Morgunblaðið - 24.05.1991, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991
Halldór Blöndal samgönguráðherra;
Framlag' til jarðganga
á Vestfjörðum lækki
um 100 milljónir kr.
Verklokum verði ekki frestað
MEÐAL viðnámsaðgerða ríkisstjórnarinnar er ákvörðun um að skera
niður framlag til vegamála um 350 milljónir króna á þessu ári.
Halldór Blöndal samgönguráðherra segir að þegar sé farið að vinna
að tillögum um niðurskurð og hefur hann ákveðið að reyna að ná
samningum um greiðslutilhögun vegna jarðgangagerðar á Vesfjörð-
um sem lækki framlagið á þessu ári um 100 milljónir króna, án þess
þó að það hafi áhrif á verklok framkvæmdanna.
Samkvæmt núgildandi vegaáætl- spara 100 milljónir,“ sagði Halldór.
un er gert ráð fyrir 350 milljónum
í jarðgangagerð á Vestfjörðum á
þessu ári. „Það verður byijað á
undirbúningi jarðgangagerðar í
sumar eða haust. Ég geri mér von-
ir um að hægt verði að semja þann-
ig um greiðslutilhögun vegna jarð-
ganganna að þar verði hægt að
*
Olafur Rag’n-
ar við bál-
för Gandhis
ÓLAFUR Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubandalags-
ins, verður við bálför Rajivs
Gandhis, fyrrum forsætis-
ráðherra Indlands, en hún
verður gerð í Nýju Delhí í
dag. Verður hann þar sem
fulltrúi alþjóðlegra þing-
mannasamtaka (Parlament-
arian Global Action).
Ólafur Ragnar kynntist
Gandhi vel vegna starfa þeirra
beggja í þingmannasamtökun-
um en Ólafur var forseti þeirra
um skeið og er nú varaforseti.
Arið 1987 varð hann fyrstur
til að hljóta Indiru Gandhi-verð-
launin svokölluðu og tók við
þeim úr hendi Rajivs Gandhis.
Ari síðar féllu þau í skaut
Míkhaíl Gorbatsjov, forseta
Sovétríkjanna. Ólafur fór utan
í gærmorgun en er væntanleg-
ur aftur á sunnudagskvöld.
Halldór sagði að auk þessa væri
óhjákvæmilegt að skera niður ein-
stakar vegaframkvæmdir. Sagði
hann að vegna hagstæðari útboða
en verkáætlanir gerðu ráð fyrir
hefðu þegar sparast 50 milljónir og
sparnaður vegna snjómoksturs í
vetur hefði verið um 100 milljónir.
„Það er verið að gera tillögur um
þennan niðurskurð og þær verða
síðan sendar þingmönnum kjör-
dæmanna til áð þeir geti tekið af-
stöðu til þess hvemig þeim verður
skipt á milli einstakra framkvæmda
og hnikað til fjárhæðum," sagði
Halldór. Hann sagði að of snemmt
væri að segja um hvort niðurskurð-
urinn kæmi niður á lagningu bund-
ins slitlags umfram önnur verkefni.
Hreiðrað um sig
Þegar starfsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti
ætluðu að slá golfvöllinn á dögunum sáu þeir að þrastar-
hjón höfðu gert sér hreiður á sláttuvélinni. Þeir ákváðu
að hrófla ekki við hreiðrinu og notast nú við gamla sláttu-
vél. Þrastarungarnir fengu því að skríða úr eggjunum í
ró og næði. A stóru myndinni er Kristján Agústsson,
vallarstarfsmaður, við sláttuvélina og á innfelldu mynd-
inni sjást þrastarungarnir í hreiðrinu.
Morgunblaðið/Þorkell
Ekki nauðsyn að auka vaxta-
mun til að tryggja afkomuna
- segir Jón Adolf Guðjónsson bankasljóri Búnaðarbankans
BANKASTJÓRI Búnaðarbank-
ans segfir að ekki beri nauðsyn
til að auka vaxtamun inn- og
útlána svo heitið geti tii að
tryggja afkomu bankans á þessu
ári. Aðstoðarbankastjóri Lands-
bankans segir hins vegar að
vaxtamunur sé nú of lítill til að
afkoma bankans sé viðunandi.
