Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 41 Baldvin Olafs- son - Kveðjuorð Ég kynntist Baldvini, eða Begga eins og við kölluðum hann, sumarið 1988 þegar hann kom í heimsókn til mín með móður minni í Biskups- tungur þar sem ég dvaldi á þeim tíma. Enn minnist ég þess hversu undrandi ég varð á hressleika hans og lífsgleði. Allt frá þeim degi urð- um við bestu vinir — þar til leiðir skildu nú fyrir skemmstu. Eftir að ég kom til Reykjavíkur á ný eftir dvölina í Biskupstungum sáumst við mikið og eyddum miklum tíma saman milli þess sem hann var í vinnunni nú eða golfi sem var eitt af hans aðaláhugamálum. Við glömruðum á gítarinn og þrösuðum um tónlist þar sem stund- um sitt sýndist hverjum enda nokk- ur ár og tónlistarbylgjur milli okk- ar. Oft var vemlega kátt á þessum samvemstundum okkar, jafnvel svo að okkur tókst að gera mömmu alveg vitlausa með látum og hlátri, en hláturinn og gleðin var aldrei skammt undan þegar Beggi var í nánd. Beggi var mikið fyrir tónlist enda góður tónlistarmaður sjálfur, hann spilaði og samdi tónlist og þá eink- um eftirlætistónlistina sína, blús- inn, sem var hans líf og yndi. Oft var hann að semja langt fram á nótt og þá spjölluðum við saman og veltum fyrir okkur þessari og hinni laglínunni, allt þar til sættir náðust og lokatónninn varð til. Þannig var Beggi, alltaf tilbúinn að þiggja ráð frá öðmm sem og að gefa öðmm góð ráð þegar á þurfti að halda. Árið 1989 var erfitt fyrir mig vegna persónulegra ástæðna og einmitt þá, þegar ég þurfti sem mest á því að halda, studdi hann mig með ráðum og dáð. Þá fann ég einnig virkilega fyrir væntum- þykju hans í minn garð, væntum- þykju sem seint mun gleymast. Þannig studdi hann alltaf við bakið á mér, hvernig sem gekk. Árið eft- ir sáumst við minna, ég var að slást við Bakkus en alltaf þegar við hitt- umst reyndi hann að stappa í mig stálinu og gefa góð ráð — ráð sem enn duga og gott er að hugsa til þegar illa gengur. Síðustu mánuði vorum við í mjög góðu sambandi og vorum miklir trúnaðarvinir, enda fáum eða eng- um betra að treysta fyrir vandamál- um en Begga sem alltaf var tilbúinn að gefa af sjálfum sér. Því er erfitt að standa nú uppi, svo óviðbúinn, T Birtir ifdegi Hljómplatan Birtir af degi. Ný hljóm- plata, Birtir af degi ÚT ER komin hljómplata með lög- um og ljóðum Björns Stefáns Guðmundssonar frá Reynikeldu. Nefnist hún Birtir af degi. Björn er mörgum kunnur fyrir ljóð sín og í Dalasýslu, heimabyggð hans, hafa margar vísur hans orðið fleygar. Lögin eru samin af Dala- mönnum, en flytjendur eru margir af fremstu tónlistarmönnum lands- ins. Tónlistin fæst einnig á geisladisk og hljóðsnældu. minn helsti trúnaðarvinur horfinn á braut og einn sit ég eftir með minn- ingarnar einar um góðan dreng. Fréttin um hið sviplega fráfall hans á erlendri grund barst mér síðan daginn eftir slysið — slys í skemmtiferð þar sem hann var að stunda áhugamál sitt, golfið. Við- brögðunum er svo erfitt að lýsa, síðan hafa ég og fjölskylda mín verið í miklu uppnámi og tómleikinn tekið við. Það er svo erfitt að sætta sig við orðinn hlut, sætta sig við hvað dauðinn er skammt undan jafnvel fyrir fólk á besta aldri. Eft- ir sit ég því með minningarnar ein- ar, minningar um góðan dreng sem seint mun gleymast. Ég votta börnum hans og öðrum aðstandendum fyllstu samúðar og með