyfa var Sigríður Burny, þau áttu eina dóttur. Krist- ínu, f. 18. október 1969, hún áeina dóttur sem er þriggja ára. Sigríður átti eina dóttur fyrir, Ingilaugu sem ólst upp hjá þeim. Sigríður og Eyfi slitu samvistir. Eyfi stundaði um árabil sjó- mennsku og var m.a. vélstjóri um árabil. Eftir að hann hætti á sjó hefur hann unnið hjá Njarðvíkurbæ. Eyfi las mikið, hafði mjög gaman af að ferðast bæði utanlands og innan. Hann hafði mjög mikið út úr því að fara í veiði með sínum kunningjum. Það má segja um Eyfa að hann fylgdist vel með því sem var að gerast og lagði sitt mat á það. Ekki verður Eyfa minnst án þess að geta þess hve barngóður og hlýr hann var. Börn hændust líka að honum. Nú undir það síðasta voru þau Snorri sonur hans og eiginkona ásamt börnum sínum á heimilinu hjá honum. Þetta var honum óum- ræðanlega mikils virði, hann ljóm- aði bókstaflega af ánægju yfir því að hafa þau öll hjá sér. Hann sýndi okkur myndir af litla Eyjólfi Guð- jónssyni nafna sinum og var stolltur yfir þessu fallega barni. Og nú er komið að kveðjustund. Sjálfsagt gleymist að geta margs sem hefði verið þess vert, en þegar margs er að minnast og þakka þá er vandi að velja og hafna. Við vonuðumst eftir að eiga hér ævi- kvöldið með Eyfa í nábýli, því oft var gott að hittast og spjalla eða taka í spil. Kannski verður það helst þetta sl. ár sem verður okkur sérstakur fjársjóður minninganna. Eyjólfur andaðist þann 30. apríl sl. á deild 11E á Landspítalanum, þar var öll aðhlynning til fyrirmynd- ar. Hann dó úr lungnakrabbameini. Blessuð sé minning hans. Löng þá sjúkdómsleiðin verður lífið hvergi vægir þér, þrautir mapast, þijóta kraftar þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson) Helga og Elli Okkur á skrifstofu Njarðvíkur- bæjar barst fregnin af láti Eyfa, eins og hann var kallaður hjá bæn- um, aðeins nokkrum dögum eftir að hann hafði komið í heimsókn með tengdadóttur sinni og var hann þá að vanda brosandi með gaman- yrði á vör. Ég sem bæjarstjóri Njarðvíkur- bæjar kynntist Eyjólfi ekki lengi en þó nægjanlega til þess að sjá að þar fór maður sem bar hag bæjarins fyrir bijósti og sinnti starfi sínu af óeigingirni og samvisku- semi. Eyjólfi gekk vel að starfa með fólki, en gott lundarfar hans hafði þar mest að segja sem og mikil vinnusemi, en hann unni sér aldrei hvíldar þó veikur væri, slík var sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.