Viðskiptaráðherra segir að þær
lánastofnanir sem best standi
hafi ekki ástæðu til að auka
vaxtamun.
„Afkoma Búnaðarbankans hefur
verið verri en á síðasta ári og það
er ljóst að vaxtamunurinn hefur
minnkað mjög verulega. Við reikn-
um hins vegar með betri afkomu í
maí og júní og ég tel ekki að við
þurfum að auka vaxtamuninn svo
heitið geti heldur getum unað nokk-
Lífeyrissjóðirnir:
Áætluð húsbréfakaup fyrir
átta til níu milljarða á árinu
Svigrúmið ekki meira vegna skuldbindinga við Húsnæðis-
stofnun, segir formaður Landssambands Lífeyrissjóða
FORMAÐUR Landssambands lífeyrissjóða segir að lifeyrissjóðir muni
kaupa húsbréf á þessu ári fyrir 8-9 milljarða króna hið minnsta, eða
sem svari til 30% af ráðstöfunarfé þeirra á árinu. Meira geti þeir ekki
keypt, vegna skuldbindinga við rikissjóð um lánveitingar til Húsnæðis-
stofnunar vegna gamla húsnæðiskerfisins, en þangað fari um 40-50%
af ráðstöfunarfénu. Hann segir að áhrifaríkasta leiðin til að ná jafn-
vægi á húsbréfamarkaði væri úr því sem komið er sú, að einstaklingar
fresti þeim húsnæðiskaupum sem geta beðið.
Sigurðardóttir félags-
Jóhanna
málaráðherra gagnrýndi lífeyrissjóð-
ina á miðvikudag fyrir að kaupa lítið
af húsbréfum og stuðla þannig að
miklum afföllum á þeim; þeir hefðu
aðeins keypt húsbréf fyrir 2,4 millj-
arða á árinu af þeim 27 milljörðum
sem þeir hefðu til ráðstöfunar.
„Lífeyrissjóðirnir hafa hreinlega
ekki svigrúm til frekari húsbréfa-
kaupa, þar sem þeir eru bundnir af
samningum, sem búið er að gera
um lánveitingar til Húsnæðisstofn-
unar á þessu ári,“ sagði Þorgeir
Eyjólfsson formaður Landssam-
bands lífeyrissjóða við Morgunblað-
ið. „I annan stað nefnir ráðherrann
að lífeyrissjóðirnir hafí keypt hús-
bréf fyrir 2,4 milljarða en það eru
kaup fyrstu fjögurra mánaða ársins
þannig að þegar upp verður staðið
mun láta nærri að kaupin verði á
bilinu 8-9 milljarðar eða fyrir um
30% af ráðstöfunarfé ársins.
Þegar þetta er skoðað, í Ijósi þess
að lífeyrissjóðimir hafa verið að lána
til Húsnæðisstofnunar 40-50% af
ráðstöfunarfé sínu á fyrstu fjórum
mánuðum ársins, sést að sjóðirnir
hafa á þeim tíma verið að lána inn
í húsnæðiskerfið eða kaupa húsbréf
fyrir 75-80% af ráðstöfunarfénu, og
sumir sjóðir jafnvel fyrir meira,“
sagði Þorgeir.
Hann sagði einnig, að þeim til-
mælum hefði verið beint til lífeyris-
sjóðanna í ársbyrjun, að þeir flýttu
kaupum sínum á skuldabréfum Hús-
næðisstofnunar innan ársins. Sjálf-
sagt hefðu fjölmargir sjóðir orðið við
þeim tilmælum.
„Málflutningur ráðherrans geng-
ur því hreinlega ekki upp. Það er
einfaldlega allt of mikið af húsbréf-
um á markaðnum, við erum að kaupa
allt sem við getum en við fáurn hrein-
lega ekki við meira ráðið. Þarna
hafa stjórnvöld einfaldlega brugðist
í sinni stýringu, með því að halda
við gamla húsnæðiskerfinu og
hleypa jafnframt húsbréfakerfinu af
stað á fullum kraftj. Þegar til viðbót-
ar kemur önnur lánsfjárþörf ríkisins
þarf enga sérfræðinga til að sjá að
það dæmi gengur alls ekki upp. Úr
því sem komið er, væri áhrifaríkasta
aðferðin til að ná ávöxtunarkröfu
húsbréfanna niður sú að þeir ein-
staklingar, sem nú eru að huga að
fasteignakaupum, fresti þeim ef þau
geta beðið. Þannig myndi draga úr
framboði húsbréfanna, markaðurinn
jafnaði sig og jafnvægi kæmist á
framboð og eftirspurn húsbréfa,"
sagði Þorgeir Eyjólfsson.