von um að góður guð muni styrkja þau í sorginni. Elís Helgi Ævarsson Baldvin Ólafsson minn ástkæri vinur er látinn og vanmáttur þyrm- ir yfir. Ég leit í dagblað um hádegi 2. maí þar sem sagt er frá hræðilegu slysi í Englandi, ég hringi strax til Golfklúbbs Reykjavíkur og fæ mitt versta hugboð staðfest. Ég vissi strax að ef Beggi minn hefði ekki slasast hefði hann verið búinn að hringja til að létta áhyggjur eða fyrirbyggja þær. Kvöldið áður en Beggi lagði af stað í langþráða golfferð hafði hann hlaupið upp og niður stiga að hjálpa mér að flytja áður en hann færi heim til að pakka en nú sit ég hér á hóteli í suðurhluta Englands, er búin að pakka niður, nú förum við heim, Agnes systir hans og ég, fyrst til Keflavíkur og þaðan með vél áfram til Akureyrar þar sem Beggi var fæddur og bjó mesta sína ævi. Kynni okkar Begga hófust fljót- lega eftir að hann flytur til Reykjavíkur þótt við hefðum þekkst frá unglingsárum og þau kynni þró- uðust fljótt í náið samband. Öll sú ást, vernd, uppörvun og gleði sem Beggi gaf mér og inínum verður aldrei nógsamlega þökkuð. Hvernig kveð ég með orðum þann sem ég elskaði, þann mann sem fékk mig til að hlæja mest og opn- aði augu mín fyrir gleðigjöfum sem ég hafði gleymt, þann mann sem ég gat þrasað mest við því hann var maður sem stóð fast á sínu. Hvenig sættist ég við þá hugsun 'að Beggi minn sem ég treysti best og gat leitað til með eitt og allt sé mér horfinn. Beggi sem börnin mín elskuðu og treystu mest. Kannski með minninguna um fallegan mann og þakklæti fyrir að hafa haft þá gæfu að njóta hans, styrk hans gleði og ást undanfarin ár, að geta litið til baka og minnst lífsspeki hans þegar ég þarf á að halda, minnst húmors hans og hlegið þeg- ar mig vantar að hlæja. Þegar þessu lífi lýkur og annað tekur við hittumst við á ný, þangað til verma minningarnar, því þær eigum við alltaf. Ég bið guð að vernda og styrkja dætur hans og son, ættingja og vini og allt það góða fólk sem á um sárt að binda eftir hið hörmu- lega slys. Guð veri með elsku Begga mínum og hafí hann þakkir fyrir allt og allt. Helga Elís Kveðja frá Golfklúbbi Reykjavíkur Aðfaranótt 2. maí fórust tveir félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur í höi-mulegu umferðarslysi sem varð á Suður-Englandi skammt frá borg- inni Exeter. Þar voru saman á ferð átta félagar úr klúbbnum, í ferð sem lengi hafði verið þeim mikið til- hlökkunarefni. Annar þeirra sem lést var Baldvin Ólafsson. Baldvin hafði undanfarin fjögur ár verið félagi í klúbbnum okkar en hafði áður verið meðlimur í Golfklúbbi Akureyrar. Baldvin var einlægur og góður félagi. Eitt af hans einkennum var að hann tók alla sem jafningja, jafnt unglinga sem fullorðna. Ungling- arnir í klúbbnum kunnu sannarlega að meta hans léttu lund, enda skildi hann þá vel og var þeim ávallt hjálp- legur. Baldvin var aðeins 45 ára gam- all þegar hann féll frá, en hann lætur eftir sig þijú börn, þar af tvö uppkomin. Meðlimir klúbbsins sakna vinar í stað en geta huggað sig við minn- inguna um góðan dreng. Stjórn klúbbsins sendir börnum hans og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Björnsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. GEFIÐ BLOMA MÆÐRADAGINN Engin módir án blóma á morgun. Blómaframleibendur Blómaverslanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.