Fékk saltpéturssýru í auga
STARFSMAÐUR á rannsóknarstofu lyfjafræðideildar lyfsala í Há-
skóla íslands fékk saltpéturssýru í auga þegar ílát með efninu sprakk
vegna leynds galla í gærmorgun. Meiðsli hans voru ekki talin alvar-
legs eðlis, samkvæmt upplýsingum lögreglu.
Atburðurinn átti sér stað um
klukkan ellefu í rannsóknarstofu á
2. hæð í byggingu íþróttahúss Há-
skólans við Suðurgötu og var mað-
urinn þá einn á staðnum. Talið er
að leyndur galli í ílátinu hafi valdið
því að það sprakk með þeim afleið-
ingum að sýra skvettist á manninn.
Félagar mannsins, sem er 26 ára,
komu að, veittu honum fyrstu hjálp
og óku á sjúkrahús.
Slökkviklið var kvatt til hálftíma
eftir atburðinn og fóru slökkviliðs-
menn í sérstökum búningum og
með útbúnað reykkafara inn á rann-
sóknarstofuna, loftræstu hana og
hreinsuðu upp sýruna, sem slettst
hafði á gólf og innréttingar. Að
sögn slökkviliðs voru starfsmenn
aldrei í hættu vegna gufu frá sýr-
unni en innöndun hennar getur
meðal annars skaðað lungu.
urn veginn við þann vaxtamun sem
nú er,“ sagði Jón Adolf Guðjónsson
bankastjóri Búnaðarbankans.
Brynjólfur Helgason aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans sagði að
vaxtamunur hefði verið of lítill á
þessu ári og hann væri of lítill til
að rekstrarafkoma bankans væri
viðunandi, þ.e. ofan við núllið.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði á miðvikudag að nokkur
hætta væri á að bankarnir ykju
vaxtamun til að auka eigin tekjur
í kjölfar vaxtahækkana ríkisins.
Valur Valsson bankastjóri íslands-
banka sagði hins vegar í Morgun-
blaðinu í gær, að vaxtamunur í
bankakerfinu væri óeðlilega lítill og
það yrði að breytast því bankar
væru nú reknir með halla.
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra sagði við Morgunblaðið í
gær, að það væri æskilegt og nauð-
synlegt að bankakerfið hefði aðhald
frá innbyrðis samkeppni og hugsan-
lega samkeppni lánastofnana frá
öðrum löndum. „Það er nú fram-
undan að erlendum lánastofnunum
verði heimilt að opna hér útibú frá
næstu áramótum. Það er reyndar
einnig þannig, að innlend fyrirtæki
eiga auðveldara að taka lán frá
öðrum löndum á eigin ábyrgð en
verið hefur. Ég veit líka, að þær
lánastofnanir sem standa best, hafa
ekki mikla ástæðu til þess að auka
sinn vaxtamun. Allt þetta saman
vona ég að veiti bönkunum öflugt
aðhald, og þannig á það að vera.
Þetta á ekki að vera nein sjálfsaf-
greiðsla hjá þeim,“ sagði viðskipta-
ráðherra.
Hann bætti við að þetta væri
þáttur í þeirri þrþun sem hefði haf-
ist árið 1989, þegar þrír bankar
keyptu Úfyegsbankann hf. og
mynduðu íslandsbanka. Þá hefði
aðhald að kostnaði hafist og sam-
keppni komið til skjalanna og á því
þyrfti að vera framhald. Þegar við-
skiptaráðherra var spurður hvernig
ætti að líta á yfirlýsingu banka-
stjóra Isiandsbanka um þörf á
auknum vaxtamun í því samhengi,
sagðist hann ekki vera að halda því
fram, að rekstur bankans væri án
erfiðleika.